Morgunblaðið - 22.07.1962, Qupperneq 19
Sunnudagur 22. júlí 1962
MORCUNBLAÐIÐ
19
Af hverju eru
urnar svona
Rætt við Jóhcum Jónasson forstjóra
MBL. bað í gær Jóhann Jónas- tvenns konar tilgangi: 1) bjarga
son, forstjóra Grænmetisver*l-1 því, sem bjargað yrði, og 2)
unar landbúnaðarins, um stutt gera tilraun til að fá viðurkenn-
ingu á því, að við gætum fram-
leitt hér kartöflur, er væru sam
viðtal vegna innflutningsins á
kartöflum frá ítaliu og verð-
hækkuninni. Varð hann fúslega
Við þeirri beiðni.
— Þið voruð að flytja út ís-
lenakar kartöflur til Englands,
eins og við skýrðum frá á sínum
tíma. Nú segja sum dagiblöð, að
5>að sé undarlegt að flytja út ís-
lenzkar kartöflur og erlendar
inn nokkru seinna. Hvað viljið
(þér segja um það?
— Þar kemur ýmlslegt til.
!Það hefur ekki hent fyrr en í
vor, að fyrra-ársbirgðir af ís-
lenzkum kartöflum væru svo
xniklar, að til mála kæmi að
hefja útflutning á þeim. Nú í
xnaí voru svo miklar birgðir 1
landinu, að fyrirsjáanlegt var,
að útilokað væri að geyma þær
óskemmdar fram að næstu upp-
skeru, þ. e. í ágúst. Með öðrum
orðurn: Þær hefðu ekkl orðið
neyzluhæfar, og er þá miðað við
geymsluþol, geymsluskilyrði og
kartöflukaupaþörf almennings.
iÞví var gripið til þess ráðs að
selja úr landi dálítið magn í
— Úr ýmsum áttum
Framhald af bls. 10.
tn sér stað við vegar-
tálmun, sem hermenn SÞ
höfðu sett upp.
Konurnar létu ekki að sér
hæða, þótt við „sterkara
kynið'* væri að etja. Þær
lögðu til orrustunnar mikil-
úðlegar á svip og létu sig
hvergi. Tshombe segir, að
indversku hermennimir hafi
átt sök á því, að í brýnu
sló. Þeir hafi byrjað með
því að stugga við kvenna-
hópnum. Af hermannanna
hálfu er svo hinu gagnstæða
'haldið fram.
MEÐ TRJALURKA
AB YOPNI
Myndirnar hér á siðunni
eru frá bardaganum. Sú
stærri aýnir hermennina
verjast ðsókn kvennanna og
reyna með trjálurka að
vopni að bægja þeim frá.
Bykið þyrlast upp af jörð-
inni. Þegar þarna var komið
höfðu konurnar tætt niður
vegartálmunina. — A hinni
xnyndinni sjást nokkrar
kvennanna við skúr einn,
«em velt hafði verið um koll.
Átökin áttu sér stað í eða
við Elisabetville, höfuðborg
Katanga-fylkis, og tóku þús-
undir kvenna þátt í þeim.
—- Alls var talið að 3 hefðu
látið lífið í óeirðum þessum.
LEITAB LAUSNAR
Samkvæmt fregnum, sem
nú berast að úr ýmsum átt-
um, er mikill áhugi ríkjandi
á þvi, að leggja á næstunni
meiri kraft en áður á það að
leiða deilurnar í Kongó til
endanlegra lykta. Munu t.d.
vesturveldin vera að hug-
leiða þessa dagana, hvaða að
gerðir orðið geti að mestu
gagni I því skyni. Eru þau
sögð vera reiðubúin til að
gera ailt sem í þeirra valdi
stendur til þess að leysa mál
ið — annað en grípa til
vopnavalds. Takmarkið er
að leysa það á friðsamlegan
hátt,
keppnislhæfar á erlendum mark-
aði bæði um verð og gæði.
Sannleikurinn er sá, að miðað
við birgðir, neyzlu og geymslu-
þol var ekkert viðlit að geyma
kartöflurnar frá fyrra ári fram
í ágúst, enda kom það síðar
fram, að talsvert skemmdist hér
af þeim, sem geymdar voru.
— Og hvað um innflutning-
inn?
—- f upphafi var að sjálfsögðu
reiknað með því, að flytja
þyrfti inn eitthvert magn af út-
lendum kartöflum til neyzlu í
Jóhann Jónasson
ágúst. Þessi innflutningur fer
auðvitag eftir því hvernig árar,
hve snemma íslenzkar kartöflur
koma á markað. Nú kom í ljós,
að seint voraði, klaki fór seint
úr jörð og því síðla sett niður,
svo að engin von var um upp-
skéru að ráði fyrr en síðast i
ágúst. Þvi var ljóst að flytja
þyrfti inn nýjar kartöflur handa
neytendum, sem svaraði mán-
aðarneyzlu þjóðarinnar. í raun-
inni var um það að ræða, hvort
hinn almenni neytandi ætti að
eiga völ á gömlum og e.t.v.
meira eða minna skemmdum is-
lenzkum kartöflum eða nýjum
útlendum.
