Morgunblaðið - 26.07.1962, Side 9
Fimmíudagur 26. íúlí 1962
MORCUVBT4fílÐ
9
Bændaför
Skagfirðinga
SKÝN við sólu Skagafjörður. —
Skagafjörður breiddi út faðminn
á móti 116 búendum sínum, sem
etaddir voru í Varmalilíð mánu-
dagsmorguninn 25. júní. í»eir
voru að leggja á stað í 8 daga
ferðalag til Suð Austurlands.
Logn var og sólskin eins og það
getur fegui-st orðið, eyjarnar,
fjöllin byggðin öll umvafið sól-
ergeislum. Voru likur til að við
fengjum að sjá annað fegurra?
Ragnar Ásgeirsson væntanleg-
lir fararstjóri var mættur í
Varmalhlíð og tók nú röggsam-
lega við stjórninni. Raðað var í
4 bíla frá Sleitustöðum, glæsilega
farkiosti, bílstjórarnir ungir lag-
legir menn, sem tilhlökk.un var
að ferðast með. Ekið var úr hlaði
kl. 9 eins og leið liggur fram
Skagafjörð upp á Öxnadalsheiði.
Skagafjörður kvaddur en við tók
nýtt, glæsilegt hérað og komið til
Akureyrar um kl. 11.30. Fólkið
fék>k stund til að hitta vini og
kunningja, en var svo boðið til
dagverðar af K.E.A. að hótel
KEA, Var iþar vel veitt að vanda
og árnaðaróskir flufctar af for-
etöðumönnum kaupfélagsins.
Ragnar Ásgeirsson sagði þar frá
f erðaáætlun, áminnti um stund-
vísi o. fl., er ferðinni viðkom. Kl.
um 1,30 safnaðist fólkið að bíl-
unum og mátti heita sæmilega
etundvíst. Ekið var nú upp Vaðla
heiði í yndislegu veðri og útsýni
eins og það gefcur bezt verið yfir
(blómlegar sveitir báðumegin
Eyjafjarðar vel ihýstar jarðir og
stórar lendur ræktaðar. Maður
heyrir líka að Eyfirðingar séu
með fremstu bændum 1 búnaði
öllum. Áður en varir erum við
komin í Þingeyj arsýslu. Laufgað
ur skógur er nú höfuðprýði á
leið okkar en ósköp finnst okkur
að sjá kölin í túnunum, sem hlýt
ur að verða stór hnekkir búandi
manni. Ekski er stanzað í Vagla-
skógi en Groðafoss skoðaður og
allar birgðir af gosdrykkjum
keyptar upp hjá útibúi K.I> að
Fossthóli, þvi að sólskinið og góða
veðrið gerði fól'kið þyrst. — Að
Laugum í Þingeyjarsýslu beið
fjöldi Þingeyinga og þar voru
framreidd veisluföng í boði Bún-
aðarsamibands Þingeyinga Undu
gestir og heimamenn þar við
söng, ræðuhöld og samræður. —
Karlakór söng einnig við ágætar
undirtektir gesta. Við áttum bágt
með að slíta okkur frá þessum
gleðskap og höfðingjaboði en dag
ur vax að kvöldi kominn og bænd
ur og húsfreyjur þeirra biðu okk
ar á gististöðum. Var öllum skift
niður til gistingar allt frá Reykja
kverfi í Keldukverfi. Átfcum við
þama indælar nætur eins og
alls staðar í ferð okk-
ar. Áður en farið var til náttstað
ar safnaðist fólkið saman að
Hveravöllum í Reykjahiverfi og
horfði á rnyndarlegt gos. Þar á
K.E.A. ásamt fleirum mikið af
gróðurhúsum. Búsældarleg og
falleg sveit er þama, fólkið mynd
arlegt og frjálslegt og að morgni
26. júní bar öllum saman um að
Þingeyingar hefðu borið Skag-
firðinga á höndum sér. Að
morgni höfðu 'hinir agætu bíl-
stjórar nóg að gera að safna
fólkinu saman, og var nú keyrt
viðstöðulaust að Ásbyrgi. Veður-
guðinn sýndi okkur nú að það
var hann, sem valdið hafði, því
®ð nú rigndi ein ósköp rétt á
meðan stansað var i þessum ein-
kennilega stað. Varð því minni
viðdvöl þar en áætlað var. 1
Ásbyrgi komu til móts við okk-
ur allmargir Norður-þingeying-
er, sem sýndu okkur þetta merki
lega náttúrufyrirbrigði, sem þeir
eð vonum eru sfcoltir af. Eftir
góðar óskir og kveðjur var hald-
ið áleiðis að Dettifossi, þessum
tröllaukna jötni sem Norðlend-
ingar gera sér nú miklar vonir
um að verði beislaður öldnum
og ótoornum til nytja. Og þá erum
við áður en varir komin upp á
Hólsfjöll og Möðrudalsöræfi,
miklar auðnir. umhugsunarvert,
að miikill hluti af okkar blessaða
landi skuli vera sandaunir og
jöklar. í Möðrudal var staðið við
um stund og sýndist fólki þar
ekki glæsileg* til búskapar.
