Morgunblaðið - 04.07.1962, Qupperneq 20
MORGVFBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. júní 1962
20
__ Alexander Fullerton j
Guli Fordinn
imér alla leiðina, væri hveirt fet
af leiðinni fullt 'áhuga, ánægju
og skemmtunar; þá hefðum við
tfarið iíln í rykugt kjarrið með
vasaklút fyrir nefinu, og þá
mundum við nú vita það, sem ég
veit ekki nú, af því að svo vildi
til, að þú varst ekki meðmér.
Einhversstaðar á leiðinni hefð-
um við sýnt hvort öðru ástarat-
Jot. Það hefði Lessing aldrei
gert, hann hefði beðið eftir að
geta læst dyrunum og hann
Ihefði beðið eftir rúmi og bað-
Iherbergi.... Ég hata Lessing.
Ég var farinn að finna dálítið
é mér, Ég sagði við Jane: Ég
vildi ekki koma nær þessu en
ég þurfti. Þetta var sá afskap-
legasti óþefur. Lessing horfði
eitthvað skrítilega á mig og Jane
leit út eins og hún skildi ekki,
Ihvað ég væri að fara. Mér datt
í hug. að ég hefði ef til vill ver-
ið búinn að segja þetta áður og
hefði nú gripið fram í eitthvað,
sem þau voru að segja, meðan ég
var að hugsa um, að svona ferða-
lag gæti gengið himnaríki næst
etf ég aðeins hefði Jane með
mér. . gæti sýnt henni ástaratlot,
sem voru réttur Lessings en
Ihöfðu aldrei verið minn réttur..
sem var nægileg ástæða til að
Ihata hann. Ég hugsaði með mér,
að ég vildi heldur deyja og fara
til helvítis en lifa án Jane.
Ég sagði við Lessing: Ég ætla
að fara vel snemrna af stað í
fyrramálið. Fá mér bita fyrst og
hafa svo með mér brauðsneiðar
til hádegisins. Líklega verð ég
næstu nótt í Lilongwe. Lessing
jánkaði þessu eins og utan við
sig, en Jane hreyfði sig alls ekki
heldur horfði niður í tómt glasið.
Það minnti mig á skyldur mín-
ar sem gestgjafa. Ég vildi sjálfur
ekki drekka meira, þar sem ég
var hræddur um, að ég mundi
annaðhvort tala of mikið eða
of lítið. Ég gaf þjóninum bend-
ingu. Lessing rétti úr sér og lyfti
annarri hvítu hendinni. Skyldi
hann alltaf aka með hanzka, til
þess að halda höndunum svona
hvítum?
Nú er það minn umgangur,
sagði hann, og svo finnst mér við
ættum að fara að borða. Svo
sagðd hann við þjóninn: Einn
Jcton Collins, einn viskí og sóda.
'Þjónninn leit á mig og svo aftur
á Lessing.
Tvo sóda? Ég kinkaði kolli oig
toann fór. Lessing sagði við mig.
Við hittumst þá aftur annað
kvöld, hr. Carpenter. Ég hef
pantað gistingu í Lilongwe. Hann
leit hæg.t yfir til Jane. Það lítur
út fyrir, að við ætlum að hitta
ihr. Carpenter oft á þessu ferða-
Jagi, elskan mín.
Jane hvorki leit upp né" svar-
aði. Ég hef nú enga. gistingu
•pantað, svo að það er ekki að
vita nema ég verði að fara eitt-
hvað lengra, ef ég fæ ekki inni.
Hann setti upp undrunarsvip.
Væri það ekki óráðlegt? Það er
allsstaðar svo erfitt um gisti-
húsarúm.... Nú kom annar svip
ur í augnaráð hans. Ef til vill
hafið þér ákveðið þessa ferð til
Njassalands með stuttum fyrir-
vara? Til dæmis í gærkvöldi?
Þarna hélt hann, að hann hefði
komið mér í bobba, og nú beið
hann eftir að geta hellt sér yfir
mig fyrir klaufalegt svar. Ég
hleypti bara brúnum og leit á
hann eins og ég hetfði enga hug-
mynd um, hvað hann var að fara.
