Morgunblaðið - 23.06.1962, Side 20

Morgunblaðið - 23.06.1962, Side 20
20 r MORGTJFBLAÐIÐ Laugardagur 23. júní 1962 __ Alexander Follerton 13 Guli Fordinn eiginlegt — ástina sem annað — og svo hins vegar áform mitf, sem ég hafði rætt við Jane um helgina: að segja henni, að ég vildi fá skilnað frá henni.... Þið skiljið að hefði henni batnað, hefði komið að þvi. Andlát henn ar var eins og hvert annað slys og alveg óviðkomandi sambandi mínu við Jane. Ég er ekkert að halda því fram, að þetta sam- band hafi verið réttlætanlegt í sjálfu sér, aðeins held ég því fram, að það hafi enga sök átt á örlögum Penny. Þar í milli var beinlínis ekkert samband, og ég skammaðist mín fyrir að hafa látið bugast svona af tilfinninga- semi út af því. Hvað Jane snerti, þá var mér allan tímann fylli- lega ljóst, hvað ég var að gera og hverjar afleiðingarnar mundu verða: Það var alls ekki venju- legt „smá-ævintýri“, heldur hafði það meiri þýðingu fyrir mig en nokkur hlutur hafði áður haft á ævi minni, og það er eng- inn vafi á því, að fyrr eða seinna hefði það orðið að koma fram í dagsljósið og Penny orðið að fá að vita um það. En svo hafði ég látið ótþarfa tilfinningasemi fá vald yfir mér tjg lagt allt þetta samband okkar Jane í rúst — og það ekki ein- ungis samband okkar heldur líka hugsjón, sem ég hafði trúað á. Og svipt mig Jane. Já, það var sárt, eins og ég hef þegar sagt. Betri lýsing á því væii að segja, að það hefði ver- ið langvinnar pyndingar. En það var sjálfum mér að kenna og nú hafði ég fengið tóm til að sjá, hve heimskulegt það var að láta tilfinningamar hlaupa svona með mig í gönur, og ég var ein- ráðinn í því, að láta ekki slíkt henda mig í annað sinn. Ég ein- beitti mér því að þeirri fyrir- ætlun minni, að losa mig úr þessu strandi. Ég vann mikið, kynntist nýju fólki, vann fyrir Jimmy Townsend — ekki fyrrt og fremst kaupsins vegna, heldur eins mikið af því, að það hafði af fyrir mér og gaf mér tæki- færi til að heimsækja nýja staði .. Ég gætti þess því, að þegar ég færi að hátta væri ég annað hvort úrvinda af þreytu eða nógu drukkinn til að sofa vært og draumlaust, Eftir nokkurn tíma fór þetta að hafa áhrif. Ekki get ég sagt, að ég hafi gleymt Jane, heldur fannst mér eins og hún en ekki Penny hefði dáið. Ég hugsaði oft um hana^ en bara eins og veru, sem tilheyrði öðrum heimi, þar sem ég hefði engan aðgang. Þetta var sannarlegt afrek. Að minnsta kosti fannst mér það sjálfum. En svo þegar ég kom auga á hana þarna og sá rétt í svip varirnar, augun og hárið, í þessari nafnlausu mannþröng, á þessum ankanalega stað, þá vissi ég um leið, að afrekið mitt hafði ekkert afrek verið, og eng- in breyting hafði á orðið. Það var rétt eins og ég hefði sofið í þrjú ár og svo vaknað af leið- inlegum draumi til nýrrar hrifn- ingar, sem var veruleiki. Ég hef líklega verið búinn að glápa framan í hverja einustu mannskepnu þarna inni í girð- ingunni, áður en ég hætti leit- inni. Það var ekki nema ein skýr ing á þessu hugsanleg, sem sé, að rétt í því bili sem ég kom auga á hana, hefði hún og mað- urinn, sem með henni var, farið út af svæðinu um eitthvert hlið- ið, og þó líklega inn á bílastæð- in. Er varð of seint