Morgunblaðið - 22.07.1962, Síða 8

Morgunblaðið - 22.07.1962, Síða 8
8 MORCVJSBlÁÐlÐ Sunnudagur 22. júlí 1962 Við hittum þau á Þingvöllum í' ÞEGAR ekmn er Norðurlands R vegur þurfa bílarnir að fara A upp æði háa og langa brekku 1 til að komast yfir fjallið milli ! Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslu, hvort sem þeir eru á leið að norðan eða sunnan. Þar á háskarðinu stendur bærinn Stóra-Vatnsskarð, og þar er tekinn við búi 23 ára gamall piltur, Benedikt Benediktsson. Árni föðurbróðir hans og Bene dikt faðir hans eru hættir bú- skap og sonur Árna kominn í aðra vinnu. Þess má geta til frekari glöggvunar, • að þeir Árni og Benedi’kt eru bræður Jóns Árnasonar, fyrrv. banka stjóra. — Við erum svo hátt uppi þarna. á Stóra-Vatnsskarði að við getum litið niður á flesta sveitungana, sagði Benni á Vatnsskarði, eins og flestir kalla hann, er við náðum tali af honum í Skógarhólum. — En Gustur hans var einn af þremur hestum sem hesta- mannafélagið Stígandi sendi í góðhestakeppnina. Benedikt el ur mikið upp hesta og temur [ þá til sölu og þeir eru ekki I, fáir Reykvíkingarnir sem á í vetrum ríða upp með Elliða- | ánum á skjóttum frá Vatns- [i skarði. I, — Af hverju við höfum k svona mikið skjótt? Það er svo i þæg'ilegt að þekkja það, og i hægt að senda krakkana eftir r, hvaða hrossi sem er. ( — Þó þú sért svona hátt uppi, þá smakkarðu aldrei á- I fengi, er það? i — Nei, nei, ekkert sterkara Benni á Stóra-Vatnsskarði á Gust sínum bú ihefur þú — Þetta er aðallega fjárjörð. Við höfum á fjórða hundrað fjár og 6 kýr og talsvert af hrossum. Hrossin geta yfirleitt gengið úti og þarf lítið fyrir þeim að hafa. Fjárbúið er orð- ið alveg nægilega stórt. Það er ekki mikið upp úr fjárbúi að hafa. Kýrnar virðast gefa drýgstar tekjur, svo ég er að hugsa um að hallast meira að þeim. — Það sést mikið af nýjum skurðum í landareign þinni. Mér or sagt að þú sért með njiklar ræktunarframkvæmd- ir? — Ég hef stækkað ræktar- landið um 10 hektara á sl. 4 árum, og það fer að nægja í bili. En hvað skurðunum við kemur, þá hefi ég þurrkað miklu meira upp. Það mundi duga mér fram á gamals aldur, ef ég hefi bara f járbú og reynd ar hvort sem væri. Einhvers staðar hlýtur maður að setja hámarkið. ekki sízt ef maður býr einn. — Og þú ert ekki búinn að fá þér konu. Sumir segja að svo afleitt sem það sé að vera konulaus í bæjunum, þá sé óbúandi í sveit án þess að hafa húsfreyju. — Það er furða hvað þetta gengur. Ekkert liggur á með- an ég hefi hjá mér frænku, sem hefur alið mig upp. Og ætli ég hugsi mér ekki að ná mér í einhvern kvenmann. — Er ekki erfitt að fá mann skap svona langt upp í sveit, — Eg hefi bara rollinga úr Reykjavík. Það er ekki erfitt að fá þá. Þið hafið svo mikið krakkastóð þar, að þið eruð í vandræðum með þá, en hjá okkur koma börnin að góðu Aldrei fullur, nema af áhuga en kók. Hefi ekki þurft þess með ennþá Hvernig heldurðu að ég yrði ef ég færi að drekka? Ætli ég yrði ekki allt- of fyrirferðarmikill, eins og fjölmargir vilja verða. Annars er