Morgunblaðið - 27.06.1962, Page 1

Morgunblaðið - 27.06.1962, Page 1
24 síckir Fugiahópur skellur á fiugvél viö Sauðárkrók AKUREYRI, 26. júní. , Kl. 16.30 í dag var flugvélin Gunnfaxi kominn til Sauðár króks og hafði innanborðs venju lega áhöfn ásamt 8 farþegum. Nokkur stormur var og dimm- viðri. Hugðist flugstjórinn, Ingi xnar Sveinbjörnsson, fljúga einn hring yfir flugvellinum, til þess að athuga nánar iendingarskil- yrði, áður en hann lenti. Er hann flaug lágt yfir flugbrautina, varð hann var við stóran fuglahóp, sem flaug beint í stefnu fyrir flugvélina. Skall fuglahópurinn á vélinni framanverðri og olii þar ýmsum spjöllum. Flugvélia hættj við lendingu og flaug áleið Tekur Gogarin við embætti Molotovs ? Gagarín major A.LLT þykir benda til þess að Rússar séu að reyna að gera fyrsta geimfara sinn, Gagarín major, að diplomat. Fyrst komu þeir honum inn á svið stjórnmálanna með því að kjósa hann í Æðstaráðið og nú er haft eftir áreiðanlegum heimildum, að þeir ætli að skipa hann í embæti yfir- manns sendinefndar Sovétríkj anna hjá Alþjóða kjarnorku- málanefndinni í Vín. Sem kunnugt er hafði Molotov fyrrv. utanríkisráð- herra þetta embætti með hönd um þar til hann féll í ónáð og var kallaður heim í janúar s.L Frá þeim tíma hefur óþekkt ur ritari gengt embættinu. Rússar hafa þegar rætt við sendinefndir Indverja og Breta hjá Alþjóða kjarnorku- orkumálastofnuninni um það að Gagarín taki við embætt- inu en fulltrúar þeirra létu ekki í ljós neina ánægju með fyrirætlunina. Indverjar sögðust álíta að eitthvað lægi á bak við þetta, en Bretar spurðu aðeins hvað Gagarín héldi að hann vissi um nevtrónur og ísótópa. Rússar létu þessar slæmu undirtektir ekki á sig fá og ætla nú að hefja viðræður um málið við fulltrúa annarra þjóða, sem sæti eiga í nefnd- inni. is til Akureyrar. Lenti hún þar 35 min. síðar. Fréttamaður blaðsins náði tali af Ingimar og bað hann lýsa tildrögum þessa atburðar. „Eg sá allt í einu stóran fuglahóp", segir Ingimar, „þegar ég var kominn inn yfir völlinn. Var Ihann framan við vélina. Eg Framh. á bls. 23 Ekki afstaða stjórnarinnar VIENTIANE, 26. júní (NTB) — Leiðtogi (hægrisinna, Fhoumi Nosavan, varaforsætisráðherra, lýsti því ytfir á þriðjudag, að sarn steypustjórn landsins, stæði ökki að fordæmingunni á dvöl bandarískra hersveita í Thai- landi. Sagði Nosavan, að hinn vinstri sinnaði upplýsingamála- ráðherra stjórnarinnar, Phoumi Vong Cidhit, hefði viðhaft þessi ummæli sem sín eigin á blaða- mannafundi sl. sunnudag. Salan ákærður a ny RAOUL SALAN, fyrrum heis- 'höfðingja og yfirmanni OAS- hreyfingarinnar, var í dag til— kynnt um nýja málshöfðun gegn honum — er leitt gæti til dauða refsingar. Er hann sakaður um afbrot framin í fangelsinu, en þau eru fólgin í bréflegum fyrir mælum, er hann gaf þaðan til OAS-hreyfingarinnar. Ek'ki hefur verið ákveðið hvenær mál Salans verður tekið upp á ný fyrir dómstóli, en Salan hefur tilkynnt, að hann vilji hafa sömu verjendur og áður. Á annarri mvndinni sést Halldór Kristinsson, glerslíp- unarmaður á Akureyri, halda á brotnu rúðunum úr Gunn-; faxa. Sú stærri var beint fyrir framan andlit aðstoðar- flugmannsins, en sú minni var aðeins til vinstri við andlit flugstjórans. Á hinni myndinni halda þeir Ingimar K. Sveinbjörns son, flugstjóri (til hægri) og Stefán Gunnarsson, að- stoðarfiugmaður (til vinstri) á fuglahræjum, sem þeir fundu í flugvélinni, eftir að fuglahópurinn rakst á hana. Lengst til vinstri sést á Henning Finnbogason, vél- stjóra. (Ljósm.: St. E. Sig.). AlSir