Morgunblaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1962, Blaðsíða 14
I 14 MORCVNBLAÐ1Ð Föstudagur 25. maí 1962 L'nnið að íuglabók AB. Frá vinstri: Eirikur Hreinn, dr. Finnur Guðmundsson og Balðvin. Eg hygg, að ég myndi aðallega fjalla um menningarmál, skóla- mál og Ihin ýmsu vandamál æsk- unnar, þegar til minna kasta ‘kæmi sem varaborgarfulltrúi. Þetta eru þau mál, sem ég hef aðallega áhuga á. Hitt er svo aug ljóst, að til þess að hægt sé að hlú að menningarstarfsemi og skólum borgarinnar, þá verður fjármálastjórn borgarinnar að vera góð. Þannig eru þessi mál öll samtvinnuð og því erfitt að aðgreina þau einhliða hvert frá öðru. Félagsmálastarf Eins og augljóst er, þá er fram kvæmdastj. eins stærsta bókaút útgáfufyrirtækis landsins mjög umsvifamikið starf og í mörg horn að líta. Auk almennrar stjórnar fyrirtækisins, sem jafn framt rekur Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar, þá þarf að ræða við höfunda, þýðendur, prentara, bókbindara, prent- myndasmiði og teiknara. Ræða við þá um tilhögun verksins og semja um skilmála. Síðast en ekki sízt, þarf að lesa bækur, fjölda bóka í leit að verkum ti'l útgáfu. f»á er Baldvin ritstjóri Félagsibréfs, stærsta bókmennta- tímarits, sem gefið er út hér- „Það er mikið á sig leggj- andi fyrir eigin íbúð“ Til þessara starfa fer mikill tími, en Baldvin sagðist ekki telja hann eftir sér, þegar blaða maðurinn spurði hann um það. — Eg hef alltaf haft ánægju og yndi af félagsstörfum, sagði Baldvin, það var ef til vill vegna þess, sem ég valdi lögfræðina í 'háskólanum. Eigin húsnæði borgaranna stefna Sjálfstæðisflokksins Blaðamaðurinn og ljósmynd- ari Mlbl. skruppu heim með Baldvin, þegar hann hætti störf um um hálf sjöleytið. Við ókum með Baldvin 1 fólksvagninum og þegar hann beygði austur Mikluibrautina, spurðum við, hvort hann væri fluttur, því að síðast þegar við vissum til, þá bjó hann á Suðurgötunni. — Það er langt síðan, segir Baldvin, tvö ár. Eg keypti tíu ára gamla íbúð í Hamrahlíð- inni, fjögur herbergi og eldhús. Þetta er að vísu dálítið erfitt, en það er mikið til vinnandi að búa í eigin húsnæði . Við ræðum fleira við Baldvin um húsnæðismálin og spyrjum um álit hans. — Það á að vera og hefur verið stefna meirihluta sjálfstæð ismanna í borgarstjórn Reykja- víkur, segir Baldvin, að stuðla að þvi að fólk geti komið sér upp eða byggt eigin húsnæðL Þessi stefna borgarstjórnar- meirihlutans er mest í samræmi við Sjálfstæðisstefnuna, sem boðar stuðning við framtak og sjálfstæði borgaranna, þetta á - Sagði Baldvin Tryggvason 12. maður D-listans við Morgunblaðið í gær ÍBÍHJM Reykjavíkur hefur fjölg að um meira en helming síðustu tvo áratugi og hafa öll héruð landsins lagt borginni til nýta og góða starfskrafta og borg- ara. Mikill fjöldi ungra mennta- manna, sem starfa hér í Reykja- vík, eru utan af landsbyggðinni, en sóttu háskólamenntun sina til höfuðborgarinnar. Einn þess ara manna er Baldvin Tryggva- son, lögfræðingur, framkvæmda stjóri Almenna bókafélagsins. Baldvin skipar nú 12. