Morgunblaðið - 26.07.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.07.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. júlí 1962 MORGVyBLAÐIÐ 13 Ðr- Benjamí n Eiriksson: Hugleiðingar um erindi prófessorsins FYRIR næstsíðustu helgi birtu blöð og útvarp þá frétt, að hing- að til lands væri von á norska hagfræðiprófessornum Ragnari Frisch. Væri hann kominn í boði seytján manna, sem tekið hefðu sig saman um að bjóða honum hingað til að flytja fyrir- llestur um Efnahagsbandalag Ev- rópu í húsakynnum Háskólans. Erindi sitt nefndi prófessorinn: Að'ild að Efnahagsbandalaginu er í senn óhyggileg og hættuleg. Fréttinni fylgdi einnig frásögn af prófessornum. Það var sagt, að hann væri frægur vísinda- •naður og einnig sagt nokkuð frá etörfum hans, bæði heima fyrir og erlendis. Af vísindamennsku hans var ekkert ofsagt, en störf hans sem ráðunauts um efna- hagspólitík eru mér oi lítið kunn, til þess að segja neitt um þau. Þó held ég að það sé ekki skakkt með farið að segja, að hann sé eindreginn formælandi éætlunarbúskapar, a.m.k. þeirr- ar tegundar hans, sem við hér á landi nefnum haftabúskap. Fyrst eftir styrjöldina var efnahagsmálastefnan í Noregi mjög í hans anda, enda þénug þeim vandamálum, sem Noreg- tu- átti þá við að stríða. En svo er að sjá, að ríkisstjórn Noregs hafi síðar sveigzt meir og meir inn á aðrar brautir. Er ekki ó- líklegt, að Norðmenn hafi feng- ið reynslu, ekki ósvipaða þeirri sem við íslendingar höfum feng- ið, af haftabúskapnum, og ekki getizt að. Það var þvf með nokkurri eft- irvæntingu að ég lagði leið mína upp 1 Háskóla á þriðjudagskvöld ið. Ég hafði að vísu lesið í blöð- unum, að prófessor Frisch væri mjög andvígur þátttöku Noregs 1 Efnahagsbandalaginu og að hann hefði lagt sig mjög fram í Noregi að vinna þeirri skoðun sinni fylgi. En ég taldi víst, að ég mundi græða á því að hlusta á prófessorinn. Hann mundi án efa draga eitthvað fram, sem mér væri ókunnugt eða hefði sézt yfir í þessum málum. Hér er um að ræða geysiþýðingar- mikið mál, ekki hvað sízt fyrir smáþjóðir eins og okkur íslend- inga. En útkoman varð í stuttu máli sú, að ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum á ævi minni en hlusta á prófessorinn. Frisch prófessor hefur skrifað mikið á ýmsum sviðum hagfræð innar, einkum þeim sviðum, þar sem stærðfræðilegum aðferðum verður beitt. Fyrir kunnáttu sína og hugvitssemi á þessu sviði hefur hann hlotið mikið lof og átt drjúgan þátt í þeirri miklu þróun, sem orðið hefur í þessum greinum hagfræðinnar undanfarna þrjá áratugi. l>á hef- ur hann einnig unnið mikið verk á sviði þjóðhagsreikninga og þjóðhagsáætlana. Hann er einn af höfundum þeirrar grein- ar hagfræðinnar, sem nefnist ökonometría og ryður sér meir og meir tii rúms, samhliða vax- andi flóði talnalegra upplýs- inga. En maðurinn, sem talaði í Há- skólanum á þriðjudagskvöldið virtist vera alit önnur persóna. Sjálft nafnið á erindinu gefur í rauninni mjög góða vísbendingu um þetta. Eins og áður segir heitir það: ASild að efnahags- bandalaginu er í senn óhyggileg og hættuleg. Þetta er í rauninni ekki nafn, heldur umsögn. Og því miður var allt erindið í þess um dúr. Prófessorinn virtist skipta þjóðfélaginu í f jórar stétt ir, mjög ' í marxistiskum stíl. Söguskoðunin, sem kom fram var öll með þjóðsagnablæ og hagfræðina virtist prófessorinn hafa álitið bezt að skilja sem mest eftir heima. Og lífsskoðun sinni lýsti hann með einföldum orðum en framandlegum þó. Hins vegar flutti hann okkur stóran farm af alls konar póli- tískum vígorðum. Ég held, að prófessorinn hljóti að hafa haft það á tilfinningunni, áður