Morgunblaðið - 27.06.1962, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.06.1962, Qupperneq 13
Miðvikudagur 27. júní 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 íslenzk sjónvarpsstöð, 100 þús. manna kostar Samtal við Vilhjdlm ÚTVARPSSTJÓRI, Vil- hjálmur Þ. Gíslason, hefur nýlega setið fund í Evrópu- sambandi útvarpsstöðva, E. B. U., þar sem m. a. var mikið rætt um sjónvarp. — Morgunblaðið hefur því spurt útvarpsstjóra ýmis- legs um þessi mál. — Um hvað er fjallað á þess- um fundum? — Hvað eina sem varðar út- varp og sjónvarp, en sjónvarps málin hafa verið fyrirferðar- mest upp á síðkastið og mikill fjöldi tætknilegra og lögfrseði- legra vandamála ekki sízt. Á þessum fundi hóf belgíski út- varpsstjórinn máls á nauðsyn þess að taka útvarpsmiálin sér staklega fyrir á ný, því að út- varpið ætti enn sínu mikla og sérstaka hlutvenki að gegna t.d. um tónlistarflutning. Sam- foandið hefur annars starfandi, í Geneve og Brussel, tsekni- lög- fræði- og dagskrárnefndir. Það hefur nú nýlega látið fara fram, fyrir frumkvæði ítalska útvarps stjórans, Rodino, mikla allsherj- arrannsókn um víða veröld, á möguleikum og hlutverki út- varps og sjónvarps í skóla- og fræðslumálum. Sambandið rek- ur Eurovisonina, sem er Evrópu samvinna um sjónvarpsdagskrór. Ég held að í bandalaginu séu 26 lönd og 18 bandalagslönd í öðrum heimsálfum. — Hver er formaður í þessu sambandi? — Sænski útvarpsstjórinn, Rydbeek, og var nú endurkosinn. Allir norrænu útvarpsstjórarnir koma svo hingað á fund næstu daga. ■— Var rætt um gerfihnett- ina? — Já EBU hefur undirbúið slíkar tilraunir og dagskrá og byrja tæknitilraunir máske í næsta mánuði, og verður haldið áfram í sumar og til 19'70 eða svo. Þetta á sjálfsagt langt í land til hagnýtra framkvæmda, en er af mörgum talið það sem koma skal. — Verður t.d. hægt að sjón- varpa svona frá næstu Olympíu leikum í Tokyo? — J apanski útvarpsstjórinn kom á fundinn til að ræða þetta m.a., það er ekki hægt til Evrópu, eins og tækni er nú hátt að. En miklar tilraunir eru og verða gerðar til lausnar á Olym- piu útvarpi og sjónvarpi. RíkisútvarpiS undirbýr sjónvarp. — Já, það er eðlilegt. Sjón- varp er nú þegar orðið hinn mesti og merkilegasti liður í fjar tídftum heimsins og á þó sjálf- sagt fyrir sér ennþá meiri og betri framtíð. Svo eru fslending- ar orðnir eina þjóðin á Norður- löndum, sem ekki hefur sjón- varp, þó að fleiri lönd annars- staðar séu enn sjónvarpslaus. — Er útvarp og sjónvarp sam- pkonar starfsemi eða rekin af sömu aðilum? —- Já, að jafnaði. Sjónvarp er samkvæmt alþjóðlegum fjar- skiptareglum hluti af útvarpi. Hér hafa stjórnarvöld því einnig úrskurðað að sjónvarp heyri und ir Ríkisútvarpið. — Hefur Rikisútvarpið gert nokkrar ráðstafanir í sambandi við það? — Já, útvarpið hér hefur all- lengi undanfarið unnið að rann- sókn á möguleikum íslenzks sjón varps. Það hefur fylgzt með þró- un þessara mála erlendis og helztu nýjungum, til þess að vera Þ. Gíslason útvarpstj viðbúið. Ríkisútvarpið hafði hug á því að koma upp sjónvarpi í sambandi við 26 ára afmæli sitt fyrir nokkrum árum og gerði þá undirbúningstillögur um það, en þeim fékkst ekki framgengt. í fyrra fókk það hingað ágætan erlendan sérfræðing, belgíu- mann sem er yfirverkfræðingur hjá Sambandi útvarpsstöðva í Evrópu, G. Hansen. Hann kynnti sér málin nákvæmlega og sendi mér nákvæma skýrsiu. Við for- maður útvarpsráðs gerðum svo ákveðnar tillögur um