Morgunblaðið - 18.07.1962, Blaðsíða 16
16
MORGVFBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. júlí 1962
_____ Alexander Fullerton *
Guli Fordinn
henní. Hún hafði gaman af þess-
ari bragðvísi minni.
Hvernig í dauðanum datt þér
þetta í hug?
O, ég hef gert það fyrr og það
er alveg hættulaust, vegna þess
að Matson hreyfir sig aldrei út
úr Höfðaborg. Og ef staðurinn
reynist sæmilegur, er ég til með
að senda honum smágrein um
hann í blaðið hans, og þá verður
þetta allt heiðarlegt.
Það var eins og hún yrði fyrir
vönbrigðum, að þetta skyldi ekki
vera fullkomin blekking.
Þegar við komurn inn um
dymar á húsinu, kom hljómlistin
í bylgjum á móti okkur, Og þetta
var góð hljómsveit. Brosandi
maður í hvítum smókingjaikka
kom á móti okkur og hneigði sig
fyrir Jane en heilsaði mér með
handabandi, eins og hann hefði
verið búinn að bíða komu minn-
ar árum saman. Líklega hefur
hann þekkt okkur strax vegna
þess að við vorum þama ný and-
lit, sem hann hafði aldrei séð
áður.
Ó, okkur er það svo mikil gleði
að sjá yður, hr. Matson. Hann
leit afux á Jane. Sérleg ánægja.
Jane brosti til hans. Það er
svo fallega gert af yður að taka
á móti okkur með svona stuttum
fyrirvara, hr.
Afsakið þér. Ég heiti Halkett.
Það gleður mig að geta það, frú
Matson. Jæja, má ég vísa yður
á borðið yðar?
Hann fylgdi okkur þangað.
Þarna vöru bæði blóm og kerta-
ljós, en á öðrum borðum aðeins
blóm. Borðið var mátulega af-
skekkt og ekki of nærri öðrum
borðum, en samt góður aðgangur
að dansgólfinu. Og stókinum vax
þannig fyrir komið, að við gátum
bæði séð dansgólfið og svo um
allan salinn.
Halkett fékk okkur matseðla
og sagði yfirþjóninum að vera
vel á verði, ef við skyldium þurfa
einihvers. Ég bað hann um vín-
skrána, en hann sagðist þegar
hafa sent eftir henni. Hljómsveit-
in var að leika sama lagið sem
forðum, þegar við vOrum sarnan
í Hádegishótelinu forðum — þeg-
ar Penny varð innkulsa og þegar
ég ákvað, að nú skyldi endir
verða á hjónabandinu okkar!
Ég sagði við þjóninn, að ég
mundi panta vínið þegar við
kæmum aftur af dansgólfinu. En
þegar við komum þaðan eitbhvað
tuttugu minútum seinna var
Haikett þar sjálfur ásamt stórri
ísfötu með kampavínsflösku í, og
tveimur þó. Og um leið og þjón-
amir löguðu til stólana fyrir okk
ur, sagði Halkett: Sælundur bið-
ur yður að láta svo lítið að....
Þegar þeir voru komnir úr
heymarmál sagði Jane. Finnst
þér þetta ekki nokkuð mikið? Ég
á við, að auðvitað er það yndis-
legt, en ef þeir kæmust að því,
fenigjum við að þvo upp í heilan
mánuð!
Ég hló. Þá gseti ég farið til
mannsins þíns og sagt við hann:
Jane leiddist svo mikið að vera
skilin frá yður, að hún hefur
fengið sér stöðu í gistihúsi, til
þess að gera eitthvað.
Nei, mér er alvara Ted.
Vertu óhrædd. Ég skal senda
Matson almennilega grein um
iþetta því lofa ég þér.
Þetta lét hún sér nægja. Og við
áttum þarna dlásaimlagt kvöld.
Kampavúnið var af beztu tegund
Og maturinn einhver sá bezti,
sem ég hef bragðað í Afríku.
Hljómsveitin virtist velja lög eft-
ir óskum okkar og hún var góð
að dansa eftir henni. Ég er nú
enginn sérstakuir dansari, en
reyni samt að stíga sem sjaldnast
á fætuma á dömunni. En þegar
ég dansa við Jane, finnst mér
sjálfum ég dansa vel. Líklega af
því, að ég nýt þess ofmikið til að
vita, hvað fætumir á mér eru
að gera.
