Morgunblaðið - 23.06.1962, Síða 9
r.
L,augardagur 23. júní 1962
VORGVVBLAÐIÐ
9
Fangahjálpin tók 471 mál
til meöferöar á sJ. ári
Og aðstoðabi yfir 200 fanga og
menn með fangelsisdóm
f>ETTA 13. starfsár Fangahjálp-!
arinnar 1961—’62 hefur störfum
(hennar verið hagað líkt og und-
anfarin ár, og‘ í samræmi við þá
reynslu sem þegar hefur fengizt.
Hinum seku mönnum hefur
verið veitt margvísleg aðstoð,
svo sem til fatakaupa, útvegun
ar atvinnu og húsnæðis, — við
eftirgjöf útsvars- og skatta-
skulda o.m.fl. eins og meðfylgj-
andi skýrsla um afgreiðslu
liinna einstöku mála ber með
sér. (
Störfin hafa aukizt mikið síð
listu árin.
Sex fyrstu starfsárin voru 65
jnál afgreidd að meðaltali á ári
hverju, en 7 síðustu árin er
fjöldi þeirra sem hér greinir:
Árið 1955/56 voru afrg. 116 mál
— 1956/57 — — 230 —
— 1957/58 — — 314 —
—' 1958/59 — — 350 —
— 1959/60 — — 418 —
— 1960/61 — — 418 —
— 1961/62 _ — 471 —
auk smærri mála, sem ekkert
hefur verið bókað um.
Á þessu ári hefur 12 mönnum
verið veitt aðstoð til bess að
losna úr fangelsunum og til um
sóknar um náðun. — Enginn
iþessara manna hefur fallið á
sekt aftur, og hefur þeim öllum
verið veitt margvísleg og nauð-
synleg hjálp, sjá skýrsluna bls.
1 — 665.
I. Náðanir og reynslulausnir
úr fangeisunum, fyrir milli-
göngu Fangahjálparinnar 13
fyrstu starfsár hennar, til 1. maí
1962:
Samkvaemt skýrslum um starf
semina hafa 153 sakamenn verið
náðaðir og fengið reynslulausn
úr fangelsunum, fyrir milli-
göngu Fangahjálparinnar.
Þessir 153 sakamenn hafa
reynzt þannig, að 31 þeirra hafa
fallið í afbrot aftur, en 122 fyrr
verandi fangar og afbrotamenn,
sem ekki hafa orðið sekir aftur,
eru á vegum Fangahjálparinnar
og er þeim veitt meiri og minni
aðstoð á ýmsan hátt, ef þeir
þurfa á að halda.
Er þvi árangurinn af þessari
grein starfseminnar ca. 79%.
n. Eftirlit með ungum afbrota
miinnum:
Samkvæmt lögum nr. 22/1955
var Dómsmálaráðuneytinu veitt
heimild til þess, að fresta ákæru
é hendur ungum mönnum, þegar
um fyrsta og smávægilegt afbrot
er að ræða.
Eftir þessari heimild hefur
ráðuneytið frestað ákæru á hend
ur 452 ungum mönnum á þess-
um rúmum sjö árum, sem liðin
eru síðan lögin öðluðust gildi, og
úrskurðað þessa menn undir um
sjón og eftirlits formanns Fanga
hjálparinnar, Oscar Clausen.
Þetta sundurliðast þannig:
Á árinu 1954 (áður en lögin komu'
_ _ 1955.................. 6
— — 1956............... 14
_ — 1957............... 40
— — 1958............... 58
— — 1959.............. 118
— _ 1960............... 79
— 1961................ 77
Árangur af þessari grein starf
seminnar, þ.e. eftirlitinu með
ungum afbrotamönnum, sem
frestað hefur verið ákæru á, er
þá rúml. 85%, þar sem 380 af
þeim 452 mönnum, sem frestað
hefur verið ákæru á, á síðastliðn
um 7 árum, hafa ekki orðið sek
vr um afbrot aftur.
Aðeins 72 hafa fallið á sekt, aft
Oscar Clausen
ur, og það í flestum tilfellum
smávægilega.
Þessum piltum hefur, eins og
undanfarin ár, verið hjálpað á
margan hátt og veitt margvísleg
aðstoð, — þeim hefur t.d. oft ver
ið útveguð atvinna, — herbergi
til þess að búa í, — veittur styrk
ur meðan stendur á því að fá
vinnu, — til fatakaupa o.s.frv.
Fjárhagur allmargra piltanna
hefur verið kominn í óreiðu og
stundum í fullkiomið öngþveiti.
