Morgunblaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.06.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. júní 196T MORCUHBLAÐ1Ð 5 ÞAÐ gat að líta fleira en kappreiðar á Skeiðvelli Fáks á annan dag hvítasunnu. Þessi mynd sýnir, að þar fór fram ofurlítið sýnishorn af dóttir hafði þjálfað nokkur börn til þess að leika ýmis- konar listir á baki hests, sem hún hafði tamið „með löngum taum,.“ Hesturinn skokkaði hlupu á bak til skiptis, stóðu þar á höndum og fótum og léku jafnvel „húla-hopp.“ Lengst til hægri á myndinni stendur stjórnandinn, en drengurinn leikur listir sínar sirkusleik. Rosmarie Þorleifs hrihg eftir hring og börnin á baki hestisins.* Fyrirgefst, þótt flekki líf. Framin alla daga. ÞaS var Helga, Harðar víf, hermir gömul saga. — Dufgus. Svar á bls. 23. Læknar fjarveiandi f Esra Pétursson vm óákveðinn tíma (lialldór Arinbjarnar). Guðjón Klemenzson, Njarðvíkum tíl 2. júlí. (Arinbjörn Ólafsson, Kefla- vík). Halldór Arinbjarnarson fjarverandi til 14. júní (Árni Björnsson). Jónas Sveinsson til júlíloka. — (Kristján I>orvarðsson í júní og Ófeig ur Ófeigsson í júlí). Kristján Jóhannesson um óákveðinn tíma (Ólafur TSinarsson og Halldór Jóhannsson). Ófeigur J. Ófeigsson til júníloka (Jónas Sveinsson í maí og Kristján Þorvarðsson í júní). Ragnhildur Ingibergsdóttir til 15. júní (Brynjólfur Dagsson). Sveinn Pétursson um óákveðinn tíma. (Kristján Sveinsson). Tryggvi Þorsteinsson frá 15. júní i tvo mánuði (Ólafur Jónsson Hverfis götu 106). Tómas A. Jónasson frá 9. maí I 6 vikur (Björn Þ. Þórðarson). Þórður Möller frá 12. júní I 4—6 vikur (Gunnar Guðmundsson). tíLÖÐ OG TÍMARIT Frjáls verzlun, jan.—apríl. er kom- in út. Efni þessa heftis er: Ríkisrekst ur og einkasölur — frá umræðum á Varðarfundi, Ólafur Haukur Árnason: Akranes, Haukur Helgason: Almenn- ingshlutafélög, Athafnaménn og frjálst framtak: Haraldur Böðvarsson, Oscar Clausen: Frá grosseraverzluninni I Reykjavík. Margar myndir eru í heft- inu. Söfsiin Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 1,30 til 4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1,30 til 4 e.h. Asgrimssafn, Bergstaðastrætl 74 er opið priðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Listasafn Einars Jónssonar er frá 1. júní opið daglega frá kl. 1:30—3:30 e.h. Bæjarbókasafn Reykjavíkur, sími: 1-23-08 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29A. — Útlánsdeild: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1—4. Lokað á sunnudögum. — Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10—4. Lokað á sunnudögum. — Útibúið Hólmgarði 34: Opið 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. — Útibúið Hofsvallagötu 16: Opið 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardag. Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju daga og fimmtudaga í báðum skólun- um. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla Lúni 2, opið dag ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Tæknibókasafn IMSÍ. Opið alla vipka daga frá 13—19 nema laugar- étega. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13 er opið alla virka daga nema laugar- daga frá kl. 9—12 f.h. og 13—18 e.h. m ■m\ : ii m Eítir að hafa hlustað á kúbanska og spænska hljórrllist hjá Don Barreto-trí óinu i Lídó skruppum við bak við tjöldin og röbbuðum við þau þrjú ofurlitla stund. Við snerum okkur þegar að píanóleikaranum og spurðum hann að nafni. Olakur virtist hann svo líkur Sir Anthony Eden að ekki gæti verið að hann væri Kúbubúi. — Jú, jú. Eg er frá Kúbu, heiti Rogelio Barba. En það er rétt. Allstaðar er haft orð á því að ég sé svo líkur Eden En við erum áreiðanlega ekk ert skyldir. Don Barreto, stjórnandinn, leikur á gítar, er eldfjörugur og skemmtilega ljótur. En samt er hann giftur bráð- fallegri konu, sem heitir Olga- Alba og hún fyllir einmitt upp i tríóið, með hreinræktuðum sænskum söng og dansi. — Meira að segja lét hún kastan etturnar smella. — Við komum hingað beint frá París og förum þangað beina leið aftur. Næsta verk- efnið er að leika inn á plötur. — Við höfum verið saman þessi þrjú sl. séx ár og höf- um ekki komið til Kúbu síð- an 1955. Við gerum ekki ráð fyrir að koma þangað á næst unni. Einhver skýtur inn í: — En Castro verður fallinn áður en árið er