Morgunblaðið - 25.05.1962, Side 16
118. tbl. — Föstudagur 25. maí lf
nrs
Hefur Alþýðuflokkurinn
þegar ákveöiö samstarf
viö kommúnista í R.vík?
1 ÚTVARPSUMRÆÐUM
24. júní 1956 gaf Harald-
ur Guðmundsson, þáver-
andi formaður Alþýðu-
flokksins, út ákveðna yf-
irlýsingu fyrir hönd
flokks síns. Hún hljóðaði
þannig:
„Allt samstarf við
kommúnista er útiIokað“.
Hinn 23. maí 1962 gaf
Óskar Hallgrímsson, for-
ystumaður borgarstjórnar-
lista Alþýðuflokksins, út
yfirlýsingu í útvarpsum-
ræðum. Hún hljóðaði
þannig:
„Ekki samstarf við
kommúnista undir nein-
um kringumstæðum“.
Nokkrir dagar voru til
þingkosninga þegar Har-
aldur Guðmundsson gaf
yfirlýsingu sína. Nokkrir
dagar voru til borgar-
stjórnarkosninga, þegar
Óskar Hallgrímsson opin-
beraði boðskap sinn.
Naumast voru þing-
kosningar afstaðnar, þeg-
ar öllum varð kunnugt
um, að þegar fyrir þær
hafði Alþýðuflokkurinn á-
kveðið að ganga til sam-
starfs um ríkisstjórn lands
ins við kommúnista og
bandamenn þeirra í Fram
sóknarflokknum. — Með
hliðsjón af þeirri stað-
reynd er ekki að furða,
þótt ýmsir túlki yfirlýs-
ingu Óskars Hallgrímsson-
ar á þann veg að Alþýðu-
flokkurinn hafi þegar á-
kveðið að taka upp sam-
starf við þessa fyrri
bandamenn sína um borg-
armálefni Reykjavíkur, ef
meirihluti Sjálfstæðis-
flokksins tapast, enda
væri það í fullu samræmi
við afstöðu hans annars
staðar, eins og t.d. í Hafn-
arfirði og á ísafirði.
Síldin isuðí bátun-
um og fryst í landi
f GÆR var dálítil veiði síðdegis
hjó síldarbátunum, og voru sum-
ir farnir að tilkynna komu sína
inn, en fengu að vita að frysti-
húsin yrðu að hætta móttöku kl.
7 vegna boðaðs Dagsbrúnarfund-
ar. Hættu bátar þá við að koma
inn, fyrr en í dag, en hætt er við
að sildin frá í gær fari í gúanó.
Undanfarið hefur komið á land
í Reykjavík töluvert magn af
síld og hefur verið unnið mikið í
frystihúsunum, í ísbiminum, hjá
Jupiter & Marz, Fiskiðjuverinu,
Sænsk-íslenzka og Hraðfrysti-
stöðinni. í gær átti Mbl. tal við
Pál Guðmundsson verkstjóra hjá
ísbirninum. Sagði hann að frá
því ísbjörninn byrjaði að taka á
móti síldinni 10. maí hefðu verið
frystar þar um 300 lestir af síld
og um 40 lestir af flökum. Hefur
verið unnið mikið að umdanförnu,
t.d. kl. 20—3 á sunnudag og frá
8 tiil miðnættis það sem af er
vikunnar.
Síldin er mest veidd ýmist út
af Akranesi eða út af f>ormóðs-
skeri og lítið eitt vestar. Hefur
síldin verið góð síðan bátarnir
fóru að ísa hana, að því er Páll
sagði. Hafa þeir yfirleitt farið
með 3—4 lestir af ís og ísað
200—300 tunnur, að ósk frysti-
hússins.
Tvö komin til Noregs.
Fréttaritari blaðsins á Akra-
nesi símaði að þangað hefðu kom
ið 2 bátar inn með aíld í gœr,
Anna með 1000 tunnur og Heima-
skagi með 300. Komið væri allt
að því fullfermi í norska síldar-
flutningaskipið Vestby eða 5400
tunnur, Brunnholm hefði lagt af
stað að kvöldi 22. maí með 5040
tunnur af síld, og tvö síldarflutn-
ingaskipanna mundu vera komin
til Noregs. ,
Víðismenn gólu
35000 krónui
BJÖRN Dúason, sveitarstjóri I
Sandgerði, afhenti hinn 5. maí
í skrifetofu biskups gjöf til söfn-
unar vhgna sjóslysa frá skips-
'höfninni á mto. Víði II., Sand-
gerði, kr. 35.000,00.
Miklu magni afáfengi
og tóbaki stolið á Röðli
Kassi með 15 flöskum fanust I
Skipholti í gærmorgun
1 FYRRINÓTT var brotizt inn í
veitingahúsið Röðul og stolið
þaðan miklu magni af áfengi og
tóbaki. Er bílstjóri einn var að
fara til vinnu sinnar snemma í
gærmorgun stóð pappakassi með
15 áfengisflöskum við bíl hans
og var þar komið sumt af áfeng
inu, sem stolið hafði verið úr
veitingahúsinu.
