Morgunblaðið - 23.06.1962, Qupperneq 10
)
10
MOnnjivnr.AÐlÐ
I>augardagur 25. júru 1962
tíðindi
Tímamót í Alsír —
manna og Frakka
— Langt í land
Laos? — Spá
Deilur Bandarikja-
um kjarnorkumál
m eð hlutleysi
ffalli Francos
Timamót i Alsir
SVO ER nú helzt að sjá, sem
OAS-ihreyfingin sé haett oflbeld-
isaðgerðum sínum í Alsír, og frið
ur sé að komast á í landinu.
í Algeirsborg njóta menn þess,
að þurfa ekki að hlíta útgöngu
banni, í fyrsta sinn í 6 ár. í Or
an, sem hefur verið eitt aðalvígi
hreyfingarinnar, ríkir nú nær
eðlilegt ástand. Þar mun hafa
átt sér stað klofningur í OAS,
sem leiddi til þess, að tveir yfir
menn, sem þó hafa ekiki verið
nefndir, fluðu til Sviss, er frið
arsinnar hlutu sigur í innibyrðis
deilum hreyfingarinnar.
í Constantine, og nokkrum öðr
um héruðum, halda skemmdar-
verk enn áfram. Hitt er ljóst, að
ekki hefur verið svo friðvænlegt
í Alsír um langt skéið.
Flóttinn til Frakklandis heldur
samt áfram, því að af langri
reynslu vita flestir, að upp úr
kann að sjóða, og kjósa því marg
ir að bíða kosninganna í öryggi
í Frakklandi.
Hitt kann að segja til sín, eins
og OAS hefur bent á, að þeirn
mun fleiri Evrópumenn, sem
fara, þeim mun erfiðara verður
verkefni þeirra, sem við taka,
er landið hlýtur sjálfstæði.
Misklið um kjarn-
orkumál
í þessari viku hélt Dean Rusk,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
til Evrópu. Stendur ferðalag hans
10 daga, en erindið er að ræða
við helztu ráðamenn í V-Evrópu
rlkjuBum. Vitað er, að varnar-
xnál verða efst á baugi.
Fyrsti áfangastaður Rusk var
París, þar sem hann hitti að máli
de Murville, utanríkisróðiherra,
og de Gaulle, forseta.
Eins og komið hefur fram í
fréttum, er það einkum stefna
Atlantshafsríkjanna í varnarmál
um, sem ágreiningur ríkir um,
þ.e. á hvern hátt sú stefna skuli
framkvæmd.
Sjónarmið Bandaríkjanna
komu enn einu sinni fram í ræðu
McNamara, landvarnaráðherra
Bandaríkjanna, skömmu áður en
Rusk hélt til' Evrópu.
McNamara beindi þá eink-
um orðum sínum til Frakka,
vegna stefnu þeirra í kjarnorku
málum, og taldi, að það væri
bæði óhagkvæmt og of dýrt fyrir
einstök ríki að koma upp eigin
birgðum kjarnorkuvopna.
Á miðvikudag, tveimur dögum
eftir komu Rusk til Parísar, hélt
Michel Debré, fyrrverandi for-
sætisráðherra Frakka, fund með
blaðamönnum í París, en hann
hafði þá áður átt langar viðræð-
ur við DeGaulle, forseta.
Sagði Debré, að McNamara
hefði sézt yfir siðferðileg sjónar
mið og sálfræðilega afstöðu
þjóða, er hann hefði fordæmt
einstöik ríki fyrir viðleitni til að
koma upp kjarnorkuher. Það
væri ekki nóg að líta aðeins á
kostnaðarhliðina. Ef slíkum sjón
armiðum yrði haldið til streitu,
myndi það enda með því að
Evrópa yrði „hlutlaus“.
Stjórnmálafréttaritarar telja
kjarna málsins hins vegar þann,
að þjóðirnar beggja vegna At-
lantshafsins séu sammála um að
stofna með sér sterkt ríkjasam-
band. Endanlegt markmið sé sam
ræmd stefna í varnarmálum og
stjórnmálum, þar með talin
markaðsmál. Hins vegar greini
menn á um, á hvern hátt slík
stefna verði bezt framkvæmd.
Stefna Bandaríkjanna í varn
armálum er sú, að þau eigi að
hafa forystu á því sviði sem
kjarnorkuveldi. Málið er rök-
stutt þannig, að komi til kjarn-
orkustyrjaldar, þá komi það í
hlut Bandaríkjanna að ljúka
þeirri styrjöld.
Komi til styrjaldarástands
vilja Bandaríkin ekki grípa til
kjarnorkuvopna fyrr en í síð-
ustu lög. Skoðun ráðamanna
vestra er sú, að hvert nýtt kjarn
orkuveldi sé í rauninni ógnun
við friðinn.
