Morgunblaðið - 22.08.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.08.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. ágúst 1962 Mi mmMi f ■ A sviðinu skiptir ekkert máli nema da nsinn — sagði hinn heimsfrægi dansari Jose Greco í GÆRKVELDI var fyrsta sýnmgin í Þjóðleikhúsinu á hinnin heimsfræga spánska ballett Jose Greco. Þegar fréttamaður Mbl. og Ijós- myndari litu snöggvast niður í Þjóðleikhús í gærdag voru ljósameistarar önnum kafnir á sviðinu við að stilla ljós sín og að tjaldabaki var verið að lagfæra búning listafóiksins. Við fengum að vita, að ballett flokkurinn hefði engar æfing ar í leikhúsinu, en svo heppi lega vildi til, að Jose Greco og Lola kona hans voru stödd í skrifstofu þjóðleikhússtjóra og fengum við að ræða þar við þau nokkra stund. — Ballettflokkurinn var stofnaður á Spáni árið 1948, sagði Greco, og árið eftir héld um við sýningar í Appollo leikhúsinu í Barcelona, sem er lítið leikhús. En 10 árum síðar sýndum við við ógleym- anlega hrifningu í Gran Tea- tro Del Liceo óperuleikhúsinu í söimu borg, en það er annað stærsta leikhús á Spáni. — Flokkurinn hefur ferð- azt mjög víða? — Greco byrjaði að telja á fingrum sér þau lönd, sem flokkurinn hefur heimsótt, en hætti því eftir skamma hríð og sagði: Það er fljótlegra að tala um þau lönd, sem við höfum ekki komið til, en það eru Sovétríkin, Kína, Japan og Ástralíu, svo að þau stærstu séu nefnd. — Hvað eru mangir dans- arar í flokknum? — Við erum 23 allt sjálf- stæðir sólódansarar. — Hvernig veljið þér dans- arana? — Suma þeirra vel ég, með an þeir em enn við nám, en aðrir koma til mín að námi loknu. Síðan leiðbeini ég þeim, æfi þá saman og geri úr þeim eina heild. Á sýningum reynuim við að draga upp eins skýra mynd af spönskum dönsuim og unnt er, hélt Greco áfram. í hverju einasta héraði á Spéni eru til mörg þúsund fruimiegir dansar og þeir eru svo fjöl- breytilegir, að það er erfitt að lýsa þeim á einu tfonabili, hvað þá heldur á einni kvöld stund. — Sporin í dönsuim okk- ar eru víða upprunaleg og þau sömu og fyrir mörgum öldurn. En ég hef látið dansana þróast með öllum mögulegum hreyf- ingum, er sýna t.d. ást, gleði, sorg, hugrekki og íþrótta- mennsku, með það fyrir aug- um að gæða dansana lífi til þess að þeir geti aftur endur- speglað áfiorfendum lif og til- finningar spönsku þjóðarinn- ar. — Er ekki sama um tónlist ina að segja? — Jú, þar höfum við tek- ið gömul þjóðlög og söngva og látið þau renna saman við dansana. — Eru ekki erfiðleikar í sambandi við sifelld ferða- lög ykkar? — Við reynum eftir megni að samlagast umhverfinu, en það getur oft verið erfitt og mig grunar, að við séum allt- af að kvarta yfir einhverju. Stundum finnst okkur of langt frá hótelinu í leikhúsið, stundum of stutt. Kannske er maturinn of saltur og bjór- inn of kaldur eða öfugt. En þegar maður svo allt í einu er kominn fram á sviðið, gleymast þessi smáatriði al- gerlega, og ekkert skiptir máli nema dansinn. — Hvert fer flokkurinn héðan? — Héðan förum við til Osló ar, Stokhólms og Gautaborg- ar og verðum þar fram í októ- ber. Við höfum unnið sleitu- laust síðan í janúarmánuði, en í október ætlum við að reyna að taka okkur hvíld í einn mánuð. Síðan er ætlunin að fara til Ameríku. —Þér eruð fæddur á ftalíu? — Já, en móðir mín var spönsk og 3 ára gamall fór ég til Spánar. Þaðan fór ég 10 Jose Greco og Lola kona hans. ára gamall til Ameríku, en fluttist aftur til Spánar tvítug ur að aldri og hef átt hekna þar síðan, en síðustu 14 árin verið á sífelldum ferðalögum. — En frúin? — Ég, svaraði frú Lola, er ættuð frá Kastílíu, en fædd í Madrid á Spáni og ólst þar upp þangað til ég fór í ball- ettflokkinn árið 1950. Þá var Búningar lagfæröir að tjaldabaki. ég 16 ára gömul? — Hvar búið þið á Spáni? — Við búum í Marbella, sem er nálægt Malaga, en eig um aðra íbúð 1 Madrid. — Hafið þér skoðað Reykja vík? — Ennþá höfum við hjónin eikki haft mikið tækifæri til þess að sjá borgina, sem okk- ur virðist þó við fyrstu sýn ákaflega falleg, sagði Greco. Það er gaman að sjá líkneskj- una af fyrsta landnámsmann- inum ykkar gegnum glugg- ann hérna og á eftir ætlum við í reglulega gönguferð. — Það var löng biðröð hérna fyrir utan húsið áðan eins og allstaðar, þar sem þér sýnið. — Já, en mitt takmark er, að fólkið komi til þess að horfa á spánska