Morgunblaðið - 01.07.1962, Síða 1

Morgunblaðið - 01.07.1962, Síða 1
24 síðui 19. Avgangur 147. tbl. — Sunnudagur 1. júlí 1962 Prentsmiðja Mergnnblaðsins Alsír iryggt sjálfstæði Algeirsborg, 30. júní. (AF) Á MORGUN (sunnudag) fer fram þjóðaratkvæða- greiðsla í Alsír um framtíð landsins. Um 6 milljón kjós- endur koma þá á 6500 kjör- staði til að svara spurning- unni: Vilt þú að Alsír verði siálfstætt ríki með samvinnu við Frakkland? Eiga kjós- entlur að svara annað hvort „já“ eða „nei“ og telja margir að allt að 99% muni segja „já“. Með þjóðaratkvæðagreiðsl- unni er loks bundinn endir á sjálfstæðisbaráttu Serkja og styrjöld þeirra við Frakka, sem staðið hefur undanfarið 7% ár. — En í styrjöld þessari er talið að 28.000 franskir hermenn og um 140.000 ,Serkir hafi fall- iö. — Serkir hafa unnið ötullega að því að undirbúa kosningarn- ar á morgun. Eins og einn af leiðtogum Serkja komst að orði í dag: „Allt er undirbúið. Allir munu greiða atkvæði. Hvert einasta hús verður gert að kjörstað ef nauðsyn krefur. Á mánudag mun her Þjóð- frelsishreyfingar Serkja halda inn í Algeirsborg. Við munum ganga um göturnar og láta í Ijós gleði okkar. En það verða engar árásir gerðar á evrópska menn. Við munum breiða út faðminn mótl þeim. — Við höfum sánnað stjórnmálalegan þroska okkar'*. Þessi siPur Se’-kja er í b~’nu framhaldi af vonnahlés- samníngi heim er fuHtrúar de Gaulle Frakklandsforseta og fulltrúar útlagastjórnar Serkja gerðu með sér í Evian 18. marz sl. Og sigurinn var end- anlega tryggður er ofstækis- menn OAS? létu loks af skemmdarverkum sínum í Alsír nú í vikunni. Nú hafa jafnvel leiðtogar OAS-samtak- anna skorað á evrópska menn að greiða atkvæði með sjálf- stæði Alsír og taka upp sam- vinnu við Serki til að tryggja framtíð landsins. Frakkar hafa ráðið ríkjum í Alsír undanfarin 132 ár. Síðasti stjórnarfulltrúi þeirra þar, sem láta mun af störfum á næst- unni, er Christian Fouohet fyrr- verandi sendiiherra Frakklands Framhald á bls. 23 Ágætafkoma 1961 og bjart- ar horfur í rekstri Loftleiða 52.366 farþegar fluttir á árinu Tvær Cloudmaster-flugvélar keyptar Reksturshagnaður rúml. 7 millj. kr. AÐAT.FUNDUR UoMeiða hf. var hn'dínn sl. föstndafir. hinn 29. júní. Þar kom fram, Stofnfundur kjördæma- ráðs í IMorðurlands- kjördæmi eystra STOFNFUNDUR Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn nk. laugar- dag 7. júlí 1962 í samkomuhúsi Sjálfsbjargar við Hvanna- velli á Akureyri og hefst kl. 2 e.h. Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráða eru-hér með boðaðir til fundarins. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. að afkoma félagsins á árinu 1961 var mjög góð og rekst- urinn mun umfangsmeiri en noVkru sinni fyrr. — N»m velta félagsins tæplega 292 millj. kr. og reksturshagn- aður rúmum 7 millj. kr., eft- ir að afskriftir höfðu nær tvöfalazt. Á árinu hættust 2 Cloudmaster-flugvélar í flota félagsins og urðu þær þá fjórar. Alls voru fluttir 52.366 farþegar og nam aukningin frá árinu áður rúmum fjórðungi — eða 26,7%. Starfsliði félagsins í 7 löndum fjölgaði um nær hundrað og var Jþað í árslok 326 manns. Aðalfundurinn var haldinn í húskynnum Loftleiða h.f. í Odd fellow-húsinu við Tjörnina. Gaf formaður stjómarinnar, Krist- ján Guðlaugsson, hrl., almennt yfirlit um reksturinn 1961 og fyrri huta þessa árs, en síðan fluttu skýrslur beir Alfreð Elías son, framkvæmdastjóri Loftleiða og Sigurður Helgason. varafor- maður og nxiverandi fram- kvæmdastjóri Bandarxkjadeild- ar félagsins. Framhald á hlc, 2-2. Eins og kunnugt er af frétt- um kveiktu OAS menn í benzíngeymum í Oran s.l. mánudag eftir að félagar þeirra í Algeirsborg höfðu látið af skemmdarverkum. Eldurinn breiddist út og alls kveiknaði í 10 geymum. Til- gangslaust var að reyna að slökkva eldinn, sem hélt áfram að loga þar til á föstu dagskvöld er allar eldsneyt- isbirgðimar voru brunnar Mynd þessi var tekin á mánudag og sýnir kolsvart- an reykinn stíga hátt til lofts. Hafgola var og lagði reykinn inn yfir borgina. Fp“ða stjómarformanns f ræðu sinni minnti stjórnar- formaður. Kristján Guðlaugsson m.a. á það, að á tveim síðustu nðqlfundum hefðu verkföll ógn "’ð félpoínu, en nú ríkti fullur vinnufriður. flugvélarnar væru Framhald á bls. 23. indónesar vígbúast Fá nú rússneskar herflugválar af nýjustu gerð Jakarta, Indónesíu, 30. júní (AP). f DAG komu til Jakarta tíu stór- ar rússneskar sprengjuflugvélar og nokkrar Mig-orustuþotur af nýjustu gerð. En orustuþoturnar geta flogið hraðar en hljóðið. Stjórn aðalfundl. Frá liægri: E. K. Olscn, Einar Arason, Kristján Guðlaugsson, Alfreð Elíasson, Sigurður Helgason. Flugvélar þessar hafa Indónesar keypt í Sovétríkjunum. Á næst- unni munu Indónesar fá fleirl flugvélar og ýmiskonar vopn frá Sovétríkjunum og víðar, en fyrir dyrum er endurskipulagn- ing hersins og að henni lokinni mun Indónesía verða öflugasta herveldi Suðaustur Asíu. f fregn frá Hollandi á Vestur Nýju Guineu segja hollenzku yfirvöldin að enn hafi fallhlífa- lið frá Indónesíu lent á súður strönd Nýju Guineau í nónd við bæinn Kaimana. Þetta er í annað sinn í þessari viku, sem Indó- nesar hafa sent fallhlífalið til Hollenzku Nýju Guineu. Bardag ar hafa verið háðir á þessu svæði undanfarna daga, en litlar frétt- ir borizt um mannfall. Indónesar hafa gert kröfu um yfirráð á hollenzka hluta Nýju Guineu og segja að ef þeim verði ekki afhent landsvæðið á þessu ári muni þeir leggja það undir sie með valdi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.