Morgunblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 24
r Fiettasimar Mbl — eftir lokun — Erlendar íréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 ortjiittliíaÍJift Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13 125. tbl. — Sunnudagur 3. júní 1962 Drengur bíður bana í Grímsey ÞAÐ sorglega slys varð í Gríms ey um bjádegisbiilið í gaer, að fimm ára gamali drengur, Eiríik- ur Jóhannesson að nafni, féll otf an í brunn og beið bana. Mibl. tókst ekki í gær að afla sér nákvæmra frétta um slysið, en þrátt fyrir liifgunartilraunir Dómur í mdli brezka togarans DÓMUR var kveðinn upp á Eski- firði laust eftir miðnætti aðfara nótt laugardags í máli skipstjór- ans á Grimsby-togaranum Ross Stallker GY 527. Dómari var Axel Tulinius, sýslurtiiaðua-, og Ámi Halldórsson og Kiristinn Karlsson, skipstjórar. Skipstjórinn hlaut 200 þúsund króna sekt, en auk þess var afli og veiðarfæri gert upptækt. Var það metið samanlagt á 253.815 krónur. Togarinn sigldi burtu urn nóttina, eftir að hafa sett tryggingu. EÓP-mótið HIÐ árlega EÓP-mót KR í frjáls íþróttum verður haldið annað kvöld, mánudag. Verður þar keppt í 10 greinum m. a. kúlu- varpi, 1500 m hlaupi, kringlu- kasti, langstökki, hástökki og 400 m hlaupi. Meðal keppenda em flestir beztu frjálsíþrótta- menn okkar. t. d. Gunnar Huseby Kristleifur Guðbjörnsson, Jón Þ. Ólafsson og Valbjörn og hinn efnilegi langstökkvari Þorvaldur Jónsson, KR, sem á dögunum stökk yfir 7 metra og mddi 14 ára gömlu drengjameti. læknis, sem köm flugleiðis frá Akureyri, tókst ekki að bjarga lífi drengsins. Síldveiðibátarnii SÍLD VEIÐIBÁTARNIR munu flestir hætta veiðum nú um mánaðamótin hér við Suður- og Vesturland. Talið er, að þeir komi alkomnir inn nú fyrir Sjómannadeginn. Bkki hefur enn verið samið um hlutaskptin og stöðvast bátaflotinn af þeim orsökum nú. Tíminn verður svo notaður til þess að undirbúa bátana á veiðamar fyrir Norð- ur og Austurlandi, meðan ekki semst um hlutaskiptin. Færl til ÖSKJU Á FIMMTUDAGSMORGUN fóra Mývetningar frá Vegagerð ríikis ins undir forystu Péturs Jóns- sonar verkstjóra suður til öskju á bifreið. Löguðu þeir veginn, þar sem þess þurfti, en vel fært er annars orðið suður. Gist var í Þorsteinssbála, en haldið aftur norður á föstudag. Hlutaskiptin ó sildveiðunum EKKI hefur enn náðst samkomu lag um hlutaskipti á síldiveiðun- um, en undirnefndin, sem skip- uð er fulltrúum deiluaðilja, hef ur verið á fundum að undan- fömu og kemur saman á mánu- Hátíðahöldin í dag Síldiveiðibátarnir komu inn fyrir Sjómannadaginn og munu ekki fara út að sinni. Þurfa þeir að tryggja sér slipprúm, áður en síldveiðarnar hefjast fyrir norðan, og útbúa sig á þær. HÁTÍÐAHÖLDIN í dag, Sjó- mannadaginn, sem er sá 25. í röðinni, hefst með því kl. 8 um morguninn, að fánar verða dregnir að húni á skipum í höfn inni, en kl. 9 hefst sala á merkj um dagsins og Sjómannablað- inu. — ^ Kl. 10,30 hefst hátíðamessa í Laugarásbíói, þar sem biskup- inn yfir fslandi, herra Sigur- björn Einarsson, predikar. Söng stjóri er Jón G. Þórarinsson. Kl. 1,30 e. h. leikur Lúðra- sveit Reykjavíkur á Austur- velli, og þar verður mynduð fánaborg stundarfjórðungi fyrir Laxveiðin haíin í Blöndu STANGAVEIÐIN er nú hafin í Blöndu. Fyrstu laxarnir komu á land á föstudag og um há- degi á laugardag höfðu sex lax- ar veiðzt. kl. 2. Kl. 2 hefjast svo útihátíða- höld dagsins á Austurvelli, og verða ræður og ávörp flutt af svölum Alþingishússins. Fyrst minnist biskup drukknaðra sjó- manna og Þorsteinn Hannesson syngur. Þá flytur fulltrúi