Morgunblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 3. júní 1962
FLUIíFÉLAG Islands er 25 ára í
dag. Þetta eru merk tímamót í
aögu flugsins á íslandi, mikið hef
■r áunnizt — og brautryðjend-
urnir geta litið yfir farinn veg
Og glaðst, því þeir hafa unnið
þakklátt starf. Flugið gegnir nú
orðið mikilvægu hlutverki í dag-
legu lífi þjóðarinnar og með
hverju ári vex því þróttur.
Saga Flugfélagsins segir í raun
inni stærsta hlutann af sögu flugs
áns á íslandi.
Flugfélag íslands hið fyrsta,
sem stofnað var árið 1919 væri
íeitt elzta flugfélag heims, ef starf
Semi þess hefði haldið áfram ó-
Blitið. Þrátt fyrir dugnað og fram
sýni forráðamannanna urðu óyf-
írstíganlegir örðugleikar á vegi
félagsins og það hætti starfsemi
ieftir tilraunaflug í tvö sumur.
Hinn 1. maí 1928 var Flugfé-
lag íslands hið annað í röðinni
Stofnað. Það félag efndi til flug-
Samgangna innanlands í sam-
yinnu við þýzka flugfélagið Luft-
hansa og stóðu þær í fjögur sum-
ur.
Á vegi þessa félags urðu einn-
ig óyfirstíganlegir örðugleikar.
Síðasta árið sem félagið starfaði
löskuðust flugvélar félagsins,
sem allar voru sjóflugvélar, í of-
viðri og sukku, og heimskreppan
kom í veg fyrir áframhaldandi
Starfsemi þess. Frá 1931 til 1937
sézt hér eiigin íslenzk flugvél á
lofti.
Flugfélag íslands, það sem nú
starfar, var stofnað á Akureyri
3. júní 1937, og hlaut nafnið Flug
félag Akureyrar. Aðalhvatamað-
ur að stofnun félagsins var Agn-
ar Kofoed-Hansen núverandi
flugmálastjóri. Hann hafði lokið
námi og prófum atvinnuflug-
manna í Danmörku og eftir heim
komuna tók hann strax að vinna
að flugmálum. Ekki var hlaup-
ið að því að stofna flugfélag því
örlög hinna tveggja fyrri voru
mönnum í of fersku minni. Hins
vegar stofr.aði hann Svifflugfé-
lagið og Flugmálafélagið, svo
nokkuð sé nefnt. Eftir að hafa
gengið bónleiðir til búðar í
Reykjavík hélt Agnar til Akur-
eyrar, þar sem nokkrir framá-
menn tóku máli hans vel og þar
var Flugfélagið sem fyrr segir
stofnað. Fyrstu stjórn félagsins
skipuðu Vilhjálmur Þór, formað-
ur og meðstjórnendur, Kristján
Kristjánsson, forstjóri og Guð-
mundur Karl Pétursson læknir.
Félagið ákvað strax að leita fyr-
ir sér um kaup á fimm sæta flug-
vél og var ráð fyrir gert, að flug-
ferðir gætu hafizt strax.
Af þessu varð þó ekki, vegna
þess að lengri tíma hefði tekið
að útvega flugvélina en menn
hugðu í fyrstu. Flugvélin kom til
landsins í apríl vorið eftir og 2.
maí flaug hún fyrsta flug sitt
frá Reyltjavík til Akureyrar.
Við margskonar erfiðleika
var að etja á fyrstu dögum flugs-
ins. Flugþjónusta var þá enginn
innanlands Radíóvitar, sem nú
þykja sjálfsagðir voru heldur
ekki fyrir hendi og veðurlýsing-
ar auk veðurfrétta veðurstofunn-
ar, voru fengnar með viðtölum
við veðuiglögga menn úti um
land. Fyrsta árið sem TF-ÖRN
Waco-sjóflugvél Flugfélags Ak-
ureyrar var hér í förum, flutti
hún 770 farþega. Vorið 1939 lét
Agnar Kofoed-Hansen af störfum
hjá félaginu, en við tók örn Ó.