fyrir til að leita þar af því að ég var búinn að vera að leita í tíu mínútur eða vel það, og ef þau hefðu far- ið þar út, væru þau auðvitað komin af stað, þegar hér var komið. Ég gekk hægt þangað sem ég hafði skilið við Hany og Viktor- íu. Á leiðinni var ég að hugsa um þennan svip á andlitinu á Jane. Ég hafði séð hann áður — en ekki nema einu sinni. Það var í kofanum í Constantia, þegar gamla konan frá vínsölunni hafði komið þangað að snuðra og starað inn um gluggann með galopinn munninn. Mér datt í hug, að Jane hefði séð mig svo sem sekúndu áður en ég sá hana. Það hefði getað verið næg ástæða fyrir þessum svip á henni, og það hefði getað orðið til þess, að hún flýtti sér svo mjög burt. Þetta gat verið vel hugsanlegt en samt vildi ég ekki trúa, að þetta hefði gengið þannig til. í fyrsta lagi af því, að ef hún hefði séð mig, þá hefði ég einhvernveginn orðið þess var, svo sem þannig, að hún hefði sent mér augnatillit. Það er oftast vel hægt að sjá, hvoort ein- hver hefur raunverulega ekki komið auga á mann, eða hvort hann er að leiða mann hjá sér viljandi — ég kynntist munin- um á því tvennu í Höfðaborg fyrir þremur árum. í öðru lagi fékk ég þá hugmynd, að hún hefði verið að horfa á mann inn, sem- með henni var, og að ef annaðhvort þeirra hefði verið að tala, þá var það hann. Ef hún hefði séð mig og viljað koma sér fljótlega burt þessvegna, hefði það verið öfugt. í þriðja lagí hefði Jane aldrei farið að taka til fótanna þótt Jiún hefði séð mig. Það hefði engin þörf verið á því, hún hefði vel getað hitt mig, eins og ekkert væri, og síðan haft eins mikil eða lítil afskipti af mér og henni þókn- aðist, en forvitni hennar, eins og hún gerist hjá konum, hefði get- að komið henni til að skiptast á nokkrum orðum við gamlan elsk huga, sem hún hafði ekki talað orð við í þrjú ár, jafnvel þótt hann hefði þá komið sérlega fruntalega fram við hana. Þegar ég gekk aftur til fólks- ins, sem með mér var og gerði nú ekki tilraun til að líta á neinn sérstakan, var ég enn að hugsa um Jane, og reyna að framkalla mynd af henni í hug- anum. Þarna kom mér lítt eða ekki til hugar maðurinn, sem með henni var, því að maður hafði verið með henni, og hún hefði litið einkennilega út, ef svo hefði ekki verið — einn eða fleiri. Líklega hef ég meira eða minna ósjálfrátt þurrkað hann út, þar sem ég vissi, að aðal- atriðið var að finna hana, og síð- an gat ég snúið mér að þaim hugsanlegum erfiðleikum sem því mundi fylgja. Það er alltaf bezt að taka aðalatriðin hvert fyrir sig, og í þeirri röð sem þau eru áríðandi tiL Einhver hönd greip í öxlina á mér og truflaði hugsanir mín- ar. Það var Harry Ciewes, sem stóð nú glottandi hjá mér. Nú, stakk hún þig af? Ég leit af honum og á Viktoríu og hann sagði við hana: Það hlýtur að hafa verið Jane þín. Engin önnur en Jane hefði getað koimið honum í svona geðshræringu! Og Viktoría var að horfa á mig, með alvörusvip og eins og rannsakandi. Hún kinkaði hægt kolli. Þú ert alveg eins og annar maður, Téd. Þú náðir ekki í hana, var það? Ég hristi höfuðið. Þau biðu eftir, að ég segði eitthvað og þégar það ekki vaxð, andvarpaði Viktoría: Komið þið þá! Við skulum fara. Við gengum nú gegn um