Morgunblaðið - 23.06.1962, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.06.1962, Qupperneq 13
Laugardaeur 23. júní 1962 MORCTnvnr JfílÐ 13 Fugur er dalur og fyllist skógi Á FJÖLDA staða úti um allt ísland er friðun, rækt- un og skógur að leysa ör'- f ok, órækt og uppblástur af hólmi. Mbl. fékk tækifæri til þess að kynnast lítillega einum þætti þessa mikla ræktunarstarfs um síðustu helgi, þegar það slóst í för- ina með Hákoni Guömunds- syni, formanni Skógræktar- félags íslands og Hákoni Bjarnasyni, skógræktar- stjóra, austur í Haukadal og Þjórsárdal. En á þessum stöðum erH tvær stórar skóg ræktarstöðvar. Þegar komið er upp að Geysi breiðir Haukadalurinn út fagur grænan og skógi vaxinn faðm sinn. Þar sem áður sátu höfð- ingjar og fræðimenn sögualdar hefur nú Skógrækt ríkisins lagt grundvöll að nýju landnámi, nýrri sókn fyrir friðun og fegr- un. f hlíðum Haukadals eru skógar framtíðarinnar að rísa. í dalbotninum vellur fram sjóð andi vatn úr iðrum jarðar. Hér er ekki aðeins hægt að ala upp harðgeran og þróttmikinn nytja skóg. Hér má rækta margs kon- ar ávexti og suðræn aldin fyr- ir þúsundir manna. Þó er þessi dalur inn undir öræfum og eigi Skógræktin I Haukadal Skógrækt ríkisins eignaðist Haukadal í Biskupstungum ár- ið 1940. Var hafizt handa um að girða og friða jörðina árið 1939. Þá eru girtir þar um 1350 hektarar. Er það meginhluti jarðarinnar Haukadals. Á stríðsárunum er síðan lít- ilsháttar byrjað að gróðursetja þarna skóg. En aðalskógræktar- starfið í Haukadal hefur verið unnið síðan 1949. Þá komu Norð menn í fyrsta skipti til skóg- plöntunar á íslandi. Síðan hef- ur verið haldið áfram jafnt og þétt og nú er Haukadalur þriðja eða fjórða stærsta skógrækí'ar- svæði landsins. Er nú búið að gróðursetja þar trjáplöntur í 50 —60 ha landá, samtals um 300 þúsund plöntur. Mest af þeim er rauðgreni og sitkagreni, en margar aðrar tegundir hafa einnig verið gróðursettar ' þar til reynslu. f sumar verða gróð- ursettar í Haukadal um 100 þús. plöntur í 20 hektara lands. Sitkagrenið og rauðgrenið þrífst þarna frábærlega vel. Sitkagreni á Tumastöðum í Fljótshlíð, gróðursett árið 1944. Það er nú orðið 4 m. á hæð. Nýtt landnám Eeysir ör- fok og uppblástur af hólmi Gamall birkireitur, sem saúðfé hefur komizt í. Þannig leikur sauðkindin oft birkiskóginn. langt frá jöklum. Slíkur er gróðrarmáttur íslenzkrar mold- ar, sem þó hefur verið van- treyst svo herfilega, að í hundr uð ára héldu íslendingar að hér væri ekki einu sinni hægt að rækta kartöflur! En þekkingin hefur komið með nýja trú á landið. Nú vita allir íslendingar að þeir geta ekki aðeins fegrað land sitt með margvíslegum trjágróðri, heldur og komið upp nytjaskógum á tiltölulega skömmum tíma. Það var fremur kalt í veðri þegar við vorum þarna sl. föstudagskvöld og laugardags- morgun. En í Austmanna- brekku, sem svo hefur verið skírð eftir Norðmönnum, sem þar hafa gróðursett þúsundir trjáplantna er safnt logn og skjól. Þar er ilmur úr grasi og skógi, líf og gróandi. Þaðan sér fram til fjalla og öræfa og nið- ur til blómlegra sveita. Hér munu rísa víðlendir skógar framtíðarinnar, þar sem líf og starf mun byggjast á fjölþættri ræktun í skjóli nýrrar þekking- ar og vísinda. Þegar við kveðjum Haukadal á laugardagsmorgun er tekið að hlýna. Við sáum nokkrum hand fyllum af lúpínufræi í plógför rétt hjá veginum. Það verður gaman að sjá hvernig þeim hef- ur vegnað næst þegar við heim sækjum Haukadal í Biskups- tungum. Komið við hjá Gullfossi Geysir er kyrrlátur um þess- ar mundir. Hann bærir varla á sér og sápa er sjaldan látin í hann. Einhver hefur varpað fram þeirri tillögu að reynt verði að bora niður í hann með stórum jarðhitabor og sjá svo, hvort hann hressist ekki! Slíkar aðfarir við hinn fræga goshver og mikla veraldarund- ur munu þó hvorki vísinda- mönnum né verndurum hans að skapi. A leiðinni austur í Þjórsár- dal leggjum við lykkju á leið okkar og komum við hjá Gull- fossi. Sama mikilleik og ægi- fegurð stafar af þessum foss- jötni og jafnan áður. — Loft er orðið heldur þungbúið. Samt er hann bjartur og Ijós yfirlit- um, ótaminn og ógnþrunginn. Þungur dynur ymur neðan úr •• + .v • •■••• Gullfoss — eitt mesta náttúruundur Islands. gljúfrunum. Það er seiður foss- vættarinnar. Það er erfitt að slíta sig frá þessum kyngimagnaða söng, hrynjanda þess ljóðs, sem land ið yrkir frá örófi alda fram um víddir framtíðarinnar. 90 manns í einu til borðs. Eni stundum koma mörg hundruð manns á dag að Gullfossi. Þá er ekki hægt að veita öllum beina. Frú Sigríður telur, að við Gullfoss ætti að vera þokka- legt gistihús með svo sem 20 gestaherbergjum og góðri að- stöðu til þess að taka á móti fjölmennum ferðamannahópum, sem þurfa á mat og öðrum veitingum að halda. Aðbúnaðurinn við Gullfoss er enn eitt dæmi þess, hversu Hákon Guðmundsson form. Skógræktarfélags íslands (t. v.) og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. — Myndin er tekin í Austmannabrekku í Haukadal. Tréð, sem þeir standa við er rauðgreni frá Rana í Norður-Noregi. Var það gróður- sett árið 1949 og er nú orðið um 3 metrar á hæð. Á barmi, þessa tröllaukna foss og á bakka hins mikla fljóts stendur það hús, sem veitir langferðamönnum frá gervöllu íslandi og fjarlægum löndum skjól og saðningu. Þetta er lít- ið hús. Frú Sigríður Björns- dóttir, ágæt og myndarleg kona, sem veitir veitingaskálanum for stöðu, segist geta tekið á móti sorglega ósýnt okkur íslending- um er um að hagnýta dásemdir og náttúruundur lands okkar til þess að laða að okkur erlenda ferðamenn eða gleðja auga og anda okkar sjálfra. 1 Þjórsárdal 1 Þjórsárdal, sem við heim- sækjum næst, á Skógrækt rík- Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.