Morgunblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 6
0 MORGVN BLAÐIÐ Sunnudagur 1. júlí 1962 Norskur maður í í DAG er væntanlegur loftleiðis írá Noregi stórþingsmaðurinn O. Dahl-Goli. Hann er mikill íslands vinur, og hefur gist land vort nokkrum sinnum áður. Hann á að baki sér merkilegt starf í heima- landi sínu. Var um margra ára skeið aðalframkvæmdastjóri Norska sjómanna trúboðsins meðal norsku fiskimannanna. Sú starfsemi á Sjómanna- heimili meðfram allri strand- lengju Noregs, alla leið norður til „Vardö“ Auk þess tvö sjó- mannaheimili hér á landi, annað á Siglufirði síðan 1915, og hitt á Seyðisfirði síðan 1955. Ennfremur á þessi starfsemi tvö skip, er kallast Betelslep, og eru þau fljótandi sjómannaheimili og kirkja. Þau fylgja fiskiflotanum O. Dahl-Goli á vetrarvertíðinni og eru sjó- mönnunum til aðstoðar á ýmsan hátt. Eins og mönnum hérlendis er kunnugt, voru heil þorp og bæir, brennd til ösku í norður Noregi í heimsstyrjöldinni síðustu. Und- ir eins og ófriðinum lauk hófust Norðmenmenn handa og byggðu á ný öll þorp og bæi á skömmum tíma, og sýndu framúrskarandi dugnað við endurreisnina. Mörg sjómannaheimilanna brunnu þá einnig til kaldra kola. Þegar til endurreisnarstarfsins kom, hvíldi allur þungi endur- reisnarstarfsins á herðum aðal- framkvæmdastjórans. Reyndi þá mjög á dugnað og útsjónasemi Dahl-Goli. Allskonar hindranir og öðrugleikar urðu þá á leið hans. En með frábærum dugnaði, fórnfýsi og trú, vann hann bug á öllum örðugleikum. Endurreisnarstarfið reyndi svo mjög á krafta hans, að í raun- inni hefur hann aldrei náð sér að fullu síðan. Hann var sæmd- Orlof húsmæðra Borgarnesi, 28. júní. DAGANA 19.—26. júní dvöldust 27 húsmæður í Orlofi á vegum Sambands bopgfirzkra kvenna. Dvaliz.t var í barnaskólanum á Varmalandi. — Ráðskona var Elízabet Jónsdóttir. — H.J. stórþings heimsókn ur riddarakrossi Dannebrosorð- unar fyrir dáðríkt starf meðal danskra og færeyskra fiskimanna í norður Noregi. Við síðustu kosningar til Stórþingsins norska, var Dahl-Goli kosin á þing, og lét þá af störfum, sem aðal- framkvæmdastjóri Norska sjó- mannatrúboðsins meðal fiski- mannanna. Dahl-Goli er mikilsmetinn og eftirsóttur prédikari í Noregi og víðar Hann mun tala á nokkrum kristilegum samkomum meðan hann dvelur hér. I kvöld talar hann í Kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13 kl. 8,30. Þangað eru allir velkomnir. Hann mun heimsækja Siglu- fjörð síðar í vikunni. Vér bjóðum stórþingsmann O. Dahl-Goli hjartanlega velkominn til íslands, og óskum að dvölin hér verði honum til mikillar ánægju. Jóhs. Sigurðsson. Júlíus Ingvarsson bryti — minning verkstj., sem nú er látinn, og konu hans Borghildar Kjærvik. Júlíus 'hóf sjómennskuferil sinn 14 ára gamall, í heima- landi sínu, á strandferðarskip um og var það allt þar til Þjóð verjar hernámu Noreg 1941, að hann fór yfir til Englands og gekk í Norska sjóherinn. Árið 1943 var skip það er hann þjónaði á staðsett hér í Reykja- vík og haft til fylgdar skipalest um, og var hann hér allt til stríðsloka að hann gekk úr her þjónustunni með miklum sóma enda hlotið ýms heiðursmerki, fyrir góða og dygga þjónustu. Hinn 16. júní 1945 gekk hann að eiga Guðrúnu