Morgunblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.06.1962, Qupperneq 20
20 Sunnudagur 3. júní 1962 MORGUIMJLAÐIÐ ■» 'vj J •„ ,1 \ i - ji ) T, 15) J r GEORGE ALBERT CLAY: INA Saga samvizkulausrar konu ------------ 77------------ Guð fylgi yklcur. Lolyta kyssti hana, en Don Diego hélt í hand- legginn á henni. Farðu varlega, Gina, aðvaraði hann hana. Legðu ekki neitt í hættu? Við Lolyta erum gömul og einmana og þörfnumst þín. í>au horfðu á hana hverfa í felustað sinn og Tim þekja hana með svefnmotum. Kerran mjak- aðist niður eftir brautinni í tunglsljósinu og þegar hún var horfin fyrir hornið, gengu gömlu hjónin inn aftur arm í arm. Hér hafa orðið miklar skemmd ir, sagði Lolyta og leit kringum sig, en ég setla að koma öllu í lag aftur. Meðan við vinnusm saman, er öllu óhætt. Hsegan, hægan, sagði Don Diego. Næstu dagar verða okk- ur erfiðir, og ekki víst, að við sleppum gegn um þá. Amerísku sprengjurnar geta ekki tínt vin- ina úr óvinunum. Þegar herinn kemur, verða götubardagar og alltaf eru einhverjir glæpamenn, sem nota tækifærið til að ræna. Hún lagði arminn um hann og horfði í augu honum. Diego! Ég held mér þætti vænt um, ef þú v-ildir kyssa mig. Elskan mín! sagði hann og hélt fast utan um hana. Meðan þú ert hérna, Diego, skiptir annað ekki máli. Guð hefur varðveitt okkur hingað til og mun gera það hér eftir. Er altardð þitt ennþá uppi standandi? Kannske við ættum að fara þangað stundarkorn. Ég ætla að koma með kerti, sagði Lolyta og þau gengu hægt upp stigann, arm í arm, innan í litla ljóshringnum frá kertinu. XLI. Það fór afskaplega illa um Ginu. Það var þröngt um hana, af því að Tim hafði troðið mott- unum allt í kringum hana, eins fast og hann gat, og hnén á hennj voru kreppt. Undir henni var ekkert teppi heldur aðeins harðar fjalirnar og hún meiddi sig í hvert sinn sem kerran skrölti yfir ójöfnu, eða niður í hjólfar. Loftið var þungt og ryk gaus inn um rifurnar í gólfinu. Kerran slóst í fylgd með æst- um hóp flóttamanna, sem voru að forða sér úr brennandi bor- dnni; manngrúa, sem seig hægt áfram og stanzaði þess í milli, og stundum var hópurinn stöðv- aður af japönskum varðsveitum. Ginu verkjaði í hægra fótinn, sem var krepptur undir henni, og þegar hún reyndi að rétta hann yfir í hlassið á kerrunni, losnaði matarpottur og valt nið- ur með miklu glamri. Vertu kyrr! hvæsti Tim til hennar. Langar þig til að láta taka þig fasta, bjáninn þinn? Hún fékk náladofa í handlegg- inn og svo varð hann alveg til- finningarlaus, en hún þorði samt ekki að hreyfa hann og innan stundar var hann orðinn kaldur og dauður og gerði henni því ekkert, en hún gat nú orðið vel þolað, að illa færi um hana, og var heldur ekki hrædd, meðan hún heyrði í Tim. Hún vissi vel, hvenær þau fóru út af þjóðveginum, því að þá heyrði hún ekki lengur skröltið í vögnunum og þegar fyrstu sól- argeislarnir boðuðu komu dags- ins, dróst hún áfram, þangað tii varir hennar snertu næstum ó- hefluðu setufjölina og kallaði til Tim. Hann heyrði ekki eða vildi ekki heyra, en hún hélt áfram að kalla, þangað til hann stöðvaði kerruna. Hvað er langt eftdr? hvíslaði hún. Hér um bil klukkutími. Ég verð að rétta úr mér. Þú verður að bíða þennan klukkutíma, en þá geturðu rétt úr þér eins og þú vilt. Ég get það ekki, Tim. Ég jrt>li ekki við í