Morgunblaðið - 26.07.1962, Side 14
MORGUNBLÁÐÍÐ
FJmmtudasíur 26. júlí 1962
Margrét Sigurþórsdottir
frá Garðsstöðum minning
f DAG verður til moldar borin
írá Landakirkju í Vestmannaeyj-
um. Margrét Sigurþórsdóttir frá
Garðsstöðum. Hún andaðist á
Landsspítalum 16. þjin. eftir 7
mánaða legu. Hún var stödd hér
í Reytkjavík á sl. hausti í heim-
sókn hjá nánustu ættingjuim sín
um, en varð þá fyrir því ó-
happi að detta á hálku, og brák-
aðist hrygigurinn í fallinu. Mar-
grét varð ekki rólfær eftir þetta
óhapp.
Margrét fæddist að Guttorms-
haga í Holtum hinn 2. febr. 1892
Foreldrar hennar voru þau: Sig-
ríður Ólafsdóttir og Sigurþór
jamsmdður Ólafsson, bróðir Ólafs
Ólafssonar fríkirkjuprests. Eins
og flestir af hennar kynslóð
byrjaði hún snemma að vinna
fyrir sér, aðeins 11 ára gömul
fer hún að heiman til vinnu hjá
vandalausum.
Fyrir hönd mína og okikar
stjúpbarna Margrétar vil ég rifja
upp gamlar minningar í kveðju
skyni. Faðir minn, Jón Pálsson,
missir konu sína frá 7 börnum
árið 1922, það elzta 12 ára.
Reyndi hann að halda saiman
heimdlinu með ráðskonum, en
reyndist harla erfitt. Tveim ár-
um síðar eða um sumarið 1925
réði faðir mdnn nýja ráðskonu,
er síðar varð kona hans, það
var sú kona, er við fylgjum til
grafar í dag.
Ég man vel þegar ég kom
heim um haustið úr svéitadvöl
minni, ég fann strax, að mikil
breyting var orðin á heimili okk
ar, þetta var ráðskona öðruvisi
en hinar, sem verið höfðu. Mar-
grét var móðurleg í umgengni,
þess þurftum við með, höfðum
ekki átt mömmu í tvö ár. Það
var erfitt fyrir hana að taka að
sér þennan stóra hóp, en það
sýndi sig að hún var bæði góð
kona og mjög vel gefin. Með
móðurkærleilka og einbeittni
sýndi hún akkur og sannfærði
um, að lífið væri meira en leik-
ur. Magga mín! Mig langar til
persónulega að þa'kka þér fyrir
allt, sem ég á þér að þakka. Ég
mdnnist ljóslega, eða eins o.g
það hefði skeð í gær, er ég var
að læra bakaraiðnina í Vest-
mannaeyjum, að ég kom heim
kl. 9 um kvöld, og sagði að ég
væri að gefast upp við að læra,
vinnutíminn væri svo langur, frá
kl. 7 á morgnana til kl. 8—9 á
kvöldin, þá sagðir þú við raig:
Siggi minn reyndu að halda
þetta út, seinna muntu ekki sjá
eftir þvi, ég veit að vinnan er
löng og erfið hjá þér, en ég
veit að þú gefst ekiki upp. Og
svo varð, ég hélt út ag sé ekki
eftir því.
. Mér er líka minnisStætt þegar
ég lagði af stað að heiman árið
1931 út til Kaupmannahafnar, í
því skiyni að læra meira í minni
iðn.
Síðasta kvöldið, sem ég var
heima sazt þú og saumaðir inn-
an á nærbolinn minn, danska
peninga, sem ég fór með, til
þess að þeir yrðu vísir, þó sagð-
ir þú mér margt. Nú ert þú að
leggja af stað út í hinn stóra
Eiginmaður minn,
BJÖRN M. ARNÚRSSON
stórkaupmaður,
er andaðist 21. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 27. júlí.
Guðrún Jónsdóttir.
Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
sonar míns
Séra INGA JÓNSSONAR
Jón Sveinsson.
Þökkum inniiega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Skálabrekku.
Börn og tengdaböm.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
KRISTJÓNS A. ÞORVARÐSSONAR
frá Leikskálum.
Hákon Heimir Kristjónsson,
Óiöf Sigurjónsdóttir,
Hulda Margrét,
Sigrún Erla.
Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim mörgu sem
á einn eða á annan hátt sýndu okkur samúð og hjálp-
semi við fráfall og jarðarför
GUÐMUNDAR ÞÓRIS EGILSSONAR
trésmíðameistara, Suðurgötu 16, Hafnarfirði
og biðjum Guð að launa ykkur öllum,
Sigurveig Jóhannsdóttir, Guðriður Isaksdóttir,
Þuriður Guðmundsdottir, Guðríður Guðmundsdóttir
heim Siggi minn, og þegar þú
ert kominn til Hafnar mundu
þá, að þar mæta þér margar
freistingar. Gættu þín á þeim
öllum. En einkum var það
tvennt, sem þú lagðir mér á
hjarta, og fékkst mig til að lofa
þér, og það var: Gættu þín á
víninu þegar út er kamdð, og
vertu trúr ag ábyggilegur í við-
skiptum, þá geta allir treyst
þér. Þessum heilræðum gleymi
ég aldrei.
Það var ýmislegt fleira, sem
þú áminntir mig um, og brýndir
fyrir mér, fyrir það allt bið ég
algóðan Guð að launa þér, og
gera þér heimkamu þína dýrð-
lega.
Þú sýndir það oft í þessum
heimi, að þú varst fædd til að
hjálpa öðrum, þeim sem báigt
áttu. Þú varst alltaf boðin og
búin til að rétta þeim hjálpar-
hönd, sem fátækir voru og minni
máttar, það sýndi að kærleikur
Guðs bjó með þér. Og þeir sem
vinna kærleiksverk, hjálpa
þeim, sem líða eða þjást hér á
jörðunni, hvort sem það er á
iíkama eða sál, þeir hljóta að
fá góða heimkomu að loknu
dagsverki.
Loks vil ég þakka öllum þeim,
sem sýndu henni kærleika og
vináttu í veikindum hennar, sér
staiklega þakka ég bæjarstjórn
Vestmannaeyja fyrir þann hlý-
hug, sem hún sýndi henni, dag-
inn áður en hún fór síðusitu
ferð sína til Reykjavíkur, til vist
ar á Landsspítalann.
Guð blessi minningu góðrar
konu.
Sig. Ó. Jónsson.
— Bændaför
Framh. af bls. 9
arinnar. Kl. mun hafa verið
langt gengin 11, er allir voru
mættir við Lagarfljótsbrú, og
farið var af stað. Eins og áður
er sagt, þurftum við að skilja
eftir einn bíl okkar á Jökuldöl-
um. Mörgum þótti þetta leitt,
því að okkur var farið að þykja
vænt um bílana eins og bílstjór-
ana, sem reyndust okkur með
ágætum. Af þessu varð nokkur
töf, sem varð til þess að við kom
um seint að Reynihlíð við Mý-
vatn, þar sem Þingeyingar
mættu okkur allfjölmennir, en
Búnaðarfélag fslands hafði búið
okkur þar matarveizlu. Þar var
sungið og ræður fluttar. Eftir
borðhald gengu allir í hina nýju
kirkju Mývetninga, þar sem
karlakór þeirra söng nokkur lög
við einróma hrifningu áheyr-
enda. Minnist ég ekki að hafa
orðið jafn hrifinn af stjórn söng-
stjóra.
Eftir ánægjulega dvöl við
Mývatn og með Mývetningum,
var haldið tafarlaust að Lauga-
borg í Eyjafirði, þar sem Bún-
aðarsamband Eyfirðinga bjó okk
ur myndarlega kaffiveizlu. Þar
var sungið, ræður fluttar. Minn-
ist ég þess, er form. Búnaðarfé-
lags Hrafnagilshrepps skýrði okk
ur frá bústofni og vélaeign í sín
um hrepp, þar sem 36 bændur
eiga 590 kýr með 42.000 1. með-
alinnlegg í samlag, um 3000 fjár,
80 hross, 50 dráttarvélar, 14
jeppa, 7 vörubifreiðar, auk
fjölda af heyvinnuvélum. Um
margra * ára bil hafa Eyfirðing-
ar staðið framarlega í búnaði og
margt má af þeim læra, en það
er önnur saga.
