Morgunblaðið - 13.09.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.1962, Blaðsíða 2
2 MOHGVNfíLAÐIÐ Fimmtudagur 13. sept. 1962 Þessa sérkennilegu mynd tók ljósmyndari Mbl., ÓI. K. M., niðri í lest togarans Narfa er verið var að losa hann í gær. T ogaraaf linn sæmilegur Góður karíi af Grænlands- og Nýfundnalandsmiðum í GÆRMORGUN kom togar- inn Narfi hingað til Reykja- víkur með góðan afla af Grænlandsmiðum. Hafði tog- arinn fcngið rúm 300 tonn af fyrsta flokks karfa. Frétta- maður hrá sér um borð og hitti fyrir loftskeytamann- inn, Ólaf Björnsson, og spurði um afla togaranna yfir höfuð. Júpiter er á veiðum við Vest- ur-Grænland, en togararnir Vík- ingur, sem landaði hér 340 tonn- um af karfa í síðustu viku, og Júní, sem landaði 230 tonnum, eru báðir á vesturleið, hvort sem þeir fara á Grænlandsmið eða Nýfundnalandsmið. A Nýfundnalandsmiðum Á Nýfundnalandsmiðum eru Maí, Skúli Magnússon, Þorkell máni og Þormóður goði og í gær var Apríl að landa afla af sömu miðum, 270 tonnum. Veiði var ágæt hjá þessum skipum fyrir nokkrum dögum, en nú síðast var hún farin að minnka. Öll veiða skipin karfa. Enginn íslenzkur togari er við Austur-Grænland, en aðrir ís- lenzku togaranna, alls 15 talsins, eru á heimamiðum. Afli þeirra hefur verið fremur tregur. Hafa þeir komið með þetta 125 til 215 tonn að landi eftir veiði- för. Er hér um að ræða bland- aðan fisk. Segja má því að afli togaranna í heild sé sæmilegur og hjá nokkrum ágætur. Vestur-Þjóðverjar við Grænland Þeir á Narfa fréttu af 13 vest- ur-þýzkum togurum á miðunum við Vestur-Grænland og tveim við Austur-Grænland. Flestir þessara togara eru verksmiðju- skip, sem ýmist fiska í ís eða salt. Þá urðu þeir varir við tvo brezka verksmiðjutogara á sömu slöðum, einnig færeysku togarana, sem fiska í salt. Fær- eyingarnir fiskuðu vel framan af sumri, en nú síðast var aflinn orðinn tregur hjá þeim. Narfi fór héðan 25. ágúst og fékk ágætis veður allan túrinn, logn og blíðu, en þokuslæðingur var af og til. Lítill ís var á þess- um slóðum, en togarinn var norður undir Godthaab eða á svipaðrí breiddargráðu og Reykjavík. Lán fengið til Þorlákshafnar BLAÐIB sneri sér í gær til Páls Hallgrímssonar sýslumanns á Sel fossi og spurðist fyrir um gang framkvæmda við hafnargerð í Þorlákshöfn. Sýslumaður sagði að s.1. vor hefði verið gengið frá verksamn- ingi við fyrirtækið Efrafall um byggingu nafnarinnar í Þorláks- höfn. Ekki hafði þó verið geng- ið frá lánsfjárútvegun, en ríkið er lántakandi og endurlánar síð- an hafnarsjóði Þorlákshafnar. Hinn 4. þessa mánaðar undir- ritaði fjármálaráðherra lánssamn ing við Seðlabankann í þessu skyni og næsta dag fékk Þorláks- höfn fyrsta hluta lánsins, sem er 8,6 milljóriir króna, en allt er lánið rúmar 45 milljónir. í von um að þessi lántaka tæk- ist hófu verktakar undirbúnings- framkvæmdir í sumar með því að koma sér fyrir á staðnum og nú er ekkert lengur til fyrirstöðu að hefjast 'nanda af fullum krafti. Góður heyskapur Þúfum, 12. sept. GÓÐUR heyþurrkur hefir verið nú undanfarið. Hafa bændur náð öllum heyjum inn vel verk- uðum og óhröktum. Er að verða víða ágætur neyskapur og bænd- ur að hætta víðasj nema háar- slætti í vothey. Göngum og rétt- um verður frestað um eina viku. Unnið er nú að vegagerð í Kalda- lóni og ýturuðningi á vegi milli Hörgshlíðar og Keldu. — P.P. BiefEavíkurvegur urð og grjót Viðhaldsfé þessa árs eytt VEGNA frétta um hið slæma ástand vegarins til Keflavík- ur sneri blaðið sér í gær til sérleyfishafa á Keflavíkur- leiðinni og vegamálastjóra og fékk upplýsingar um ástand vegarins, aðstöðuna til að aka hann, og hvernig viðgerðarframkvæmdir væru á vegi staddar. Þeir Ragnar Friðriksson for- stjóri Sérleyfis Keflavíkur og Sigurður Steindórsson forstjóri sérleyfis Steindórs, sem hafa á