Morgunblaðið - 22.08.1962, Side 6

Morgunblaðið - 22.08.1962, Side 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð MiSvikudagur 22. ágúst 1962 Frú Svanhildur Jörunds- dóftir frá Hrísey 85 ára FRÚ Svanhildur Jörundsdóttir frá Hrísey er 85 ára í dag. For- eldrar hennar voru þau hjónin Jörundur Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir í Syðstabæ í Hrísey. Jörundur var landskunn- ur athafna- og dugnaðarmaður, skipstjóri og útgerðarmaður. Hann var einna mestur aflamað- ur Eyfirðinga á hákarlaveiðum á síðasta hluta 19. aldar, og því var hann oft nefndur Hákarla- Jörundur. Heimili þeirra hjóna var orðlagt rausnarheimili og gestrisni þeirra rómuð. Jafnan yar margt þar í heimili, enda voru börnin 13. — Frú Svan- hildur sagði blaðamanni Mbl., er hann ræddi við hana stundar- korn í gær, að sér væru minni- stæð þau ummæli prestsins, sem jarðsöng föður hennar, að gott væri, að gatan greri ekki heim að Syðstabæ, þótt Jörundur félli frá. Árið 1897, þegar Svanhildur stóð á tvítugu, giftist hún Páli Bergssyni frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal. Fluttust þau til Ólafsfjarðar og hófu þar búskap (í ólafsfjarðarhorni). Voru þau frumbýlingar þar sem nú er ól- afsfjarðarkaupstaður. í upphafi voru þrír menn heimilisskráðir á ólafsfirði, en nú eru þar tæp- lega þúsund íbúar. Páll hófst þegar handa um miklar framkvæmdir í Ólafs- firði. Rak hann þar stóra verzl- un og útgerð um tveggja ára- tuga skeið. Hann beitti sér fyr- ir öllum framfaramálum í byggð arlaginu og hafði mikil umsvif. J»au hjónin eignuðust 13 börn og höfðu fjölmennt og mikið heimili. Um tíma voru t. d. 34 í heimili þeirra. Eftir nær tveggja áratuga dvöl í Ólafsfirði, fluttu þau Svanhildur til Syðstabæjar í Hrísey. Þar hóf Páll útgerð og verzlun. Gerðist .heimili þeirra brátt mannmargt, og mun það um tíma hafa verið fjölmenn- asta heimili á Norðurlandi. Voru þau hjón þekkt að dugnaði, út- sjónarsemi, skörungsskap í hví- vetna og gestrisni. Þótti það sannmæli, að heimili þeirra væri höfðingjasetur. Frú Svan- hildur var gædd frábæru starfs- þreki og stjórnsemi, enda kom það sér betur á hinu stóra heimili. Þegar Páll féll frá fyrir all- mörgum árum, fluttist frú Svan- hildur suður til barna sinna í Reykjavík og hefur dvalizt með þeim síðan. Af þrettán börnum þeirra eru nú átta á lífi, allt þekkt og hæfileikamikið > fólk. Frú Svanbildur er í dag stödd hjá syni sínum, Hreini Pálssyni, forstjóra, á Selvogsgrunni 20. Happdrœtti ríkissjóðs H»M*drættislán ríkissjóðs Útdr. 13. júlí 1962. B.-FLOKKUR. 75. þúsund króna vinningur. 146.042 40. þúsund króna vinningur. 88.508 15. þúsund króna vinningur. 80.264 10. þúsund króna vinningar: 76.766 92.271 137.398 5. þúsund króna vinningar: 16.940 90.898 105.237 112.713 119.665 2. þúsund króna vinningar: 6.824 7.253 7.554 7.786 7.805 61.530 61.791 61.895 62.026 62.840 8.722 8.961 9.013 9.092 9.132 62.866 63.040 64.106 64.380 64.652 9.252 9.326 9.677 10.594 11.097 64.714 65.628 65.799 66.401 67.495 12.327 12.378 12.394 14.668 15.329 67.704 67.814 68.225 68.763 69.189 16.146 17.174 17.758 18.622 18.620 69.258 70.895 71.455 73.190 74.241 18.672 18.927 19.039 19.097 21.404 75.726 76.185 76.409 76.621 76.637 21.876 21.977 22.105 23.443 