klukkutíma enn. Hún fann, að hann togaði í teppið við fætur hennar, en hún gat ekki hreyft sig. En þá gripu hendur hans um öklana á henni og hún var dregin aftur eftir harða gólfinu. Hún datt þegar hún reyndi að standa upp og hann greip hana og hélt henni, en hún veinaði af sársauka í fót- unum en hló svo af gleði yfir því að vera aftur með honum, og loks vissi hún ekki, hvort hún hló eða grét. Kerran stanzaði á mjóum stíg og trén voru þétt að honum til beggja handa. Það var næstum orðinn dagur. Það er mílufjórðungur niður að sjó, sagði Tim, og svo verðum við að fara eftir fjörunni að hús- inu. Við verðum komin þangað eftir klukkutíma. Get ég gengið núna? Það er betra fyrir þig að vera í kerrunni, ef við skyldum mæta einhverjum, sagði hann. Þú lítur ekki út eins og þú værir inniend. Hún beygði sig niður í vegar- skurðinn og tók handfylli af vatni og leðju, sem hún smurði í andlitið á sér. Hún losaði hárið á sér um leið og hún gekk að kerrunni, svo að það var nú úf- ið og flaxandi. Get ég nú? spurði 'hún. Því ræðirðu sjálf, sagði hann kæruleysislega. Ef þú vilt hætta lífi þínu, þá varðar engan um það nema sjálfa þig. Sætið var mjótt og Gina hall- aði sér upp að Tim, og það fór straumur um hana í hvert sinn sem hann laut fram til að slá í uxana, því að þá nerist líkami hans upp að henni. Þegar þau komu niður að sjónum var loftið svalt og sólargeislarnir dönsuðu á báruföldunum, eins og dem- mig, Tim? spurði hún loksins. antar. Hversvegna komstu að sækja Það hefði ekki verið sann- gjarnt að ota öðrum út í það, sagði hann. Engin ástæða til að 'láta hina hætta lífi sínu fyrir þig. Ég veit ekki, hvernig ég á að þakka þér,....ég veit ekki hvað ég á að segja, en.... Þú skalt ekki vera að þakka mér, tók hann fram í fyrir henni. Þakkaðu heldur Luisu. Hún heimtaði, að ég færi. Luisa! æpti hún. Ég hélt, að hún væri.... Hann leit á hana og hún gat ekki mætt augnatilliti hans, sem var ögrandi og fullt fyrirlitning- ar. Já, þú hélzt, að hún væri' dauð. Var það ekki það, sem þú ætlaðir að fara að segja? Jú. Það hljóta að verða þér mikil vonbrigði að komast að því, að þar hefur þér skjátlazt. Ég hélt... .við héldum öll.... Hún gat ekki lokið við setning- una, því að hún vissi, að hvað sem hún segði yrði óheppilegt. Luisa er lifandi, sagði hann. Eins og ég sagði þér, gátum við hlerað í símann. Sá sem það gerði hafði ekki svigrúm til að ná í mig uppi í fjöllunum, en hann náði sambandi við Luisu. Þá hefurðu alltaf vitað, að hún var óhult! sagði Gina reiðilega og Don Diego og frú Lolyta vissu það líka. Hversvegna var mér ekki sagt það? Þú hefur þó vel vitað, að ég hafði áhyggjur af henni. Heldurðu ekki, Gina, að þú vildir hlífa mér við svona tali? Við viturn mætavel, að einhver hataði hana nægilega til þess að framselja hana óvinunum, svo að við sendum hana til Leyte, þar sem henni yrði óhætt. En við höfðum vit á að segja það eng- um. Og þú heldur ennþá, að það hafi verið ég, sem sveik hana? sagði Gina. Mikið máttu hata mig ef þú getur trúað því. Þau óku áfram og kerruhjólin lyftu rykinu, sem síðan fauk fyr- ir vindinum. Uxarnir erfiðuðu og Tim, sem kvaldist í sólarhitan- um, fann, að hann neyddist til að slá í veslings dýrin. Gina gat ekki fundið neitt að segja. Nú fannst henni þessi flótti heimsku legur og tilgangslaus. Það er engin þörf á að fara til Leyte, sagði hún. Ég gæti falið mig hérna í nokkra daga og svo farið í Klettahúsið, ef mér verð- ur þá ekki orðið óhætt í borg- inni. Svo að þú veizt ekki um Klettahúsið? Hann þagnaði snöggvast. Japanirnir komu sér þar upp ýmsum varabirgðum, en Ameríkumennirnir sprengdu það upp. Nei....