Frá hernaðarlegu sjónarmiði er
þessi skoðun álitin skynsamleg.
En stjórnmálamenn í Evrópu
telja, að með þessu lagi missi
þeir að nokkru leyti töglin og
hagldirnar á stjórnmálasviðinu.
Þá yrði Evrópuríkin í NATO bú
in 2. flokks vopnum og áhrifa-
lítil um stjórn varna með kjarn
orkuvopnum. Aðstaða þeirra yrði
þá að nokkru leyti sem þjóða án
hers.
Þótt stefna Bandaríkjanna
verði ekki gagnrýnd frá hern-
aðarlegu sjónarmiði, þá telja
margir, að hún taki ekki tillit til
stjórnmlálaþróunar í Evrópu.
Adenauer, kanzlari V-Þýzka-
lands, hefur lýst því yfir, að
stjórn landsins óski þess ekki að
gerast kjarnorkuveldi. Hins veg
ar kveðst hann styðja DeGaulle
í þeirri viðleitni hans, er miðar
að því að styrkja aðstöðu
Evrópu.
Sjónarmið V-Þjóðverja og
Frakka eru að því leyti ekki lík,
að þeir vilja báðir „laust" sam-
band Evrópuríkjanna. Athyglis-
verð eru ummæli Strauss, land-
ráðherra V-Þýzkalands, nú ný-
lega.
Strauss telur, að veita eigi Bret
landi inngongu í Markaðsbanda-
lagið hið bráðasta, þá muni Nor-
egur og Danmörk fylgja fast á
eftir. Næsta skrefið sé síðan að
samræma stjómmálastefnur
Evrópulandanna, án þess að
nokkurt þeirra láti af sjálfstjórn.
Þá myndi skapast millibilsástand
í sameiningu Evrópu, en þegar
hún hefði komizt á, yrði Evrópa
jafnoki Bandaríkjanna á flestum
sviðum, og þá væri komið að loka
stiginu, ríkjasamsteypu land-
anna beggja vegna Atlantsihafs-
ins.
Strauss er hins vegar á þeirri
skoðun, að Bandaríkin eigi ekki
að vera „virkið“ í NATO, slíkt sé
vanhugsað á flestan hátt.
Frakkar eru í seinni tíð sagð
ir hafa lagt áherzlu á, þar sem
aðeins verði um „laust" stjórn
málasamband ríkjanna í Evrópu
að ræða, á næstunni, að Frakk-
land, V-Þýzkaland og Ítalía
verði „kjarni“ sjórnmálasam-
steypunnar í Evrópu. Þessu hef
ur verið mótmælt bæði í V-Þýz/ka
landi og Ítalíu.
Það er skoðun flestra stjórn
málafréttaritara, að tilgangur
farar Rusk sé að undirbúa sam-
komulag um kjarnorkuher, sem
sé ekki að öllu leyti undir stjórn
Bandaríkjanna.
Rusk hélt til V-ÞýZkalands\fró
París.
Spá falli Francos
Verkföllin á Spáni hafa reynzt
merkilpgur áfangi í sögu verka-
lýðsmála þar, um langt skeið.
Námuverkamenn og þeir, sem
starfa við iðngreinar, hafa feng-
ið nokkrar launahækkanir. Enn
athyglisverðara er e.t.v. að nú í
vikunni var tilkynnt um launa-
hækkanir starfsmanna spænsku
járnbrautanna, og var kaup
fjölda starfsmanna tvöfaldað, eða
jafnvel enn meir.
Ýmsum þykir þetta benda til,
að aðstaða Francos sé nú veik-
ari en nokkru.sinni áður. Hann
beitti sér ekki af þeirri hörku,
sem við mátti búast, og e.t.v.
er það að miklu leyti því að
þakka, að kirkjan stendur með
verkamönnum.
Um árabil hefur spænska út-
lagastjórnin setið í París, en þar
búa nú um 165.000 spænskir út-
lagar. Fyrrverandi forsætisráð-
herra hennar, Julio Just, núver
andi talsmaður stjórnarinnar,
lýsti því yfir nú fyrir nokkrum
dögum, að Franco myndi hrekj
ast frá völdum innan 5—6 mán-
aða.
Just sagðist aldrei hafa spáð
slíku fyrr, en hann vissi, að á-
standið hefði aldrei verið eins ó-
tryggt fyrir valdlhafana og nú.
„Við höfum menn, sem fara til
og koma frá Spóni. Ég veit hvað
ég er að segja“, sagði hann.
„Franco fellur af því að kirkj-
an er ekki lengur með honurn
— og það er komið nýtt blóð í
herinn, menn sem ekki tóku
þátt í borgarstyrjöldinni og eru
ekki hræddir við að berjast. Ves-
öld manna á Spáni stuðlar að
falli hans. Verkamenn fara nú í
stórum hópum til annarra landa,
til þess að leita betra lífsviður-
væris. Slíkt hefur aldrei gerzt
áður“.