Áfram er brunað, gróður eykst
og senn sjáum við niður á Jökul
dal. Dagur er liðinn. Austfirðing-
ar mæta okkur á Jökuldal albún
ir að gera okkur dvölina á Hér-
aði ánægjulega. Eins og fyrr er
fólkinu skipt á bæina til gisting-
ar. Margt aif ferðafólki er orðið
þreytt og þykir því sumstaðar
nokkuð langt á milli bæja, en
gestrisni Norðmýlinga fær okkur
til að gleyma þreytunni. Það er
allsstaðar veizlufagnaður og líikt
eins og bróðir eða systir væru
komin til gistingar
Það er spjaUað og spurt fram
á nótt. Söm eru áhugamálin og
einkennilega margir hitta
gamla kunningja eða jafnvel
skyldmenni. Að morgni risu all
ir úr rekkju hressir og ánægð-
ir, tilbúnir að mæta ævintýr-
um dagsins.
Fólkið lagði upp næsta dag
hresst og ánægt, margt af okk-
ur með nesti og nýja skó, eins
og sagt er frá gestgjöfum sín-
um, og nú var haldið um Hér-
að, keyrt um Skriðdal, komið
að Skriðuklaustri og borðað í
félagsheimili þeirra Skriðdæl-
inga. Þá var haldið í Hallorms-
staðaskóg. Þurfti margt af fólk-
inu að ganga nokkra leið þar
sem vegur er ekki ennþá góður
stórum bílum á parti en alUr
mættu í skóginum og öllum
varð sú stund ógleymanleg. —
Dásamlegur staður og móttökur
eftir því. Munu Skagfirðingar
seint gleyma Guttormslundi,
Gróðrarstöðinni og svo veiting-
unum hjá Skógræktinni, sem
margir gestanna kunnu vel að
meta. Ég held að skagfirzkir
bændur hefðu gjarnan viljað
taka Sigurð Blöndal skógarvörð
og bera hann á gullstól um ríki
hans, en ekki var til setu boðið
þó margir hefðu viljað stanza
lengur á þessum stað.
Veizla var tilbúin á Egilsstöð-
um, þar sem Búnaðarsamband
Austurlands var gestgjafi. —
Stjórnaði því hófi Sveinn JóAs-
son, stórbóndi á Egilsstöðum.
Var þarna setið í fjórar stund-
ir, sungið, rabbað, etið og
drukkið eins og hver og einn
torgaði, um 20 ræður fluttar.
Héraðsbúar eru glaðsinna og
myndarlegt fólk, sem Skagfirð-
ingum þótti gott að blanda geði
vjð. En allir dagar líða og einn
ig þessi ágæti dagur. Gestir óku
í náttstað að Egilsstöðum og
sveitina þar um kring. Liðið
var á i.óttu er fólk fór til nátt-
staðar, mjög ánægt yfir vel
heppnuðum degi. Næsta dag,
28. júní, var keyrt af stað í
ágætu veðri eins og áður, fram
Skriðdal og yfir Breiðdalsheiði.
Misjafnar spár voru um ferða-
lag okkar þennan dag, þar sem
vegur var talinn allerfiður á
köflum. Vegagerð ríkisins hafði
þó lofað endurbótúm og hjálp,
ef á þyrfti að halda svo að
ferðafólkið var vonglatt og
bjartsýnt, enda gekk allt vel
yfir heiðina og áfram var hald
ið langan veg að okkur fannst
niður í Breiðdal. Breiðdæling-
ar komu á móti okkur upp að
Heiði og skiptu sér í bílana eins
og alls staðar var gert.
Var þetta vel gert ókunn-
Fréttaritara blaðsins í Borgarnesi var falið að fara upp að Norðurá og taka þar mynd af lax-
veiðimönnum. Þegar hann kom að Laxfossum, sá hann veiðimann á hakkanum hinu megin.