æ, segðu þetta ekki, Tim. Klettahúsið þitt er nú orðið ekki annað en ör á fjallshlíðinni. Hún greip í hnéð á honum. Ég trúi þessu ekki, Tim! Þú ert að ljúga að mér. Þeir geta ekki hafa gert það! Þú trúir kannske ekki ennlþá, að við böfum átt í neinum ófriði? Hún var einhvernveginn alveg tilfinningarlaus, og var mest hissa, að hún skyldi ekki æpa upp yfir sig. Allir skartgripimir mínir eru þar, sagði hún, eins og úti á þekju. Þú átt við, að þeir voru þar. Æstur Filipseyingur hljóp að kerrunni, þegar hún staðnæmd- ist við fiskimannskofann. Þetta var lítill kofi, byggður á stólp- um, með stráþaki og mottur í veggjum, en allt í kring var fullt af allskonar rusli. Tim sneri sér að henni og út- skýrði mál mannsins. Japanirnir biðu eftir fiskimanninum þegar hann kom heim eftir að hafa flutt Luisu til Leyte í gærkvöldi. Þeir gerðu gat á bátinn hans. Hann heldur, að hann geti gert við hann, en hann verður ekkd tilbúinn fyrr en í kvöld, og það eru verðir með allri fjörunni. Þú verður að fela þig. Það gerir ekkert til, sagði Gina. Héðan af gerir ekkert til eða frá. Þetta var nú ekki nema eitt hús, sagði hann. Þú skilur þetta auðvitað ekki, sagði hún. Það var miklu meira en hús. Það var ég sjálf og allt, sem ég.... Nei, það þýðir ekki að fara að útskýra það. Þú mundir aldrei skilja það. Fiskimaðurinn hafði grafið gryfju í sandinn fyrir neðan hús- ið og Gina settist niður í hana. Svo hvolfdu þeir gömlum báti — Gæti ég fengið einn pott af matarolíu? GEISLI GEIMFARI BUCk', r HAVE A PEELÍN& 5F Þ*eAt> ABOUT THIS CONVEMTION TWAT I CAH'T SEEM TO SHAKE/ * *■ X- œgi LTLMJ3CJQ Your .SATELLITE PlONEER MEM06RSHIPCARP • ttnd. Auteqraphad Píc+ume af Cqpt. BUCK ROGERS JOST TEAR OUT THIS , COUPON &ND MAIL . IT WITH A STAMPER RETURN ENVELOPE BUCK ROGERS Yo THIS NEWSPAPER. Hinum megin við götuna, gegnt öryggiseftirlitinu, er Vetrarbrautar- höllin, og þar er verið að ljúka und- irbúningi að 43. árlegu ráðstefnu vís- indamanna frá stjörnukerfinu. Og í öryggiseftirlitinu.... — Geisli, ég hef einhverja hræðslu tilfinningu í sambandi við þessa ráð- stefnu, sem ég get ekki losað mig við! — ytfir allt saman og fleygðu netja- flækju ofan á hann. Til enn SHÍItvarpiö Sunnudagur 3. júní. ^ 8.30 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar: — (10.10 Veð» urfregnir). a) Fjórar sjávarmyndir úr óper unni „Peter Grimes“ eftir Benjamin Britten (Concert* gebouw hljómsveitin í Amster dam leikur; Eduard van Beinum stjórnar). b) Atriði úr „Hollendingnum fljúgandi" eftir Wagner (Jos ef Metternich, Annelies Kupper, Wolfgang Windgass- en, Josef Geirdl o.f. syngja með kammerkór og sinfón- íuhljómsveit RIAS í Berlin; Ferenc Fricsay stjórnar). 10.30 Guðsþjónusta að Hrafnistu, dval arheimili aldraðra sjómanna. (Biskup íslands, herra Sigur- björn Einarsson messar. Organ leikari: Jón G. Þórarinsson). 11.45 Tónleikar: Sinfónía í B-dúr nr. 102 eftir Haydn (Fílharmoníu- sveitin 1 New York leiikur; Bruno Walter stj.). <2.15 Hádegisútvarp. 