Johnson, sem þá gerðist eini
flugmaður félagsins og forstjóri
og síðaratalda starfinu hefir
hann gegnt síðan. TF-ÖRN eða
Örninn, eins og flugvélin var
kölluð flaug víða um land og
flutti farþega og póst. Enginn
flugvöllur var þá til á landinu,
enda var flugvélin höfð á flot-
holtum. Snemma árs 1940 var fé-
lagið endurskipulagt. Hlutafé
þess var aukið og heimili þess
flutt til Reykjavíkur. Nafni fé-
lagsins var breytt í Flugfélag ís-
lands h.f.
Nokkru áður hafði verið hafizt
handa um að kaupa aðra flug-
vél. Hún var af sömu gerð og hin
fyrri, kom til landsins 1940 og
hlaut nafnið „Haförn”. Fyrri flug
vélinni „Erninum", hafði nú ver-
ið breytt í landflugvél. Eftir her
nám íslands vorið 1940 hafði
brezka setuliðið hafizt handa um
flugvallargerð í Vatnsmýrinni í
Reykjavík Setuliðið lagði bann
við flugferðum, en eftir nokkuð
þóf fékkst leyfi til innanlands-
flugferða, þó undir mjög ná-
kvæmu eftirliti. Sumarið 1941
hófust fyrstu reglulegu áætlunar-
ferðirnar innanlands, milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Starf
semi félagsins var nú í örum
vexti og urn áramót 1941 og 1942
var ákveðið að félagið keypti
nýja og stærri flugvél. Sú flug-
vél kom til landsins vorið 1942.
Það var fyrsta tveggja hreyfla
flugvél, sem íslendingar eignuð-
ust og tók átta farþega. Um sum-
arið hófust fastar áætlunarflug-
ferðir milli Reykjavíkur og Eg-
ilsstaða.
Snemma árs 1944 keypti Flug-
félag fslands tvær tveggja
hreyfla De Havilland flugvélar
frá Bretlandi og um haustið eign-
aðist það sinn fyrsta Katalína-
flugbát. Hann var keyptur í
Bandaríkjunum og fór íslenzk á-
höfn vestur til að sækja hann.
Flugstjóri heim var Örn Ó. John-
son, aðstoðarflugmaður Smári
Karlsson og vélamaður Sigurður
Ingólfsson, en auk þeirra tveir
Bandaríkjamenn. Þetta var sögií-
legur viðburður, því þarna flaug
íslenzk flugvél og íslenzk áhöfn
í fyrsta skipti yfir Atlantshaf.
Nokkrum vikum eftir stríðslok
í Evrópu, sumarið 1945, ákvað
Flugfélag íslands að gera tilraun
til millilandaflugs. FlugbátUrinn,
sem fyrr er nefndur og í daglegu
tali var nefndur „Pétur gamli“,
var valinn til fararinnar. Flug-
stjóri var Jóhannes R. Snorra-
son, aðstoðarflugmaður Smári
Karlsson, vélamaður Sigurður
Ingólfsson og loftskeytamaður
Jóhann Gíslason. Auk þess voru
2 menn úr brezka flughernum í
áhöfninni. Farþegar voru fjórir,
Sr. Robert Jack og stórkaupmenn
irnir Hans Þórdarson, Jón Jó-
hannesson og Jón Einarsson.
„Pétur gamli“ lagði upp frá
Skerjafirðinum í Reykjavík að
morgni hins 11. júlí 1945 og
flaug til Largs Bay í Skotlandi
á rúmum sex klukkustundum.
Flugvélin kom til Reykjavíkur
daginn eftir og var vel fagnað.
Hinu fyrsta millilandaflugi fs-
lendinga var farsællega lokið.