Ekið á lamb
SHJASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld
var ekið á lamto við Seljabrekku
í Mosfellssveit með þeim afleið-
ingum að það drapst. Sóst til
er stór Mercedes Benz vörubíll,
yfirbyggður og rauður á lit, ók
á lambið. Bílstjórinn nam stað-
ar og leit út, en ók síðan á brott.
Er bílstjóri þessi beðinn að gefa
sig fram við umferðardeild rann
sóknarlögreglunnar.
Þjófurinn braut upp vin-
geymsluna á Röðli, og hafði á
brott með sér þaðan 85 flöskur
af áfengi, þar af 25—30 Genever
flöskur af Bokma-tegund, í fer-
strendum flöskum, 12—16 hvít-
vínsflöskur, 30 karton af Camel
sígarettum, 30 pakka af London
Docks vindlum, og einn 25 stk.
kassa af Henry Clay vindlum.
Auk þess hafði hann fengið sér
matarbita í eldhúsi veitinga-
hússins.
Klukkan sjö i gærmorgun, *r
Hörður Guðmundsson, Skipholti
10, bílstjóri hjá Bæjarleiðum,
var að fara út í bíl sinn tók hann
eftir þvi að við bílinn stóð
pappakassi. í kassanum reyndust
vera 15 flöskur af áfengi og
reyndist hér um að ræða hluta
þýfisins af Röðli, sem er þarna
skammt frá. Hörður gerði lög-
regiunni þegar aðvart og tók
hún kassan í vörzlu sína.
Bænadagur þjóðkirkj-
unnar á sunnudag
NÆSTKÓMANDI sunnudag er
hinn árlegi bænadagur þjóðar-
innar. Hefur biskupinn yfir fs-
landi, herra Sigurbjörn Einars-
son, ritað prestum landsins svo-
hljóðandí bréf:
Hinn árlegi bænadagur vor,
5. sd. e. páska, er að þessu sinni
27. máí. Þótt kosningar eigi að
fara fram þann dag í mörgum
presfaköllum, er þess að vænta,
að fólk geti komið saman ein-
hverntíma dagsins í kirkjum
sínum, í þeim sóknum sem öðr-
um ,til þess að lyfta huga íbæn.
Væri vel, ef kirkjan gæti sam-
einað sem flesta um bænarefni
dagsins, en það er:
Sáttfýsi og samhugur, ábyrgð
og drengskapur í þjóðlífi og
þjóðmálastarfi.
Bið ég bræður mína í presta-
stétt að standa saman um að
stuðla af megni að því, að þessi
dagur verði sem almennastur og
sannastur bænardagur, þjóð
vorri til blessunar.
Biskup fslands
Sigurbjörn Einarsson.
Þegar stóri, rauði boli tók á rás í austurátt með „þjóðfylkingarmenn*1 i eftirdragi.
Taugar kommúnista að bila
ÞAR sem fáfcr lesa orðið
Moskvumálgagnið, er stund-
um spurt: hverju svarar Þjóð-
viljinn upplýsingunum um
leynifélagið SÍA, Sósialista-
féiag íslendinga austan-
tjalds? En auk þess langar
menn til að fá frekari upp-
lýsingar um félagið SÍA.
Sósíalistafélag íslendinga
austantjalds er félagsskapur,
sem þeir einir eru meðlimir í,
sem dvalið hafa í kommún-
istarikjunum. Hann heldur
uppi „fræðslu" — og áróðurs
starfsemi, en meginmarkmið
hans er að stæia þátttakend-
ur í trúnni á heimskommún-
ismann og skipuleggja bar-
áttuna fyrir því að íslending
ar verði honum að bráð. Þess
vegna Ieggur félagið áherzlu
á að ná undirtökum í komm
únistaflokknum á íslaaidi,
svo að „réttum“ bardagaað-
ferðum verði beitt til að
flýta fyrir „frelsun“ íslend-
inga undan „oki auðValds-
ins.“
Fram áð þessu hefur
Moskvumálgagnið naumast
gert tilraun til að hrekja eitt
einasta atriði í upplýsingum
Morgunblaðsins, enda væri
slíkt vonlaust verk, þar sem
allt það, sem Morgunblaðið
hefur sagt, er skjalfest. Tím-
inn, annað aðalmálgagn þjóð-
fylkingarinnar, hefur hins-
vegar reynt að verja vini sína,
þótt sú vörn hafi verið heldur
kátleg.
Hið eina, sem Þjóðviljinn
hefur sagt, er það sem felst í
eftirfarandi orðum blaðsins í
gær:
„Þess vegna er verið að
ympra á bjánalegum fullyrð-
ingum um „afhendingu" bréf-
anna, jafnvel verið að drótta
því að ákveðnum mönnum.
Enda þótt þetta séu bama-
legar og vesælar afsakanir
fyrir eindæma siðlausa fram-
komu Morgunblaðsritstjór-
anna í þessu máU, gæti það
þó bent til að þeir gerðu sér
ljóst að slíkar bardagaaðferðir
eru hvorki blaðinu né flokkn
Frh. á bls 15.