mannþröngina, sem var tekin að þynnast, í áttina að bíla stæðunum. Ef Jane hefði verið innan girðingarinnar núna, hefði ég séð hana. En það var hún ekki. Harry greip niður i vasa sinn og tók upp heila hrúgu af pen- ingaseðlum, sem hann rétti mér. Þetta er vinningurinn þinn. sagði hann. Ég var alveg búinn að gleyma veðhlaupunum og því með, að minn hestur hafði unnið með fullan mann á bakinu. Ég stakk peningunum í jakkavasa minn og spurði hann um leið, hve mikið það væri. Hann hló og sagði mér að geta upp á því. Ég þuklaði á hrúgunni og treysti mér ekki til að gizka á það. Þrjátíu pund? O, það vantar lítið upp á fimmtíu. Þú hafðir sem næst níutíu og níu gegn einum. Ertu ánægður? Viktoría leit líka á mig með forvitnissvip og sagði: Hann bros ir ekki einu sinni. Ég hafði verið að hugsa og komizt að þeirri niðurstöðu, að þessir peningar gætu komið í góðar þarfir. Ég ætlaði að finna Jane og það gæti ég ekki gert með því að sitja um kyrrt í hót- elherbergi, eða með því að aka af stað frá Salisbury í býtið næsta morgun, eins og ég hafði ætlað mér. Ég spurði Harry: Hvaða drykkjustofu fara flestir í að loknum hlaupunum? Harry var fljótur að svara. Það er nú heimakráin hjá flestum. Komdu heim með okkur. Ég hristi höfuðið. Ekki fyndi ég Jane þar. Nei, svaraði ég, það geri ég ekki þegar ég er ný- búinn að eignast fimmtíu pund fyrir ekki neitt. Nei, við skulum fá okkur eitthvað við þorstanum núna, svo dubbið þið ykkur upp og komið svo út að borða með mér.. Hvað segið þið við því? Viktoría sagði brosandi: Ég get lesið þig eins og bók, Ted. Ætlið þið þá að koma? Harry leit á konu sína, og hún sagði: Með einu skilyrði. Já, segðu bara til. Að þú viljir segja okkur um þessa Jane þína í kvöld. Ég hikaði ekki pema andartak. Gott og vel! Og ekkert draga undan? Ekki hætis hót, vertu viss. Hún brosti til Harrys. Þá skulum við borða með honum, er það ekki? Við fengum okkur ofurlitla hressingu í skenkistofunni í gisti húsinu mínu og komum okkur saman um að hittast þar aftur klukkan átta. Harry og Viktoría fóru svo heim til sín og ég upp í herbergið mitt, og meðan var að renna í baðið, hringdi ég í ,,Bláa Salinn“ og pantaði borð fyrir kvöldverðinn. Ég hafði nægan tíma til að eyða í ekki neitt — alltof mik- inn. Ekki vildi ég fara niður og drekka of mikið áður en hjónin kæmu. Það er nú kannske aum- ingjaskapur en ég hef aldrei getað haldið út að hanga á stað þar sem vínveitingar eru, án þess að fá mér eitthvað að drekka, og reyndar hef ég heldur ekki getað setið tímunum saman með glas X Xr * GEISLI GEIMFARI >f X- Vísindaráðstefnan hefst í sýning- arhöllinni..... — Verið velkomnir kæru félagar. Ég er stendur ætla að doktor Hjalti og með læknaráði nS starfa sem jarðar. Ég sýna ykkur tæki, sem á eft- ir að hafa gjörbreytingar í för me» sér .... Þetta er Raf-heila-myndsjá, merk framför á sviði meðferðar og lækninga sálrænna sjúkdóma. fyrir framan mig, til þess eins að horfa á sinn í því bráðna. Ég lá svo í baðinu og rifjaði upp endurminningar mínar um Jane. Það var auðvelt, því að lengi hafði ég stillti mig um að láta slíkar hugsanir ná valdi á mér, svo að þær voru eins og geymdar í sjóði og reiðubúnar, hvenær sem