en hann kom, að áheyrendurnir mundu vera heldur lítilsigldar persónur. Til þess að gera nokkra grein fyrir máli mínu er bezt ég reki í sem stytztu máli nokkur atriði úr erindi pró- fessorsins. í upphafi fundarins skýrði prófessorinn frá því, að hann kæmi hér ekki sem fulltrúi norska ríkisins, heldur kæmi hann sem eins konar fulltrúi frá þjóð til þjóðar. Hann væri fulltrúi fjögurra þjóðfélagshópa: verkamanna, bænda, faglærðra manna og menntamanna. Þetta kann að vera ágætur pólitískur áróður, en ég held að af norsk- um blöðum megi ráða, að full- yrðing ' prófessorsins mundi naumast standast vísindalega gegnumlýsingu. Hins vegar virð- ist þessi yfirlýsing prófessorsins gefa nokkurt hugboð um hvern- ig hans þjóðfélagsfræði sé. Aðeins tap Eitt af því fyrsta sem pró- fessorinn sagði, var það, að hækk aðir tollar á rekstrarvörum frá löndum utan bandalagsins gætu skert stórum gróðann af lækk- un tolla í bandalagsríkjunum. Sömuleiðis gæti kostnaður fyr- irtækja á heimamarkaðinum, sem sjá útflutningsfyrirtækjum fyrir vörum og þjónustu einnig aukizt vegna hækkaðs (sameig- inlegs) ytri tolls. Þessi óbeinu áhrif dreifast um hagkerfið eins og hringir á vatni, sagði prófess- orinn. Ég varð strax dálítið undrandi yfir þessari röksemd prófessors- ins. Hann viðurkenndi, að það væri gróði af lækkun eða brott- falli tolla á útflutningsvörunum til annarra aðildarríkja, eftir að landið væri orðið þátttakandi. En síðar kom hann með rök- semd um tap, sem mér fannst mjög langsótt og röng. Rómar- samningurinn gerir yfirleitt ráð ráð fyrir lágum eða engum toll- um af rekstrarvörum, sem bandalagsríkin þurfa að flytja inn. Þetta er þess vegna minni- háttar atriði, jafnvel þó í hlut eigi lönd, sem áður höfðu enga tolla af þessum vörum. En frá sjónarmiði okkar fslendinga lít- ur málið þannig út, að í dag borgum við talsverð aðflutnings gjöld af ýmisskonar vörum, sem við þurfum beint til útflutnings- framleiðslunnar og allháa tolla af vörum til þeirrar framleiðslu innlendrar sem útflutningsfyrir- tækin síðan kaupa. Tollar og að- flutningsgjöld af ýmisskonar varningi, sem þessi íslenzku iðn- fyrirtæki, og jafnvel útflutn- ingsfyrirtækin sjálf, kaupa, eru yfirleitt há. Ég held það bland- ist engum manni hugur hér á íslandi um það, að þátttaka fs- lands í Efnahagsbandalaginu, ef til kæmi, mundi þýða lækkuð aðflutningsgjöld af ýmiss konar varningi, sem hér er notaður til framleiðslunnar og það alveg sérstaklega hjá fyrirtækjum, sem ekki eru sjálf í útflutnings- framleiðslunni, en framleiða margvíslega þjónustu fyrir út- flutningsframleiðsluna. Hér á ís- landi, að minnsta kosti, yrði að snúa röksemd prófessors Frisch alveg við. Ennfremur má bæta því við, að innan híns tollfrjálsa bandalags myndu aðildarríkin auka stórlega kaup sín hvert frá öðru, enda flest þeirra háþróuð iðnaðarlönd, sem hafa geysilega mikinn og góðan varning að bjóða. Ég hafði búizt við því, að pró- fessorinn mundi taka hin stóru vandamál fyrir, en eyða ekki tíma í minni háttar atriði. Sízt af öllu átti ég von á því, að hann myndi byrja á þennan hátt. En í þessum döpru hug- leiðingum var ég truflaður af því, að prófessorinn fór að fjalla íjm pólitíska hluti og það á eft- irminnilegan hátt. Hann sagðist vera sannfærð- ur, persónulega sannfærður um það, að það væri sjónvilla, að þjóðin í heild gæti hagnazt veru lega á aðild að stórum markaði, sem byggður væri upp eins og Efnahagsbandalagið. Hann sagði, að Efnahags- bandalagið væri stórkostleg til- raun til þess að endurlífga og styrkja það sem hann nefndi hið óupplýsta peningaveldi. Hugtak- ið „hið óupplýsta peningaveldi" sagði