Síðar um sumarið fór sama
flugvél tvær ferðir, þá til Largs
Bay í Skotlandi og til Kaup-
mannahafnar og „Pétur gamli“
var ein fyrsta farþegaflugvélin,
sem þar lenti eftir stríð. Alls
voru fluttii 56 farþegar milli
landa þetta sumar. í ljós kom að
sjóflugvél var ekki heppileg til
þessara flugferða. T. d. þurfti
flugvélin í síðustu ferð sinni að
bíða nokkra daga eftir heppilegu
veðri til flugtaks í Kaupmanna-
höfn vegna undiröldu á Eyrar-
sundi. Voiið 1946 samdi Flug-
félag íslands við Scottish Air-
lines um leigu á tveim Liberator-
flugvélum til millilandaflugs.
Þessi háttur hélzt í tvö ár og var
flogið til Prestvíkur í Skotlandi
og Kaupmannahafnar. Flugfélag-
ið eignaðist um þetta leyti þriðja
Katalínaflugbát sinn og árið 1936
eignaðist það einnig fyrstu
Dakotaflugvél sína.
Innanlandsflugið jókst jafnt og
þétt og flogið var til flestra
stærri kaupstaða á landinu. Fé-
lagið hafði og stefnt að því að
eignast eigin flugvél til milli-
landaflugs. Slíkt fyrirtæki var
fjárfrekt stefnt skyldi að því
að fá góða og trausta flugvél.
Eimskipafélag íslands hljóp und-
ir bagga og veitti Flugfélaginu
drengilega aðstoð í þessu máli.
Hinn 8. júlí 1948 kom flugvélin
svo til landsins og hlaut nafnið
„Gullfaxi*. Millilandaflug Flug-
félags íslands var nú framkvæmt
með eigin flugvél og af íslenzk-
um áhöfnum Hafnar voru ferð-
ir til fleiri staða erlendis. Næsta
viðbót á millilandaáætluninni
varð Osló og stuttu síðar Lond-
on. Árið 1950 varð merkisár í
sögu Flugfélags íslands að
tvennu leyti. Það ár hófust
Grænlandsferðirnar og félagið
gekk í Alþjóðasamband flugfé-
laga, IATA Fyrsta Grænlands-
flugið var farið 15. júlí fyrir
rannsóknarleiðangur dr. Lauge
Kock, en fimmtán menn úr leið-
angri hans voru fluttir til Ell-
eyjar í Óskarsfirði á norð-aust-
ur strönd Grænlands.
Sumarið eftir hófust flugferð-
ir fyrir leiðangur Frakkans Poul
Emil Victor og 1952 byrjaði Flug-
félagið flutninga fyrir ýmsa að-
ila sem atvinnurekstur hafa í
Grænlandi c. fl.
Árið 1951 hættu Loftleiðir, sem
um sjö ára skeði höfðu tekið þátt
í innanlandsflugi þeirri starf-
semi og hefir Flugfélag íslands
síðan eitt annazt allt reglubund-
ið innanlandsflug hér á landi.
Er hér var komið mátti segja að
Flugfélagði hefði slitið barnsskón
um. Flutnir.gar jukust jafnt og
þétt og viðkomustöðum fjölgaði.
Hlutur Flugfélagsins í atvinnu-
Örn ó. Johnson, flugmaður og
forstjóri frá 1939.