— Þér fóruð svo utan nú ný-
verið til þess að semja um inn-
kaup?
— Jú, í byrjun þessa mánaðar
fór ég til ýmissa Evrópulanda í
þeim erindum. Óvenju örðugt
er nú að fá kartöflur í Evrópu,
og má reyndar segja, að algert
kartöf 1 uihungur ríki þar, jafnvel
í löndum eins og Danmörku og
Hollandi, sem venjulega hafa
flutt út kartöflur á þessum árs-
tíma. Þetta stafar af því, að þar
eins og hér er uppskeran tveim-
ur til þremur vikum á eftir
eðlilegum tíma vegna óhagstæðs
veðurfars. Eru kartöflur því al-
veg sérstaklega torfengnar og
dýrkeyptar um þetta leyti. Þess
má geta til dæmis, að er danskar
kartöflur komu fyrst á markað-
inn nú, kostuðu þær um 25 kr.
isl. hvert kg. út úr búð, en
munu nú vera komnar ofan í
um 9—10 kx. kg. Svipaða sögu
er að segja frá Þýzkalandi og
Hollandi.
— Yður tókst samt að útvega
nýjar kartöflur?
— Já, ég náði samningum um
kaup á 350 tonnum frá Ítalíu.
Þetta eru fullþroskaðar kartöfl-
kartöíl-
dýrar?
ur (á Ítalíu eru tvær kartöflu-
uppskerur á ári) og allgóð vara.
Eru þær komnar hingað fyrir
nokkrum dögum með skipum
Eimskipafélags íslands.
— Viljið þér segja nokkuð sér
stakt um skrif ákveðins dag-
blaðs hér um þennan inn- og
útflutning?
— Ekki annað en það, sem ég
hef þegar sagt. Væri hægt að
saka okkur um eitthvað, væri
það helzt fyrir það, að við
hefðum ekki flutt meira magn
út en raun var á, þvi að nokk-
urt magn skemmdist hér heima.
Svo er mér ekki kunnugt um,
að í nokkru Evrópulandi nema
íslandi séu kartöflur frá fyrra
ári boðnar fram til neyzlu á
þessum tíma á»s.
—- Hvað um verðið?
— Verðið á ítölsku kartöflun-
um er talsvert undir því gang-
verði, sem gildir í nágrannalönd
um okkar, og þar var gersam-
lega útilokað að fá keyptar kart
öflur á jafn hagstæðu verði.
Verðið er vitanlega hátt, eins
og alls staðar í Evrópu. Kartöfl-
ur eru óvenju dýrar hvar vetna
miðað við venjulegar aðstæður.
Yfirleitt er það meira en tvö-
faldað - innkaupi. Nefna má til
samanburðar um kaup okkar á
þeim itölsku, að normalt verð í
heildsölu í Danmörku er 25—28
aurar danskir hvert kg. Nú er
það þar 93—100 aurar, en þessar
ítölsku kostuðu þó ekki nema
75—80 aura kílóið, sem að vísu
er hátt verð, en allsæmilegt
miðað við núverandi aðstæður.
Við verðið hér heima bætist svo
það, að ákveðið hefur verið ið
hætta niðurgreiðslum. Er því
verðið ósambærilegt við það,
sem verið hefur.
— Og að lokum, hvað álítið
þér um útflutning héðan í fram-
tíðinni á kartöflum?
— Um það er engu hægt að
spá. Við höfum nú aflað okkur
nauðsynlegrar viðurkenningar á
samkeppniéhæfi íslenzkra kart-
aflna erlendis, en e.t.v. liggur
framtíðin aðallega í útsæðis-
sölu. Við erum svo heppnir að
vera lausir við ýmsa skaðvalda,
sem spilla kartöfluuppskeru
sunnar í löndum, svo sem hina
alræmdu eolorado-bjöllu og alls
konar veirutegundir, sem lifa
í mold. Það er einnig staðreynd,
að útsæði frá norðlægum lönd-
um reynist sérstaklega vel til
ræktunar í suðrænum löndum.
Akurnesingar
veiða laxinn
AKRANESI. 21. júlí. — Einvarð-
ur Albertsson, 14 ára, sem heima
á á Vesturgötu 85, veiddi á flóð-
inu í gær 10% punda lax í ósnum
í Berjadalsá. Laxinn var akfeitur
og nýgenginn úr hafinu. Helga
móðir hans matreiðir hann í há-
deginu í dag.
★
Mótorbáturinn Fram, skipstjóri
Emil Pálsson, var í nótt að toga
NV af Eldey á 80 faðma dýpi
í leirbotni. Þar fékk hann 14
punda lax, feitan og fallegan í
humartrollið. Fram fékk 600 kg
af humar. — Oddur.
LONDON, 21. júlí (NTB) — Ro-
bert Soblen, bandaríski njósnar-
inn, hefur áfrýjað úrskurði
brezks dómstóls um að hann skuli
ekki látinn laus úr fangelsi. Verð
ur áfrýjunin tekin fyrir næstkom
andi fimmtudag.
