Morgunblaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. júní 190E Sóknin er öruggasta vörnin — Sagði Jóhann Haísíein 'd rdðstefnu Varðbergs í gær „VIÐ EIGUM ekki a3 láta komm únista herja á okkur, sem vilj- um halda uppi hugsjónum At. lantshafsbamdalagsins um frið og frelsi í heiminum. Við eigum Sjálfir að efna til pólitískrar sóknar á hendur heim, sem eru handbendir ofbeldis og kúgumar- afla. Sóknin er að jafnaði örugg- asta vörnin“, sagði Jóhanm Haf- stein, alþingismaður, í ræðu sinnj á ráðstefnu Varðbergs að Bifröst í gær. Ræddi hann um stjórnmála- þátt NATO og rakti í upphafi helztu atriði þeirrar stjórnmála þróunar, sem var undanfari stofnunar bandalagsins. Tilfærði Jóhann ummæli Paul Henri Spaaks, er hann sagði eitt sinn, að grundvallarhugsjón NATO væri, „að sameinast fyrr til þess að tryggja friðinn — svo að ekki þurfi að sameinast síðar til þess að sigra í styrjöld". Jóhann stiklaði á stóru í sögu bandalagsins og sagði, að vonir þær, sem bundnar voru í upp- hafj við það hefðu ekki brugðizt, NATO hefði reynzt hlutverki sínu vaxið. Framsýni Lester Pear sons, utanríkisráðherra Kanada, hefði því verið mikil, er hann sagði við undirritun Atlantshafs- sáttmálans: „Enda þótt bandalag þetta hafi verið myndað vegna ótta, þá verður það samt sem áður að stefna að jákvæðum framkvæmdum á sviði félags- og stjórnmála ef það á að halda áfram að vera til. Framkvæmd- um, er munu halda áfram að hafa jákvæð áhrif löngu eftir að sá hættutími er liðinn, er bandalagið var stofnað á. Og þau áhrif munu breiðast út til miklu stærri svæðis en bandalagið er nú takmarkað við“. Þá ræddi Jóhann Hafstein um stjórnmálasamstarfið innan NATO og sagði m.a.: „Nú má varpa fram þeirri spurningu, hvort hin pólitísku markmið og nauðsyn hins vestræna pólitíska samstarfs hafi ekki breytzt á 13 ára starfsskeiði NATO — og sé e.t.v. ekki lengur fyrir hendi. Vissulega hafa hin pólitísku viðhorf innan Atlantshafsbanda- lagsins breytzt mikið frá upphafi og eru síbreytileg. NATO hefur átt við sína innri erfiðleika að M. Claude Delmas frá Frakk- landi flytur erindi á ráðstefnu Varðbergs. etja og viðhorfin S aliþjóðavett- vangi stjórnmálanna hafa tekið ýmsum stökkbreytingum. En við verðum þó að viðurkenna að, í grundvallaratriðum er NATO- samstarfið vissulega ekki þýðing arminna en í upphafi. Ég skal ekki rekja hér ýmsa innri, pólitíska erfiðleika NATO. Og í því sambandi megum við ekki gleyma því, að NATO er frjáls félagsskapur fullvalda ríkja. Félagsskapur, sem getur ekki farið sínu fram innbyrðis nema með allsherjar samkomu- lagi — annað samrýmist ekki eðli þessa bandalags". Þá minntist Jóhann Hafstein á ýmis helztu viðburði í stjórnmála þróun austan járntjalds á síðari árum, hvernig Stalíns-stjómar- farinu hefði lokið — og Krúsjeffs stjórnarfarið tekið við. Hvernig ráðamenn þar eystra hefðu hver á eftir öðrum afhjúpað hvers annars glæpaverk og kommún- istar um allan heim orðið að eta eigin orð hvað eftir annað. Ógn- arstefna kommúnismans væri söm og áður, lýðræðisþjóðirnar yrðu því að halda vöku sinni og sífellt að mæta nýjum ógnunum. Loks ræddi Jóhann Hafstein samstarf NATO-þjóðanna á breið um grundvelli og sagði: „. . . Enn hefur samstarfið verið breikkað með frjálsum samtökum áhuga- manna í ýmsum myndum. Hér á íslandi með stofnun og starfi félaganna „Samtök um vestræna samvinnu" og „Varðbergs“, sem hefur haft forgöngu um að halda þessa virðulegu ráðstefnu, sem ég er sannfærður um að hafa mun hin mikilvægustu áhrif til eflingar þeim sameiginlegu hugsjónum og markmiðum, sem frá upphafi hafa verið grund- völlur samstarfs NATO-þjóð- anna“. Þá flutti Helgi Bergs, fram- kvæmdastjóri, erindi um ísland og efnahagsþróun V-Evrópu. Rakti hann ýtarlega þróun í efna hags- og viðskiptamálum í álf- unni allt frá dögum heimskrepp unnar og ræddi um forsendur þeirra straumhvarfa, sem nú eru að verða í þeim málum með stofnun Efnahagsbandalagsins og Fríverzlunar svæðisins. Ræddi hann um aðstöðu ís- lands og sagði, að smáþjóðirnar yrðu að gæta sín vel og fara að öllu með gát. Nokkur atriði Rómar-samningsins væru þann- ig, að íslendingar gætu ekki gengið að honum óbreyttum, en hins vegar yrði að fylgjast vel með þróun málanna og tryggja að tengsl okkar við þjóðir V- Evrópu rofnuðu ekki. Við yrðum þvert á móti að vinna að eflingu þeirra sambanda, því þetta væru þjóðirnar, sem