fram- kvæmdir. — Hvað er um þær? — Þær eru hjá Stjórnarráði og útvarpsráði. — Út á hvað ganga þær tillög ur? — Að koma upp góðri sjón- varpsstöð í Reykjavik og nái I hún um Suður- og Suðvestur- land. — Hvað mundu.margir lands- menn geta notið slíkrar stöðvar? — Um eða yfir 100 þúsund manns. Gert er ráð fyrir að not- endatalan aukist úr 500 í 13000 á 5 árurn. — Hvað kostar svona sjón- varpsstöð? — 10 til 12 milljónir króna, vönduð stöð. Er gert ráð fyrir því að nota megi loftnestssteng- urnar á Vatnsendahæð og hús- næði útvarpsins þar fyrir sendi- stöðina. En ný stúdíó þarf annars staðar í bænum, ekki mjög stór fyrst. Nokkru af tækjakaupum má, ef þarf skipta á fleiri ár. Annars er gert ráð fyrir að sjón varpið verði gott þegar í upp- hafi, eins fullkomið og það get- ur verið á þeim framkvæmdar- tíma, sem áætlunin nær yfir. — Þarf margt fólk til að reka svoná sjónvarpsstöð? — Belgíski verkfræðingurinn áætlar 20 manna starfslið. Ýmis- legur sparnaður verður af tengslunum við útvarpið, við dagleg störf stjórn og skrifstofu- hald og eitthvað af útvarps- mönnum mundu, vegna dagskrár og tækjiireynslu sinnar, færast til sjónvarpsins. Sú er allsstaðar reynslan. Skorturinn á æfðum tækni- og dagskrármöfinum sjón varps er nú höfuðvandi. — Ég er ekki viss um að menn hafi almennt gert sér grein fyrir þvi, hvað útvarpið hefur þegar gert til að undirbúa sjónvarpið. Hafið þið kannske líka undir- búið dagskrárstarfið? — Já, að því leyti að við höf- um líka reynt að gera obkur fulla grein fyrir dagskrárinögu leikum og dagskrárkostnaði. Margir ókunnugir halda að stofn kostnaður stöðvarinnar sé erfið- astur, síðan geti allt fallið í ljúfa löð. Þetta er misskilnin-gur. Mesti kostnaðurinn verður af dag- skránni, og svo auðvitað fjár- festing þjóðfélagsins í innflutn- ingi viðtækjanna. 2 sjónvarpsstundir á dag. — Eru sjónvarpsdagskrár dyr ar? — Auðvitað misjafnlega. Marg ar mjög dýrar, þegar miklu er útvarpað og miklar kröfur gerð- ar, eins og oft er, þó að ekki sé um að ræða það, sem hér mundu vera kallaðar menningarmiklar dagskrár."Það eru ekki einlægt þær, sem dýrastar eru. En það er rétt að menn geri sér glögga grein fyrir eðli dagskránna og kostsaði af mismunindi lcröfum. Margar sjónvarpsstöðvar stynja undir ýmsum dagskrárkostnaði og hafa komið á samivinnu sín í milli til að draga úr og dreifa kostnaði. Fyrir stúdíósjónvarp þarf að jafnaði að byggja heil sem nær fil 1-2 milij. kr. og fulikomin leiksvið fyrir hvert einstakt atriði, sem sýnt er og oft að skipta ótt og títt. Stórar sjónvarpsstöðvar þurfa mikil stúdíó og gífurlegár skemmur fyrir útbúnað sinn, oft miklu stærri en stór leikhús. Ég hef átt kost á að skoða þetta og fylgjast með dagskrárgerðum sjónvarps bæði í Evrópu og Ameríku og m.a. skoðað ná- kvæmlega stöðvar, sem verið var Vilhjálmur Þ. Gíslason að koma á fót. — Hvernig hugsið þið ykkur að leysa þessi mál hér? Við gerum ráð fyrir ca. 700 til 1000 stunda sjónvarpi á ári, eða um tveimur stundum á dag til jafnaðar. Dagskrárkostnaður var áætlaður fyrst 6 og síðan 10 milljón kr. á ári. Það er lágt á hverja sjónvarpsstund miðað /ið ýmsar stórstöðvar næst okkur. Ég hef líka verið hræddur um að þetta yrði of lágt, þó að það aldrei nema sé rétt reiknað. — en menn eiga að þekkja sína heimamenn Og þeirra kröfur. Það er annars mjög góð dagskrá sem ráðgerð er og íáanleg fyrir þetta fé, það er einmitt lögð á- herzla á það, að dagskráin sé vönduð alveg