Morgunblaðið - 03.06.1962, Síða 6

Morgunblaðið - 03.06.1962, Síða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. júní 1962 Anna Guðmunds- dóttir Nesi Kveðja Fædd 18. nóv. 1876. Dáin 27. mai 1962. „Húsfreyja er heimilsvörður. Hvert heimili þjóðarvirki. Ef öll eru heimilin örugg og traust mun aldrei bregðast, að hamingjan styrki þjóðina, — svo hún standi stöðug í hverri þraut og ryðji sér rétta braut.“ Gullvægur vitnisburður, — framborinn í minningu þá ný- látinnar mierkiskonu,' og er vitn- isburðurinn heimfærður til henn ar í fögru ljóði. — Sonur þeirrar ihúsmóður varð síðar ráðherra Og dóttir hennar forsetafrú. En þótt þessi merki vitnis- burður hafi upphafilega verið Ihelgaður ákveðinni móður og ■húsmóður, þá hygg ég það ekki ofsagt, að hann gæti í öllum meginatriðum átt við um mjög mikinn fjölda húsmæðra þjóðar vorrar, allt frá upphafi íslands- byggðar og til þess dags. — Guð hefur á öllum öldum blessað þjóð vora með fjölda mannkosta kvenna, og það er ekki síst fyrir varðstöðu þeirra að þjóðarvirkið stóðst raun aldarfarsins á hverj- um tíma. Þær héldu svo vel vöku sinni, að þegar endurreisn in hófst fyrir rúmæi öld, var þjóðin þrátt fyrir langvarandi þunga raun, nægilega þróttug og fersk til átaka og framsókn- ar. — Og nú gengur hún fram í stöðugt vaxandi viðreisn, með sigurmerki í hverju spori, á öll- um srviðum þjóðlífsins. Húsfreyja er heimilisvörður, Ihvert heimili þjóðarvirki. _ Gullvægur vitnisburður. — Ótæmandi þakkarefni í reynslu aldanna. Svo hefur þetta verið á öllum öldum. — Það má nefna fornkonurnar Bergþóru, Auði, Ásdfsi á Bjargi og Halildóru, er batt og lét binda sár óvina sem vina eftir bardagann, fyrst allra manna sem um getur í slíku mannúðarstarfi í norrænum bóik mienntum. þvi, að eftir nær hálfrar aldar viðurkenningu þykist ég með fullum rétti geta borið fram þann vitnisburð, að hin látna hús- freyja hafi verið ein slíkra mik- ilhæfra húsmœðra og það í fremstu röð í samtíð vorri. Ég hygg það ekki ofsagt, að um það munu sammála þeir, sem til hennar þekktu. Hún var glæsileg kona í sjón Og mikil í reynd. — Hún var máttug í mildi sinni, — fórn- fús í þjónustu sinni, — trú í löngu vandasömu starfi. Kona sem skilaði fögru og miklu æfi- starfi í varðstöðu sinni í viriki þjóðarinnar, heimilinu. Aldamótaárið var hún ung gefin efnilegum eiginmanni, Jóni Jónssyni frá Bjóluhjáleigu. Á þeirri jörð bjuggu þau um ára- tugi. Hann var mikiil drengskap armaður og merkur búhöldur. — Það var löngum fremur þröng býlt um þau, — lengi aðeins hluti jarðnæðis til ábúðar, en jafnan var vel um heimili þeirra og hag. Mikil ástúð og gagn- kvæm virðing mótaði alla tíð samlíf þeirra um meir en hálfa öld. Fyrir níu árum var hann burtkallaður og fylgt til grafar með samstilltum góðhug ást- vina og fjölda samferðamanna. Það eru nú liðin 44 ár síðan ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna. Það var blessaður staður, bjartur af mannkostum hús- bændanna og mótaður sannri gleði margra uppvaxandi, efni- legra barna. Ég kom að rúmi Kristínar Þorvaldsdóttur, há- aldraðrar móður hinnar látnu húsfreyju. — Það var sem geisli af himneskri dýrð hvíldi yfir þeim beði og út frá henni, sem þar lá. — angan trúarsamfélags- ins við algóðan Guð. — Hún átti Passíusálmana í hug og hjarta. Þær mæðgur munu hafa ver- ið um margt líkar. — Hin síð- ustu ár var hin látna húsfreyja á heimili Guðrúnar dóttur sinn- ar og manns hennar, Gunnars JónssOnar. Það var henni góð dvöl og æfi'kvöldið blessað á þeim stað. Og nú er hún frá oss horfin, en minningin lifir þótt maður- inn deyi. Minningin um frú Önnu Guð- mundsdóttur mun jafnan vera mótuð mklu þakklæti og virð- ingu ástvina hennar og allra okkar samferðamanna hennar. — E. Þ, „VÆN KONA er miklu meira virði en perlur. Hún breiðir út lófann móti hinum bágstadda, og réttir út hendurnar móti hinum snauða“. Með þessum setningum úr Orðs- kviðum Salómons vil ég byrja þessi fáu kveðjuorð, er ég skrifa í tilefni af andláti Önnu Guð- mundsdóttur. Tel ég mér það bæði ljúft og skylt, en finn þó vanmátt minn til að mæla eftir hana, sem vert væri. Hún lézt að heimili sínu, Nesi á Rangárvöllum, 27. maí sl. Útför hennar fer fram að Odda mánudaginn 4. júní nk. Anna fæddist að Miðhúsum í Hvolhreppi 18. nóvember 1876. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Einarsson frá Reyð- arvatni á Rangárvöllum og Kristín Þorvaldsdóttir frá Vall- arhjáleigu í Flóa. — Átta ára gömul fluttist Anna með for- eldrum sínum að Stórólfshvoli og þar ólst hún upp í fjölmenn- um systkinahópi við venjuleg sveitastörf. Föður sinn missti hún árið 1894, en móðir hennar dó hjá henni árið 1921 í hárri elli. Árið 1897 yfirgaf Anna æsku- heimili sitt á Stórólfshvoli og var fyrst um stundarsakir hjá Guðmundi bróðir sínum, er þá hóf búskap á öndverðarnesi í Grímsnesi. Þaðan fór hún að Bjóluhjáleigu í Ásahreppi, til Jóns Eiríkssonar og Guðrúnar Filippusdóttur, er þar bjuggu. Var hún vinnukona hjá þeim þangað til aldamótaárið, er hún giftist Jóni, syni þeirra. Þau Jón og Anna hófu bú- skap í Þjóðólfshaga í Holtum og bjuggu þar nokkur ár. En þegar Jón, tengdafaðir Önnu, missti Guðrúnu konu sína, ósk- aði hann eftir að þau flyttu aftur að Bjóluhjáleigu og gerðu þau það. Þar bjuggu þau til ársins 1923 og fluttu þá að Hrafntóftum og voru þar í 10 ár, en þá brugðu þau búi. Frá því dvöldust gömlu hjónin það sem eftir var ævinnar hjá Guð- rúnu, dóttur sinni, og Gunnari Jónssyni, manni hennar. Mann sinn missti Anna árið 1953. Þau hjónin, Jón og Anna, eignuðust 8 börn, 2 þeirra dóu í bernsku. Þau, sem upp kom- ust eru öll á lífi, en þau eru: Kristinn, starfsmaður hjá kaupfélaginu Þór, kvæntur Jónu Einarsdóttur; Guðrún, hús- freyja í Nesi, gift Gunnari Jónssyni, bónda þar; Ingibjörg, gift óskari Þorsteinssyni, skrif- stofumanni, Reykjavík; Ingólf- ur, landbúnaðarráðherra, kvænt ur Evu Jónsdóttur; Sigríður, gift Ingvari Þórðarsyni, húsa- smíðameistara, Reykjavík, og Ragnar, sölustjóri, einnig í Reykjavík, kvæntur Kristínu Einarsdóttur. Þetta, sem ég nú hef sagt, er í stórum dráttum hin ytri mynd af lífi og starfi önnu. Það er mynd af lífi og starfi íslenzkr- ar sveitakonu í alþýðustétt, sem fyrst og fremst hefur gegnt þeim göfugu hlutverkum, að vera í senn eiginkona, móðir og húsfreyja á mannmörgu sveita- heimili. Hún var dugmikil og stjórnsöm húsmóðir, eignaðist lífsförunaut, sem dáði hana og virti og var henni samhentur í öllu, sem laut að heill og hag heimilisins. Þau áttu blómlegt bú á þeirra tíma mælikvarða og voru ávallt veitandi, en ekki þiggjandi. Þau urðu og þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá ríkuleg- an ávöxt iðju sinnar í uppeldi barnanna. Eins og ég gat um í upphafi máls míns, þá ólst Anna upp á Stórólfshvoli. Þar er náttúru- fegurð mikil og víður sjóndeild- arhringur yfir nokkuð af hin- um blómlegu byggðum Rangár- þings. Þar hefur hún eflaust, strax í æsku hrifizt af dásemd- um náttúrunnar og friðsæld sveitalífsins, enda tók hún tryggð við sitt fæðingarhérað og dvaldist þar til æviloka. —■ Hún átti góða og guðhrædda foreldra, sem kenndu henni að bera loftningu fyrir hinum al- valda, ósýnilega mætti, sem yf- ir okkur vakir og gefa sig hand- leiðslu hans á hönd. Það vega- nesti varðveitti hún trúlega til æviloka. Anna var trúuð kona, kirkja og kristindómur voru henni heilög vé. Það var henn- ar styrki stafur á langri ævi. Ekki naut hún neinnar menntunar í æsku umfram það, sem krafist var undir fermingu í þá daga. Þá voru lítil tæki- færi til að veita sér slíkt. Ef- laust hefur þó hugur hennar staðið til þess, ef um það hefði verið að ræða, því Anna var greind og hafði yndi af lestri góðra bóka. Hún