14.00 Frá útisamkomu sjómannad* ins við Austurvöll: a) Minnzt drukknaðra sjó- manna (Biskup íslands talar; Þorsteinn Hannesson syngur). b) Ávörp (Emil Jónsson sjávar- útvegsmálaráðherra, Ingimar Einarsson fulltrúi úitgeiðair-* manna og Pétur Sigurðsson f ulltrúi sjómanna). c) Afhending verðlauna og heiðursmerkja. — Lúðrasveiit Reykj avíkur leikur. 15.30 Glaðleg músik á miðjum degi: a) Sinfóníuhljómsveitin í Det- 3X>it leikur göngulög. b) Erika Köth, Rudolf Schok. Erich Kunz o.fl. syngja lög úr „Meyjarskemmunni“ eftir Schu bert-Berté. 16.30 Vfr.— Endurtekið efni: a) Séra Jón Kr. ísfeld flytur brot úr ævisögu Ebenezara hringjara á Bíldudal (Áður útv. 21. nóv. s.l.). b) S inifónjíuhlj ómsveit íslanda leikur ballettsvítuna „Dimmalimm'* eftir Skúla Halldórssson. Stjórandi: Jind rich Rohan (Áður útv. 22. febr.). 17.30 Barnatiími (Skeggi Ásbjamar- son). a) Ingibjörg Steinsdóttir lefk- kona les frumsamda sögu „Eftirvænting." b) Óskar Halldórsson cand. mag, les söguna „Larfa-Láki“5 Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. c) Ferð til Finnmerkur undir leiðsögn Nils-Johans Grött- em. 18.30 „tslands Hrafnlstumenn'*: Gömlu lögin sungin og leikin. 19.00 TiLkynningar. — 19.20 Veður- fregnir. — 19.30 Fróttir. 20.00 Sjómannavaka: Dagskrá í umsjá Jónasar Guðmundssonar. Þar koma fram séra Bjarni Jóns* son vígslubiskup, Bjarnl Magn- ússon skipstjóri, Guðmundur H. Oddsson skipstjóri, Hreinn Páls« son forstjóri, Jón Kristóferson sjómaður, Pétur Sigurðsson form sjómannadagsráðs, Pétur Péturs- son, Erlingur Gíslason og Andrés Björnsson. Einnig leikur hljóm- sveit Björns R. Einarssonar sjó- mannalög. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. «— 22.10 Danslög og kveðjulög skipshafna. þ.ám. leikur hljómsveit Svavara Gests sjómannalög. Söngvarar: Helena Eyjólfsdóttir og Ragnai? Bjarnason. — Sigríður Hagalín stjórnar flutningi laganna og les kveðjur. 01.00 Dagskrárlok. Mánudagur 4. júnf. 8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ing- ólfur I>orvaldsson. — 8.05 Morg unleikfimi: Valdimar Örnólfs- son stj. og Magnús Pétursson leikur undir. — 8.15 Tónleikar, — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleik- ar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisúltívairp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar), 13.15 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. og tónleikar. — 16.30 Veðurfiegn- ir — Tónleikar. 17.00 Fréttir. —- Tónleikar). 18.30 Lög úr kvikmyndum. — 18.5® Tilkynningar. — 19.20 Veðurfr, 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarnl Einarsson cand. mag). 20.06 Einsöngur: Daniza Ilitdh syngur óperuaríur. 20.25 Um daginn og veginn (Blín Pálmadóttir blaðamaður). 20.45 „Beni Mora'*. austurlenzk svita op. 29 nr. 1 eftir Gustav Holst (Sinfóníuhljómsveit brezka út- varpsins leikur; Sir Malcolm Sargent stjórnar). 21.00 Flugfélag íslands 25 ára. — sam felld dagskrá og viðtöl. Aðal-* flytjendur: Guðmundur Snorra- son, Jón Pálsson, Jónas Jónsson og Sveinn Sæmundsson, sem telc ur saman dagskrána. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Um fiskinn (Stefán Jónssom fréttamaður). 22.30 Kammertónleikar: Strengjakvart ett nr. 3 op. 73 eftir Sjostakoviitsf (Tjaikovskynkvartettinn leikur-L 23.05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.