dæmdir í ollumáliaiu: Haukur Hvannberg dæmdur í 4 ára fangelsi og endurgreiöslu 7,2 millj kr. Aörir dœmdir i sektir frá 40-250 þús. kr. í GÆR féll dómur í olíumálinu svonefnda. Var Haukur Hvannberg dæmdur í 4 ára fangelsi, gert að endurgreiða Hinu íslenzka steinolíuhlutafélagi jafnvirði 7,213,474,50 kr. og greiða í málsvarnarlaun kr. 65 þús. Jóhann Gunnar Stefánsson var dæmdur í 250 þús. kr. sekt. Aðrir stjómar- menn voru dæmdir til greiðslu 40—100 þús. kr. sektar. Allir hinir ákærðu voru dæmdir samkvæmt öllum ákæru- atriðum og birtast þau í heild á eftir dómsorðum-. Af þeim, sem dómfelldir hafa verið, hafa þessir óskað áfrýjunar: Jóhann Gunnar Stefánsson, Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, Ástþór Matthíasson, Jakob Frimannsson, Karvel Ögmundsson og Vilhjálmur Þór. Dómsorð voru svohljóðandi: Ákærður Haukur Hvannberg, sæti fangelsi 4 ár. Ákærður Jóhann Gunnar Stefánsson, greiði kr. 250.000.00 í sekt til ríkissjóðs og komi varðhald 12 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birt- ingu dóms þessa. Ákærðir Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, Ástþór Matthíasson, Jakob Frímanns- son og Karvel Ögmundsson, greiði hver um sig kr. 100.000.- 00 í sekt til ríkissjóðs og komi varðhald 7 mánuði í stað hverr ar sektar, verði sektirnar eigi greiddar innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærður Vilhjálmur Þór, greiði kr. 40.000.00 í sekt til ríkissjóðs og komi varðhald 3 mánuði í stað sektarinnar, verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Stjórn Olíufélagsins hf. greiði f. h. félagsins kr. 29.240.00 í ríkissjóð, ásamt 7% ársvöxtum frá 16. desember 1958 til greiðsludags. Stjórn Hins íslenzka stein- olíuhlutafélags greiði f. h. fé- lagsins kr. 251.586.00 í ríkis- sjóð, ásamt 7% ársvöxtum frá 16. desember 1958 til greiðslu- dags. Ákærður Haukur Hvannberg greiði Hinu íslenzka steinolíu- hlutafélagi $135.627.29, kr. 51.- 933.42 og £11.079.-11-08, ásamt 7% ársvöxtum frá 9. marz 1962 til greiðsludags. Ákærður Haukur Hvannberg greiði skipuðum verjanda sín- um, Benedikt Sigurjónssyni, hrl., málsvarnarlaun, að fjár- hæð kr. 65.000.00. Ákærðir Jóhann Gunnar Stefánsson, Helgi Þorsteinsson, Skúli Thorarensen, Ástþór Matt híasson, Jakob Frímannsson og Karlvel ögmundsson greiði in solidum málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Guðmundar Ásmundssonar, hrl., að fjárhæð kr. 55.000.00. Ákærður Vilhjálmur Þór nMa Grein um Taugaveiki bróður og Músatauga veiki er á bls. 17 greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveinbjarnar Jón.ssonar, hr., að fjárhæð kr. 25.000.00. Ákærðir greiði einnig annan kostnað af sökinni, þar með talin málsóknarlaun skipaðs sækjanda, Ragnars Jónssonar, hrl., að fjárhæð kr. 80.000.00, Framh. á bls. 23 Ódæðisverk gyð- ingahatara í Argentínu BUENOS AIRES, 25. júní (Nl'B) — 19 ára gamall kvenstúdent, Graciela Norcisa Sirota, var fyr ir skömmu nuimin brott og pynt uð af ofstækisfullum gyðinga- höturum. Hetfur __ Jose Maria Guido, Argentínuforseta, verið send umkvörtun vegna þessa og mælst til þess að hann sjái um að gerðar verði ráðstafanir til að ihindra slíkt framvegis, en eftir aftöku Adoltfs Eiohmanns hafa nokkur brögð verið að því, að ofstækismenn hefðu sig í frammi gagnvart gyðingum. Meðal ódæðisverka, sem gyð- ingahatamrnir frömdu á stúlk- unni var það, að þeir ristu haka kross á brjóst henni og brenndu líkama hennar með því að drepa 1 vindlingum á henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.