Morgunblaðið - 23.06.1962, Page 24
Fféttasimar Mbl
— eftir lokun —
Erlendar Iréttir: 2-24-85
Innlendar tréttir: 2-24-84
Skógrœkt
Sjá blaðsíðu 13.
Tröllafoss losar
• •
í Orfirisey
1 GÆK gerðist þap5 að Tröllafoss
lagðist að Grandabryggju í Örfis
ey, sem í daglegu tali er nefnd
togarabryggjan, losaði þar mikið
af járni og öðrum vörum. Mikil
þrensgli eru í Reykjavíkurhöfn
en vöruflutningaskipum hefur
yfirleitt ekki verið leyft að losa
við þessa bryggju. Stóð til um
tíma að senda yrði Tröllafoss til
Hafnarfjarðar en í góðri sam-
vinnu við Valgeir Björnsson hafn
arstjóra og Einar Thoroddsen
yfirhafnsögumann tókst að fá því
framgengt að skipið yrði affermt
við Grandabryggju. Er þar mik-
ið og gott athafnapláss, og hefur
Eimskipafélag íslands mikinn
áhuga á því að geta losað þar
skip sin, enda þaðan stutt í Örfis
ey, þar sem hægt væri að geyma
vörur þær. sem með skipum fé-
lagsins koma. — Fyrir um mán-
uði varð Eimskip að senda
tvö skip til affermingar í Hafnar-
firði, leiguskipið Laxá og Detti-
foss, en slíkir flutningar eru
mjög óhagstæðir fyrir félagið.
Hefur það lengi verið áhugamál
félagsins að fá athafnapláss á
þessum slóðum og’aðstöðu í örfis
ey til að firra þrengslum og vand
ræðum í höfninni. Með því móti
mætti loka svæðið af, eins og tíðk
ast erlendis, og bæta stórum um-
ferðina í bænum. Færi varan þá
beint úr skipunum út í eyna, og
væri þar þangað til móttakandi
sækti hana, en eins og málum er
nú háttað verður að aka vörunni
frá höfninni inn í Borgarskála.
— Meðal þess varnings sem
Tröllafoss losar nú eru um 2000
tonn af járni, mikið af bílum,
timbri o. fl.
Ekkert
samkomu-
lag
FULLTRÚAR útgerðarmanna
og sjómanna sátu á fundi með
sáttasemjara í gærkvöldi og
nótt. Er. Mbl. fór í prentun í
nótt hafði ekkert samkomu-
lag orðið.
Vísaði frá
forráð
um
á
tillögu
biskups
Skálholtsstað
Á MIÐVIKUDAG féllu fundir
Prestastefnunnar niður, því þá
var fundur Prestafélags íslands
haldinn á f>ingvöllum. Fundir
hófust aftur á fimmtudag flutti
erindi biskup Kaupmannahafn-
ar, dr. Westergaard-Madsen og
sagði frá mannúðarstarfsemi
danskra safnaða, mjög fróðlegt
erindi, sem gaf tilefni til nokk-
VR og vinnu-
veitendur semja
I GÆRMORGUN voru undirrit-
aðir samningar milli Verzlunar-
félags Reykjavíkur og vinnuveit-
enda. Voru samningarnir sam-
þykktir á félagsfundi V.R. í gær
kvöldi. Samkvæmt samningun-
um hækha allir launaflokkar
A'erzlunarmanna um 9% frá og
með 1. júní sl. Þá náðist sam-
komulag um ákvæði er varða líf
eyrissjóði verzlunarmanna, sem
tryggja hagsmuni launþega gagn
vart lífeyiissjóðunum. Þá varð
samkomulag um að hefja við-
ræður um breytingar á flokka-
skipan samningsins og skulu
þær hefjast eigi síðar en 15. sept
ember nk Samningurinn gildir
til 15. nóvember 1962.
Fleiri dauðaslys
í Noregi
OSLO, 2. júlí (NTB) — 74 hafa
látið lífið, 472 slasast alvarlega
og 580 orðið fyrir minniháttar
meiðslum í umferðarslysum í
Noregi á fyrsta fjórðungi þessa
órs. Á sama tíma'bili í fyrra dóu
55, 523 slösuðust illa oe 551 hlaut
yægari meiðsli.
urra umræðna og samanburðar.
