Morgunblaðið - 13.09.1962, Blaðsíða 6
6
MORGVISRLAÐIÐ
Fimmtu'dagur 13. sept. 1962
Vatni hleypt á nýjan
laxastiga í Langá
Þar eru U þrep og hæðarmunur 5Vq. m
Vöggustofa Thorvaldsens-
félagsins að komast upp
Félagskonur hafa skyndihappdrætti
SÍÐDEGIS á laugardag yar vatni
hleypt á nýjan laxastiga í Langá
á Mýrum, en það er mikið mann-
virki, 11 steypt þrep, 50 cm á
hæð, og miðlunarlón fyrir ofan.
Er þessi laxastigi að ýmsu leyti
nýstárlegur, m. a. eru göt gegn-
um þrepin, þannig að laxinn get-
ur einnig synt upp, án þess að
stökkva og er talið erlendis að
um 70% geri það.
Laxastiginn er við Skuggafoss.
Laxi hefur gengið illa að komast
upp fossinn þar sem hæðarmis-
munur er 5% m, og hefur hann
hrakið mjög á klöppunum. Árið
1911 átti kona að nafni Mrs.
Kenneth ána, og lét þá laga foss-
inn eitthvað með sprengingum,
en það hefur verið ófullnægjandi.
11 bændur eiga nú veiðiréttinn í
ánni og er formaður veiðifélags-
ins. Jóhannes Guðnason á Ána-
brekku. Hefur verið á döfinni í
8 ár að laga fossinn og fram-
kvæmdir staðið yíir nú í sumar.
Þennan nýja laxastiga, sem er sá
fyrsti af þessari gerð á íslandi,
teiknuðu Jósep Reynis, arkitekt
og Guðmundur Gunnarsson, verk
fræðíngur, en Verklegar fram-
kvæmdir sáu um verkið og fyrir
þeirra hönd Ólafur Jensson, verk
fræðingur. Mun verkið kosta eitt
hvað nálægt 300 þús. kr.
Setja á teljara efst í laxa-
stigann, þannig að hver lax, sem
um hann fer, rjúfi ljósgeisla og
er það gert í þeim tilgangi að
hægt sé að átta sig á hve mikla
veiði megi hafa í ánni. Er talið
að með þessu mannvirki megi nú
bæta 1—2 stöngum við og að
laxastiginn borgi sig á nokkrum
árum. En veiðileyfi á laxám, sem
talin er sæmileg veiðivon í,
munu vera 500—1200 kr. á dag
á stöng.
Næsti farartálmi laxins í Langá
er Sveðjufoss, 1)2 km. ofar, og
eru þegar hafnar framkvæmdir
til að hleypa honum þar upp
fyrir. í>á bætist við 9 km veiði-
svæði. Er ætlunin að reyna að
Ijúka laxastiganum við Sveðju-
foss á næsta ári, en það er álíka
mikil framkvæmd og sú við
Skuggafoss.
Margt manna var við Skugga-
foss á laugardag er vatni var
hleypt á nýja laxastigann, og
meðal gesta var veiðimálastjóri
Þór Guðjónsson. Biðu menn í of-
væni eftir að sjá laxinn stökkva,
en af því varð ekki meðan staðið
var við. Aftur á móti höfðu
margir fallegir laxar skotizt upp
fyrir, þegar vatni var hleypt á
stigann til að hreinsa hann nokkr
um dögum fyrr. Síðan héldu
menn niður í Borgarnes, þar sem
veiðifélagið bauð upp á xeiting-
BYGGING Vöggustofu Thorvald-
sensfélagsins við Sunnutorg er nú
langt komin, verið að vinna við
tréverk innanhúss, og munu von-
ir standa til að húsið verði til
fyrir jól, en Thorvaldsensfélagið
hefur afhent það Reykjavíkurbæ,
sem er að láta ljúka byggingunni,
sem kunnugt er.