- ð hann yfir ána í vöðlum og hitti þar fyrir einn kunnasta laxveiðimann landsins, þ.e.a.s. for-
seta Islands, Asgeir Ásgeirsson.
ugu fólki, því að ekki gat Ragn
ar okkar Ásgeirsson alls staðar
verið okkur til leiðbeiningar og
skemmtunar. Að félagsheimili
þeirra Breiðdæla var haldið og
kaffiveizla setin hjá Búnaðar-
félagi þeirra. Þarna er mynd-
arlegt heimili og rausnarlega
veitt. Frekar illa var spáð fyr-
ir okkur um næsta áfanga um
Berufjarðarströndina, enda
reyndist svo að niðurgröfnu
læknirnir þar urðu stóru bíl-
unum erfiðir yfirferðar. Þeir
tóku niðri aftan og framan og
sums staðar þurftum við að
byggja nýja vegi ef svo mætti
segja. Töfðumst við þarna um
5 tíma. Nutum við þó ágætrar
hjálpar vegagerðarmanna og
bænda á þessum slóðum. Seint
og um síðir komumst við þó á
Djúpavog. Var þá komið fram á
kvöld. Fólkið var orðið þreytt
og matlystugt. Verzlunarmaður
í kaupfélaginu var svo greið-
vikinn að opna verzlun sýna
fyrir ferðafólkið. Gerðust Skag
firðingar allaðsópsmiklir við
höndlun. Sýndi verzlunarmaður
þeim mikið traust enda er ég
viss um að það hefir ekki verið
misnotað.
Langt var ennþá í náttstað,
svo að ekki var til setu boðið
en áður langt leið mættum við
fyrstu Hornfirðingum, sem
höfðu nú beðið á Lónsheiði í 6
stundir. Höfðu þessir framverð-
ir ekki þolað við lengur en
keyrt áfram á móti okkur, en
aðrir biðu á sýslumörkum kald
ir og hrjáðir, bölvandi Skag-
firðingum fyrir slóðaskapinn.
Kom þessi leiði þeirra þó ein-
kennilega lítið fram við okkur,
því að allar hendur voru útrétt
ar þá loks að við hittumst á
Lónsheiðinni, komin nótt og
hálfgerð þokusúld, sem aftraði
því að ekkert sást til byggða.
Ekkert var því stanzað, en hald
ið hið bráðasta niður í Horna-
fjörð til fólksins, væntanlegra
gestgjafa okkar næstu daga.
Egill Jónsson ráðunautur og
margir aðrir góðir menn höfðu
skipulagt þessar móttökur svo
vel að mjög lítil töf varð að.
Fékk hver sinn seðil þar sem
gististaður var ákveðinn og fólk
ið skiptist með það sama heim
til gestgjafanna og væntanlegra
vina. Fyrstu kynni okkar af
Hornfirðingum urðu engin von-
brigði fyrir okkur, við fundum
strax að við vorum aufúsugest-
ir, allar hendur útréttar og full
ur skilningur á að ferðafólkið
væri þreytt. Matur var á borð-
um en síðan farið í rúmið.
Föstudaginn 29. júní voru
Skagfirðingar árrisulir að
vanda. Það var varla hægt að
liggja í leti og hvílast, er sól-
skin og logn var úti og kl. 1
átti að leggja á stað vestur urru
sýslu allt að Jökulsá á Breiða-
merkursandi. En áður en lagt
var á stað þurftu gestir og
heimamenn að kynnast. Tel ég
að ekki óvíða hafi þarna verið
stofnað til vináttu, sem haldast
muni og styrkjast þegar Skaft-
fellingar koma í heimsókn til
okkar Skagfirðinga.
Kl. um 1 hittust menn við
Hornafjarðarfljót. Var þá einn
ig fjöldi Hornfirðinga mættur.
Taldi ég a.m.k. 20 bíla, stærri
og smærri. Var gestum og
heimamönnum blandað saman í
bílana og þar með séð fyrir því
að gestir kynntust heimafólki
og nytu betur þess, er fyrir
augu bar. Var nú ekið með við-
dvöl á nokkrum stöðum, sem
notuð var til að kynna bæi,
sögustaði o. fl.
Komu menn að félagsheimili
að Hrollaugsstöðum kl. 2 og
þar setzt að veizluborði, og eft-
ir ánægjulega dvöl þar í tvo
tíma hélt allur hópurinn vest-
ur að Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi. Var mér sagt að jafnvel
margir Skaftfellingar, sem þarna
voru, hefðu ekki komið þang-
að áður.
