Morgunblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 11
Sunnndagur 3. jönf 1962
MOFGUJVBLAÐIÐ
i:
Áttræð 1 dag:
Frú Guörún Indriðaddttir
Iðikkona
EIN gla&silegasta leikkona ís-
lands fyrr og síðar, frú Guðrún
Indriðadóttir á í dag áttræðis-
Bfmæli. Hún er fædd hér í
Reykjavík, dóttir Mórtu Péturs-
dóttur Guðjohnsen og Indriða
Einarssonar rithöfundar. En urn
heimili þeirra lágu straumar
gróandi menningar og lista. Þar
mæltu tónlist, leiklist og bók-
menntir sér mót. Slíkt heimili
hlaut að miðla þeirri æsku, er
|>ar ólst upp miklum þroska og
hæfileikum. Yarð og sú raunin
á að þaðan kom óvenju fjölhæf-
ur barnahópur með ríka list-
hneigð í blóð borna.
V Guðrún Indriðadóttir gekk
Somkomur
Samkomuhúsið Zion Óðinsg. 6A.
Á morgun almenn samkoma
kl. 20.30. Verið velkomin.
Heimatrúboð leikmanna.
K.P.U.M.
Almenn samkoma annað kvöld
kl. 8.30. Haraldur Óiafsson,
kristniboði, talar. Fórnarsam-
koma. Allir velkomnir!
Hjálpræðisherinn
Sunnudag:
Kl. 11. Helgunarsamkoma
Ki. 4: Útisamkoma.
Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma.
Foringjar og hermenn syngja og
vitna.
Velkomin.
Samkoma í Edduíhúsinu
Guðrún Indriðadóttir.
kornung leiklistinni á hönd. Til
þess var hún einkar vel fallin,
gáfuð, bráðnæm og afbragð ann-
arra kvenna að fegurð og glæsi-
leik. Hún stundaði nám í leik-
list í leikskóla Konunglega leik-
hússins í Kaupmannahöfn, tók
að leika hér heima, m. a. í leik-
ritum föður síns, var boðin til
I. O. G. V.
Fíladelfíusöfnuðurinn
Bænasamkoma kl. 4.
Almenn samkoma kl. 8.30.
Georg Hanson og fleiri tala.
Allir velkomnir!
Stúkan Framtiðin nr. 173
tillkynnir, að á fundi hennar
annað kvöld, (mánud.) verða tek
in fyrir ýmds aðkallandi mál, og
að auk þess flytur æt. stúkunnar
erindi um fulltrúa för sína til
Afríku.
Gjaldkerinn.
St,- Víkingur 104.
Fundur mánudag kl. 8%. —
Venjuleg fundarstörf. Hagnefnd-
aratriði. — Mætáð vel.
Vesturheims og lék þar í Nýárs-
nóttinni, sem sýnd var í íslend-
ingabyggðum þar vestra, kom
aftur heim og varð yndi og eftir-
læti leikhúsgesta Leikfélags
Reykjavíkur, sem þá hélt uppi
blómlegu leiklistarlífi í hinni
ungu og vaknandi íslenzku höf-
uðborg.
Ég sá Guðrúnu Indriðadóttur
aldrei á leiksviði. En fjöldi Reyk
vikinga hafa sagt mér, að sjald-
an eða aldrei hafi þeir hrifizt
eins af leiklist og af leik hennar,
t. d. í hlutverki Höllu í Fjalla-
Eyvindi. í huga eldri Reykvík-
inga lifir hún sem ævintýr, skáld
skapur, sem var raunveruleikinn
sjálfur. Svo sterkur og sannur
var leikur hennar.
Frú Guðrún Indriðadóttir hef-
ur á hinum efri árum sínum
fengizt mikið við þýðingar og
önnur bókmenntastörf. í Félagi
Guðspekinga hér á landi hefur
hún einnig unnið mikið starf og
verið meða forystumanna þess
félagsskapar. í félagsmálum ís-
lenzkra leikara hefur hún tekið
mikinn þátt, var fonmaður Leik-
félags Reykjavíkur árin 1922—
1924. Heiðursfélagi Leikfélagsins
var hún kjörin árið 1940. Nýtur
hún óskiptrar virðingar alls leik-
listarfólks, yngri sem eldri, og
annarra er henni kynnast.
Öll framkoma þessarar merku
listakonu og fagurkera mótast
jafnan af stillingu, innri rósemi
og jafnvægi hugans, þrátt fyrir
stórbrotna skapgerð og ríkt til-
finningalíf.
Guðrún Indriðadóttir var gift
Páli Steingrímssyni ritstjóra og
rithöfundi, er lézt árið 1947. Áttu
þau tvö börn, Kötlu, sem gift
er Herði Bjarnasyni húsameist-
ara ríkisins og Herstein ritstjóra
Guðrún Indriðadóttir í hlutverki Höllu í Fjalla-Ej vindi 1911.
Vísis, sem kvæntur er Margréti
Ásgeirsdóttur. Stendur heimili
frú Guðrúnar nú á Laufásvegi
68 hjá dóttur sinni og tengda-
syni.
Guðrún Indriðadóttir mun
lengi lifa í hugum fslendinga,
sem einn af brautryðjendum ís-
lenzkrar leiklistar og mikilhæf
og gáfuð listakona. Morgunblað-
ið hyllir hana áttræða um leið og
það árnar henni áframhaldandi
lífsláns og bjartra daga á hinum
efstu árum. — S. Bj.
í kvöld kl. 9. Allir velkomnir.
Eggert Laxdal,
Stefán Runólfsson.
fNWNíjiD m\>m\
FARimTllEa MED
RAFTÁKI!
Húseigendafélag Reykjavíur.
Pottaplöntur
AFSKORIN BLÓM
BLÓMASKREYTINGAR
KISTUSKREVTINGAR
KRANSAR
BLÓMAÁBURÐUR
POTTAMOLD
POTTAR
POTTAHLÍFAR
POTTAGRINDUR
ÚÐADÆLUR, LITLAR
LYF
Mesta úrval I allri Reykjavik.
Stærsta blómaverzlun lands-
in*.
Gróðrarstöðin við Miklatorg.
Símar 22-8-22 — 19775.
Mesta
húsgagnaúrvalið er
í Skeifunni
KJÖRGARÐI SÍMI 16975
7 gerðir borðstofuborða
8 gerðir borðstofuskápa
9 gerðir borðstofustóla.
Svefnherbergissett í mjög fjölbreyttu úrvali.
12 gerðir sófasetta.
íslenzk og dönsk áklæði, fjöldi lita og mynstra
SKEIFAIM
Þiljuvöllum 14 Neskaupstað
Þorgeir Kristjánsson Höfn Homafirði
Húsgagnastofan Borgarnesi.