Morgunblaðið - 04.07.1962, Síða 3

Morgunblaðið - 04.07.1962, Síða 3
Miðvikudagur 4. júlí 1962 MORGVNBLAÐIÐ Bókabíllinn og Bóksalarnir, Gerður, Jón Óttar og Auður ÞrjiJ í bóksðluferð f SUMAR getur fólk úti á landi átt von á að sjá Land- rower-jeppa með skrýtinn aftanívagn koma inn í þorpin og stanza við aðalgötUna. Und ir stýri situr ung stúlka og við hlið hennar ungur pi'.tur. f>au snarast út, opna alla hlið ina á aftanívagninum og við vegfarendum blasir svolítil bókabúð. Þar stendur piltur- inn og býður til sölu mál- verkaeftirprentanir og bækur en stúlkan gengur um þorpið. ‘kveður dyra og ber í húsin fregnmiða um það sem til er í bókavagninum og lista yfir það sem hægt er að gera pönt un i. Þarna verða komin börn Ragnars í Smára, sem í sumar fara í bóksöluferð fyrir Helga fell í fyrsta bóksöluvagnin- um, sem gerður hefur verið á íslandi. Þau eru þrjú Erna, Auður og Jón Ottar og skipt- ast á um að fara í fri, eitt og eitt í einu. Þau eru ráðin upp á prósentur, helming á við það sem bóksalar fá, og ætla að vinna sér þannig fyrir vasapeningum til vetrarins, og hafa opið til miðnættis. — Þau ætla að hafa a.m.k. eins mikil upp úr sér og ef þau færu á síld, segir pabbi þeirra brosandi. Annars er ekki að vita nema bókabúðin kunni að standa á síldarstað og af- greiðslufólkið fara í síldina. Tvö yngri systkinin eru í Menntaskólanum, en Gerður varð stúdent í vor, og hyggst fara til náms í innanhúsarki- tektúr til Englands næsta vet ur. Þá getur verið gott að vera búinn að átta sig á hvernig bezt er að búa bröngt, en á ferðalögunum ætla systkinin að búa í vagninum, sofa þar á vindsængum og elda. Systurn ar hafa verið að æfa sig austur í sveitum að aka Landróvern um en Jón Óttar er enn of ung ur til að hafa bílpróf. — Þetta verður ábyggilega skemmti- legt og tilihreytingarríkt, segir Auður, en ég kvíði dálítið fyr ir fyrstu ferðinni. Ungt fólk les bækur Kiljans Ragnar segir að lengi hafi staðið til að Helgafell kæmi af stað bókabíl til að kynna bókmenntir og málaralist um landið. 1 þessa fyrstu ferð hafa verið valdar nokkrar beztu og fallegustu bækurnar, sem Helgafell hefur gefið út. Eru það tvær bækur eftir Halldór Kiljan Laxness, Salka Valka og Sjálfstætt fólk. Nýlega gerði Ragnar tilraun með að láta fólk um tvítugt, sem ekki þekkti bækur Kiljans fyrir lesa þær, og hetfur komizt að þeirri niðurstöðu að sú kyn- slóð, sem nú er að koma upp, muni skilja þessar bækur, sem út komu fyrir 30 árum, til fulls og njóta þeirra. Þegar þær fyrst komu út lásu þær mest þroskað fólk í borgarastétt, einkum konur, að hann telur, en nú séu þær við hæfi ungs fólks. Þá verða í fyrstu ferðun um myndabækurnar ísland í máli og myndum, þar sem þjóð kunnir menn skrifa um land sitt og þjóð og í eru 30 — 40 heilsíðuoniyndir í litwn, og eru tvær fræðibækur og hand bækur. Bókin um manninn með 550 myndum um Kynlíf og loks sú barna- og unglinga bók, sem forlagið telur sig hafa gefið út bezta, Sumardagar eft ir Sigurð Thorlacius. Þá verða í fyrstu ferðunum sérstaklega kynntir með eftir prentunum fimm ísl. málarar, hinir elztu. Muggur, Jón Stef- ánsson, Kjarval, Ásgrímur og Þórarinn Þorláksson. En aðrar eftirprentanir og bækur er hægt að panta. Þessir nýju bóksalar ætluðu að leggja af stað í dag, fara fyrst um Suðurnes, nema Keflavík, síðan í Árnes- og Rangárvallasýslu og þá um Borgarfjörð.Þau systkinin eru kunnug víða á landinu, hafa ferðast mikið með íbúðarvagn aftan í bíl með foreldrum sín um. Atli Jónsson, vélstjóri hef ur staðið fyrir smíði bókabíls ins og teiknað hann. Er hann • bjartur inni, þar eð gluggar eru á þakinu og á að geta farið hinar erfiðustu leiðir. SIAKSTEIMR Blint ofstæki „Fræði Hitlers eru því að end- urfæðast að fullu í starfsaðferð um Sjálfstæðisflokksins.