Aldrei hefði mig dreymt um
að sjá slíka sjón. Fagurt og
hrikalegt stórfljótið kemur
þarna undan jöklinum rétt við
tærnar á manni. Geysilegar ís-
borgir, sem brotna úr jökulrönd
inni, synda þarna í gríðarmiklu
lóni, sem mér var sagt að mælzt
hefði um 130 m djúpt. Og svo
fellur fljótið kolmórautt til
sjávar stuttu neðar en við stóð
um. Mörg smá afföll þurftum
við að fara yfir á bílunum. —
Þótti okkur Skagfirðingum
heimamenn vera djarfir að
keyra bílana út í þessi vötn.
Nú komumst við ekki vestar og
var þá snúið við austur á bóg-
inn aftur. Kom þá fyrir fyrsta
óhapp ferðarinnar, þar sem
vatn komst inn á vél eins bíls
okkar. Varð hann þar með ó-
starfhæfur að mestu og urðum
við að skilja hann eftir á miðri
leið heim.
Þetta var auðvitað leiðinlegt og
óþægilegt en allt blessaðist
samt, þar sem fólki var komið
fyrir í smærri bílum og bætt
á okkar farkosti. Var nú hald-
ið í náttstaði eftir ánægjuleg-
an dag í yndælu veðri, og sann
færðumst við Skagfirðingar um
að víðar eru fagrar sveitir en
í Skagafirði, enda er Horna-
firði viðbrugðið, því að þar fer
allt saman, grösug fögur sveit,
ágætir vegir, glæsilegar brýr á
stórfljótunum, sem setur sinn
svip á héraðið, hrikalegar tung
ur Vatnajökuls, sem teygja sig
fram í hverja dalskoru, svo að
sums staðar er örstutt frá bæj-
m að jökulrönd. Síðast en
ekki sízt er svo fólkið sjálft,
sem setur sinn svip á héraðið,
myndarlegt, dugnaðarlegt, frjáls
legt.
30. júní var farið á stað upp •
úr hádegi, en nú rigndi dálítið.
Fyrirhugað var að fara upp að
Vatnajökli en hætt var við það,
keyrt nokkuð um, farið að
Höfn, kauptúnið skoðað og
verzlað ein ósköp, þó búðum
væri lokað. Ekið var að Stokks
nesi, þar sem mikil mannvirki
eru gerð til öryggis flugþjón-
ustu o. fl. En veizla mikil var
okkur búin að Mánagarði, fé-
lagsheimili þeirra Hornfirðinga.
Þarna eru myndarleg og rúmgóð
húsakynni, enda þurfti á því að
halda í þetta sinn því að um 300
manns sátu undir borðum. Fyr-
irhugað hafði verið að Skagfirð-
ingar og Skaftfellingar sætu
hver gegnt öðrum við borðin en
einhvern ruglingui varð þó á
því, en þarna sátu gestir og
heimamenn í góðum fagnaði
lengi kvölds. Ræður voru flutt-
ar, sungið og spjallað, en þessu
vinamóti varð að ljúka, því að
árla morguns átti að leggja á
stað heimleiðis. Grunar mig þó
að ekki hafi allir farið snemma
að sofa þetta kvöldið. En kl. 8
að morgni þurfti að rísa úr
rekkju og halda heimleiðis. Við
kvöddum okkar ágætu gestgjafa
og munum lengi minnast þess-
ara tveggja daga, er við gistum
hornfirzka bændur og húsfreyj-
ur þeirra. Ráðunautur þeirra,
Egill Jónsson, hafði stjórnað
móttökum með ágætum.
Boð höfðu borizt frá bændum
í Alftafirði, þar sem Skagfirð-
ingum var boðið kaffi á 4 bæj-
um hjá Múla og Geirhellnabænd
um. Fengum við rausnarlegar
viðtökur á þessum bæjum.
Var nú keyrt með lítilli við-
komu á Djúpavogi, að félags-
heimilinu Staðarborg, þar sem
veitt var ríkulega eins og í fyrra
skipti, er við komum þar. Veg-
ur hafði nú verið lagaður nokk-
uð svo að ferðalangar komust
greiðlega áfram. Eins og annars
staðar komu bændur víða í bíl-
ana til okkar, leiðbeindu og
fræddu. Hreindýr sáum við á
Berufjarðarströndinni. Var það
nýlunda okkur sem ekki höfð-
um séð slíkt áður. Einnig sáum
við þar hákarlshjall, sem fátítt
er orðið. Lá við að einn bíllinn
tapaðist af þeim ástæðum, en á-
fram komumst við klakklaust í
náttstaði seint að kvöldi. Skipt-
ist fólk að mestu í Eiða- og
Hjaltastaðaþinghá. Fólkið var
þreytt en ánægt og naut nú sem
áður einstakrar gestrisni.
Þá rann upp síðasti dagur ferð
Framhald á bls. 14