Morgunblaðið - 22.08.1962, Síða 20

Morgunblaðið - 22.08.1962, Síða 20
Þ'réttasímar Mbl — eftir lokun — Erleudar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 SUS-síða Sjá blaðsíðu 13. 190. tbl. — Miðvikudagur 22. ágúst 1962 Skipin I síld 55 míl- ur frá Raufarhöfn EINS og skýrt var frá í Mbl. í gær fann ÆGIR nokkrar góðar síldartorfur og bar sá fundur góðan árangur í gærkvöldi, en þá fengu þar all mörg skip afla, sum góðan. Síidin veiddist 55 mílur NA af N frá Raufarhöfn. Ægir var á þessum sömu slóðum i gærkvöldi og hafði þá orðið var við töluvert mikla síld. Braela var í fyrradag en batn- andi veður er leið á daginn í gær. Komu skipin seint á miðin sökum þess að mörg þeirra höfðu notað tímann til þess að losa sig við smáslatta í landi. í gærkvöldi var vitað um nokk ur skip, sem fengið höfðu góðan afla á þessum slóðum og voru lögð af stað til lands. Meðal þeirra voru Pétur Sigurðsson með 1200 tunnur, Leifur Eiríks- son 1000, og Áskell með fullfermi, 800—900 mál. Vitað var að fleiri skip höfðu fengið góðan afla á þessum slóðum. Veðurútlitið var gott, en þó hamlar svarta þoka veiðunum nokikuð. Síldin er mjög blandin, en sumdr bátar fengu góðan afla af stórri, feitri síld. I>á varð vart síldar útaf Glett- inganesflaki, fremiur grunnt. Vit- að var um tvö skip, sem þar fengu afla í gær. Árni Geir með 750 mál og Þórkatla 600 mó'l. Veiddist síldin 12 mílur fró Kögri. Ekki voru mörg skip á þessum slóðum. Öður mað- ur með hníf UM eittleytið í gærdag gerðist sá atburður( innarlega á Laugavegi að maður um fertugt gekk þar berserksgang með hníf á lofti og ógnaði fólki. Lögreglan var kvödd á staðinn, og hótaði mað- urinn að drepa hana og hvern þann, sem kæmi nærri honum. í æðiskastinu braut hann m.a. rúðu með hendinni og skarst við það svo blóðið lagaði úr honum. Tókst lögreglunni að afvopna manninn, og læknir, sem kvadd- ur var á staðinn gaf honum ró- andi sprautu. Var maðurinn síðan fluttur í fangageymslu lögregl- unnar við Síðumúla þar sem ekki var plóss á Kleppsspítalanum, en maðurinn er ekki heill á geðs- munum, og hefur hann valdið vandræðum áður. 5 ára dreng- ur fyrir bít UM sjöleytið í gærkvöldi varð það slys á Suðurlandsbraut skammt austan benzínsölu BP, að fimm ára drengur, Steinar Jensson, Gnoðavogi 2, varð fyrir bíl og meiddist á höfði. Slysið varð þannig að Steinar litli hljóp yfir götuna og skall tþá á bíl sem ekið var í vestur- átt. Kastaðist hann í götuna, en stóð þó fljótt upp aftur. Steinar var fluttur á slysavarðstofuna og mun hann hafa hlotið höfuð- högg. Pétur Thorsteinsson leitaði síldar suður með landi í gær, en sú leit mun lítinn árangur hafa borið. Á Raufarhöfn lönduðu eftirtal- in skip síld til Bræðslu: Arn- firðingur II. 134 málum, Eld- borg 756, Halldór Jónsson 892, Jón Gunnlaugs 446, Guðmundur Þórðarson 1186,. Hringsjá 1032, Hringver 828, Náttfari 1116, Héð inn 502, Hallveig Fróðadóttir 1024, Rán 730, Akraborg 1328, Garðar 64, Sæþór 710, Sigur- fari AK 560, Gylfi II 532, í>ór- katla 588, Pétur Sigurðsson 850, Heimir 436, Stígandi 758, Helgi Helgason 1336, Ásólfur 870, Dóra 800 og Sunnutindur 620 mál. Mjólkursýru skvett á brennandi þiljur Stórbruna forðað með snar- ræði á Snæfellsnesi Stykkishólmi, 21. ágúst. I DAG lá við aS stórbruni yrði er eldur kom upp í íbúðarhúsinu að Bjarnarhöfn í Helgafellssveit. Tókst syni Bjarna Jónssonar bónda þar, Hildibrandi, að ráða niðurlögum eldsins með snarræði, en við það brenndist hann svo á höndum að hann varð að fara í sjúkrahúsið í Stykkishólmi til þess að láta búa um brunasárin. íbúðarhúsið að Bjarnarhöfn er stórt, gamalt timburhús. Hafði verið þar kveikt undir ?votta- poti skömmu efir hádegið og