Eftir hádegi hélt áfram um-
ræðum um aðalmál prestastefn-
unnar, kristna lýðmenntun. Um
kvöldið flutti sr. Jón Bjarman er
indi og sagði frá reynslu sinni
sem prestur í Vesturheimi.
Á föstudagsmorgun hélt söng-
málastjóri Þjóðkirkjunnar dr.
Róbert A. Ottósson, erindi. Og
síðan voru almennar umræður
um aðalmál þingsins, sem lauk
með ályktun og kosin nefnd til
að vinna að undirbúingi og
framgangi lýðskólamálsins. Að
lokum voru umræður um önnur
mál. Kom þar til álita tillaga um
það, að biskup fengi húsbónda-
vald á Skálholtsstað, enda væri
þá stefnt að því að Skálholt yrði
biskupssetur að nýju. Þessari til-
lögu vísaði prestastefnan frá.
í gærkvöldi sátu prestar boð
biskups á heimili hans.
Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl., ÓI. K. M., af Reykjavíkurhöfn í gær. Sýnir hún síldarbáta,
sem bíða þess að geta lagt úr höfn og haldið norður.
Ægir fann mikla síld
norður af Rauðumípum
IMorðmenn hafa fengið 66 þús.
mál síðan aðfararnótt þriðjudags
MBL. átti í gærkvöldi tal viff
Jakob Jakobsson, fiskifræðing,
um borð í Ægi fyrir Norðurlandi.
Var Ægir þá á leið til Siglu-
fjarðar, en þar hefst í dag
tveggja daga ráðstefna fiskifræff-
inga af Ægi, Johan Hjort og
rússnesku ranmsóknaskipi. Jak-
ob sagffi aff á afffaranótt fimmtu-
dags hefði veriff uppgripaafli af
síld hjá Norðmönnum, og reyt-
ingsafli aðfaranótt föstudags.
Gríðarlega mikið magn síldar
væri 60—70 mílur út af Þistil-
firffi og austanverðri Melrakka-
sléttu, en þaff hfffi háff veiffun-
um, þegar afffaranótt fimmtu-
dags væri fráskilin, aff torfumar
hefffu staffið djúpt mestan hluta
sólarhringsins. Jakob sagffi aff
Norffmenn hefðu fengiff um
66.000 mál síldar siffan þeir hófu
veiffar afffaranótt þriðjudags.
Jakob sagði að um nóttina
hefðu komið fjórir íslenzkir bát-
ar á síldarmiðin, og væru nú
orðnir 6—7. Veiðamar hefðu
gengið illa hjá þeim, þar eð síld-
in hefði staðið djúpt. íslenzku
bátarnir hefðu kastað mikið en
árangurinn hefði ekki orðið mik-
ill. Þó væri Helgi Helgason bú-
inn að tilkynna 600 tunna afla.
Hinir bátarnir hefðu einnig feng-
ið eitthvað en ekki væri vitað
hve mikið.
Fólk með tauqaveiki-
bróðureinkenni
handfjalli ekki mat fyrr en efdr rannsokn
ENN hafa bætzt við sjúklingar
með taugaveikibróður eða nánar
til tekið svokallaðan musatyfus,
sem er mjög skyldur hinum eigin
lega paratyfus. Ekki er þó erm
vitað um nema 15 sjúklinga, en
nokkrir aðrir eru grunaðir um
að hafa veikina. Borgarlæknir
tjáði blaðinu í gær að enn væri
óvist hvaðan smitið kæmi, en
rannsóknum væri stöðugt haldið
áfram.
Veikin lýsir sér, eins og áður
hefur verið sagt, í uppköstum,
niðurgangi, hita og magaverkj-
um, og sagði borgarlæknir að á-
stæða væri til að brýna fyrir
fólki, sem nýlega hefur haft fram
angreind einkenni, að þeir mega
ekki fást við meðferð eða dreif-
ingu matvæla eða annarra
neyzluvara fyrr en rannsókn hef
urleitt í ljós, að af þeim stafi
engin smitunarhætta. Getur fólk
látið heimilislækni sinn taka
nauðsynleg sýnishorn og komið
þeim í viðhl.tandi rannsókn.