Kl. var nú orðin rúmlega 2
að nóttu, og þó ánægjulegt væri
að sitja með nágrönnum okkar,
Eyfirðingum, leitaði þó hugur-
•inn heim í fjörðinn okkar, og
seinasti áfanginn var farinn
vestur yfir öxnadalsheiði. Um
leið og farið var yfir sýslumörk
in kyrjuðu þreyttir en ánægðir
ferðalangar „Skín við sólu
Skagafjörður." Mörg fögur hér-
uð höfðum við séð, en að sjá
af Arnarstapa, Drangey, Þórð-
arhöfða, Glóðafeykir, Mælifells-
hnjúk, allt blessað héraðið okk-
ar, það stóð hug okkar næst,
því að alltaf er þó bezt að koma
heim.
jBÍIOBOÍa
guðmundar
Scrjþónjfötu 3. Siinw 1®43Z, WWft
Austin ’55, góður bill.
Volkswagen ’62.
Moskwitoh ’58, sérstaklega
fallegur bíll.
Volkswagen ’61 sem nýr.
Rússneskur jeppi ’56.
Mercedes-Benz ’55, vöruibíll,
8 tonna með krana.
^^bílasaica
GUÐMUNDAR
Bergt>6rugötu 3. Símax 19032, 20070
Garðrólur
Smíðum og seljum garðrólur
og sölt. Stativ með róium fyrir
þrjú börn á kr. 1476. Sendium
í póstkröfu. Uppl. í sima
29599.
Fjölvirkinn, Bogahlíð 17.
Rýmingarsala
Nýir svefnsófar
seljast frá kr. 1950,-
vegna fhitinga.
Sótfaverkstæðið Grettisg. 69.
Opið í dag kl. 2—9.
I sumarleyfið
Vindsængur
venjuleg stærð, frá kr.
495,-
Vindsængur
tvíbreiðar (150 cm) á kr.
998,-
Ferðamatarsett
í tösku, eins til sex manna
Tjöld margax gerðir
Ferðatöskur
Svefnpokar
Dúnsvefnpokar
Ferða-gastæki
og annar viðleguútbúnað-
ur.
Laugavegi 13.
I sumarfríið
Tjöll
Svefnpokar
Bakpokar
Vindsængur
Tjaldbotnar
Spritt toflur
Verðandi h.f.
Takið eftir!
4—5 herbergja íbúð með öll-
um nútóma þægindum óskast
til leigu um mánaðarmótin
ágúst-sept fyrir reglusamt
fólik (4 fullorðnir) sem allt
vinnur úti. Þarf að vera á
góðum stað í Reykjavók og
tútaveitiusvœðinu. Uppl. í síma
38249.
SKURÐGRÖFUR
með ámoksturstækjum til
leigu. Minni og stærri verk.
Tímavinna eða akkorð. Innan-
bæjar tða utan. Uppl. í síma
17227 og 34073 eftir kl. 19.
Sparifjáreigend ur
Avaxta sparifé á vinsælan og
öruggan hátt. Uppl. kl. li—12
f. h. og 8—9 e. h.
Margeir J. Magnússon
Miðstræti 3A. — Sími 15385.
Peningalán
Útvega hagkvæm peningalán
til þriggja eða 6 mánaða gegn
öruggum fasteignatrygging-
um. Uppl. kl. 11—12 f. h. og
8—9 e. h.
Margeir J. Magnússon
Miðstræti 3A. — Sími 15385.
Bifreiðastöð íslands
Sírnar 18911 og 24075.
Landsins beztu hópferðabif-
reiðir höfum við ávallt til
Ieigu í lengri og skemmri
ferðir. Leitið upplýsinga hjá
okkur.
þjónuston
Hjóla- og stýrisstillingar
Jafnvægisstillingar hjóla
Bremsuviðgerðir
Rafmagnsviðgerðir
Gang- og kveikjustillingar
Pantið tíma — Skoðanir eru
byrjaðar.
FORD UMBOÐIÐ
SVEINN EGILSSON HF.
Laugavegi 105. — Sími 22468.
Knup — Snln
Mikið úrval af notuðum
einkabílium frá VW — Opel
Ford — Mercedcs verksmiðju-
unum. Argerðir frá 1955—’©1,
alLar í fyrsta floklks ástandi
og á hagstæðu verði. öllum
formsatriðum varðandi út-
flutning liokið.
Fritz Weng Automobile
Hamburg-Alitona, Allee 333.
Sími 43 24 44/45.
Smurt brouð
Snittur coctailsnittur Canapc
Seljum smurt bratið fyrir
stærri og minni veizlur. —
Sendum heim.
RAUÐA HILLAN
Laugavegi 22. — Sími 13528.
, Björn i Bæ.