ríkis- stjórnarinnar, Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, á- varp, fulltrúi útgerðarmanna, Ingimar Einarsson, og fulltrúi sjómanna, Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs. — Síðan verða veitt tvenn afreks- björgunarverðlaun, Fjalarsbikar- inn, og tíu menn verða sæmd- ir heiðursmerki Sjómannadags- ins. — Á milli dagskráratriða leikur Lúðrasveit Reykjavíkur og Þorsteinn Hannesson syngur. Valur og Akureyr- ingar á Mela- Kl. 3,45 lýkur hátíðahöldun- um við Austurvöll, og kappróð- ur hefst við Reykj avíkurhöfn. Einnig fer fram sjóskíðasýning og e. t. v. sund. Sjómannakonur annast kaffi- veitingar í Sjálfstæðishúsinu og í Hafnarbúðum frá kl. 2. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til jólaglaðnings vistfólks í Hrafn- istu. vellinum f DAG klukkan 4,30 verður leik- ur í íslandsmóti 1. deildar milli Vals og Akureyringa. Leikurinn fer fram á Melavellinum og er ástæða þess sú, að gras Laugar- dalsvallarins fór mjög illa við óvenjulega notkun á uppstign- ingardag. í röðum knattspyrnumanna mátti heyra í gær, að þessi breyt ing gerði úrslit leiksins tvísýnni og töldu Valsmenn t. d. að breyt ingin yrði þeim til erfiðleika. Valur hefur nú forystu í 1. deild en Akureyringar hafa ekkert stig, en em taldir skeinuhættir hverju liði Gætu staðizt 2 kjarnorku- drósir Genf, 30. maí (AP). f RÆÐU, sem bandaríski að- alfulltrúinn á 17-ríkja afvopn unarráðstefnunni hér, Arthur Dean, hélt snemma i dag, vék . hann m. a. að hemaðarmætti 1 Sovétveldtsins. Hann komst l þar svo að orði, að „enda þéttli Sovétveldið gæti i kjarnorkul striði valdið Bandaríkjunuml og íbúum þeirra gifurlegu Ítjóni, væri styrkur þess nú ekki nægur til að brjóta Bandaríkin algjörlega á bak _ aftur, hvorki í fyrstu né ann- ' arri árás.“ Væri þetta álité þeirra bandarískra manna, sem bezt vissu. — f ræðu sinni lagði Dean áherzlu á það, að Bandarikin mundu aldrei hefja árás að fyrra bragði. Slíkt samræmdist hvorkj stjórnarháttum þeirra né hugsunarhætti. Hins vegar áskildu þau sér allan rétt til þess að snúast til varnar, ef á þau yrði ráðist. Og því gætu þau ekki á fyrstu stigum af- vopnunar gengið lengra en svo, að þau hefðu eftir sem áður í öllum höndum við hvaða árásaraðila, sem hugs- anlegur væri. Sumarsýning 1 Ásgrímssaini Aivariegj bíógestir Þeir eru alvarlegir þessir áhorfendur í Kópavogsbíói, að horfa á kvikmyndina „Mein Kampf“ — Mbl. átti samtöl við nokkra unglinga um myndina og eru þau á blaðsiðu 10. f DAG _ verður opnuð sumarsýn ing í Ásgrknssafni. Á sýningu þessari er leitazt við að gefa sem gleggst yfirlit yfir listþróun Ásgríms Jónssonar um 50—60 ára bil. Einnig að sýna sem margþættust viðfangsefni. Á sýningunni eru landslagsmyndir frá ýmsum stöðum. Einnig mynd ir frá Reykjavík, úr fslendinga sögum og þjóðsögum. Olíumál- verkin eru sýnd í vinnustofu Ásgríms, en vatnslitamyndir í heimili hans. Síðastliðið sumar var haldin sýning með líku sniði sem þessi, og skoðuðu hana m.a. margir er- lendir gestir. Um leið og þessi sýning er opnuð, verður til sölu í safn- inu lítið upplag af Heklukorti því, sem prentað var fyrir sóð- ustu jól, en seldist þá upp. Er þetta fyrsta kortið sem Ásgríms safn lætur prenta í litum, og er hin fegursta vinarkveðja og landkynning. En þar sem satfnið er aðeins opið 3 daga í viku, mun kortið einnig verða til sölu í Baðstofu Ferðaskrifstofu rí'kisins. Ásgrímssafn, Bergstaðarstræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga, og fimmtudaga frá kl. 1,30 I til 4. Aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.