Ég hefði gjama viljað bjóða
gestgjafanum upp á eitt gl-as af
hans eigin víni, en hæitti samt
við það, af því að ég var hrædd-
ur um, að samtalið bærist um of
að blaðinu. En svo reyndum við
að bæta úr því með því að þakka
mjög innilega fyrir okkur, hrósa
öllu, sem við heyrðum þarna og
sáum og fullvissa hann um, að
þess skyldi lofsaimlega getið í
Madame.
Það var yndislegt veður og
stjörnumar blikuðu á himninum,
en sjórinn silkigljáandi handan
við pálmana á sandoddanum.
Jane sagði, að hér væri svo
fallegt, að sig langaði mest til að
ganga eftir ströndinni, og þar
sem enginn var þama nærri, þá
fórum við alla leið niður í flæð-
armál við Ostruvíkina. Jane fór
úr sokkum og skóm og stakk fót-
unum niður í vatnið.
Þetta er alveg himneskt, Ted.
Við hefðum átt að hafa sund'boli
með okbur.
Þurfum við þeirra við?
Það er ekki nema í bókunum,
sem fólk baðar sig nakið. Aiuk
iþess fengjum við strax fjölda
áhorfenda ef við færum til þess.
Og fötin okkar mundu fyllast af
sandi og svo höfðum við ekkert
til að þunrka okkur á.... Hún
þagnaði snöggvast. Við gætum
nú sbroppið í gistihúsið og náð
í það, sem við þurfum.
Nei, þegar ég kem þangað, ætla
ég ehki að bugsa um nema eitt.
Hún hló og skvetti vatninu
með fótunum. Það hef ég líka
í huiganum og hef haft í allt
kvöld. Er það eins voðalegt og
það sýnist? Ég elska þig, Ted!
Af öllu hjarta og sálu!
Ég rétti út höndina og hún
greip hana og óg dró hana að
mér.
Lofum hverjum sem vill að sjá
okkur. Svo kom langur koiss, og
við gleymdum okkur bæði, en
þá bom bylgja frá aðfallinu og
gekk hærra á land en nokkur
hafði áður gert, og hún vætfi
skóna mína og buxnaskálmarnar.
Æ, hver skrattinn! Við skulum
fara heim í gistihúsið og það
strax, Jane! Strax!
Hún jánkaði því, og ég kyssti
hana aftur. Það verkaði eins Og
einhversbonar deyfilyf, svo að
við gátum ekki hætt, eftir að við
vorurn einu sinni byjuð. Jane
sagði: Það getur engum dottið
í hug að við séum gift, Ted.
Líklega hefur engum dottið það
í hug í veitingahúsinu heldur.
Gift fólk er ekki með gælur á
almanna færi eða dansgólfi.
Ekki það? Það skulurn við nú
samt verða — alla ævi!
Það vona ég líka.
Þegar við ókum til borgarinn-
ar, fór ég að hugsa um þetta og
hitt með, hvort það mundi nú
ekki bara betra, að Lessing neit-
aði að skilja við hana, svo að við
gætum ekki gifzt. Þá yrðum við
síður leið hvort á öðru.
Við fengum lyklana hjó dyra-
verðinum og gengum til her-
bergja okkar. Ég flýtti mér úr
fötunum og vafði handklæði ut-
an um mig, og þvoði mér og ég
rakaði mig líka, með tilliti til
hörundsins á Jane. Svo gekk ég
út á -svalirnar og naut þess að
láta kvöldloftið leika um mig
nakinn. Þaðan gat ég séð niður
að aðaldyrunum, og þar stóð bíll-
inn minn, þar sem ég hafði bom-
ið honum fyrir, í heilli röð af
bílum handan við veginn.
Að baki mér opnaðist hurð og
lokaðist aftur og ég heyxði ofur-
litla smelli í inniskóm Jane, þeg-
ar hún gékk gegn um herbergið
og út á svalirnar. Hún var furðu-
lega lítil á lágum hælum, og
eitthvað svo varnarlaus í inni-
sloppnum. Hún staðnæmdist við
hliðinia á mér og horfði út á sjó-
inn.