hann kalt og rólega, að sé hagfræðimál. Þessu leyfi ég mér að mótmæla. í þessu tilfelli var prófessor- inn svo hugulsamur að gefa skil greiningu á því hvað þetta hug- tak væri. Það er á þessa leið: „Hið óupplýsta peningaveldi er skipulag, þar sem markaðinn er frjáls, þar sem auðvaldið hef- ur frjálst svigrúm bæði innan- lands og milli landa, þar sem réttur til atvinnurekstrar er frjáls, þar sem hrein gróðasjón- armið einstaklingsins ákveða hvað sé „bezta“ fjárfestingin o. s. frv. Þetta óupplýsta peninga- veldi er það skipulag, sem á sín- um tíma leysti hið upplýsta ein- veldi konunganna af hólmi. Pen ingaveldið átti að starfa svo sjálfkrafa, að það þarfnaðist engrar upplýsingar.“ Þegar hér var komið sögu fóru að renna á mig tvær grím- ur. Fyrst hafði ég haldið, að sú aðferð prófessorsins að byrja á minniháttar atriði, sem þar að auki væri rangt, væri aðeins til- viljun og bæri vott um, að hon- um hefði skjátlazt í mati. Hér, á mörkum hagfræði, sögu og stjórnmála, fannst mér koma í ljós, að prófessorinn væri alger- lega óvísindalegur maður, þegar hann væri kominn út fyrir þrengstu takmörk hagfræðinnar, mér liggur við að segja: út fyr- ir svið ökonometríunnar. Ég skal reyna að gera grein fyrir skoðunum mínum í sem stytztu máli. Fyrst er það sagna ritunin. Hér er dregið jöfnu- merki milli stjórnskipulags ann ars vegar, hins upplýsta einveld- is, og hagkerfis hins vegar. En það sem leysti hið upplýsta ein- veldi konunganna af hólmi var stjórnarfarslegt lýðræði. Prófessorinn skilgreindi vand- lega hvað hann ætti við með hinu óupplýsta peningaveldi. Þetta óupplýsta peningaveldi, sem hann svo skilgreindi, er hagkerfi eða módel, sem mikið er notað í kennslubókum meðan verið er að kynna nemendum hag- fræðinnar einföldustu undir— stöðuatriði hennar. Þá er gert ráð fyrir ýmsum hlutum, sem ekki eru til í veruleikanum, til þess að einangra tiltekin fyrir- brigði og gera þau einfaldari og skiljanlegri. Og ég hefi aldrei séð það nefnt því nafni, sem prófessorinn notar. Þetta óupp- lýsta peningaveldi hefur hvergi verið til og verður sennilega aldrei til. Og hann segir, að þetta hagkerfi sé stjórnskipu- lag. Það stjórnarfar, það efnahags- kerfi, og það þjóðfélag, sem kom á eftir hinu upplýsta einveldi, þeirra tíma þjóðfélagsskipan og efnahagskerfi, hafði í för með sér, að lífskjör almenings bötn- uðu til stórra muna, og að þá fyrst var hægt að innleiða skóla- skyldu, og þar með menntun alls almennings. Ef nokkuð má segja frá menningarlegu sjónar- miði um það stjórnarfar, sem kom á eftir hinu upplýsta ein- veldi, þá er það það, að í kjöl- far einveldisins sigldi lýðræði með vaxandi upplýsingu. Upp- lýsinguna — uppfræðsluna — var kleift að gera aðgengilega almenningi vegna þess að efna- hagskerfið, sem þá þróaðist, jók afkastamátt vinnunnar gífur- lega. Frelsið og frjálst stöðuval gaf framrás athafnaþörf manna. Með því fylgdi fjörkippur á öll- um sviðum. Hugvitsmennirnir fengu framrás fyrir hugmyndir sínar og nýjungar. Framtaks- mennirnir fengu svigrúm til þess að beita skipulagningargáfu sinni. Fjármagnið var notað í sambandi við hina nýju skipu- lagningu á þeim sviðum, þar sem skipulagningin með aðstoð fjármagnsins mundi auka fram- leiðnina og þar með velmegun- ina mest. Á þessu grundvölluð- ust síðan hinar miklu efnahags- framfarir sem urðu. Þetta hef- ur smám saman leyst þjóðir hins frjálsa heims úr viðjum sárustu fátæktar. Töfrasprotinn var frelsið. í sambandi við þróun auð- valdsskipulagsins hafa að sjálf- sögðu komið fram mýmörg ný vandamál. Iðnvæðingin hefur skapað ný vandamál og menn hafa leitað að