Þeir hafa t.d. skuldað opinber
gjöld, bæði útsvör og rikisskatta
og hefur þá verið kyrrsettur
hluti af vinnulaunum þeirra, og
haldið eftir þegar þeir hafa byrj
að að vinna: Þetta hefur verið
þeinf til svo mikils baga, að þeir
hafa ætlað að missa kjarkinn og
gefast upp í baráttunni fyrir til-
veru sinni og hætta að vinna. —
í slíkum tilfellum hefi ég skrif-
að Borgaryfirvöidunum og Ríkis
skattanefnd og farið fram á
lempilega borgunarskilmála
skuldanna, og stundum fulla eft
irgjöf þeirra, þegar sú nauðsyn
hefur borið til. Þessum beiðnum
mínum hefur alltaf verið mætt
með mestu velvild, og hefur pilt
unum orðið það til mikils hag-
ræðis.
Eg hefi fylgzt með lífi pilt-
anna og athöfnum þeirra, enda
hafa þeir flestir komið til við^
tals á skrifstofu mína í hverjum
mánuði, nema þeir hafi verið í
vinnu utanbæjar, en þá hefi ég
vitað um hvar þeir voru staddir
og hvenær þeir væru væntan-
legir til borgarinnar.
Það er athyglisverð staðreynd
að þeir fáu piltar sem aftur hafa
orðið sökir, hafa flestir fallið i
afbrotið skömmu eftir að þeir
voru úrskurðaðir undir eftirlit-
ið, — en þetta staðfestir það, að
‘þeim er hættast fyrstu mánuð-
ina, og þá þurfa þeir mesta um
hyggjunna. — Hættan er eflaust
minni þegar frá líður, og piltarn
ir finna meira öryggi hjá sér
gegn freistingunum, og tel ég að
þar komi til greina áhrif langra
og vinsamlegra samtala, sem ég
á við þá oft tvisvar í mánuði,
fyrstu mánuðina, sem þeir éru
undir eftirliti.
Margir piltanna hafa látið orð
falla að því, að þeim sé mikíi
uppörfun og stoð í því, að hafa
getað snúið sér til eftirlitsmanns
ins og sótt til hans ráð og styrk
þegar örðugleikarnir hafa steðj
að að þeim, því að margir þess-
ara pilta eiga fáa aðstandendur
og eru háðir erfiðum heimilis-
ástæðum.
Ákærufrestunin hefur þegar
eftir fárra ára reynslu orðið
mörgum unglingi mikilvægt atr
iði í lífi hans.
Á þessum fyrstu þrettán starfs
árum Fangahjálparinnar (1949-
1962) hefi ég haft afskipti af
málum 923 manna og afgreitt
2.618 irál.
Reykjavík, 1. mai 1962
Oscar Clausen
Smurt brauð
og snittu'
Qpið frá kl. 9—11,30 e.b
Sendum heim.
Brauðborg
Frakkastíg 14. — Simi 18680.
Frá IVýju kjötbuðijini,
Akureyri
Getum skaffað pylsugerðarvörur til afgreiðslu frá pylsu
gerð vorri. Gerið pantanir í símum 1113 og 2666.
Verksmiðja — Tœki
Verksmiðja sem framleiðir lím o.fl. er til sölu, annað
hvort ems og hún stendur tilbúin til áframhaldandi
starfrækslu eða sundur tekin sem einstök tæki, en þau
eru meðal annars: Þrýsti-trommla, rafhituð, stærð ca.
1000 I., Stál-tankar 2 st., stærð ca 6500 I., Hamra-
kvörn, Dæla, Talía, Rafmótorar o.fl.
Upplýsingar veitir Fjölver, Garðastr, 45. Sími 22648.
Verzlunarstjóri
Verzlunarstjóra vantar að stórri kjörbúð nú þegar.
Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf send-
ist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m., merkt: „7213“.
SAPA
hinjia vandláfu
Kaupmenn — Kaupfélög
Nýkomið:
Mislitt léreft — Vasafóður — Nankin
Khaki — Léreft, hvítt, 90 cm og 140
cm breitt — Seglastrigi — Dúnn 3 teg.
Jóh. Karlsson & Co., heildvenlun
Sími nm Hvergerði 22090.
Afgreiðslusími 82.
Ný sending
sumarkjólar
Skólavörðustíg 17. — Sími 12990.
Skrifstotur vorar
og afgreiðsla að Laugavegi 114, verða lok-
aðar mánudaginn 25 júní vegna skemmti-
ferðar starfsfólks.
Tryggingastofnun ríkisins
Carðstólar
Garðstólar af ýmsum gerðum komnir aftur.
Garðar Gíslasan hf.
bitreiðaverzlun
Duglegur maður óskast
til vinnu í niðursuðuverksmiðju vorri. Viðkomandi
þarf að vera vanur kjötskurði. Nánari upplýsingar í
skrifstofu voiri Skúlagötu 20.
Ford Faleon 1960
Hvítur Ford Falkon árgerð 1960, keýrður 27 þús. km.,
til sýnis og sölu fyrir ofan Sheil við Suðurlandsbraut
eftir kL 1 í dag.