eld- ur komst þaðan í fatnað. Þegar Hildibrandur kom að voru þiljur farnar að loga og lagði mikinn reyk af. Með snar- ræði gat hann ásamt öðru heima- fólki, sem dreif að, ráðið niður- lögum eldisins. Til slökkvistarfs- ins var m. a. notuð mjólkursýra úr tunnum og henni skvett á eld- inn. Við slökkvistarfið brenndist Hildibrandur talsvert á höndum og varð hann sem fyrr segir að fara til læknisaðgerðar í sjúkra- húsið í Stykkishólmi. Bjarni bóndi var staddur í Reykjavík er eldurinn kom upp. Slökkviliðinu á Stykkishólmi var gert aðvart og var það að búast af stað er boð komu um að eldurinn liefði verið slökktur. Víkíngur land- aði metafla Akranesi 21. ágúst t skipi. TOGARINN Víkingur kom með j Víkingur landaði í Reykjavík metafla úr síðustu veiðiíör sinni til flestra frysti'húsanna þar, sam af Grænlandsmiðum, og er talið að afli hans hafi verið hinn mesti sem landað hefur verið fyrr og síðar til vinnslu úr íslenzku | tals 472,5 tonnum af karfa frá Grænlandi. Skipstjóri á Vi'kingi er Hans Sigurjónsson. — Oddur Ekki brann mikið innanhúss, en telja má að hér hafi engu mátt muna að stórbruni yrði. — Fréttaritari. 1 GÆR var haldið nppboð í tollskýlinu í Reykjavík og þar boðinn upp ýmis varning- ur, silkihúfur, tízkuvarning- ur, borð o. ÍI. Um 100 manns voru á uppboði þessu, og fór síðasti hluturinn á uppboðinu, borð, sem við sjálft tá að gleymdist að bjóða upp, þar sem peningakassi uppboðs- haldarans stóð á því, fyrir 10 krónur og þótti lítið. Mynd- in er frá uppboðinu. Ljósm. Mbl.: Markús. HERAÐSIVIÓT Sjálfstæðismanna að Laugaborg 26. ágúst IíÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Eyjafjarðarsýslu og á Akureyri verður haldið að Laugaborg næstkomandi sunnu- dag, 26. ágúst, klukkan 8.30 eftir hádegi. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, og Magnús Jónsson, alþm., flytja ræður. Þá verður sýndur gaman- K Mm n leikurinn „Heimilist'riður“ eftir Georges Courteline, í • , ,..'v J þýðingu Árna Guðnasonar, mf 'L f-ju 'ifí,;. Q magisters. Með hlutverk fara ' leikararnir Rúrik Haraldsson Wm \ jg|j Bjarni og Guðrún Ásmundsdóttir. . Magnús Ennfremur verður til skemmtunar einsöngur og tví« söngur. Flytjendur eru óperusöngvararnir Guðmundur Jónsson og frú Sigurveig Hjaltested, og undirieik annast hritz Weisshappel, píanóleikari. Dansleikur verður um kvöldið. Færeyíngar ræða við F. Í. um Færeyjaflug Föroya Flogfelag hefur verið stofnab HÉR á landi hafa að undanförnu dvaiist tveir menn frá t’æreyj- um og setið á fundum með yfir- mönnum Flugfélags islands. Hafa fundir þessir snúist um hugsan- legt flug félagsins til Færeyja. Mennirnir tveir, sem heita Hugo Fjörðoy og Lars Larsen, íóru flugleiðis til Færeyja I gær. — Auk þenra tók þriðji Færeying- urinn þátt í fundum þessum, Itagnvald Larsen, en hann er bú- settur hér. Flugvél frá Flugfélagi íslands fór 17. ágúst til Færeyja með íslenzkan ferðamannahóp, og kom aftur með ferðamenn frá Færeyjum. Með vélinni komu þá Fjörðoy og Larsen, en þeir eru eigendur nýstofnaðs flugfélags í Færeyjum, Föroya Flogfelag. Sveinn Sæmundsson, fulltrúi, skýrði Mbl. svo frá í gær að menn þessir hefðu kómið hingað til þess að ræða möguleikana á Færeyjaflugi, en það hefur verið til umræðu í allt sumar. Sagði Sveinn að ekkert væri hægt að segja um þetta flug að svo komnu máli. Gerði hann þá ráð fyrir að Föroya Flogfelag yrði tengiliður F.í. í Færeyjum ef ti) slíks flugs kæmi. >á sagði Sveinn að ein ferð til Færeyja yrði farin 2. septembep nk. og þá farið þangað með iþróttamenn frá Keflaivík. Verð- ur það íimmta ferð F-L til Fær. eyja í sumar, og verða íerðirn- ar sennilega ekki fleirL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.