Morgunblaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 14. júní 1962 MMMMiAMaMMNMMMMiMWkMi I —^ - iii Gestirnir að vestan ■ * Frú Sigríður og Guðjón Johnson Hitti systur sína eftir 62 ára fjarveru FRETTAMAÐUR Mbl. hitti í gær hjónin Sigríði og Guð- jón E. Johnson frá Riverton í Manitoba, sem hingað komu í gærmorgun. Frú Sigríður er fædd í Riverton, en ættuð úr Borgarfirði eystra, en Guðjón er fæddur í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, og fluttist til Vesturheims fjögurra ára gamall. Er þetta fyrsta ferð þeirra hjóna til Islands, og í gærmorgun hitti Guðjón syst ur sína, Helgu Egilsdóttur, í fyrsta sinn eftir 62 ára fjar- veru. — Guðjón fór til Vesturheims árið 1900 og hefur verið í Riverton sl. 45 ár, en þar starfar hann að bifvélavirkj- un. — Ekki höfðu þau hjónin haft tækifæri til þess að svipast um í gær, en kváðust hlakka til að ferðast víðs vegar um landið. Frú SigríðUr er forseti Lestrarfélags íslendinga í Riverton og hefur .verið það um 20 ára skeið. Lestrarfé- lagið hefur á að skipa 1200 bindum ísl. bóka, auk tíma- rita og blaða. Hyggst frú Sig- ríður m. a. nota tækifærið hér heima og kaupa bækur fyrir félagið, sem var stofn- sett fyrir 42 árum. Frú Sigríði og Guðjóni hefur lengi langað til að heimsækja ísland, og sagði frúin að hana hefði dreymt um það allt frá því er hún var telpa. „Þetta er orðin stór- glæsileg borg“ FRÉTTAMAÐUR Mbl. hitti tvo Vestur-lslendinganna, sem hingað komu í gærmorgun, Heimi og Frey Thorgrímssoni, að máli á heimili Páls H. Jónssonar, deildarstj., í gær. Eru þeir bræður, báðir fæddir á Akureyri, en Þingeyingar í báðar ættir. Faðir þeirra var Adam, sonur Þorgríms Pét- urssonar í Nesj í Aðaldal. — Við fórum báðir til Vest- urheims 1919, sagði Heimir. — Faðir.okkar fór fýrstur ár- mmm Heimir og Freyr Thorgrímsson. (Ljósm. Mbl. ÓI. K. M.) Á SJÖTTA tímanum í gær- morgun kom 44 manna hópur Vestur-fslendinga með Loft- leiðaflugvélum á Reykjavík- urflugvöll. Beið fjöldi fóiks á flugvellinum til bess að fagna gestunum, sem hér eiga f jölda ættingja og vina. Nokkuð af fólkiniu er fætt á íslandi, ann- að í Vesturheimi, og hefur flest ekki heimsótt ættlandið áður. Þessi hópferð Vestur-íslend inga hingað var skipulögð af ferðaskrifstofu í Winnipeg. Gestirnir dreifðust þegar á ýmis heimili í Reykjavík og aðeins 10 manns býr á hótel- um. Ekki hafa verið skipulagð ar hópferðir hér utan ferð um Reykjavík og nágrenini í dag, en Þjóðræknisfélagið býður til hennar. í dag munu gest- irnir sitja kaffidrykkju í boði Geirs Hallgrímssonar borgar- stjóra, og á mánudagskvöldið gengst þjóðræknisfélagið fyr- ir hinum árlega maninfagnaði sínum að Hótel Borg og munu Vestur-íslendingarnir sitja það. Hópurinn mun síðan dreifast um landið, þar eð fólkið vill gjarnan sjá æsku- stöðvar sínar aftur, eða þá staði, sem það er ættað frá. ið 1913 og ætlaði að senda eftir fjölskyldunni þegar hann gæti. En fyrri heimsstyrjöldin varð til þess að við fórum ekki fyrr en árið 1919. — Þá fórum við bræð- urnir, systir okkar Hrund, sem er á lífi, Sif, sem látin er fyrir mörgum árum, móðir okkar, Sigrún Jónsdóttir og móðuramma okkar. Faðir okk ar var þá orðinn prestur í Siglunesi í Manitoba, og gerð ist síðar prestur í Lundar. Hann lézt 1924. — Þetta er 1 fyrsta sinn, sem við komum til Íslands síðan 1919. Við höfum að sjálf sögðu ekki haft tækifæri til þess að skoða okkur um, en