Ég veit ekki hvað þér eigið
við. Ég lagði enga ferðaáætlun í
Salisbury, heldur ætlað i ég
llemgra. Ég ferðast mikið, um all-
an þennan hluta Afríku og bíll-
inn minn er til að sofa í honum,
er þörf gerist, eða hef ég þar
rúmföt. Það er mjög þægilegt,
Ég hef þar lika suðuvél og nóg
af niðursuðu, svo að ég get gist
inni í óbyggðum ef mér býður
svo við að horfa.
Tdl hvers eruð þér þá að ó-
maka yður til ajð leita að gisti-
húsum, hr. Carpenter? Nú var
hann farinn að brosa Og leit til
Jane. Það er merkilegt, að hann
skuli vera að elta uppi gistihú^,
elskan mín.
Þú ættir að spyrja hann sjálf-
an að því, svaraði Jane og leit
á mig en ekki hann.
Ég hló. Hvar sem óg finn þægi-
legt gistihús, sem hentar ferða-
lagi mínu, og það hefur laust
herbergi, þá nota ég mér það.
Meira að segja vil ég heldur
igistihúsamat heldur en þann,
sem ég bý til sjálfur, og þið
getið skilið, að það er líka gott
að geta farið í bað eftir að hafa
ekið heilan dag í þessu loftslagi.
Ég hélt áfram að tala þanniig við
Jane, af því að hún horfði alltaf
á mig, með ofurlítið bros á vör-
unum. Og um leið og þjónninn
kom og setti drykkina á borðið,
hélt ég fram: Ég kann ekki við
að vera bundinn við fasta áætl-
un, heldur vil ég gista þar sem
mér dettur í hug og halda áfram
á kvöldin ef mér lízt svo....
Lessing var að borga drykkina,
og ég sagði: Þér eigið ekki að
vera að þessu, það var ég sem
bauð, og þið eruð gestir mínir
í kvöild. Ég sendi ykkur orðsend-
ingu þess efnis....
Lessing greip fram í fyrir mér:
Ég býst við, að það verði nógu
mörg tækifæri fyrir okkur til að
bjóða hvor öðrum alla leiðina
niður að ströndinni.
Ég samþykkti þetta í ánægðu
skapi og brosti til Jane. Það
vona ég. Það er líka ein ástæðan
til þess, að ég nota gistihúsin
meira á þessari ferð en ég mundi
annars gera. Þau eru leiðinleg
þegar maður er einn síns liðs. Ef
ekki væri heita vatnið, væri þá
eins gott að halda sig sem mest
frá þeim. En þegar maður hefur
kunningja til að borða og drekka
með, þá....
Eigið þér við konuna mína
þegar þér talið ur kunningja?
Ég sá illskuna skína út úr aug-
unum í honum. Jæja, það er
ekki nema rétt. Við þekktumst
vel og áttum sameiginlega kunn-
ingja, hér endur fyrir löngu.
Þekktust þið mjög vel?
Höfðabong er nú engin stór-
toorg. Þér þekkið hana? Hann
jánkaði því, og ég hélt áfram:
Þessvegna verður kunningjahóp-
ur manns þar aldrei stór, svo að
ég býst við, að ég verði að svara
spurningu yðar játandi.
Lessing .setti frá sér glasið og
sagði við Jane. Eigum við að
fara inn? Við stóðum upp og
hann tók hana undir arminn.
Svo brosti hann ti'l mín. Það
hlýtur að vera gaman fyrir ykk-
ur að hittast aftur svona. Ég skil
Iþað vel, að þið viljið sjást oftar.
Jane reyndi að snúa sér undan,
en hann hélt en í upphandlegg-
inn á henni, og hvítu fingurnir
voru eithvað svo grófir á söl-
brenndu hörundi hennar. Svo
sagði hann: Ég skal gera mitt
bezta til að vera ekfci fyrir ykk-
ur.
Ég fylltist viðbjóði. Þessi
heimskulega kænska hans var
svo viðbjóðsleg og svo þessi snert
ing hans á henni. Nú losaði hönd-
in takið og hún hafði fært sig
frá honum, svo hún var nokkur
skref þaðan sem við stóðum,
hvor framan í öðrum, en þjónn-
inn horfði á okkur sljóum aug-
um. Ég sagði, en svo lágt, að
Jane átti ekki að geta heyrt það:
Ég ér yður þakklátur fyrir það.
Við gengum að matborðinu.
