Morgunblaðið - 01.07.1962, Page 8

Morgunblaðið - 01.07.1962, Page 8
8 M ORCUNfíTJfílÐ Sunnudagur 1. júlí 1962 3. grein A FÖSTUDAGINN búum við Grímur okkur af stað. Við leggjum upp laust eftir hádegið og höfum einn trússahest auk þeirra sem við situm. Enn verður Nasi til að halda á mér. Það er þurrt og bjart veður er við ríðum skokk fram Forsælu- dalinn. Sögulegar minjar ber fyrir augun og við nem- um staðar á Þórhallsstöðum og skoðum tóftir þess forn- fræga bæjar úr Grettis sögu. Þarna áttust þeir við Grettir og Glámur. Oss virðist bæjar- stæðið ekki mikið, sem geymir frægustu draugaglímu sögunn- ar. Skammt framar í dalnum er Skessufoss, en þar er talið áð óvættur sú hafi búið, er grand- aði sauðamönnum Þórhalls bóndal. Talið er að Glámur háfi ráðið henni bana, því ekki yarð hennar vart síðan. Ekki Skessufoss í Forsæludalsgljúfrum. Þegar Lárus lá úti I grenjaleit með Grímstungufeðgum: Verið að svæla greni. tók þó betra við er Glámur lá eigi kyrr í dysinni. Og enn versnaði er Glámur haiði háls- brotið Þorgaut sauðamann er þó var tveggja manna maki. Ekki létti ófögnuðinum af Þór- hallsstöðum fyrr en Grettir hafði lagt Glám en sú glíma varð honum dýr sakir álaga Gláms, og „hvar sem feigra fold þú byggir, ég finn þig aftur þegar skyggir“. Þótt hér hafi skeð stórat- burðir Grettlu finnum við nú enga nálykt af Glámi, aðeins gróðurilm. á vordegi. Við stíg- um á bak og ríðum fram For- sæludal. Hrikalegt Iandsiaa Það er ekki árennilegt að fara yfir Friðmundará hjá Bót- artanga, þar sem vígið stóð forðum. Við höldum þó yfir og hvergi hika klárarnir, en halda á okkur upp brattann þar til færi gefst að stökkva af baki ög síðan var gengið upp með klárunum. Gilin eru þarna hrikaleg og fögur og útsýni glæsilegt niður yfir Vatnsdal- inn. Grímur segir mér frá ferða- mönnum er voru þarna á ferð fyrir nokkrum árum, höfðu lent í villu á leið vestur yfir Stóra-Sand og komu niður að Bótartanga, en vissu ekki hvernig þeir skyldu komast yf- ir. Unglingar vísuðu þeim veg- inn, en þeir töldu' fjarri öllu viti að leggja yfir gilið og fóru því upp fyrir það, sem er lang- ur krókur. Þeir, sem kunnugir eru, brosa að þessu og klárarn- ir frá Grímstungu virtust ekki feimnir að kjaga. upp örmjóa rindana. Dauður yrðlingur Við héldum nú áfram og fram á há Bót, en þar var grenið. Grímur hafði verið á ferð með öðrum manni við þetta greni 10 dögum áður og þá orðið var við yrðlingahljóð inni í því en ekki náð dýrun- um, enda höfðu þeir félagar haft langa útivist í grenjaleit og voru á heimleið. Nú var ætlunin að leggjast á grenið og vinna það. Við fórum í sveig vestur yfir Bótina til þess að vindur stæði ekki af okkur á grenið, stigum af hestunum skammt frá því og læddumst fram á það. Við urðum einskis varir, fórum þó hægt að öllu og kíktum inn í hvern munna og hlustuðum. Ekkert hljóð. Skyndilega kom ég auga á dauð an yrðling liggjandi niðri í urð inni fyrir neðan. Hjá honum lá þúfutittlingsungi, sem sýni- lega hefur átt að færa honum til matar. Þetta þótti einkenni- legt. Tófur eru ekki vanar að skilja eftir dauð afkvæmi sín. Hér hafði verið gengið um alveg nýlega, því tófusporin sáust greinilega. Þess er helzt getið til að tófan hafi hvekkst er menn komu á grenið og ekki þorað að koma þar heim að fyrr en yrðlingurinn var dauð- ur úr hungri. Hafi hann vafrað út úr greninu og orðið þar til. Hér hefur dýrbítur verið á ferð því ræfil af lambi fund- um við við einn munnann. — Grímur gaggaði inn í grenið og hlustaði síðan, en ekkert hljóð. Verið gat að tæfa yæri inni í greninu og lægi á yrðl- ingunum og þá var ekki hljóðs von. Því afréð hann að svæla grenið til þess að ganga með öllu úr skugga um að hér væri enginn vargur á ferð. Grenið svælt Lagðir voru dýrabogar í alla munna og þeir byrgðir nema einn. í hann var borinn mosi og berjalyng og olíu hellt á allt saman. Síðan tók Grímur poka og notaði eins og físispjald og gekk reykurinn þá glatt inn í grenið, sem brátt fylltist af reyk. Ég stóð reiðubúinn með byssuna . ef tófa freistaði út- göngu. Þetta reyndist þó allt árangurslaust og varð því þessi för ekki til fjár. Við komum því tófuskottslausir til byggðar laust eftir miðnætti. Laugardagurinn var notaður til minkaveiða. Fór ég þá með Grími og Braga í Forsæludal í svonefnda Hvammsurð, utar- lega í Vatnsdal austanverðum. Hundarnir Júlíus og Vaskur urðu strax varir við mink og skaut Bragi á hann tveimur skotum, en minkurinn hvarf í urðina, sem þarna er mjög djúp. Ekki er fúllsánnað hvort minkurinn drapst af skotinu, því hann hefur skriðið inn í urðina, en hártætlur fundust af honum. Grafið var og leitað hvort þarna væri bæli og fannst það en engir yrðlingar. Svæla í urðinni bar heldur ekki árangur. Eftir þetta var leitað á bökk- um Vatnsdalsár, en þar sáum við mikinn traðk eftir mink, en það bar ekki árangur. Hund- arnir ólmuðust og leituðu en minkurinn lét ekki sjá sig. Endir þessarar veiðiferðar var því svipaður hinum. Við komum skottlausir heim undir morgun, en höfðum þó orðið svo lánsamir að lenda í fram- haldi afmælisveizlu Ágústar á Hofi og nutum þar góðrar gest- risni. Ég læt lokið þessu veiðirabbi Hundurinn mink. Júlíus grefur eftir með því að senda veiðifélög- unum öllum beztu kveðjur og þakkir fyrir skemmtilega sam- veru, þeim Lárusi, Eggert og Grími í Grímstungu, svo og Braga í Forsæludal. Árna ég þeim velfarnaðar og vona að þeir verði fengsælli í næstu grenjaleitum, enda mun þá ekki vera hægt að kenna ættar- draug mínum um óheppnina. Lárus liggur úti Mér þykir hlíða að enda þessa grenjafrásögn með ofur- lítilli sögu um hrakninga Lár- usar í Grímstungu, sem hann sagði mér á leið milli grenja. Lárus er sem kunnugt er einn ratvísasti ferðamaður sem , um getur og hefur hann erft þann eiginleika frá föður sínum, en Björn var sagður ekki geta villzt hvernig sem viðraði. — Lárus hefur farið í göngur í 50 haust og oftast allar göngurn- ar, auk þess í fjölda eftir- og aukaleita fyrir utan allar grenja leitirnar. Það má því segja að hann þekki heiðarnar upp af Austur-Húnavatnssýslu eins og lófana á sér og er það því haft að merkum tíðindum að hann skyldi einu sinni liggja úti i stórhríð. En látum nú Lárus segja frá: — Björn Pálsson, nú alþingis maður, en þá oddviti í Svína- vatnshreppi, gerði mér skeyti eitt haustið að fara fyrir sig að leita hrossa fram á Kúlu- heiði. Hann kvaðst ekki kunna því að hross lægju úti um vet- urinn meðan hann færi með stjórn sveitarmála. Bauð hann mér mann til fylgdar. Ég hafn- aði því en kvaðst sjálfur velja mér mann er mér hentaði að fara. Þar kom að ég hugðist fara í leitina og réð til fara með mér Runiberg Ólafsson, bónda í* Kárdalstungu, sem bæði er kúnnugur á heiðunum og auk þess haxðduglegur ferða maður. Við héldum úr byggð sem leið liggur fram í Kúlukvíslar- skála, sem er skammt norðan Seyðisár. Þar skildum við éftir hestana og föggur okkar og stóðu klárarnir yfir heytuggu er við fórum. Við héldum gangadi úr skál- anum, jörð var auð og vötn öll á ísi. Skildum við framan Seyðisár og fór Runiberg upp Seyðisárdrög en ég hélt niður yfir Þegjandakvísl, sem um er kveðið: Þrettán lækir I Þegjanda, Þegjandi í Beljanda (kvísl í Seyðisá) Beljandi í Blöndu þó, Blanda rennur út í sjó. Fyrst varð ég að vaða upp undir mitti yfir Þegjanda, en ég hafði ekki varað mig á þvl að hún á upptök sín í upp- sprettulindum og frýs því ekki nema í aftökum. Siðan varð ég einnig að vaða Seyðisá, sem líka var auð þótt hestís væri á öllum vötn- um. Ég leitaði nú austur um hraunin en sé ekkert tií hrossa. Held síðan aftur í Kúlukvíslar- skála og hittumst við Runi- berg þar. Við höfðum lagt snemma upp frá skálanum um morguninn og var nú komið hádegi er við komum þangað aftur. Höldum við síðan ríð- andi norður heiði og leitum frá Blöndu vestur að Helgufelli og allt út að Blöndutjörnum. —. Komin er nú kafaldsbleytuhríð og eykst eftir því sem á kvöld- ið líður. Tekið er nú að rökkva. Framhald á bls. 19. Grímur ForsæludaL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.