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins við borgarstjórnarkosning- arnar. Frá Ólafsfirði til Reykjavíkur Baldvin er fæddur í Ólafsfirði árið 1926 og er því aðeins 36 ára gamall. Hann er sonur hjón- anna Rósu Friðfinnsdóttur og Tryggva Marteinssonar, fyrrum útvegsmanns. Baldvin stundaði nám við Menntaskólann á Ak- ureyri og varð stúdent þaðan 1948. Haustið eftir innritaðist hann í lagadeild háskólans og lauk þaðan kandídatsprófi ár- ið 1953. Á námsárum sínum stundaði Baldvin allskonar vinnu til lands og sjávar, m.a. £ frystihúsi, á síldarbát og við 'blaðamennsku. Þegar í skóla hafði Baldvin áhuga á félagsmálum og gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir skólasystkini sín og sam- stúdenta. Hann var formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta og átti sæti í stúdenta- ráði. Á háskólaárum sínum hélt Baldvin úti blaði um málefni heimabyggðar sinnar í Ólafs- Lokað eftir hádegi i dag vegna jarðarfarar. Bæjarfógeta og sýsluskrifstofan Hafnarfirði. Eiginkona mín THEÓDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR Háteigsvegi 28, lézt í Landsspítalanum 23. þessa mánaðar. Þorkell Guðbrandsson. Útför mannsins míns MAGNÚSAR B. JÓNSSONAR Brekku, Austur-Húnavatnssýslu, fer fram mánudaginn 28. maí og hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 eJh. Sigrún Sigurðardóttir. firði. Hét það Ólafsfirðingur og kom út mánaðarlega í eitt ár. Menningarmálin og fjár- málin samtvinnuð Að loknu embættisprófi starf- aði Baldvin við lögfræðistörf í nokkur ár, en varð framkvæmda stjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík og gegndi þvi starfi til ársins 1960, er hann var ráðinn framkvæmda- stjóri eins stærsta útgáfufyrir- tækis landsins, Almenna bóka- félagsins. Þá átti hann í mörg ár sæti í stjórn Heimdallar og Sambands ungra sjálfstæðis- manna og var formaður Heim- dallar 1958—59. ■ Blaðamaður Mbl. heimsótti Baldvin á dögunum á skrifstofu hans við Tjarnargötuna. Blaða- maðurinn sótti illa að þá stund- ina, því að Baldvin var önnum kafinn á fundi með Eiríki Hreini Finnbogasyni, starfs- manni bókmenntaráðs A.B. og dr. Finni Guðmundssyni, fugla- fræðingi. Þeir voru að ræða ým is vandamál varðandi fugla- bókina, sem A.B. mun gefa út á næstunni. Blaðamaðurinn innti Baldvin eftir þeim málum, sem sérstak- lega vektu áhuga hans af þeim málefnum, sem borgarstjórnin fjallar um. Þessa mynd tok ljosm. Mbl. 01. K. M. af fjölskyldu Baldvins að heimili þeirra við Hamrahlíð. lendis, ásamt Eiríki Hreini Finn bogasyni. Auk þessa gegnir Baldvin mörgum trúnaðarstörfum. Mó þar nefna, að hann er í stjórn Lánasjóðs íslenzkra námsmanna, í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, í stjórn Fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, varaformaður Stú- dentafélags Reykjavíkur og varamaður í menntamálaráði. Þókkum kæriega skeyti, blóm og góðar óskir vegna gullbrúðkaups okkar 21. mai. Lifi»5 öll heil og í guðs friðL Sigurbjörg og Sigurður frá Veðramóti. Lokað eftir hádegi í dag, föstudaginn 25. mai, vegna jarðarfarar. Timburverzlunin Völundur hl ekki sízt við í húsnæðismálun- um. Vandamál æskunnar þarf að leysa — Hvað áttu mörg börn, Bald vin? — Ég á einn strák, 4 ára. — Segðu mér eitt, hvað held- ur þú að sé helzti munurinn á aðstöðu sonar þíns til leiks og starfa og þeirri aðstöðu og verk efnum, sem þú gazt fengizt við, þegar þú sjálfur varst að alast upp norður í Ólafsfirði? — Þegar við strákarnir vor- um litlir, sagði Baldvin, þá byrj- uðum við strax og við gátum að hjálpa til við störfin heima við, við bátana og annað tilheyr- andi störfum foreldra okkar. Auk þess höfðum við vítt og ótakmarkað leiksvæði í hlíð- inni fyrir ofan kauptúnið eða 1 fjörunni. Þar var ekki teljandi hætta af umferðinni eða aðrar hættur, sem fylgja borgarlífinu. Athafnaþrá barna hér í Reykja- vík hefur hinsvegar ekki sömu möguleika til þess að njóta sín. Þetta er að mínum dómi eitt mesta vandamálið, sem borgar- yfirvöldin eiga við að stríða. Að finna verkefni, sem börn og Framh. á bk. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.