Þetta varð ekki sérlega fjörugt
borðhald. Ég pantaði eins flösku
af víni, til þess að hressa upp á
Iþað, en Lessing smakkaði varla
á því. Við Jane lukum því úr
flöskunni, að undanteknu þessu
eina glasi, sem Lassing bragðaði
ekki á. I löngu þögnunum, sem
þarna urðu, horfði ég á Jane og
hélt áfram að hugsa um, hvað
hún væri dásamleg og hve und-
ursamlega yndislegt það væri ef
við værum hér ein okkar liðs og
eng'inn Lessing eða neinn annar
neinsstaðar nærri. Þessi tilhugs-
un var svo töfrandi, að ég fékk
snögglega einhvern sjúklegan efa
um, að þetta gæti nokkurntíma
orðið — ótta um. að þetta væri
of fagur draumur til að geta
nokkurntíma rætzt, og að ég
yrði að láta mér nægja unaðinn,
sem ég hafði haft af návist henn-
ar forðum.
En þessi draumur varð að ræt-
ast.
En það var Lessing, sem átti
eftir að koma mér á óvart þetta
kvöld. Við vorum staðin upp frá
'borðum og höföum gengið út á
svalirnar, og ég hafði stungið
upp á, að við fengjum okkur
einn líkjör, og Jane hafði sam-
þykist það. Þá leit Lessing á úrið
sitt.
Þætti ykkur mjög leitt ef ég
yfirgæf'i ykkur svolitla stund? Ég
er með bók, sem mig langaði til
að Ijúka við áður en ég fer að
sofa. Hefurðu nokkuð á móti því,
elskan mín?
Jane sagði, að það væri allt í
lagi oig að við yrðum aldrei
lengi. Hann sagði henni, að ekk-
ert lægii á, og við mig sagði
hanrí: Konan mín kærir sig ekki
um að lesa í rúminu, en það geri
ég. Ég vildi heldur, að hún gæ<ti
skemmt sér héma, en ég lesið í
rúminu, án þess að hafa það á
samvizkunni, að ég sé að halda
vöku fyrir henni með því að láta
Ijósið loga.... Viljið þér hafa
mig afsakaðan, hr. Carpenter?
Ég flýtti mér að samþykkja
þetta. Sízt af öllu vildi ég fara
að hlusta á langan fyrirlestur
um rúmsiði hans. Svo gekk hann
burt og ég varð einn eftir með
Jane.
Eigurn við að sitja hérna? Við
gerðum það og þjónninn kom til
okkar með ánægjuglott um allt
andlitið. Afríkumaðurinn er ein-
föld sál: feiti herrann var farinn
og ungi maðurinn, sem gaf svo
ríflegan vikaskilding var einn
eftir hjá stúlkunni. Þetta hafði
allt gengdð áð óskum Njassa-
mannsins og hann-v lét ánægju
sína í ljós með því að sýna allar
tennurnar. Drykk, herra?
Ég brosti til hans — hvor villi-
maðurinn brosti framan í annan!
Þegar hann var farinn sagði ég
við Jane: Ég á bágt með að trúa
þessu! Að við séum hér ein!
Við meg'um ekfci vera lengi,
Ted. Hún var eitthvað óróleg. En
nú þurfti ég ekki að vera að
stilla mig um að horfa á hana.
Ég hallaði mér aftiur og horfði
á hana, eins og ég fengi aldrei
svalað forvitni minni og aðeins
það að horfa á hana, gaf mér
unaðstilfinningu, sem ég ætla
ek'ki að reyna að fara að lýsa.
Gerðu þetta ekki, Ted. En hún
var brosandi. Góði, gerðu þetta
ekki. Það er....
Ég elska þig, Jane. Ég hef
elskað þig frá þeinri stundu þeg-
ar ég sá þig fyrst í þessu hræði-
lega samkvæmi, og nú elska ég
þig meir en ég hef nokkurntíma
gert áður. Mér datt ekki í hug,
að það væri hugsanlegt að finna
svona ákaft til.... Æ, fyrir-
gefðu ég kem orðunum svo
bjánálega að þessu. Ég hef verið
að búa mig undir að segja það
síðan í gærkvöldi og svo kemur
það allt á afturfótunum. Á ég að
reyna aftur?
Vertu ekki svona áfjáður. Lofðu
mér að komast að. Hún hallaði
sér aftur og horfði á mig hálf-
luktum augum. Ég elska þig lika.
