Morgunblaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 1
24 síður 19. Svgangur 132. tbl. — Fimmtudagur 14. júni 1962 Prentsmiðja Mergunblaðsins 300 þingmenn ganga af fundi — métmæla stefnu de Gaulfle í málum Evrópu Telja forsetann ekki hlynntan nogn nánu samstarfi Evrópulanda París, 13. júní. — (NTB—AP) — NÆR 300 þingmenn, úr öllum flokkum nema flokki de Gaulle, gengu í dag af þingfundi, til þess aff mótmæla stefnu de Gaulle í málefnum Evrópu. Telja þeir forsetann hafa neikvæffa stefnu í þeim málum. Atburðurinn átti sér staff skömmu eftir að um- ræður hófust í þinginu um utanrikismál, en ætlunin var að þær stæðu í tvo daga. Þingmennirnir gáfu þá skýringu á athöfnum sínum, aff þeir fengju ekki að láta í ljós skoðanir sínar í at- kvæffagreiðslu, að umræffunum loknum. Þingmennirnir gengu af fundi strax eftir aff Couve de Murville, utanríkisráðherra, hafði lokiff ræðu sinni, þar sem hann gerði grein fyrir stefnu stjórnarinnar í málefnum Evrópu, en hann ræddi þá sérstaklega um Markaðsbandalagið. Meðai þeirra þingmanna, úr röðum íhaldsmanna, sem ekki tóku þátt í mótmælunum og gengu ekki af fundi, var fyrrverandi forsætisráðherra, Paui Reynaud. Annar fyrrverandi forsætisráð- herra, Pierre Pflimlin, úr flokki kaþólskra, sat einnig fundinn til enda. — 10. júní sl. voru liðin 20 ár síðan þýzkir nazistar lögðu í eyði tékkneska þorpið Lidice. Um 80.000 manns komu þann dag til þorpsins, sem nú hefur verið endurbyggt, til þess að votta hinum látnu virðingu sína. Lidice var eytt í hefndarskyni fyrir morðið á Reinhard Heydrich, sem var einn af harðskeyttustu sveinum Hitlers. Þúsundir annarra Tékka voru einnig teknar af lífi. 173 menn og drengir voru myrtir í Lidice, og af 107 börnum í þorpinu lifðu aðeins 17 stríðiff. Flest þeirra létust í þýzkum fangabúðum. 143 konur, sem héldu lífi, fluttust aftur til þorpsins, er það var endurbyggt, aðeins nokkur hundruð metra frá þeim stað, er gamla þorpið stóð, en það var brennt til grunna, að afloknum hryðjuverkunum. 1 ræðu sinni sagði Couve de Murville, að sex-löndin stæðu ekki lengur ein. „Bretland stend ur við dyrnar og biður um inn- göngu.“ Utanríkisráðherrann lagði á- herzlu á, að það skipti ekki meginmáli á hvern hátt samið yrði um framtíð Evrópu, hitt væri aðalatriðið hvaða lönd yrðu endanlegir þátttakendur í banda lagi Evrópuríkjanna og Mark- Stofnað kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Vesfurlandskjördæmi LAUGARDAGINN 9. júní sl. var haldinn stofnfundur kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vesturlandskjördæmi. Fundur- inn var haldinn að Hótel Borg- arnesi og hófst kl. 2 e. h. Fund- inn sóttu 49 fulltrúar, kjörnir af flokksfélögum og fulltrúa- ráðum í kjördæminu. Ennfrem- ur mættu á fundinum formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráð- herra, og framkvæmdastjóri flokksins, Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Sigurður Ágústsson, alþingis- maður, setti fundinn og skýrði frá undirbúningi fundarins og ræddi um verkefni hans. Fund- arstjóri var kjörinn Guðmund- ur Jónsson, skólastjóri á Hvann- eyri, og fundarritari Tómas Hallgrímsson, hreppstj., Gríms- atöðum. Þá flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ýtarlegt er- indi um störf og skipulag Sjálf- stæðisflokksins og skýrði upp- kast að lögum fyrir kjördæmis- ráðið, sem lagt var fyrir fund- inn. Til máls tóku Konráð Pét- ursson, kennari Hellissandi, og Guðmundur Ólafsson, bóndi, Ytra-Felli, Dalasýslu. Tvær nefndir voru kosnar á fundinum, laganefnd og upp- stillingarnefnd. Hlé var gert á fundinum meðan nefndir störf- uðu og þágu fundarmenn rausn arlegar veitingar í boði Full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. Eftir fundarhlé vorU tekin fyrir álit nefnda. Framsögu- maður laganefndar var Hinrik Jónsson, sýslumaður, Stykkis- hólmi. Fundurinn samþykkti síðan lög fyrir kjördæmisráðið. Framsögumaður uppstilling- arnefndar var séra Magnús Guðmundsson, ólafsvík. í stjórn voru kosnir: Hinrik Framh. á bls. 2 aðsbandalaginu. Ráðherrann sagði, að Evrópa yrði aldrei annað en það, sem samvinna þátttökuríkjanna leiddi af sér, er tímar liðu. Hann kvað allt komið undir þeim ríkjum, sem vildu tengjast sex-löndun- um, þ. e. hvort þau héldu á- fram að vera aðeins sex eða þá níu eða tíu. í dag nemur verzlun sex-land anna um 23.5% af allri heims- verzluninni, og er þegar stór- veldi í sjálfu sér. Gangi Bret- land, Danmörk og Noregur í bandalagið mun hlutdeild ríkj- anna 9 í heimsverzluninni auk- ast í 34%. Sagði de Murville, að ef svo færi, yrði óhjákvæmilegt að koma á alheimsviðskipta- kerfi, sem næði a.m.k. til allra hinna frjálsu ríkja heims. Þá vék ráðherrann að stjórn- málaaðstöðunni, sem hann kvað mundu verða mjög á annan veg, Framhald á bls. 15. Fundarmenn fyrir Hótel Borgarnes. utan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.