sögu landsins er þáttur út af fyr-
ir sig. Auk þess að flytja vertíðar
fólk, síldarfólk o. fl. með skjót-
um hætti landshornanna á milli,
tók það að sér hlutverk, sem
vakti mikla athygli jafnvel langt
út fyrir landssteinanna. Það var
þegar fjárflutningarnir miklu úr
Öræfum áttu sér stað. Hundruð
líflamba voru flutt frá öræfum
upp í Borgarfjörð til sinna nýju
heimkynna. Nokkru áður hafði
loftbrúin til öræfa, sem síðan hef
ir verið starfrækt hvert haust,
einnig verið opnuð. Innanlands-
flugið krafist aukins flugvéla-
kosts, sama var að segja um milli
landaflugið. Árði 1954 eignaðist
Flugfélag íslands aðra millilanda
flugvél sína, „Sólfaxa" og fjórðu
Dakota-flugvél sína „Sæfaxa.“
Vorið 1955 hóf Flugfélga fs-
lands flug til Stokkhólms, Ham-
borgar og Glasgow. Flug til
Stokkhólms lagðist niður um
haustið og hafa viðkomustaðir
,,Faxanna“ erlendis síðan verið,
Kaupmannahöfn, Glasgow, Lond
in, Hamborg og Osló og sl. vor
bættist Bergen við. Á öllum þess-
um stöðum hefir Flugfélag ís-
lands kornið sér upp myndar-
legri aðstöðu. Góðum skrifstof-
um með æfðu starfsliði. Far-
þegatalan jókst jafnt og þétt og
tækni í flugi fleygði fram, jafn-
hliða kröfum um hraðfleygari
og þægilegri flugvélar.
Skömmu eftir áramót 1957
kom endurnýjun millilandaflug-
flotans á döfina hjá forráðamönn
um Flugfélags fslands og litlu
síðar festi félagið kaup á tveim
Vickers-Viscount skrúfuþotum aí
fullkomnustu gerð. Þessar flug-
vélar komu til landsins hinn 2.
maí 1957, nákvæmlega 19 árum
eftir fyrsta flug „Arnarins“ frá
Reykjavík til Akureyrar. Flugvél
arnar hlutu nöfnin „Gullfaxi" og
„Hrímfaxi" og hafa reynzt sér-
stök happafley. Nokkru eftir
komu hinna nýju Viscount
skrúfuþota var gamli „Gullfax,“
seldur úr landi. Rétt fyrri 21. af-
mælisdag sinn flutti Flugfélag
íslands hálf milljónasta farþeg-
an. Hann ferðaðist á leiðinni Ak-
ureyri—Reykjavík og það er
táknrænt, því sú leið hefir al'á
tíð verið fjölfarnasta flugleið fé-
lagsins.
Agnar Kofoed-Hansen var fyrstl
flugmaður félagsins.
á föstum áætlunarferðum þang-
að. Leyfi til þess fengust ekki, en
þá um sumarið efndi félagið til
fyrstu hópferðanna til Græn-
lands. Slíkar ferðir hafa síðan
verið fastur liður í starfsemi fé-
lagsins og hafa verið framkvæmd.
ar í samvinnu. við Ferðaskrif-
stofu ríkisins
Auk hinna föstu áætlunaferða
utan lands og innan, hafa flug-
vélar félagsins farið margar leigu
flugferðir til fjarlægra staða. Þá
annaðist Flugfélag íslands, sér-
staklega fyrr á árum, sjúkraflug
innanlands en um nokkurra ára
skeið hefir sá þáttur flugsins
fallið í hlut sérstakra sjúkraflug-
véla. Árið 1960 samdist svo milll
Flugfélags íslands og aðila, sem
hagsmuna hafa að gæta í Græn-
landi, að félagið tæki að sér flug
þar í landi og yrðu áhafnir og
flugvélar staðsettar í Grænlandi-
í fyrsta lagi var um að ræða ís-
könnunnarflug með flugvél stað
settri í Narssarssuaq og í öðru
lagi innanlandsflug með flugvél
staðsettri í Syðri-Straumfirði.
Þessi starfsemi hófst laust eftir
áramót 1961 og síðan hafa tvær
af flugvélum félagsins gegnt fyrr
greindum verkefnum. Aukin
verkefni krefjast aukinna tækja
Framh. ai bls. 22.
Sem fyrr segir höfðu Faxarnir
frá því árið 1950 verið tíðir gest-
ir í Grænlandi. Áhugí fyrir ferð-
um til þessa stóra og lítt num la
lands var mikill og vorið 19i9
hugðist Flugfélag íslands korna