Ég bað hana að segja þetta aftur
og hún leit beint á mig og sagði
lágt. Ég elska þig, Ted. Og ég
hef aldrei elskað neinn annan.
Höndin hennar var komin á brík-
ina á stólnum mínum og ég lagði
mína hönd á hana. Svo sagði
ailltvarpiö
Miðvikudagur 4. júlf.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35
Tónleikar.— 10.10 Veðurfregnir)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar. — 16.30 Veður-
fregnir. — Tónleikar. — 17.00
Fréttir. Tónleikar).
18.30 Óperettulög. — 18.50 Tilkynn-
ingar 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: Dominic Frontiere
og hljómsveit hans leika eldheit
ástarlög.
20.10 Börn og bækur; III. erindi (Dr.
Símon Jóh. Ágústsson prófess-
or).
20.35 Tónleikar: Píanókonsert í F-dúr
eftir Gershwin (Eugene List og
Eastman-Rochester hljómsveit-
in leika; Howard Hanson stjórn-
ar).
21.05 „Fjölskylda Orra“, fjórtánda
mynd eftir Jónas Jónasson. —•
Leikendur: Ævar R. Kvaran,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Hall
dór Karlsson og Valdimar Lár-
usson. Höfundur stjórnar flutn-
ingi.
21.30 Einsöngur: Stefán íslandi syng-
ur óperuaríur.
21.45 Endurminning um hestamann /
eftir Stefán Vagnsson (Andrés
Björnsson flytur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson**
eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson;
I. (Séra Sveinn Víkingur).
22.30 íþróttaþáttur: Sigurður Sigurðs-
son segir frá knattspyrnuleik ís
lenzks og sjálenzks úrvalsliðs.
22.40 Næturhljómleikar:
Sinfónía nr. 2 eftir Charles Ivea
Fílharmoníusveitin í New York
leikur; Leonard Bernstein stj.)
23.20 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 5. júlí.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 „Á frívaktinni (Sigríður Haga-
lín).
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillk.
— Tónleikar. — 16.30 Veður-
fregnir. — Tónleikar. — 17.00
Fróttir. Tónleikar).
19.30 Fréttir.
18.30 Óperulög. — 18.45 Tilkynnlngar,
— 19.20 Veðurfregnir.
20.00 „Meistarasöngvararnir" forleik-
ur eftir Richard Wagner (Kon-
unglega f í lh a rmo níusve it i n f
Lundúnum leikur; Sir Malcolm
Sargent stjómar).
20.10 Akureyrarpistill; II. (Helgi Sæ*
mundsson ritstjóri).
20.30 Óperumúsik: Nílar-atriðið
„Aidu“ eftir Verdi (Jussi Björ-
ling, Zinka Milanov og Leonard
Warren syngja með kór og
hljómsveit Rómaróperunnar;
Jonel Perla stj.).
21.00 Bæjartóftir Ingólfs; síðara er-
indi, áður útv. 16. ág. 1930
(Helgi Hjörvar rithöfundur).
21.25 Tónleikar: Nathan Milstein leik-
ur vinsæl fiðlulög.
21.40 Úr ýmsum áttum (Ævar R.
Kvaran leikari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson**
eftir Þorstein í». Þorsteinsson;
III. (Séra Sveinn Víkingur).
22.30 Hanmoníkuþáttur: Karl Jónatan®-
son og nemendur hans leika (Högnl
Jónsson og Henry J. Eylandj.
23.00 Dagskrárlok-
HETJUSÖGUR
íslenzkt myndablað
fyrir börn 8-80 ára
HROI HÖTTUR 4
og kappar hans
v
3hefti komið ^
í blaðsölur
og kostar aðeins 10 krónur.
X- X-
GEISLI GEIMFARI
X- X-’
— Hvers vegna ertu svo viss um
að einn aðstoðarmanna þinna hafi
verið rænt, Gengin prófessor?
— Ég fór til að ráðgast við hann
um atriði í sambandi við eldflauga-
sýninguna.___ Herbergi hans var
mannlaust, en rúm hans óumbúið,
eins og sofið hafi verið í því.... Og
það sáust merki þess að hann hafi
verið dreginn út úr herbervinu.
Geisli, ég lýsi þig ábyrgan!