frá upphafi. En þetta er dagskrá, byggð á ákveðn um grundvallaratriðum og tækni, sem hér er viðráðanleg og við okar hæfi. Einmitt nú upp á síð- kastið er víða lögð vaxandi á- herzla á litlar stöðvar og ekki mjög langdrægar, sem þó geta flutt ágætar dagskrár, eins og okkur mundi henta. Fréttir — erindi — samtöl. — Er hægt að segja í einstök um atriðum, hvernig svona sjón varpsdagskrá yrði? — í grundvallaratriðum, en svo er eftir að fylla út í um- gerðina. Ríkisútvarpið mundi sjálft hafa sjónvarpsstúdíó fyrir takmarkaðar upþtökur. Það mundu ekki vera umfangsmikl- ar samfelldar dagskrár eða stór leikrit með fjölda af mismun- andi „senum“, en fréttaútvarp og fréttaaukar, flutt lifandi með kortum og myndum, erindi, við töl, heimsóknir og ýmislegt þess háttar. Svo mundi sjónvarpið fljótlega fá sér aðstöðu til upp- töku úti við, af atburðum, jafn- óðum og þeir gerast, af ferðum, landslagi, stofnunum, menningu og atvinnuvegum. — Þetta sýnist nú vera nokk- uð, fyllir þetta dagskrána? — Nei, það er einmitt grund- völlur dagskrárinnar, að hún verður byggð upp af samruna innlends lifandi efnis og erlends efnis, sem fæst í samvinnu við útlendar sjónvarpsstöðvar. ■— Filmur? — Einmitt. Glænýjar frétta- - myndir, fræðslumyndir og skemmtimyndir — allt með ís- lenzku tali. — Talað inn hér? — Já, útvarpið hefur þegar upplýsingar um og lausleg til- boð í tæki til að tala íslenzkan texta inn á erlendar filmur eða setja íslenzkt letur í þær. — Þér gerið þá ráð fyrir að sjónvarpið verði íslenzkt undir eins. Alíslenzkt. Hinsvegar er gildi útvarpsins og sjónvarps einnig í því fólgið, að þau eru öðrum þræði alþjóðleg í eðli sínu, geta fljótar og betur en nokkur önn- ur tæki brúað mikil djúp og gert fjarlægðir að engu. Menn og atburðir umheimsins koma umsvifalaust heim í íslenzk hús og það er oft garnan að láta menn og málefni líka tala sínu eigin máli í sínu eigin umihverfi, og engin spjöll í því. — Hvað áhrif haldið þér að svona sjónvarpsefni og fréttir hafi á íslenzkar bókmenntir, blöð og leikhús og tónlist? — Skýra útvarpsfréttirnar,, örva blaðafréttirnar. Menn vilja hafa sitt blað og sína bók eftir sem áður, það er margsannað mál, að útvarpið hefur örvað lest ur og fréttaáhuga, þó að í upp- hafi útvarpsins gætti sama ótt- ans við það og við sjónvarpið nú. Sama er um leikhús. Og ekk- ert hefur örvað hér tónlistará- huga og þekkingu eins og út- varpið, í höndum útvarpsins hef ur Sinfóníuhljómsveitin fengið húsfylli í stærsta húsi bæjarins og er loksins rekin hallalaust, en tónleikunum er þó líka útvarp- að. Það er helzt að sjónvarp og kvikmyndahús geti rekizt á, og þurfi tíma til að koma þar á nýju jafnvægi. — Ég heyri að þér gerið ráð fyrir vönduðu íslenzku menn- ingar og skemmtisjónvarpi, en hvað segið þér um þær nokkuð algengu raddir að sjónvarpsdag- skrár séu lélegar. — Ég hef sjálfur ekki átt þess kost að sjá sjónvarp að stað- aldri. Ég efa ekki orð ýmissa merkra manna um það, að þeir hafa séð lélegt sjónvarp. Eg veit, að allskonar mylsnu er hent í óvandaðar sjónvarpsdagskrár eða fyrir fólk, sem vill glundrio og glamrið. Það eru líka gefnar út óvandaðar bætur, slæmar kvikmyndir, lélegar hljómplötur og sorpblöð. Þar fyri^ fordæma menn ekki, eða vilja banna all- ar bókmenntir, alla tónlist eða alla blaðamennsku, sem allt eru hornsteinar hvers menningar- þjóðfélags. En það er óneitanlega eitt af vandamálum lýðræðisins og menningar þess, hvar og