Vespa rakst á bíl
UM kl. 7 í fyrrakvöld varð slys
á gatnamótum Laugarvegs og
Frakkastígs, er bifreið og Vespu-
hjól, sem tveir menn voru á, óku
saman. Hentust mennimir tveir
í götuna, og skarst annar, sem
var Dani talsvert á fæti. Öku-
maðurinn meiddist lítið.
Bifreiðin var á leið norður
Frakkastíg, yfir Laiugaveginn. Er
hún kom að gatnamótunum sást
aðeins Volkswagen sendiferða-
bíll koma hægt í nokkurri fjar-
lægð og taldi bílstjórinn því
óhætt að fara yfir. En hjólreiða-
mennirnir komu, þá skyndilega
auga á aðra bifreið, sem ók
fram með Volkswagenbílnum og
lentu á bifreið hans. Vom báðir
fluttir í Slysavarðstofuna.
Rannsóknarlögreglan biður bif
reiðastjórann á Volkswagenbíln-
um, sem var gulur að lit, um að
gefa sig fram, þar eð hann hefur
orðið vitni að atburðinum.
— Böndin berasf
Framh. af bls. 20.
rannsókn haldið áfram, jafnframt
því sem gerðar verða ráðstafanir
til hindrunar á útbreiðslu veik-
innar, eftir því sem ástæða er
tiL
Veiki þessi virðist ekki hafa
breiðzt út frá manni til manns
að neinu ráði og hagar sér að
því leyti ekki sem farsótt, heldur
sem matareitrun. En að sjálfsögðu
getur fólk með veikina smitað út
frá sér, ef sýklar frá hægðum
þeirra berast í matvæli. Er sjúkl-
ingum því stranglega bannað að
vnna við hvers konar afgreiðslu
á matvælum eða neyzluvörum,
unz læknir hefir úrskurðað, að
smithætta sé um garð gengin.
Eins og áður skal það og brýnt
fyrir fólki, jafnt heilbrigðum sem
sjúkum, að gæta fyllsta hreinlæt-
is í hvívetna, svo sem við mat-
reiðslu í heimahúsum, meðferð
barna, í sainbandi vð notkun sal-
ernis o. s. frv., m. a. að þvo sér
rækilega um hendur eftir notkun
salernis og fyrir máltíðir.
Þess hefir áður verið getið, að
sýkill sá, sem hér er að verki,
geti borizt með eggjum. Og með
því að egg eru 1 allri mayonnaise,
sem samkvæmt framansögðu ligg
ur undir grun, þykir rétt að vara
fólk við að neyta eggja öðru vísi
«n vel soðinna, og með því að
sýklarnir geta setið utan á skurn
inu, kunna þeir að geta borizt
í hendur og þaðan í mat.
EINS og skýrt var frá í blaðinu
í gær verður kvikmyndin Ama-
zonas (Gnll og grænir skógar),
sem Jörgen Bitsch tók á ferð
sinni um Suður-Ameríku sýnd í
Stjörnubíói í dag og á morgun,
en síðan verður farið með mynd-
ina í sýningarferð út á land.
Myndin hér að ofan er úr kvik-
myndinni. Sýnir hún hvar galdra
maður þylur særingar og rekur
burt illa aada.
Norska barna-
hljómsveitin
Hljómsveitartónleikar norákra
skólabarna, sem haldnir voru fyr
ir styrktarfélaga Tónlistarfélags-
ins og s*ðan voru leiknir þjóð-
söngvar íslands og Noregs, áður
en gengið var til efnisskrárinnar.
Hér er á ferðinni fallegur hóp-
ur prúðra barna, og er ánsegju-
legit, að þau skuli hafa fengið
tækifæri til að gista ísland
nokkra sumardaga. En á hinni
bröttu braut tónlistarinnar eiga
þau flesta hjallana framundan.
Við aðrar aðstæður, t.d. á ungl-
ingasamkomu í Tjarnarbæ, hefði
leikur hljómsveitarinnar getað
verið góður liður á lengri
skemmtiskrá. En í flofcki úrvals-
tónleika, eins og tónleikar Tón-
listarfélagsins eiga að vera, voru
þessir byrlendur í listinni eklki
á réttum stað, og er hér um leið-
an misskilning eða misstöik að
reeða.
Engu að síður var hljámsvett-
inni og stjórnanda hennar, Thor-
leif Schöynen, vel fagnað og með
þeirri vinsemd, sem fylgir frænd
semi við Norðmenn.
Jón Þórarinsson
Óska eftir að leigja
verzlunarpláss fyrir bifreiðavarahluti. helzt með góðu
bílastæði. Húskaup komi til greina, þarf ekki að
vera í Miðbænum. Tilb. sendis í box 185.
IMýjar sendingar:
Einlit snntarkjólaeini
Röndótt sumarkjólaeíni
Ban-lon jersey
Nylon — Chiffon
Prjónasilki
Bósótt sumarkjólaefni
(með hvítum grunni).
Markaðurinn
Hafnarstræti 11.
LV