Magnúsdóttur, Sigurðssonar, vélstj. og eignuð Á MORGUN verður jarðsettur,! ust þau tvö börn. Lifir hún mann frá Eossvogskapellu, Júlíus sinn. Ingvarsson. Hann var fæddur í Dyrö í norður Noregi 15. janúar 1923, sonur hjónana, Ingvars Kjærvik, Árið 1946 fluttust þau hjónin til Noregs, en sneru fljótlega til íslands aftur, vegna mikillar ást ar sem Júlíus hafði fengið á landi og þjóð að hann taldi sig • Sjúkraflugið Oft hefur mér dottið í hug að spyrja Björn Pálsson, flug- mann, um reynslu hans í sjúkra fluginu. Við hér í þéttbýlinu þar sem læknar og sjúkrahús eru á næstu grösum, getum vafa laust ekki sett okkur í spor fólks úti á landsbyggðinni, sem ekki getur komið sjúklingi í læknishendur Ekki hefur orðið af því að ég spyrði Björn, en svo sá ég í Árbók Slysa- varnafélags íslands 1962 grein- argerðir eftir þá sjúkraflug- mennina, hann og Tryggva Helgason og leyfi mér að taka hér upp grein Björns um sjúkra flugið, • Áhyggjur nú færri í starfinu Nú eru full 12 ár liðin síðan fyrsta sjúkraflugið var farið, er var vísir að því sjúkraflugi, sem nú er orðinn snar þáttur í björgun mannslífa hér á landi. Fyrstu árin voru fluttir örfáir sjúklingar, en síðan hefur þetta aukizt með aukinni tækni og bættum aðstæðum og nú þann 30. marz 1962 hafa verið fluttir með flugvélum mínum og SVFÍ samtals 1283 sjúklingar frá því að þetta sjúkraflug hófst, þar af 50 á þessu ári. Þess ber að geta, að markvisst hefur verið unnið að því, að koma upp sjúkraflugvöllum sem víðast um landið og nú eru merktir Ium 100 lendingarstaðir auk fjölda ómerktra staða á túnum og í fjörum, þar sem unnt er að lenda. Nú hef ég tvær flugvélar til þessarar þjónustu, TF_______HIS Cessna 180, sem tekur einn sjúkUng og einn farþega og svo nýjustu vélina, TF—VOR Beechraft Twin Bonanza, er auðveldlega tekur tvo sjúklinga ásamt tveim farþegum samtím- is. Báðar þessar vélar á Slysa- varnafélag íslands að 60 hundr- aðs hlutum. Með komu TF— VOR hafa möguleikarnir á að koma sjúkum til aðstoðar auk- izt mjgg mikið, og jafnframt hefur áhætta mín sem flug- manns í þessum ferðum minnk- að að mun. Það var tæpast verjandi að fljúga á einum hreyfli í vetrarveðrum og nátt- myrkri yfir auðnir og öræfi íslands. Ég verð að segja, að mér finnst, að nú sé margt auðveldara og áhyggjur færri í þessu starfi. Mjög oft hefur það komið fyrir, að ég hef þurft að flytja tvo liggjandi sjúklinga samtím is og oft er ekki þægilegt að þurfa að neita nánustu ætt- ingjum um að fylgja sjúklingi. Þessi vél, TF—VOR, hefur leyst mikinn vanda í þeim efn um. Ég nefni hér aðeins tvö dæmi af mörgum. Síðastliðið sumar var ég beðinn að sækja mikið veika konu austur á Homafjörð og með henni voru tveir úr fjölskyldu hennar. Stuttu eftir að ég er kominn í loftið frá Hornafirði, er ég kallaður upp í talstöðinni og beðinn að koma strax til Egils- staða og sækja lítinn dreng, er hafði skaddast á auga. Hafði hann fengið öngul í augað, er hann var að kasta fyrir fisk. Læknir taldi, að einasti mögu- leikinn til að bjarga sjóninni á auganu væri að hann kæmist strax til aðgerðar. Ég breytti því stefnunni í áttina að Egils- stöðum, lenti þar og tók dreng- inn og föður hans með til Reykjavíkur. • Snúið við .. .. Öðru sinni var ég beðinn um að