í morgun gengum við þó upp á öskjuhlíð, en þaðan sér mað ur vel yfir Reykjavík. Þetta er orðin stórglæsileg borg, og mikið breytt frá því er við fórum. Aðspurðir kváðust bræðurn ir ætla að dveljast hér í 3 vik ur, og heimsækja æskuslóðir á Norðurlandi. Heimir sagði að hann hefði lengi verið að hugsa um að gera sér ferð til íslands, og loks hefði orðið úr því er Þingeyingafélagið í Reykja- vík hefði boðið sér að koma. — Ég hringdi þá til Freys, sagði hann, — og hann ákvað samdægurs að slást í förina- Eins og fyrr getur munu bræðurnir dveljast hér í þrjár vikur, og segjast hilgsa gott til glóðarinnar að ferðast um. — Heimir starfar hjá þeirri deild sambandsstjórnarinnar í Kanada, sem fer með mál fyrrverandi hermanna, en Freyr hefur starfað hjá Royal Bank of Canada um áratugi og veitir forstöðu útibúi hans í Crystal City í Manitoba. Jóhanna Lárusson. víl ég eyða síðustu ævidögunum ALDURSFORSETINN í hópn- um er frú Jóhanna Lárusson, ekkja Jóhannesar Lárussonar, húsgagniasmiðs. Hún er fædd á Seglbúðum í Vestur-Skafta- fellssýslu, fór til Vesturheims árið 1910 og hefur dvalizt þar síðan. — Ég verð 93 ára í næsta mánuði, sagði Jóhanna, þegar blaðamaður Mbl. spjallaði stuttlega við hana í gærdag, — og býst ekki við að fara aftur vestur. Frænka mín er að útvega mér dvalarstað á Hrafnistu og hér vil ég helzt bera beinin. Raunverulega á ég hvergi heima; ég er alin hér upp en hef búið í Kanada •yfir fimmtíu ár. Flestir ætt- ingjar mínir búa hér í Reykja vík eða austur í Skaftafells- sýslu og langar mig að eyða síðustu ævidögunum nálægt þeim. — Já, ég fór til Kanada árið 1910, ung, hraust og ógift. Ég vildi ekki giftast og setjast að hér á landi, var að þráast við að verða eitthvað, þó ég yrði svo aldrei neitt. Áður en ég fór vestur hafði ég lœrt hatta gerð í Danmörku og vefnað í Noregi og kenndi vefnað um stund hér heima. Fyrst bjó ég í Winnipeg og vann þar við hattasaum. Ég giftist Jóhannesi þremur ár- um eftir að ég kom vestur og bjuggum við lengst af í Prince Rupert á Kyrrahafsströnd- inni. Það er lítill fiskimanna- bær. Þegar við komum þang- að bjuggu fáir íslendingar þar, en þeim hefur fjölgað verulega síðan. Fátæktin var mikil fyrir heimsstyrjöldina fyrri, en eftir stríðið réttu flestir úr kútnum og komast nú sæmilega af. Maðurinn minn vann við alls konar Framhald á bls. 23. Helga og Sigurffur. í sveitarstjórn með Islendingum og Rússum HJÓNIN Sigurff og Helgu Wopnfjord hittum viff hjá ættmemnum þeirra á Klepps- vegi 6. Þau eru bæði fædd í Kanada og hafa aliff þar aldur sinn, lengst af búiff í Árborg, sem er 800 manna bær í Manitoba-fylki. Sigurður er ættaður frá Vopnafirði í föðurætt og Hornafirði í móðurætt (þre- menningur við Þórberg), en kona hans frá Syðstu-Mörk í Rangárvallasýslu í föðurætt og Saurum í Helgafellssveit í móðurætt. Þau hafa aðeins einu sinni komið hingað til lands áður, komu hingað á alþingishátiðina 1930, en tala bæði reiprennandi íslenzku. Helga og Sigurður reka stór bú rétt fyrir utan Árborg og heitir bærinn þeirra Fram- nes, þó nú sé hann í daglegu talj kallaður Wopnfjord-heim- ilið. Jörð þeirra nær yfir 5—600 ekrur og reka þau jöfn um höndum lcorn og naut- griparækt. Þau eiga fjögur börn, þrjár dætur og einn son, sem er verkfræðingur. En Sigurður er, jafnframt búskapnum, formaður sveitar stjórnar í íslenzkasta hlutan- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.