hvernig draga skal mörkin í þessum efnum. Ég sé enga á- stæðu til að efa það, að ríkis- útvarpið geti séð fyrir vand- aðri, þjóðlegri og alþjóðlegri sjónvarpsdagskrá innan þeirra marka, sem áætluð eru. Óvissa um fjárhaginn. — Og svo að lokum fjárhags- afkoman? — Hún verður vandamál, þar er áætlunin sú að sjónvarpið beri sig fljótlega á afnotagjöld- um, auglýsingum og tekjum af viðtækjasölu. Útvarpið ber sig án nokkurra opinberra framlaga, og ég vildi helzt að sjónvarpið gerði það líka, en ýmislegt verð ur þar í miklu meiri óvissu en nú er orðið í útvarpinu. Það er t.d. ekkf vitað hvaða áhrif sjónvarp- ið gæti haft á afkomu útvarps- ins, auglýsingar og afnotagjöld. Sú fjárhagsáætlun, sem gerð hef ur verið fyrir sjónvarpið — og ætti að vera nokkuð örugg — er eingöngu miðuð við sjónvarp fyrir Reykjavík og Suður- og suð vesturland og við þá dagskrár- gerð, sem ‘ ég lýsti. Sjónvarp fyrir lengri dagskrá lítur auð- vitað allt öðru visi út og er miklu dýrara. Það er hægt að eyðileggja allar tilraunir og framikvæmdir með því að blanda þessu saman í upphafi, þótt sú komi sjálfsagt tíð að sjónvarp verði um allt land og ný og ó- vænt tækni getur breytt við- horfum seinna meir. Það er sjálf sagt að horfast af raunsæi í augu við erfiðleika, sem koma munu, en líka einarðlega til að leysa úr þeim. Sjónvarpið kemur í fyllingu tímans, hér eins og annarsstaðar, spurningin er hvenær. Nú er um að ræða það raunhæfa úrlausnarefni — hvernig er hægt að byrja sem fyrst, sem ódýrast og sem bezt á íslenzku sjónvarpi, segir Vil- hjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri að lokum. — SBj. AI þý&usambandið mótmælir MORGUNBLAÐINU barst í fyrradag eftirfarandir MIÐSTJÓRN Alþýðusambands fs lands hefur í dag komið saman til fundar og rætt bráðabirgða- lög þau, sem ríkisstjórnin gaf út í gær og tekið afstöðu til þeirra með ályktun þeirri, sem hér með fylgir: „Alþýðusamband íslands mót- mælir harðlega setningu bráða- birgðalaga þeirra, sem út voru gefin að beiðni sjávarútvegsmála ráðherra 24. júní. Með bráðabirgðalögum þessum er samningsréttur sjómanna að engu gerður, og með gerðardóms- ákvæðum luganna komið í veg fyrir, að áframhaldandi samninga viðræður geti nokkurn árangur borið. Undir slíkum kringumstæðum er það því nafnið eitt, að gera ráð fyrir mögultikum til áframhald- andi samninga, þegar gerðardóm- ur hefur verið lögfestur. Hér hefur grundvallarréttur verkalýðssamtak^nna verið brot- inn af ríkisvaldinu, og mun Al- þýðusamband íslands því ekki sjá sér fært að notfæra sér „rétt“ bráðabirgðalaganna til tilnefning ar á einum manni í gerðardóminn að einum þriðja hluta. Samkvæmt nýuppkveðnum dómi Félagsdóms varðandi síld- veiðikjörin er ljóst að á 13 — 14 þýðingarmiklum útgerðarstöðum síldveiðiskipa, eru eldri samning- ar óuppsagðir og því í gildi til 1. maí næsta ár, og taka þeir til nálega % hluta síldveiðiflotans. Skorar Alþýðusambandið á stétt- arfélög þau, sem samningsaðild hafa fyrir sjómenn, að halda fast við þann rétt er þeir samningar veita, að samþykkja ekki skrán- ingu eftir neinum öðrum og lak- ari kjörum. Að lokum fordæmir Alþýðu- sambandið sérstaklega, að bráða birgðalögin eru sett, þegar vitað var, að útgerðarmenn voru al- mennt að senda skipin á veiðar samkvæmt gildandi sjómanna- kjörum og aðgerðir ríkisvaldsins því óþarfar, nema til þess eins að hnekkja samningsbundnum rétti sjómanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.