liðið! ■— Við skulum vona það, segja þau öll í senn. — Eg fór til Evrópu fyrir 15 árum og var með þeim fyrstu sem þar léku „Latin- Ameríku“ músík. Hafði lengi stóra hljómsveit. Bræður mín ir eru líka hljómlistarmenn, öli fjölskyldan. Marino Barr eto er þekktur á Ítalíu, segir Don Barreto. — Hvað gerið þið með frí- stundirnar? — Skoðurn okkur um. Okk- ur myndi langa til að koma á hestbak. Það má bara eklki fara fyrir mér eins og síðast þegar ég fór á hestbak. Þá gat ég ekki setið í vi'ku á eftir. Don Barreto skellihlær. Við fræðum þau á því að hér á íslandi séu hestarnir svo þýðir að það sé engin hætta. Um leið og við kvöddum þau vonuðum við, að tríóinu mætti auðnast að komast hér á hest bak. Það skaut því einhver að okkur, að íslendingar væru ekki orðnir neinir smákarlar. Þeir hefðu fyrsta flokks skemmtikrafta frá París til að gamna sér á sveitaböllun- um. Tríóið brá sér austur að Hvoli og söng þar á dögunum. Síldarkokkur Vil ráða mig sem síldar- kokk í sumar á gott síldarskip. Er vanur mat- reiðslu. Tilb. leggist inn á afgr. Mfol. fyrir 19. júní, merkt: ,,Vanur — 7303“. Miðaldra karlmann vantar gott herbergi, helzt í gamla Vesturbænum eða sem næst Miðbænum. Tilb. merkt: „Gamli bærinn — 7189“, sendist fyrir nk. laugardag. í Keflavík eða Njarðvík óskast til kaups húseign. Einnig ífoúð 2—3 herbergja Tilb. merkt. „Nútíma þæg- indi — 7187“, sendist afgr. Mbl. í Rvík fyrir vikulok. Bíll óskast 4ra—5 manna, helzt Volks- wagen. Aðrar tegundir koma einnig til greina. — Uppl. í síma 20390 kl. 9—6 næstu daga. Crepehosur, hvítar og mislitar. Drengja vesti. Húllsaumastofan Svalbarði 3, Hafnarfirði. Sími 51075. Tveir vanir sjómenn óska eftir skipsrúmi á góð- uffl síldarbát í sumar. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 20. júní, merkt „Síldveiði — 7301“. Trillubátur 3% tonn til sölu. Bátur og vél í mjög góðu ásigkomu- lagi. Hagkvæmt verð og skilmálar. Uppl. í síma 50989 næstu daga. Keflavík — Nágrenni Flaggstangir 20 og 24 feta með húnum og undirstöð- um.Trésmiðja Einars Þor- steinssoniar, Hringbraut 31. Sími 1631. Stúlka eða kona óskast til innanhússstarfa. Má hafa með sér börn, tvo drengi 11—14 ára, vanir sveitavinnu. Uppl. í síma 22391 kl. 17—20 í dag. Tveir drengir 8 og 11 ára óska eftir góðu sveitaheimili, helzt í Skagafirði. þurfa ekki að vera á sama stað.— Sími 19407. Kona, sem hefur veitt verzlun for stöðu í rúm 10 ár, óskar eftir léttu starfi. Talar góða dönsku, sæmilega ensku og þýzku. Margt kemur til greina. Tilb. merkt: „Stund vís — 7181“, sendist Mbl. Tapazt hefir hundur svartur ag brúnn. Gengur undir nafninu King. Þeir, sem kynnu að vita um hundinn, vinsaml. hringi í síma 50332. Vil ráða nokkra nema í vélvirkjun eða járnsmíði, á aldirinum 18—25 ára. Vélsmiðjan Járn Súðavogi 26. — Símj 35555. Til Ieigu er 4ra herb. íbúð með bil- skúr á Hrísateig lil. Leigist til 1. okt. Til sýnis föstu- dag eftir kl. 5. Athugið Fj ölskyldu vantar 3—4 herb. íbúð nú þegar. Fyrir framgreiðsla kemur til greina. Uppl. í síma 37932. Lagtækir menn óskast til uppsetningar á girðingarneti. Vélsmiðjan Járn Súðavogi 26. Sími 35555. IMorsk tréiii - verksmiðja sem framleiðir kamba, hárspennur o. s. frv., leitar eftir innflytjanda sem vildi taka að sér einkaumboð á fslandi. — Uppl. gefur: Dagfin Tollefsen Reklamabyrá als. Chr. Krohgsgt 32, Oslo, Norge. AtthagaféSag . Sandara fer samkvæmt fundarsamþykkt, Jónsmessuhátíðaferð á Snæfellsnes. Lagt verður á stað föstudaginn 22. þ.m. kl. 3 e.m. Tjaldað í Hólahólum, laugardag. Skoðuð Dritvík, Tröllakirkja og fleira í nágrenninu. Farið í ýmsa leiki. Keyrt til Sands, dansleikur um kvöldið. Sunnudagur: Skoðaðir Hellnar, Sönghellir, Stapi o. fl. Tilkynnið sem fyrst þátttöku í síma 24881, 32897, 33107. Stjórnin Tilkynnsng til sauðfjáreigenda á Suðurnesjum Bannað er að láta sauðkindur ganga lausar innan bæjarlands Keflavíkur. — Þeir sauðfjáreigendur, sem óhlýðnast þessu banni, verða látnir sæta sektum auk þess, sem þeir verða að greiða allan kostnað við handsömun kindanna og bætur fyrir þau spjöll er þær kunna að hafa valdið. Leysi menn eigi út sauð- kindur þær er kyrsettar hafa verið, verða þær seldar fyrir áföllnum kostnaði eða þeim slátrað. Bæjarfógetinn í Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.