stæðu okkur næst í flestu tilliti. Enn væru of mörg mál óútkljáð í sambandi við Efna hagsbandalagið, framtíðin væri enn ekki nógu ljós til þess að við gætum markað ákveðna af- stöðu. Eftir hádegi flutti G. Berthoin, varaformaður E.C.S.C. í London Frá fundi Varðbergs 1 Bifröst ada heldur ræðu á ráðstefnu Varðbergs. • Ráðstefna VARÐBERGS Um þessar mundir er ráð- stefna VARÐBBRGS, félags áhugamanna um vestræna samvinnu, haldin í gistihús- inu Bifröst í Borgarfirði. Þar hittast nokkrir tugir ungra manna og kvenna frá þátt- tökuþjóðum Atlantshafsbanda lagsins, hlýða á erindi þekktra fræðimanna, starfsmanna NATOs og stjórnmálamanna, ræða málefni bandalagsins, skiptast á skoðunum og kynn ast. Höfuðumræðuefni ráð- stefnunnar er framþróun Atlantshafsbandalagsríkj anna næstu tíu árin. í ræðu, sem Pétur Bene- diktsson, bankastjóri, hélt við setningu ráðstefnunnar í Há- skóla íslands, minntist hann á þau ummæli Thorkils Krist- ensens, aðalframkvæmda- stjóra Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París (OECD), að í raun réttri væri ísland eina Atlantshafsríkið, þar sem það lægi í miðjum útsænum, umkringt Atlants- álum. Landfræðileg staða ís- lands gerir það að verkum, að íslendingar hljóta að taka mikið tillit til þeirrar stað- reyndar, að Atlantshafið um- lykur það á alla vegu, þegar utanríkisstefna landsins er mótuð. Frjálsar samgöngur á Atlantshafi eru okkur lífsnauð syn, og gerist þær ótryggar, er frelsi okkar í voða. f Napóleonsstyrjöldunum var landið varnarlaust, og því tókst ævintýramanninum Jörg en Jörgensen að ná völdum hér á landi með örfáum fylg- ismönnum. • Rödd kveðin niður Þátttaka íslands í NATO tryggir öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar. Herveldi komm- únismans ógnar öllum þjóð- um, og einungis með samstöðu geta lýðræðisþjóðirnar gert sér vonir um að halda frelsi sínu. Síðan Atlantshafsbanda- lagið var stofnað, hefur verið stemmt stigu við yfirgangi Sovétríkjanna. Þetta gera kommúnistar sér ljóst, og því hamast þeir hvarvetna gegn bandalaginu. Hér á landi hafa þeir haldið uppi hatrömmum áróðri gegn NATO og jafnvel tekizt að gera það tortryggi- legt meðal fylgismanna sumra lýðræðisflokkanna. Það er ánægjulegt, að -----------------------—---<* Jóhann Hafstein flytur ræðu á Varðbergsfundinum. mjög fróðlegt erindi um Efna- hagsbandalag Evrópu, uppbygg- ingu þess innbyrðis og líkurnar fyrir framtíðanþróun bandalags- ins og efnahagsmála V-Evrópu. Loks ræddi Pierre Emanuelli, varaformaður ATA, um upplýs- ingastarfsemi um samstarf At- lantshafsþ j óðanna. Nefndir störfuðu einnig og i gærkveldi var skemmtidagskrá- Sýndar voru kvikmyndir, sem nýlega hafa verið teknar hér á landi, og íslenzkir listamenn komu fram. Fyrir hádegi í dag lýkur nefnda störfum. Síðan verður ekið til Þingvalla og staðnum lýst fyrir hinum erlendu gestum. Loks verður haldið til Reykjavíkur og á morgun lýkur ráðstefnunni með athöfn í fyrstu kennslustofu Háskólans — þar sem Pierre Emanuelli, varaformaður ATA, mun flytja ræðu. kommúnistar eru nú á greini- legu undanhaldi á öllum svið- um, og að þjóðin hefur öðlazt skilning á mikilvægi Atlants- hafsbandalagsins. Aðstoðar- flokkur kommúnista, sem bein línis var stofnaður til þess að fjandskapast við varnarliðið og ófrægja NATO, hefur nú verið kveðinn niður. Rödd hans mun ekki heyrast fram- ar með þjóðinni. • Hræðsla kommúnista Stofnun VARÐBERGS er einhver merkasti stjórnmála- viðburður síðari ára og mikið gleðiefni öllum unnendum frelsis og lýðræðis. Ungt fólk úr lýðræðisflokkunum þremur hefur þar tekið höndum sam- an um að efla skilning fólks á því, hver nauðsyn er á al- gerri samstöðu vestrænna ríkja. Þar má enginn hlekkur bila. Varðbergsmenn hafa ver ið mjög ötulir í starfi, eins og kunnugt er af fréttum. Þeim hefur tekizt að færa fólki í stjórnmálaflokkunum þremur heim sanninn um það, að þótt okkur greini á um margt i innanlandsmálum, þá tengja okkur mikilvæg bönd 1 utan- ríkismálum. Gleggsti vottur þess, hve ríkulegan árangur starfsemi VARÐBERGS hefur borið, er hatur það, sem fylgismenn sovézkrar utanríkisstefnu leggja á félagið, og hræðsla hinna sömu við starfsemi þess. Þessar kenndir brjótast hvað eftir annað fram í sjúklegum ofstækisskrifum kommúnista- málgagnsins, sem sýna greini lega, að Varðbergsmenn eru á réttri braut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.