lausnum á hin- um nýju vandamálum. Að sjálf- sögðu hefur, eins og prófessor- inn segir, verið lögð mikil á- herzla á að efla velferð almenn- ings í sambandi við slíkar ráð- stafanir. Vandamálin standa fyrst og fremst í sambandi við það, að þetta nýja atvinnukerfi leiðir til þess, að í atvinnulífinu skapast gífurlegur forði verð- mæta í mynd húsa, véla, hrá- efna, fullunnar vöru o.s.frv. — Síðan koma ýmis félagsleg vandamál í sambandi við hið vaxandi þéttbýli, sem fylgir iðn- væðingunni og velmeguninni. Frófessorinn var svo ósvífinn, að segja, þrátt fyrir ákvæði Róm arsamningsins, þrátt fyrir marg- yfirlýstan vilja þeirra, sem að honum standa, og þrátt fyrir að- gerðir aðildarríkjanna heima fyrir, að hann sé andóf á móti þessu, þ.e.a.s. móti vaxandi um- hyggju fyrir velferð almenn- ings. Hann segir berum orðum: „Það er grundvallarhugsun bandalagsins að endurlífga og styrkja hið óupplýsta peninga- veldi. — — Það er þetta veldi sem er kjarni Rómarsamnings- ins.-----Bandalagið------hlýt- ur að hamla á móti velferðar- þróun.“ Þegar þess er gætt, hve vel- ferðarhugsjónin er orðinn sterk- ur þáttur í stjórnarfari og hugs- un alls þorra manna, alþýðu- manna jafnt sem ráðamanna í hinum vestrænu lýðræðislönd- um, þá er furðulegt, að svona staðhæfing skuli geta komið fram. Og maður hlýtur að spyrja sig eftir að hafa heyrt þetta, hvort prófessorinn sé í raun og veru maður, sem sé á- byrgur orða sinna. í rauninni væri mér skapi næst að hætta hér, en málin eru of alvariegs eðlis til þess að hægt sé að láta svona fásinnu trufla sig. Prófessorinn hélt því fram að félagslegar umbætur yrðu minni hjá ríkjunum í bandalaginu en utan þess. Nefnir hann sem dæmi að þar sem sumarfrí séu lengri þar muni þau stytt að kröfu atvinnurekendanna af sam keppnisástæðum (það verður þá samkeppni þrátt fyrir allt tal um einokun). Spurningin sem vaknar er nánast þessi: á hvaða stjörnu á prófessorinn heima? í þeim heimi sem ég þekki bezt heimta verkalýðsfélögin sífellt kjarabætur á þeim grundvelli að aðrir launþegahópar hafi þeg- ar fengið þær. Það er ekki nokk- ur ástæða til þess að ætla að þetta sé eða verði öðruvísi inn- an bandalagsins. Þeir sem hafa styttri sumarfrí koma til með að heimta lengingu þeirra til samræmis við aðra. Það hefir vissa ókosti að dvelja í sjálfinu frekar en í mannfélaginu. Mér hefur alltaf þótt skorta á tilfinningu fyrir innlifun í at- vinnulífið í módelum prófessors- ins. Einnig eru þau yfirleitt fríð hagkerfi, peningarnir aukaatriði. Ég held að ég fari ekkert rangt með þótt ég segi að þau séu bezt einkennd sem strangasti „real analysis". Við sjáum nú að hann tekur einfalt kennslu- bókardæmi, sem notað er fyrir byrjendur, skýrir það „hið ó- upplýsta peningaveldi” og segir það vera veruleikann í kringum okkur, a.m.k. í Efnahagsbanda- laginu. í fræðigrein sinni sneið- ir hann yfirleitt hjá hinu fræði- lega viðfangsefni, sem pening- arnir eru, en kennir þjóðfélags- kerfi sem hann hatar við pen- inga. Af þessu dreg ég þá álykt- un að viðhorf prófessorsins til peninga gæti verið athygilsvert rannsóknarefni fyrir hagfræð- inga, en einnig fyrir sálfræð- inga. Vandamálin Það var áberandi í fyrirlestri prófessorsins, að hann reyndi ekki að gera áheyrendum sínum grein fyrir því, hvers vegna markaðsbandalagið væri fram komið, hvaða þróun það sé, sem hefði knúið menn í Evrópu til þess að taka þessa afstöðu, hvaða vandamál Evrópu það væru, sem leiða til þessarar markaðs- stofnunar og til þeirrar eining- ar, sem sjáanlega er stefnt að í málefnum Evrópu. Prófessor- Framh. á 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.