Ó, hér er srvo indælt og frið-
sælt, Ted, sagði húin. Ég dró
hana að mér og kyssti hana. En
eftir stundarkorn ýtti hún and-
litinu á mér frá sér. Ted hvað
þú ert sætur, þú hefur rakað
þi&i. Ég greip í annan endann á
mircisbandinu henmar og slopp-
urinn ópnaðist en hún losaði sig
alveg við hann og lét hann detta
á gólfið. Ég rétti út hendurnar
til að draga hana að mér aftur,
en hún streittist á móti. Hæ,
hægan hægan. Hún hleypti brún-
um að handklæðinu, sem ég var
með og sagði. Þú ert óþarflega
kappiklæddur.
Við sýndum svo hvort öðru
ástaratlot þarna á svölunum, og
svo sofnuðum við en ég vaknaði
aftur við kuldann, svo að ég bar
hana inn Og lagði hana í rúmið
mitt undir flugnanetiinu, án þess
að hún vaknaði. Það hafði verið
svalt úti á svölunum, en hér var
mollulegt og ég þurfti að setja
vindsnælduna í gang. Ég lá aft-
ur á bak og hlustaði á þytinn í
henni en Jane svaf vært eins Og
smábarn og andaði hlýtt á háis-
inn á mér. Mér fannst mig mest
langa til að liggja svona vakandi
alla nóttina, en Mklega hef ég
sofnað nohkuð fljóitt.
Það sem ég vaknaði við var
að barið var hart á hurðina. í
sama vetfangi og ég vaknaði, sá
ég, að þtið var orðið bjant af
degi, og þetta mundi vera her-
bergisþjónninn með mongiun-
drykkinn, og um leið mundi ég,
að ég hafði geymt að aflæsa
þama um kvöldið. Ég flýtti mér
að öskra í einhverjum ósköpum:
Nei! En það kom að Mtlu gagni,
því að fæst af þessu þjónustu-
fólki skilur annað mál en sitt
eigið, enda opnuðust dymar og
þjónninn kom inn, glottandi. En
í sama bili varð ég þess var, að
ég var einn í rúminu. Jane hlaut
að hafa farið meðan ég var enn
sofandi.
Við hittumst aftur eftir mör.gun-
verð. Þegar ég kom út úr borð-
salnum, fór ég niður í afgreiðsl-
una til að koma skilalboðum til
hennar herbergis Og hún kom
niður næstum strax. Hún hafði
ekki viljað neinn morgunverð, en
látið sér nægja teið. sem henni
var fært. Við gengum svo út
yfir veginn og í áttina til hafnar-
innar, og ég sagði henni frá við-
skiptum mínum við þjóninn og
hún hló að öllu saman.
Ég hélt ég hefði verið klók að
skilja þig eftir sotfandi, sagði
hún.
Þú skildir etftir ilminn af ilm-
vatninu þínu og hann ætlaði að
gera mig vitlausan. Þetta varð
svo stutt nótt hjá mér, að mér
fimnst ég hafa verið prettaður.
O, við hötfum femgið of mikið
kampavín. Þá er ég alltaf vön að
sofa eins og steinn.
Ég skal muna það. En, heyrðu
til, við gætum ekið tii Bagamoyo
núna, fyrri partinn. Vildirðu það
ekki? Hún svairaði, að það vildi
hún gjarna. Ég sótti syo mynda-
véliina mína og við lögðum strax
af stað. Og það var vel ómaksins
vert, því að borgin er miklu
eldri en Dar-es-Salaam og þar
eru fleiri eftirtektarverðair bygg-
ingar — í stuttu máli sagt, hefði
ég getað fleygt flestum myndun-
um, sem ég hafði tekið í Dar.
Og svo hatfði ég Jane með mér
og lét hana vera með á sumum
myndunum.
Það var um það bil verið að
loka matsalinum þegar við kom-
um aftur, og við géturn ekki
fengið nema einhvem kaldan
mat, og þjómustufólkið varð feg-
ið, þegar við fórum út til að fá
okkur kaffi. Meðam við vorum
að drekka það, sagði Jane, að
sig langaði að synda.
Ég hristi höfuðið og var ein-
beittur: Ekki núna, elskan.
Seinna, þegar fer að líða á dag-
inm.
Húm setti upp umdrumarsvip.