“ Þessi tilvitnuðu orð er ekkl að finna í hinu löggilta mál- gagni heimskommúnismans eins og menn munu halda, held- ur í blaði þess flokks, sem hlífi skildi heldur yfir kommúnistum og starfar með honum á flestum sviðum, Framsóknarflokksins. Til þvílíkra bardagaaðferða er gripið í vörn út af því að Morgunblaðið hefur vak- ið athygli á atvinnukúgun, sem forystumenn í samvinnufélög- um þeim, sem rekin eru í þágu Franr.sóknarfloksins, hafa gert sig seka um. Tíminn svarar með því að Sjálfstæðismenn séu sjálf ir atvinnukúgarar en bætir þó við: „Fjölmargir atvinnurekend ur sem fylgja Sjálfstæðisflokkn um að málum, eru andvígir þvi að láta pólitiskar skoðanir ráða um mannaráðn- ingar.“ 1 f i Stolnað Sjálfstæðisfélag Suður-Þingeyinga LAUGARDAGINN 23. júní kl. 4 e. h. var settur á Húsav'ík fundur Sjálfstæðismanna í Suður-Þing- eyjasýslu. Fundarstjóri var Þór- halliur B. Snædal, byggingar- meistari, Húsavík oig fundarrit- ari Páll Þór Kristinsson, við- ekiptafræðingur, Húsavík. Fundiurinn hófst með þvi að Jónas G. Rafnar alþingismaður, skýrði frá þeim tilgangi og verk- efni fundarins að koma á fastri skipan á flokksstarfið I Suður- Þingeyjarsýslu og Húsavík sam- kvæmt þeim skipulagsreglum, sera Sjálfstæðisflokknuim voru settar á landsfundi flokksins Þá flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, erindi um skipulag og starfsemi Sjálfstæðis flokksins, og því næs t flutti Magnús Jónsson, bankastjóri, ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Síðan voru almennar umræður og tóku til máls Vernharður Bjarnason, forstjóri, Húsavík, Þórthallur B. Srnædal, Páll Þór Kristmsson, Hallgrímur Þórhalls son, bóndi, Vogum, Jónas G. Jónsson, kennari, Húsavík og Magnús Jónsson, bankastjóri. Fundurinn samþykkti að stofna S j á 1 f s tæðisfétag Suður- Þingeyinga og nær félagssvæðið til Suður-Þingeyjarsýslu og Húsa víkur. Þorvaldur Garðár Krist- jánsson lagði fram og skýrði frumvarp að lögum fyrir félagið, sem síðan var samþykkt. Var þar með og samþykkt að slíta Sjálf- stæðisfélagi Húsavíkur og með- limir þess gerðust stofnendur hins nýja félags. Voru stofnend- ur félagsins samtals 65 að tölu. í stjórn félaigsins voru kosnir vík; Páll Þór Kristinsson og Árni Kárason, bóndi, Halibjarn- arstöðum. í varastjórn voru kos- in Kristján Þóríhalls®on, bóndd, Vogum; Isleifur Sumarliðason, Skógarvöiröur, Vöglum; Vern- harður Bjarnason, Arnviður Æv- ar Björnsson, pípulagningarmeist ari, Húsavik; og frú Ingunn Jón- asdóttir, Húsavík. Ennfriemur voru ko^tiir fulltrúar félagsins í fulltrúaráð Sjáifstæðisflokksins fyrir Suður-Þingeyjarsýslu og Húsavík og fulltrúar í Kjör- Einokun liættuleg Tíminn segir að þar sem Sjálf stæðismenn hafa pólitísk yfirráð eins og t-d. í borgarstjórn Reykjavíkur, þar velji þeir menn til starfa eftir stjórnmála legum litarhætti. Ekki nennir Morgunblaðið að nr.unnhöggvast við Tímann um þetta atriði, en vekur athygli i þeim ortfum blaðsins, sem áður var vitnað til, að atvinnurekendur, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum færu ekki þannig að. Mergurinn máls ins er sá, að ekki er hægt að beita atvinnukúgun, eða a.m.k. verður hún ekki hættuleg, þar er margir atvinnurekendur eru. Þegar menn eiga margra kosta völ láta þeir ekki kúgast heldur leita þangað, sem þeir eru frjáls ir að skotfunum sínum Þetta gera framám.snn Framsóknarflokks- ins sér ljóst. Þess vegna Ieggja þeir meginkapp á að ná einokun aratfstötfu sem víðast og ná sem traustustum pólitískum tökum á hagsmunasamtökum almenn ’^***'***’**-1 ings. Þar sem það tekst er hægt atf koma atvinnukúguninni við og því miður hefur þatf hent, eins og á hefur verið bent. Sann leikurinn er sá, að emokunar- hættan er hvað mest þegar hún