dansa, sem draga upp sanna mynd af lífi spönsku þjóðarinnar, en ekki til þess að sjá einhvern ballett flokk, af því að það veit fyrir fram, að hann hefur öðlast frægð. Þá fyrst er ég ánægð- ur og finnst ég hafa gert mér eitthvað til ágætis, sagði þessi heimsfrægi ballettdansari að lokum. Pétur Ólafsson: 3 LiL mnnuctóci ' ■ / Leikstj.: Henrí-Georges Clouzot. Myrti Brigitte Bardot (Domin- ique) elskhuga sinn að yfirlögðu ráði, eða var um ástríðumorð að ræða, framið í örvæntingu for- smáðrar ástar? Svarið við þessari spurningu ræður hvort hún skal láta lífið eða ekki. Þetta er þunga miðjan í Sannleikurinn um lífið (Stjörnubíó), þeirri mjög umtöl- uðu tilraun Bardot að sanna að hún sé eliki aðeins hinn dáði mjó limaði og drengjalegi kroppur, heldúr sé hún líka fær um að túlka tilfinningar og skapbrigði. Ekki verður sagt að Clouzot hafi ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, með því að ætla sér að gera leikkonu úr Brigitte litlu, sem hingað til hefur aðeins verið Bardot, í hvaða mynd sem hún hefur birzt. Það sem helzt hefur mátt skilgreina sem leik hjá henni, er þegar hún hefur sett ólundarsvipinn á sitt kunna totu myndaða andlit. Ósanngj. væri að segia að tilraunin hafi misheppnast algjörlega. Á köfl- um er leikur hennar all sannfær andi, þó henni bregðist oft boga listin þegar mest á reynir. Að óreyndu er erfitt að ímynda sér að þsssi mynd sé gerð af þeim fræga meistara taugahrellings, sem gert heíur eins yfirþyrm- andi hrollvekju og Hinar djöful- legu eða hina sadísku tilraun á þoli mannlegra tauga — Laun óttans. Megingallar myndarinnar eru hvað hún er langdregin og einnig drcgui uppbygging henn ar — hin sífelldu afturhvörf til liðinna atburða (flashbacks) — úr þeirri spennu, sem er þó aðall Clouzots. Innan rarnma réttarhaldanna yfir Dominique, rifjast upp for- tíð og aðdragandi glæps hennar: Hún er skemmtanafíkin og sið- laus, fús til sryndiásta með hverj um sem er Hún kynnist ungum .,öjörr.um tónlistarmanni, að nafni Gilbcrt. Hann er vinur Annie, hir.ai siðprúðu systur hennar, jom hún hatar vegna þess að foreldrar þeirra dá hana fram yfir Dominique. Gilbert verður ástfanginn af henni og vill brátt í bólið með henni, en hún lætur ekki að vilja hans, en sængar með hverjum sem er öðr um, honum tii hrellingar. En að lokum verður hún hrifin af hon- um og allt fellur í ljúfa löð og þau í rúrr.ið. En Gilbert er allur í æðri tónlistinni, sem Domnique gefur ekki rr.ikið fyrir, heldur vill djarnma eða fara í bíó. Og brátt kemur að því að hann rekst á hana með öðrum manni og rekur hana frá sér. Hún fer á vergang og er föl hverjum þeim sem vill fæða hana og klæða — og afklæða. Þegar hún heimsæk ir hann á ný að leita sátta, sýnir hann henni kulda og vísar henni frá sér — þó eftir að hafa notið líkamsgæða hennar. Hún sækir hann heim aftur og hótar að skjóta sig fyrir augunum á hon- um. Þegar hann lýsir yfir áhuga leysi sínu, hleypir hún öllum skot unum úr byssunni á hann og skrúfar síðan frá gasinu, í þeim tilgangi að stytta sér aldur. En henni er bjargað á heljaþröm. Áður en rétturinn kemst- að nið urstöðu i máli hennar, tekur hún af þeim ómakið á áhrifamikinn hátt. Tæknilegt snilldarbragð Clou- zots kemur viða fram í mynd- inni. Sérlega er minnisstætt hvernig hann tengir komu Dominique á síðasta ástafund með elskhuganum saman við tón listina úr Eldfugli Stravinskys. Sömuleiðis er athyglisvert hvern ig Clouzot skiptir um svið án þess að samtölin taki tillit til þeirra breytinga. Til dæmis er klippt skyndilega frá næturklúbbi út í bíl, en samtalið heldur áfram ó- raskað án tillits til þess tíma sem hlotið hefur að líða á milli. — Beztan leik í rnyndinni sýna Char les Yanel sem verjandinn og Paul Meurisse, sem leikur lögfræðing fjölskyldu hins myrta. Þann síð ast nefnda leikur Sami Frey þokkalega, en án sérstakra til- þrifa. Mun hann vera sá sami Sami er nýlega hefur verið að dreifa nektarmyndum af Bardot til heimspressunar og eru þar illa launuð atlotiri. Þó lögð sé áherzla á leikhæfni Bardot eru aðdáendur líkams- forma hennar samt ekki sviknir um svipmynd af þeim eða þeirri eggjandi sjón að sjá hana dilla rumpnum í rúmbutaki liggj- andi nakin á maganum milli rúm lakanna og hefur rúmferðir svo margar að ekki verður tölum yf ir komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.