sækja vestur á Rauðasand lík af sjómanni, er drukknaði af mótorbátnum Særúnu út af Vestfjörðum. Flaug ég þangað og sótti líkið en fékk þá skila- boð um, að ég væri beðinn um að sækja annað lík, er rekið hafði á fjörur í Breiðuvík. Hélt ég því þangað og sótti það einnig, en bélt síðan aftur áleið- is til Reykjavíkur. Er ég hafði verið nokkrar mínútur á flugi, var ég kallaður upp og var nú beðinn um að koma til Reyk- hóla og taka þar mjög alvarlega veikt barn, og jafnframt fékk ég að vita, að þetta þyldi enga bið. Ekki var þetta nú gott, en hvað skyldi gera? Tók ég því þegar stefnu á Reykhóla Er ég lenti þar á flug brautinni reyndist hún öll hul in svellbólstrum og komu ungl ingar á staðnum til móts við vélina á skautum. Ég tók þar meðvitundarlaust barnið og móður þess og flaug síðan beint til Reykjavíkur, þar sem lækn- hvergi annars staðar eiga heima. Július hlaut ísienzkan ríkis- borgararétt 1955. Árið 1949 hóf 'hann starf hjá Skipaútgerð ríkisins, og nokkru síðar á varðskipum ríkisins, fyrst sem matsveinn og síðan sem bryti nú síðast á varðskipinu Ægi. Eg, sem þessar fáu línur rita, átti því láni að fagna að vera Júl'íusi samskipa, og efast ég ekki um að ég mæli fyrir munn fleiri sem með honum sigldu, er ég segi að Júlíus var meðal beztu matsvéina Landhelgisgæzlunnar. Hann var hvers manns hugljúfi, og drengur góður. Eg vil leyfa mér fyrir hönd okkar starfs'félaga hans hjá Landlhelgisgæzlunni, að senda konu hans og bömum, sem nú eiga að sjá á bak elskulegum eiginmanni og föður, okkar dýpstu samúð. Drottinn blessi minningu þessa ágæta félaga okkar. Helgi Hallvarðsson. MAINZ, 29. júní (NTB) — í dag strandaði svissneskur prammi á Rín, lokaði allri umferð um ána. Hundruð skipa, sem þar voru á siglingu komust ekki áfram og mynd uðu 30 km langa biðröð. inum tókst að bjarga lífi þess. Má af þessu sjá, að ýmsan vanda bera að höndum í íþessu starfi, og gildir það miklu, að hafa góð og fullkomin tæki til umráða, og 1 þeim efnum dugar ekkert nema það bezta og full- komnasta, sem vör er á hverju sinni. Ýmis öryggistæki býður nútímatæknin upp á, sem gott væri að hafa svo sem Radar, en slíkt er dýrt og ekki hægt að láta borga sig fjárhagslega fyrir þann, sem rekur svona þjón- ust, en hvert mannslíf, sem slíkt tæki getur bjargað, er þó raunar miklu meira virði en tækið sjálft. Nú hef ég ráðið til mín flug- mann, ungan og reglusaman dugnaðarmann, sem ég bind miklar vonir við, og er samn- ingur okkar á milli til fjögurra ára. Vona ég, að honum verði þá orðið starfið svo kært, að hann vilji halda því áfram. Þessi ungi maður heitir Guðjón Guðjónsson, og er ættaður austan af Norðfirði. Hafði hann lært trésmiði áður en hann fór út í flugið. Slysavarnafélag íslands á stórar þakkir skildar fyrir þann mikla styrk, sem það hefur veitt þessum málum, og má full yrða, að þessi tæki væru ekki til staðar í dag, ef þess hefði ekki notið við. í þessu sambandi má geta þess, að í janúar og febrúar í ár flutti ég 30 sjúklinga en þessir tveir mánuðir voru sér« staklega erfiðir hvað veður- ofsa og flugskilyrði snerti. og hefði þetta ekki verið fram- kvæmanlegt nema með fullkoia inni flugvél. Björn Fálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.