Viðbrögð Francos: Ferðabann
ríkir víða á Spáni, — því var
komið á nýlega, en nær aðeins
til Spánverja. Nokkrir blaða-
menn hafa verið reknir úr landi,
og Franco segir alla erlenda
blaðamenn, nær undantekningar
laust, flytja lognar fregnir af
ástandinu á Spáni.
Hins vegar tala kauphækkan-
irnar sínu máli.
Sigur Markabs-
bandalagsins
Samkomulag hefur nú náðst
milli sérfræðinga Markaðsbanda
lagsins um eitt erfiðasta vanda
mál, sem komið hefur upp vegna
væntanlegrar sameiningar Ev-
rópu á sviði viðskipta. Landbún
aðarmálin virðast vera til lykta
leidd, þótt ráðamenn aðildar-
ríkja og væntanlegra þátttak-
enda eigi eftir að fjalla um mál-
ið.
Þetta er mikill áfangi, og flest
um þykir nú ljóst, að Markaðs-
bandalagið er orðið stórveldi á
sviði viðskipta, sem á vafalaust
vafalaust eftir að vaxa enn
eftir að vaxa enn meir, ný lönd
gerast meðlimir.
Kommúnistaríkin hafa gert
sér grein fyrir því, að bandalag
ið á enn eftir að breiltka bilið
milli afkomu fólks í V- og A-
Evrópu. Ráðstefna þeirra nýlega,
mun einmitt hafa fjallað um. nán
ari verkaskiptingu aðildarríkja
COMECON, og mögulei'ka á að
koma á slíku bandalagi meðal
þeirra ríkja.
Nú um síðustu helgi sam-
þykktu fulltrúcu 6 Afríkuríkja,
Casablancaríkjanna, þ.e. Egypta
land, Marocco, Mali, Guineu og
Ghana, auk fulltrúa frá útlaga
bandalag Afríku, og verður það
sennilega að raunveruleika á
næsta ári.
Svo virðist því, sem flestar
þjóðir heims hafi gert sér grein
fyrir því, hvers sþSrmarkaður
er megnugur, og hve líklegri
hann er til aukinna framfara, en
gamla viðskiptakerfið, með þeim
tollamúrum sem því fylgja.
,J-ar þú fyrst,
svo ég"
Illa gengur að koma saman
þjóðstjórn þeirri í Laos, sem sam
komulag náðist um 12. þ.m. Bera
hlutlausir og kommúnistar hægri
mönnum á brýn, að þeir ætli að
þrengja starfsvið stjórnarinnar
svo, að ekki verði um neinn starfs
grundvöll að ræða. Hefur geng
ið svo síðan á mánudag, að ekki
hefur tekizt að koma á sættum
eða samkomulagi um þessi at-
riði.
Hitt er alment talið víst, að
þótt stjórnin komi saman, þá er
ekki þar með sagt, að öll vanda
mál í sambandi við Laos séu úr
sögunni.
Eftir á að koma I ljós, hvern
ig gengur að fá kommúnista og
hernaðarsérfræðinga Bandaríkj-
anna, sem enn dvelja í landinu,
til þess að hverfa á brott. Telja
stjórnmálafréttaritarar, að svo
kunni að fara, að báðir aðilar
segi: Far þú fyrst, svo ég.
Her kommúnista, sem hverfa
skal á brott, er frá N-Vietnam,
og telur um 10.000 hermenn. —
Hernaðarsérfræðingar Banda-
ríkjanna eru hins vegar miklum
mun færri, eða um 800.
Sumir stjórnmálamenn í SA-
Asíu telja, að þetta kunni að
verða erfiðasta vandamálið, sem
leysa þarf áður en Laos verður
hlutlaust.
Ætlunin er, að allur erlendur
her verði á brott úr landinu 75
dögum eftir að hlutleysissamning
urinn tók gildi. Þriggja landa af
vopnunarnefnd, sem Kanada,
Indland og Pólland eiga aðild að,
á að sjá um brottflutninginn. —.
Nefndin, sem gengið hefur undir
nafninu Alþjóðlega eftirlitsnefnd
in með Laos, var stofnuð 1954, er
Indókína var skipt í núverandi
ríki. Þá var henni falið að fylgj
ast með gangi mála í Laos og
Viet-nam, en flestum þykir, sem
nefndin hafi gengið slælega til
jórn Alsír, að stofna Markaðs- verks und
undanfarin ár.
Þeir sömdu um friðinn. T.v.: Dr. Chawki Mostefai, talsmað-
ur alsírsku bráðabirgðastjórna rinnar. T.h.: Jean-Jaques Sus-
ini, 28 ára læknastúdent, sem var einn af helztu foringjum