Sérstaka nauðsyn ber einnig
til að allir viðhafi sérstakt hrein
læti í meðferð neyzluvara, sjóði
vel mat eftir því sem við á
og þvoi hendur sinar alltaf fyrir
mat og skilyrðislaust eftir notk-
un salernis.
Jakob sagði að undanfama daga
hefðu rannsóknarskipin skipt
með sér verkum. Johan Hjort
hefði fylgt göngunni sem um
ræðir eftir og samkvæmt athug-
unum hans hefði síldin í fyrsta
sinn komið út úr kalda sjónum
norðan íslands inn í hlýrri sjó
aðfaranótt fimmtudags. Mesta
veiðisvæðið hefði aðeins þokast
í austurátt.
Ægir hefur rannsakað vestur-
og miðsvæðið sagði Jakob, Engax
stórar torfur fundust á vestur-
svæðinu og ekki heldur á
Kolbeinseyjarsvæðinu. Hinsveg-
ar hefði fundizt talsvert af smá-
torfum fyrir norðan straummörk
in norður af Kolbeinsey.
Jakob sagði að í gærkvöldi
hefði Ægir orðið var við mikið
síldarmagn 50—60 mílua: norður
af Rauðunúpum.
Jónsmessubál
og dans í Árbæ
I KVÖLD verffur haldin Jóns-
messuvaka aff Árbæ. Sérstakar
aukaferðir strætisvagna verða
frá Kalkofnsvegi kl. 8 og kl. 10
í kvöld. Gömlu húsin verða op-
in almenningi frá kl. 8—11. —
Ýmislegt verffur til skemmtun-
ar. Lúðrasveit leikur og dansað
verður á palli.
Þá leikur Lúðrasveitin Svan-
ur, undir stjórn Jóns G. Þór-
arinssonar, frá kl. 9—10. Kl.
10 hefst svo dans á palli, dans-
aðir verða gömlu dansarnir, en
harmoninkuhljómsveit Garðars
Jóhannessonar leikur.
Það skal tekið fram, að
hliðunum að svæðinu verður
lokað kl. 11, en dansinn stend-
ur til miðnættis.
Ferðir til baka verða kl. 11
og kl. 12, en Lækjarbotnavagn
verður á ferðinni um klukku-
stund síðar.
Veitingár verða framreiddar,
kaffi og annað, í Dillonshúsi.
Árbæjarsafnið hefur nú ver-
ið opnað, og verður opið um
helgar í sumar milli kl. 2 og 6.
Skólasýmngin
opin á sunnudag
SKÓLASÝNINGIN í Miðbæjar-
skólanum verður opin á sunnu-
dag frá kluikkan 2—10 e.h. Sýn-
ingunni var lokað s.l. miðviku-
dag og höfðu þá 14,000 manns
séð hana. Vegna fjölda fyrir-
spurna og áskorana verður sýn-
ingin opin einn dag í viðbót, á
sunnudag.
Þá daga verða aukaferðir frá
Lækjarorgi kl. 2, 3 og 4, og er
það Sogamýrar- og Rafstöðvar-
vagn, sem flytur gesti, allt að
Árbæ. Auk þess geta gestir
komizt í safnið með Lækjar-
botnavagni.
Fékk 800 tunnur
sildar við Ey jar
Vestmannaeyjum 22. júní.
HINGAÐ kom í dag Reynir með
800 tunnur síldar, sem hann
fékk á heimamiðum. Fór síldin
í bræðslu. Reynir er eini bátur-
inn, sem reynt hefur við síld á
heimamiðum að undanförnu. Þrír
bátar eru farnir héðan til sild-
veiða fyrir norðan, Helgi Helga
son, Kristbjörg og Hringver.
Mikill áhugi fyrir
Eiríksjökulsferð
MIKILL áhugi er fyrir Jóns-
messuferð Ferðafélags íslands á
Eiríksjökul. Um miðjan dag í
gær höfðu 50 manns látið skrá
sig í ferðina. Verður ekið inn
fyrir Strút í Torfabæli og geng-
ið á jökulinn á Jónsmessunótt.
Auk þeirra sem hugsa sér að
fara á Eiríksjökul, hefur tals-
verður hópur látið skrá sig í
ferðirnar í Landmannalaugar og
í Þórsmöi-k um heltfino