fer saman við pólitísk völd, eins og er 1 samvinnuhreyfingunni hér á landi, sem. enn hefur ekki borið gæfu til að hrista af sér flokksvald Framsóknarleiðtog- anna og víða er, þar sem þjóð nýting er úr hófi. Þórhalluir B. Snædal, formáður, dæmisráð Norðurlandskjördæm- Bjartmar Guðmúndsson, alþinig- ismaður, Sandi; Þorbjörn Ás- kielsson, ú tgerðarmaður, Greni- eystra. Að afloknium stofn- fundi félagsins var haldinn fund- ur í fulltrúaráðinu. Snœarhóiel í Stykkishólmi SUMARHÓTEL hefir verið opn að í Stykkishólmi. Varþaðopnað 15 júní s. 1. og verður starfrækt í sumar. Er það til húsa í nýjum húsakynnum og eru þau öll tneð nýtízku sniði. Gistirúm fyr- ir 40 manns og matsalur og setu- stofa með smekklegum húsgögn- um og mjög vistleg í alla staði. Mun þetta sumarhótel verða með því bezta, sem völ er á hér á landi bæði hvað aðbúnað og annað enertir. Eldhús hótelsins er rúm- gott og öll nýtízku þægindi þar til framleiðslu matar. Mun hót- elið taka á móti ferðahópum og fólki til dvalar um lengri eða skemmri tíma. Má benda á að hótelið mun sjá fólki fyrir ferð- um út um eyjar og hefir í því sambandi trýggt sér báta til þeirra nota. Er fólki bent á að panta tímanlega því gera má ráð fyrir að mikill ferðamanna- straumur verði um Snæfellsnes í sumar þar sem nú hefir verið opnuð leið umhverfis Nesið um Búlandshöfða. Hótelstjóri hefir verið ráðinn Lúðvíg Halldórsson kennari en hótelið er starfrækt af Stykkis- hólmshreppi. Starsfsfólk hefir valizt gott að hótelinu. Fimmtugur í 'dag: Kristján GamalieEsson í DAG á Kristján Gamalíelssion Hafnarfirði 50 ára afmæli. Krist- ján er fæddur í Reykjavík, 4. júlí 1912, sonur hjónanna Sigur- bjargar Björnsdóttur otg Gamalí- els Jónssonar. Kornungur fluttist hann til Hafnarfjarðar Og hefur verið búsetfcur þar síðan. Það munu fæstir trúa því, að þar sem Kristján er. fard fimmt- ugur maður, svo unglegur er hann, kvikur á fæti og snar í snúningum. Kristján var líka mikill leikfimismaður á sínum yngri árum. Beitti hann sér þá, ásaant fleiri ungum mönnum, fyrir stofnun Fimleikafélaigs Hafnarfjarðar og var fyrsti for- maður þess. Kristján er mikill söngvin. Hann hefur ágæta ten- órrödd, bjarta og háa. Var hann söngtmaður í Karlakórnum „Þrestir' í mörg ár Og kom með- al annars fram, sem einsöngvari með kórnum. Kristján er maður trúhneygð- ur, og eiga þau mál hug hans all- an. Er hann virkur þátttakandi í söfnuði ,,Hvítasiunnumanna“ og dvelst nú á afmáelisdaginn ein- mitt á landsmóti þeirra, sem haldið er á ísafirði. Kvæntur er Kristján Gunn- þóru Björnsdóttur, hinni mestu ágætis konu. Ég vil á þessum merku tíma- mótum í ævi þinni, kæri frændi, senda þér og þinni konu, beztu hamingjuóskir með þakklæti fyr- ir ykkiar góðu hjálpsemi og ein- læga vinátfcu á liðnum árum. Arni Grétar Finnsson. Gera grín að fulltrúunum En meginröksemð Tímans fyr ir því að Sjálfstæðismenn í borg arstjórn velji starfsmenn borgar innar eftir stjórnmálaskoðunum felst í eftirfarandi spurningu blaðsins, sem menn mirnu eiga að svara hver fyrir sig: „En meðal annarra orða: hvað halda menn að frambjóðandi Framsóknarflokksins yrði lengi yfirmaður eða verkstjóri hjá Reykjavíkurborg?“ Þeir sent. mættu á. síðasta borg arstjórnarfundi og urðu vitni að því fullkomna þekkingarleysi a málefnum borgarinnar sem borg arfulltrúar Framsóknarflokks- ins auglýstu í umræðunum og með barnalegum fyrirspurnum, hefðu sjálfsagt svarað þessari spurningu Tímans með annarri spurningu, ef fulltrúarnir hefðu verið starfsmenn Reykjavíkur- borgar. Sú spurning hefði verið eitthvað á þessa leið: Hverskonar stjórnendur eru það sem bera ábyrgð á því að slíkur maður er „yfirmaður eða verkstjóri hjá Reykjavíkur- bo:'g?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.