það ekki svo að skilja að ég skemmti mér ekki vel þó menn séu við skál í kringum mig. Það er auðskilið hvað hann á við. Því Benedikt er hrókur alls fagnaðar hvar sem hann er og syngur mikið af skemmti legum vísum. Útvarpshlustend ur fengu nýiega að heyra hann syngja gamanvísur, enda skemmtir hann oft heima í sveitinni. — Svo þú ert ákveðinn í að búa, Be'nedikt? Hvers konar liði, ef þeim er vel stjórnað. Eg hefi 6 krakka í sumar og þau geta t.d. vel mjálkað. Ef ég stækka kúabúið, þá fæ ég bara mjaltavélar og þá geta þau haldið áfram að sjá um mjaltirnar. — Bú, þar sem hestar eru hlýtur að vera eftirsótt hjá krökkum. — Já, ég hefi hesta fyrir krakkana. Það verður að gleðja þessi grey með ein- hverju. Og þau kunna vel að meta það. — Þú hefur komizt frá bú- inu svona um sláttinn? — Eg er ekki farinn að slá. Sláttur er lítið eitt seinni hjá mér en í fyrra, vegna lélegrar sprettu. — Úr því þú hugsar þér ekki meiri ræktunarframkvæmdir í bráð, hver eru þá framtíðar- áformin? — Að byggja upp. Við erum búin að byggja yfir tæplega 500 fjár, gerðum það aðallega á árunum 1957 og 1958. En bærinn er frá 1938 og þarf að fara að taka hann í gegn. Eg er ekki búinn að ákveða hvort ég reyni að gera hann upp eða byggi nýtt hús. — Svo þú ert ákveðinn í að fylgja ekki straumnum úr sveitinni? Hvað ertu búinn að búa lengi? — Eg er búinn að vera að gutla þetta frá því ég var strákur og smátaka við. Fór bara einn vetur á Hólaskóla og hefi aldrei haft áhuga á öðru en búskap. En það er rétt, yngri menn hverfa mikið úr sveitinni, fara á vertíð eða fást við önnur störf sem til falla annars staðar. Það er eitt hvert los á þeim. Annars þurfa líka að vera atvinnumöguleik- í sveitunum. Það er þó mikill munur að byrja með heilt bú, eins og ég hefi gert. — Finnst þér, sem ert svona félagslyndur og kátur, ekki dauft í sveitinni? — Nei, nei, það er margt hægt að gera sér til skemmtun ar á kvöldin. Við höfum t.d. karlakór í Skagafirði, Heimir, og komum saman á æfingar og syngjum. Annars gæti skemmt analífið verið meira ef aðstað- an væri betri. Við höfum ekk- ert húsnæði og ef einhver skemmtun er á döfinni, þá hrekst maður með hana í aðr- ar sveitir. En við erum ekki i neinum vandræðum með að skemmta okkur sjálf. Og svo er Benedikt horfinn á sínum jarpa góðhesti. — E. P4. ) I L-------------:----------------- VerzI^narhúsnæði Lítið verzlunarhúsnæði óskast tii leigu við Laugaveg eða á góðum stað í Miðbænum. — Tilboð merkt: „1340“ sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. íöstudag. _ í,'~~~—i- . ~ Matreiðslan er auðveia og bragðið ljúffengt ROYAL SKYNDIBÚÐINGUR M œ 1 i ð '/j liter af lcaldrt mjólk og hellið i skál Blandið innihaldi pakk- ans saman við og þeyt- ið I eina minútu — Bragðtegundir' — Súkkulaðl Karamellu Vanillu larðarberfa Greinargerðfrá Félagi framreiðslumanna „VEGNA deilu Félags fram- reiðslumanna við Samband veit ingamanna vill félagið taka fram eftirfarandi: Samningum félagsins við veit- ingamenn var sagt upp í lok aprílmánaðar og féllu þeir úr