En ef ég nú vil symda múna? Þú
getur nú enn ekki skipað méir
fyrir — ekki fyrr en við erum,
gift. Og ég veit ekki einu sinni,
hvort þú getur það hieldur þá!
Ég hló. Það vill nú bara svo
til, að það er háfjara núna og
við yrðurn að ganga heila mílu
yfir sand' og grjót, sem Allah
hefur skapað alveg sérstaklega
til að meiða fætuma á vantrú-
uðum. En eftir nokkra klukku-
tírna verður ágætt að synda.
SHtltvarpiö
Miðvikudagur 18. júlf.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón«
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35
Tónleikar. — 10.10 Veðurfregn*
ir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillk.
Tónleikar. — 16.30 Veðurfregn-
ir. — Tónleikar. — 17.00 Frétt-
ir. — Tónleikar).
18.30 Óperettulög. — 18.50 Tilkynn-
ingar. — 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Lög eftir George Gershwinr
Hljómsveit leikur undir stjórn
Fredericks Fennells.
20.20 Auðæfum bjargað af hafsbotni;
síðara erindi (Séra Jón Kr. ís-
feld).
21.05 „Fjölskylda Orra“, fimmtánda
mynd eftir Jónas Jónasson.
— Leikendur: Guðbjörg I>orbj-
arnardóttir, Ævar R. Kvaran,
Halldór Karlsson. Guðrún Ás-
mundsdóttir, Richard Sigurbald-
ursson og Valdimar Lárusson.
21.30 Jóðlað, sungið og leikið: Þýzk-
ir listamenn skemmta.
21.40 Erindi: Aldarminning barna-
fræðslu í Reykjavík og skóla-
sýningin (Gunnar M. Magnús-
son rithöfundur).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson**
eftir Þorstein t». Þorsteinsson;
VII. (Séra Sveinn Víkingur).
22.30 Næturhljómleikar: Dr. Hall-
grímur Helgason kynnir holl-
enzka nútímatónlist; 2. kvöld:
Tvö verk eftir Hendrik Andri-
essen, þ.e. Sinfónía nr. 4 og
Ricercare (Concertgebouw hljóm
sveitin í Amsterdam leikur.
Stjórnendur: Eduard van Bein-
um og Georg Szell).
23.10 Dagskrárlok.
Finrmtudagur 19. júlí
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tónleik
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón-
leikar. — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —•
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 ,,Á frívaktinni" sjómannaþátt-
ur.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk,
— Tónleikar. — 16.30 Veður-
fregnir. — Tónleikar. — 17.00
Fréttir. —- Tónleikar).
18.30 Óperulög. — 18.45 Tilkynningar
— 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: Píanókonsert í D-
dúr op. 21 eftir Haydn (Emil Gil
els og I>jóðlega fílharmoniusveitin
rússneska leika; Rudolf Barshaj
stjórnar).
20.20 Erindi: Svipast um á Kili (Er«
lendur Jónsson).
20.4(5 Ýmis óperettulög: Austurrískir
listamenn syngja og leika.
21.05 ,.Fávitinn“, smásaga eftir Ingi-
björgu Ólafsson, þýdd af séra
Gunnari Ámasyni (Bríet Héð-
insdóttir).
21.20 Tónleikar: „1812“, forleikur op,
49 eftir Tjaikovsky (Sinfóníu*
hljómsveitin í Minneapolis leik«
ur; Antal Dorati stj.).
21.35 Úr ýmsum áttum (Ævax R. Kva*
an leikari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 KvöXdsagan: „Bjartur Dagsson**
eftir I>orstein Þ. Þorsteinsson;
VIII. (Séra Sveinn Víkingur),
22.30 Dagskrárlok.
X- >f
GEISLI GEIMFARI
fíOURS LATSS, AUOrUSK MISSIU6 SCIEHr/ST/S
FOUMD WMPEeUJö DAZEDL Y., UMABLE TD EX'
PLA/U WHAT HAPPEUED TO WMi
X- X- X-
<— Við finnum dr. Namron aldrei
með því að standa hér. Við verðum
að fara að leita.
Klukkustundum síðar finnst hinn
horfni vísindamaður ráfandi í vímu
.... án þess að geta sagt hvað fyrir
hann kom.
— Jæja. Dr. Draco veit nú allt
um eldsneytið og stýringu eldflaug-
anna.... Eitt atriði enn og þá veit
hann allt.