ég vildi opna fyrir þeim.. Það kólnaði í baðinu, svo að ég lét dálítið meira heitt vatn renna í það, og það ofmikið, því að það var eins og mér yrði ó- glatt af því, svo að ég stóð upp, þurrkaði mig og klæddi. Skyldi það hafa verið heita vatnið eða hugaræsingurinn, sem hafði vald ið mér svima og aukið hjart- sláttinn? Ég var í engum vafa um, að ég mundi finna hana, og að vissu leyti gat verið vit í þvi, þar sem Salisbury er svo lítill bær, svo að fyrr eða seinna hlaut maður að hitta hvern, sem maður þekkti, á einum eða öðrum stað þar. En það var samt of mikil bjartsýni að halda, að ég mundi finna hana þetta sama kvöld, því að auðvitað var ekki sagt, að hún mundi borða á veitinga- stað. Hún gat eins orðið heima hjá sér, hvar sem nú það kynni að vera, og eins gæti hún farið í einkaboð eða þó í kvikmynda- hús. Ég hafði ekki munað að fara mér nógu hægt að öllu og nú var enn langur tími til stefnu, þegar ég hafði lokið við að klæða mig. En ég gat bara ekki kúrt í þessu herbergi mínu og stikað fram og aftur um gólfið, reykjandi og horfandi á úrið mitt, aðra hverja mínútu. Ég reyndi að hafa vald á þessari óþreyju minni, svo að ég settist niður og greip dag- blaðið frá því um morguninn. En þá datt mér í hug, að meðan ég sæti þama gæti Jane hæglega komið inn í drykkjustofuna, beint fyrir neðan mig, og svo farið aftur meðan ég var að glugga í fréttirnar í blaðinu... .■ Ég hljóp því upp og komst loks niður í barinn og tróð mér þar inn í þvöguna við skenki- borðið. Þar var ferföld röð fyrir framan, flest karlmenn, sem biðu eftir glasinu sínu úr hendi þjóns ins, sem sá ekki út úr annrík- inu, og svo voru einir tveir hóp- ar, sem tróðust að og gerðu allt ennþá erfiðara. en rétt í því bili, sem ég kom áð, renndi maður úr flughernum sér niður af stóln um við borðsendann, svo að ég fékk sætið hans og gat nú séð eftir endilangri röðinni við skenkiborðið. RACNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður Löj.. æði -orf og eignaumsýsla Vonarstræti 4. VR-húsið SHUtvarpiö Laugarðagur 23. Júnl 8:00 Morgunútvarp (Bæn — Tónlellc ar — 8:30 Fré^ttir — 8:35 Tón- leikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Baugardagslögin —• (15:00 Frétt ir). 15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson) 16:00 Framhald laugardagslaganna. 16:30 Veðurfregnir — Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægur* lögin. t7:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: — Herdís Steingrímsdóttir frá Ak* ureyri velur sér hljómplötur, 18:00 Söngvar í léttum tón. 18:55 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 „Brosandi land**: Anneliese Rot« henberger og Heinz Hopp« syngja lagasyrpu úr óperettu Lehárs við undirleik hljómsveit ar. 20:10 „Konan með hundinn*4, síðari hluti smásögu eftir Anton Tje« kov í þýðingu Kristjáns Albert* sonar (Gestur Pálsson leikari). 20:30 Lúðrasveit Heykjavíkur 40 áraf Frá afmælistónleikunum í Há* skólabíói 5. þ.m. Stjórnandlf Páll Pampichler Pálsson. Gunn ar Guðmundsson kynnir lögin og lúðrasveitina. \ 21:30 Leikrit: „Enginn venjulegur þjónn" eftir Fernand Millaud, i þýðingu Óskars Ingimarssonar. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.