hendi áætlunarferðir þar suður eftir, sögðu veginn nánast ófær- an, sökum þess að allt slitlag væri horfið af honum. Lofað hefði verið að gera við veginn og unnið að því síðustu viku en aðeins slett í hann hér og hvar á kaflanum frá Vogastapa inn á Vatnsleysuströnd. Þeir tóku hins vegar fram að allur væri vegur- inn jafn slæmur og væri því ekið á klöppum og urð, sem veg- heflar réðu ekkert við. Ofaníburður grófur Þá gátu þeir þess að megn óánægja ríkti meðal bílstjóra, sem aka þyrftu þessa leið yfir því hve möl sú, er notuð væri í slitlagið, væri gróf. Væri stór- hætulegt að aka á eftir bílum og þeir, sem fram úr færu öðrum ökutækjum, sendu grjóthríð yfir þau. Þá væri og þess að geta að um þessar mundir væri verið að aka úr Stapafelli steypuefni í veginn fyrir ofan Hafnarfjörð og I væri því þessi umferð þungra bíla fljót að eyðileggja það sem við væri gert. Fækka ferðum Forstjórarnir sögðust hafa á- kveðið að tilkynna Póst- og síma- málastjórninni að ekki yrði kom- izt hjá að fækka ferðum á sér- leyfisleiðinni, ef vegurinn yrði ekki lagaður von bráðar, þar sem svo mætti segja að áætlunar- bifreiðirnar hryndu niður og við- gerðir á þeim stæðu ekki nema örskamma hríð. Viðgerðum haldið áfram Blaðið sneri sér til vegamála- stjóra út af þessu máli og sagði hann að síðastliðna viku og byrj- un þessarar hefði verið unnið að viðgerum á veginum frá Stapa og inn ströndina þar til þrotið var það efni er til var. Eftir næstu helgi verður hægt að kom- ast í efnisnámu hjá Setbergi, er Vegagerðin á þar. og verður þá hægt að gera við kaflann frá Hvaleyrarholti og suður undir Vatnsleysuströnd, en það hefir ekki verið hægt vegna undir- búningsins á veginum ofan Hafn- arfjarðar undir vegasteypu. Ætl- unin er síðan að halda áfram viðgerðum á Keflavíkurveginum gamla eftir því sem tök eru á. Viffhaldsfé búiff Végamálastjóri sagði að síð- ustu, að þegar væri búið að eyða öllu því fé, sem ætlað væri til viðhalds þessa vegar á yfir- I standandi ári. Ágætt héraðsmót í Bolungarvík HÉRAÐSMÓT Sjállfstæffis- manna í Bolungarvík var haldiff s.l. sunnudag og hófst kl. 4.30 e.h. Jónatan Einarsson oddviti setti mótiff með stuttu ávarpi. Mintist hann þess sérstaklega aff 20 ár eru í sumar liðin frá því aff Sigurffur Bjarnason var kjörinn á þing fyrir Norffur- ísa- fjarffarsýslu. Þakkaði hann Sig- urffi Bjamasyni fjölþætt störf í þágu Bolungarvíkur og héraffs- ins í heild. Ræður fluttu á mótinu þeir Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra, sem ræddi aðallega efnahag9málin og viðreisnar- starf ríkisstjómarinnar og Sig- urður Bjarnason, sem talaði m. a. um ýmis hagsmunamál Vest- firðinga. Ópemsöngvararnir Guðmund- ur Jónsson og Sigurveig Hjalt- ested sungu einsöng og tvísöng með undirleik Fritz Weishapp- el. Leikararnir Rúrik Haralds- son og Guðrún Ásmundsdóttir fluttu gamanleikinn „Heimilis- friður“ eftir Georges Courteline og að lokum var dansleikur um kvöldið. Bæði ræðumönnum og lista- fólkinu var ágætlega fagnað. Fór þetta mót Sjálfstæðismanna í Bolungarvík hið bezta fram og var fjölsótt. í gær var lægð yfir Græn- landshafi og skúraveður vest- an lands, en þurrt á Austur- landi. Næturfrost var víða austan lands í fyrrinótt, 3 st. á Egilsstöðum og í Möðrudal. Veffurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land, Faxaflói og miðin: SV og sunnan kaldi, skúrir. Breiðafjörður og miðin: Hægviðri, rigning öðru Vestfirðir og miðin: Austan hverju. kaldi, víða allhvasst á miðun- um, dálitil rigning. Norðurand og miðin: Aust- an gola eða kaldi, skúrir vest- an til. NA-land og miðin: Austan gola, skýjað Austfirðir, miðin og austur- djúp: Hæg vestlæg átt, bjart- viðri. SA-land Og miðin: Vestan gola og síðar SV kaldi, skúrir vestan til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.