24.665 76.940 77.208 77.241 77.331 77.609 24.740 25.290 25.352 25.444 25.055 77302 78.249 78.335 78.727 79.117 25.690 25.719 26.113 26.200 26.631 80.163 80.410 80.873 81.775 83.006 27.260 28.218 28.663 29.116 30.142 84.673 85.160 85.363 85.546 86.609 30.471 30.733 30.788 31.926 32.048 87.603 87.763 87.790 88.251 88.273 32.112 32.739 33.096 34.209 34.527 89354 93.149 93.310 94.227 94.796 35.734 36.131 37.428 37.541 38.606 94.798 95.323 95.522 97.397 97.775 38.888 39.111 39.824 40.317 40.662 98.368 99.882 99.13 101.788 012.255 41.212 43.307 43.620 44.156 44.169 102.348 102.628 102.925 103.118 103.435 44.228 44.744 45.884 46.051 46.469 104.119 104.692 104.880 105.100 105.707 46.755 47.144 47.527 49.355 49.974 107.174 107.534 108.650 108.698 108.715 50.076 50.489 51.950 52.061 53.019 53.683 53.686 54.046 54.345 55.879 Frh. 19 56.390 57.089 57.241 59.271 60.096 á bls. Málverkagjöf FORSETI ÍSLANDS hefir í dag afhent á Rafnseyri mál- verk af Jóni Sigurðssyni. — Málverkið er gjöf frá Páli Guðmundssyni bónda í Leslie, Sask, Kanada. Páll hefir áður gefið messuvínskönnu úr silfri til Bessastaðakirkju. Páll Guðmundsson er fædd- ur á Rjúpnafelli í Vopnafirði, bróöir Björgvins, tónskálds. Um skeið voru þeir saman kaupamenn í Möðrudal á Fjöll um, Páll og Ásgeir forseti. Páll flutti vestur úm haf árið 1911, og hefir lengst af verið kornbóndi í Leslie. Páli hefir vegnað vel, enda er hann hinn mesti atorkumaður. Málverkið af Jóni Sigurðs- syni er gert eftir ljósmynd. Indriði Einarsson spurði Jón Sigurðsson eitt sinn, hvaða mynd hann teldi bezta af sér. „Ætli það sé ekki sú, þar sem ég ligg fram á lappir mínar“, svaraði Jón, og því var sú fyrirmynd valin. Mál- verkið er gert af Halldóri Pjeturssyni, en Jón Sigurðs- son var langafabróðir Hall- dórs. (Tilkynning frá F orsetaskrifstof unni 21. ágúst 1962). rmrn.rtfTT~iJ~>— i' 3.009 20.947 22.787 51.643 53.791 62.734 72.414 86.551 88.248 97.370 97.901 103.882 117.430 132.605 147.886 1.000.00 kr. vinningar: 865 10.799 12.430 18.181 18.583 21.868 23.813 30.048 38.642 40.738 47.580 47.682 57.533 60.699 66.034 69.289 83.897 84.611 90.261 98.151 98.652 122.879 134.478 138.279 142.775 500 00 krónur: 3.183 5.441 7.137 7.798 8.771 9.061 9.611 10.312 10.369 10.746 10.928 12.470 13.124 14.784 15.746 17.254 17.418 18.126 .. 18.861 21.049 21.278 21.857 22.989 23.019 23.898 24.796 26.194 27.458 28.877 29.991 31.449 32.368 36.157 38.189 38.196 39.242 39.589 40.402 43.713 45.103 47.197 47.736 47.822 48.832 49.514 50.728 51.671 51.936 53.107 54.906 55.975 56.717 57.340 57.583 58.960 63.140 64.020 64.554 64.976 65.343 66.162 67.820 68.779 70.938 71.017 71.820 71.965 75.680 76.916 77.299 77.9614 78.003 78.361 78.590 79.257 79.816 80.218 80.352 81.258 81.964 87.829 87.854 88.909 90.319 90.476 91.959 94.101 94.465 95.040 96.137 96.594 97.789 98.425 99.952 100.321 101.157 102.335 103.545 109.665 112.904 113,215 114.105 116.577 116.769 117.691 118,155 118.913 120.148 120.184 123.423 124.204 124.772 126.760 127.682 128.175 129.327 129.340 132.946 133.785 138.558 139.063 140.115 141.176 141.346 141.978 143.380 143.422 145.252 147.297 148.130 250.00 krónur: 75 922 1.250 1.342 1.464 1.835 1.862 2.179 2.709 3.359 3.769 4.969 5.198 6.135 6.590 • Hárrúllurnar ganga á milli Tveir bréfritafar hafa skrifað Velvakanda um hár- snyrtingu og um hárlyf, og koma þar inn á tvö atriði. Konu einni finnst mikið vanta á að fyllsta hreinlætis sé gætt varðandi hárrúllur þær, sem hárinu er vafið um á hár- greiðslustofum, og ýmis önnur tæki sem hárgreiðslunni til- heyra. Rúllurnar gangi iðulega hár úr hári, án þess að þær séu hreinsaðar tímunum sanian, og ef fyrir kemur að kona hefur hörundssjúkdóma eða hár- sjúkdóma getur hann dreifzt víða með þessu móti. Nú kveðst konan ekki vilja styggja neina einstaka hárgreiðslu- konu, sem flestar eru mjög færar í sínu starfi, og biður því Velvakanda um að koma á framfæri, til að vekja athygli þeirra á því í heild. • Hárúðunarlyf í vitin Svo skrifar Medico: 1 einu íslenzku dagblað- anna var þess getið, ekki alls fyrir löngu, að orðíð hefði vart sjúkdóms, er nefndur hefur verið THESAUROSIS, og or- sakast af innöndun hárúðunar- lyfja (Hair spray). í erlendu læknablaði sá ég nýlega úrdrátt úr grein, sem birtist í sumar í hinu heims- þekkta læknatímariti „New England Journal of Medicine", en það þykir mjög merkt rit. í grein þessari eru taldar sterkar líkur vera fyrir því að innöndun hárúðunarlyfja geti valdið sjúkdómi, er nefndur hefur verið nafninu Thesauros- is, en sjúkdómur þessi veldur skemmdum í lungum og lymfu- eitlum. Getið er um 2 sjúkdómstil- felli, af hverjum 3 reyndust banvæn. 9 tilfelli höfðu fund- ist við venjulega röntgen- •skoðun, sem sýndu að lungun voru ekki eðlileg. Sjúkdóms- einkenni voru lítilfjörleg eða engin, t.d. hafði einn sjúkling- anna er fannst látinn í rúmi sínu, aðeins kvartað um þreytu og slappleika um nokkurn tíma áður en hann lézt. Allir höfðu þessir sjúklingar notað mikið hárúðunarlyf, sem í voru stórar viðarkvoðusam- eindir, allt frá einu sinni í viku til 15 sinnum á dag. Við frekari rannsóknir fund- ust samskonar sjúklegar breyt- ingar í lymfueitlum 6 sjúkling- anna og í lungum þeirra er létust. Sérstakt ofnæmi eða ofnotk- un hárúðunarlyfja, virtist þurfa til þess að framkalla sjúkdómasmynd þessa. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar, vegna þess hve einkenni öll eru óglögg, og svo eru læknar heldur ekki mjög á varðbergi gegn sjúkdómnum. Þess er getið að bati hafi verið skjótur eftir að sjúkling- arnir hættu við notkun lyfsins. Eigi veit ég hvort hér á landi munu vera í notkun samskonar hárlyf og í grein þessari er getið um. En staðreynd er, að íslenzkt kvenfólk notar mikið af hárúðunarlyfjum eða hár- lakki svokölluðu, og því er mér spurn: Er ekki ástæða til þess að láta athuga lyf þessi, hvort þau raunverulega geti verið hættuleg heilsu þeirra er þau nota. Er ekki sjálfsagt að byrgja brunninn áður en barn- ið dettur í hann? • Hlíf fyrir andlitið í sambandi við þetta bréf, vil ég geta þess að ég hef séð hárgreiðslukonur með plast- hlífar, sem þær fá konum til að halda fyrir andlitinu á með- an þær sprauta lakkinu, til að þær fái það ekki í vitin. Hvað sem um skaðsemi þess er að segja, sem ég veit auðvitað ekkert um, þá virðist það á- gæt varúðarregla. En að sjálf- sögðu þarf að þvo plastið áður en ný kona fær það upp að vitunum frá þeirri sem á und- an henni er.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.