hafði og mikla ánægju af söng og hljómlist, hafði sjálf góða söngrödd. Oft var mikið sungið á heimili þeirra hjóna, einkum eftir að þar komu hljóðfæri. Þá var oft glatt á hjalla og tekið lagið i góðra vina hópi í litlu stofunni á Hrafntóftum. Þegar Anna var að alast upp á Stórólfshvoli, var þar héraðs- læknir hinn góðkunni mann- kostamaður ólafur Guðmunds- son. Hann átti gnægð góðra bóka og mátti hún notfæra sér þær eftir því sem hún hafði tíma og tækifæri til. Minntist hún oft á það við mig, hve þetta hefði verið sér dýrmætur fjársjóður. Anna var fríð kona, svipur- inn hreinn og mildur, en þó ein- beittur, frjálsmannleg í fasi og vakti athygli hvar sem hún fór. Það var gaman að ræða við hana, því hún var greind og minnug í bezta lagi, hispurslaus og lét skoðanir sínar skýrt og ákveðið í ljós, hver sem í hlut Framh. á bls. 23 Og sé hörft til síðari æfi- skeiða, — hvílí'kur vitnisburður í Ijóðum skáldanna til mæðra sinna. Varðstöðu þeirra í virki heimilisins meta þau og lotfa öllu ofar. Sérhver maður hrítfst við lestur slíkra minningar- Ijóða, ekki aðallega vegna móð- ur skáldsins, heldur vegna þess, að lesandanum finnst alveg ó- sjálfrátt, að í þessum hugðnæmu ljóðum sé einmitt verið að minn ast hans eigin móður. Mitt andanssikrúð er skorið af þér. • Sú skyrtan bezt hefir dugað mér við stormana, helið og hjúpinn.“ Minningin um látnu húsfreyj- una, önnu Guðmundsdóttur, er andaðist í hárri elli að Nesi á Rangárvöllum, hinn 27 f.m., kall ar hugsanir mínar fyrst og fremist inn á þessar brautir, — til inni- legrar viðurkenningar og mikils þakklætis til þeirra merkis- kvenna, sem hafa verið og eru trúir varðmenn í virki þjóðfélags ins, — þetta er svo með mig af • Hvað gerirðu í sumarleyfinu? Þegar fólk hittist þessa dag ana, verður fyrsta spurningin oft: Ertu farinn að hugsa fyr- ir sumarleyfinu? Hvert ætlar þú? Á þessu norðlæga landi okkar, dreymir fjölmarga um sól og baðstrendur, og helzt í suðlægum löndum, þar sem hitinn verður örugglega 20— 30 stig En í gær hitti ég á götu mann, sem gaf allt ann- að svar. Eg ætla á skíði, sagði hann. Þetta var Valdimar Örnólfsbon, leikfimiskennari í Menntaskólanum. Hann er um það bil að fara í frí, skólinn búinn og seinasta sýning á Skugga-Sveini, sem hann hef- ur leikið Harald í yfir 50 sinn um, í kvöld. Og nú er hann frí og frjáls. Og þá velur hann fjöll og snjó. Hann segir: • Fjöll og snjór Eg ætla að kenna á skíðum inni í Kerlingafjöllum. Þetta kann að hljóma undarlega í eyrum sumra, en það er stað- reynd, að hér á landi er fátt skemmtilegra en skíðaferðir á sumrin. í fyrrasumar fór ég tvær 10 daga ferðir í Kerlingafjöll- in og sannfærðist ég þá um að sumarleyfinu verður varla betur varið en einmitt til slíkra ferða. Við fórum 30 saman og dvöldum í mjög vist legum skála, er Ferðafélag ís- lands á þarna inn frá. Skíða- landið í Kerlingafj öllum er ótrúlega gott, minnir helzt á Alpana, brekkur við allra hæfi, ágætar flatir fyrir byrj- endur og tveggja, þriggja kíló metra brunbrautir fyrir þá, sem lengra eru komnir. I einu orði sagt — stórkostlegt. • Hlakkar sannarlega tu Og svo eru þarna ótal tind- ar til £ið klífa og útsýni hið fegursta. Þetta er því tilvalinn staður fyrir þá, sefn hafa á- nægju af hvorutveggja, fjall. göngum og skíðaferðum. Þa3 kostar að vísu nokkurt auka- erfiði að bera skíðin upp, en tilhugsunin um það, að geta svo brunað niður hlíðarnar á eftir, gerir fjallgönguna margfallt skemmtilegri. Já, ég hlakka sannarlega til skíðaferðanna í sumar og ég veit, að ég er ekki einn um það, því að margir þeirra, sem fóru með í ferðina i fyrrasum- ar, hafa nú þegar látið skrá sig á skíðanámskeiðin, sem Ferðafélag íslands efnir til þar efra í sumar. Svo óska ég öllum ánægju- legra sumarleyfisdaga. Valdimar örnólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.