gildi 1. júlí sl. 20. jóflí sl. sendi Félag framreiðslumanna Sam- bandi veitinga- og gistihúsaeig- enda uppkast að nýjum samning um og óskaði eftir að samninga- umleitanir yrðu hafnar hið fyrsta. Þessu svöruðu veitinga- menn engu, hirtu ekki um að ræða samninga, fyrr en eftir að þeim barst verkfallstilkynning 11. þ.m. Mánudaginn 16. þ.m. var svo haldinn samningafund ■ ur, sem stóð í tvær stundir og endaði án nokkurs árangurs, þar sem veitingamenn neituðu að ganga til samninga. Þá vís- aði Félag framreiðslumanna deilunni til sáttasemjara. 19. þ.m. boðaði sáttasemjari til sáttafundar og stóð sá fundui í 10 klst., en árangur varð eng- inn, veitingamenn vildu ekki ræða samninga og höfnuðu öllum tillögum Félags fram- reiðslumanna til málamiðlunar. Báru veitingamenn það helzt fyrir sig að þeir hefðu „hús- bóndavald“ á veitingahúsunum, sem þeir vildu ekki að væri rýrt að neinu. Þar sem sáttatilraunir fóru al- gjörlega út um þúfur, vegna ein- dæma stífni hinna miklu „hús- bænda“ var áður boðuð vinnu- stöðvun látin koma til fram- kvæmda að morgni föstudagsins 20. þ. m., þ. e. í fyrradag. Veitingamenn hafa haldið því fram að vinnustöðvunin hafi ekki verið boðuð með nægileg- um fyrirvara. Um þetta forms- atriði nægir að upplýsa, að 11. þ.m. kvittuðu Samband veit- inga- og gistihúsaeigenda fyrlr tilkynningu um vinnustöðvun, sem komið gæti til framkvæmda 20. júlí, eða eins og segir í bréfi Félags framreiðslumanna. „Vér leyfum oss hér með að tilkynna yður, að vér munum frá og með föstudeginum 20. júlí 1962 stöðva alla vinnu meðlima fé- lags vors hjá meðlimum félags yðar“. Með bréfi, dags 12. júli, ítreka veitingamenn ennþá, að þeir hafi, 11. júlí móttekið til- kynningu um vinnustöðvun 20. júlí, og var bréf veitingamanna undirritað af framkvæmdastjóra samtaka þeirra, Jóni Magnús- syni, héraðsdómslögmanni. 1 sambandi við fullyrðingar veitingamanna um það að verk- | fallið sé ólöglegt, skal á þa« bent, að sami maðurinn — Jón Magnússon — sem ákafast hef- ur haldið fram ólögmætu verk- fallsins kom í dag á fund fram- reiðslumanna að Hótel Borg og krafðist þess að þeir legðu þeg- ar niður vinnu. En eins og kuno ugt er þá veitti Félag fram- reiðslumanna Hótel Borg og Hótel Sögu undanþágu frá verk fallinu, að þvi er snertir þjón- ustu við dvalargesti hótelanna. Veitingamenn létu Morgunhlað- ið hafa það eftir sér, að til- gangurinn með verkfalli fram- reiðslumanna væri m. a. sá að torvelda fyrirgreiðslu við er- lenda ferðamenn og vinna með því gegn þvi, að ferðamanna- straumur til landsins örfaðist, En þegar Félag framreiðslu- manna veitir undanþágu fyrir hótelin til þess að skerða ekki þjónustu við dvalargesti hótel- anna, erlenda og innlenda, þá bregðast veitingamenn hinir verstu við og telja það ósvífni að veita slíkar undanþágur, og umhyggja þeirra fyrir erlendum ferðamönnum er ekki meiri en svo, að þeir reyna að hindra það, að hótelin geti veitt dvalar- gestum sínum eðlilega þjón- ustu“. HPINGUNUM.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.