En þá kemur að því að fá
tæki og annað sem með þarf inn
anstokks, og konurnar í Thorvald
sensfélaginu ætla enn að leggja
sitt lið. í þeim tilgangi eru þær
að efna til skyndihappdrættis, og
hefst sala miða á laugardag.
Þetta er leikfangahappdrætti
og eru vinningar 50, allt mjög
falleg leikföng, m. a. stórar
ítalskar brúður, 70—10 sm. á hæð,
þríhjól, skip, flugvélar og stórir
bílar. Verður þessum leikföng-
um komið fyrir á föstudagskvöld
í bazar félagsins við Austurstræti,
og eftir helgina í anddyri Há-
skólabíós, en þar og á fleiri stöð-
um verða miðar seldir. Dregið
verður svo að hálfum mánuði
liðnum.
Bygging vöggustofa fyrir ung
börn, frá fæðingu og fram um
tveggja ára aldur, hefur verið
mjög aðkallandi hér. Hið nýja
hús er við hliðina á Hlíðarenda-
húsinu, sem notað hefur verið
fyrir vöggustofu fram að þessu,
og tekur Auður Jónsdóttir, hjúkr
unarkona, sem nú veitir Hlíðar-
endaheimilinu forstöðu við því.
Auður gekk ásamt Sigurlaugu
Eggertsdóttur, formanni fjáröfl-
unarnefndar, um nýju bygging-
una í gær. Er ætlunin að þar
verði tekin 32 ungbörn, og er
byggingin rúmgóð og fullkomin
til slíkra nota. Á aðalhæðinni er
eldhús og böð fyrir börnin á
miðju húsi, en út frá til beggja
hliða svefnstofur og leikstofur
fyrir yngri og eldri deildir. Við
svefnstofurnar er yfirbyggður úti
pallur í skjóli fyrir þau börn sem
þurfa að sofa úti, baðker eru
á miðju gólfi, til að hægt sé að
komast vel að, sérstakt peláeld-
hús er á hæðinni og tvö ein-
angrunarherbergi fyrir veik
börn, einnig salerni við hæfi smá
barna o. s. frv. í kjallara er gott
þvottahús, en allur þvottur kem
ur í rennu þangað, geymslur,
frystiklefi o. fl. Og í öðrum enda
hússins er á tveimur hæðum íbúð
forstöðukonu og vistlegt herbergi
fyrir 6 starfsstúlkur. Er bygging-
in mjög vönduð og öllu vel fyrir
komið. Skarphéðinni Jóhannsson
arkitekt teiknaði húsið.
Glæsilegt héraðsmót
Sjálfstæðismanna að
Kirkjubæjarklaustri
LAUGARDAGINN 8. september
efndu Sjálfstæðismenn í Vestur-
Skaftafellssýslu til héraðsmóts,
er haldið var í samkomuhúsinu
að Kirkjubæjarklaustri.
Var mót þetta með fjölmenn-
ustu mótum, sem þarna hafa ver-
ið haldin; sótti það fólk víðs
vegar að úr sýslunni.
Samkomuna setti og stjórnaði
Siggeir Björnsson bóndi í Holti.
Dagskráin hófst með því, að
Kristinn HalJsson, óperusöngvari,
söng einsöng; undirleik annaðist
Skúli Halldórsson, píanóleikari.
Þá flutti Sigurður Ó. Ólafsson,
alþingismaður, ræðu. Síðan söng
Þórunn Ólafsdóttir, söngkona, ein
söng.
Þessu næst flutti Ingólfur Jóns
son, landbúnaðarráðherra, ræðu.
Flutur var gamanleikurinn
„Mótlætið göfgar“ eftir Leonard
White, og fóru með hlutverk leik
ararnir Valur Gíslason og Helga
Valtýsdóttir. Að leiksýningu lok
inni sungu þau Kristinn og Þór-
unn tvísöng við undirleik Skúla
Halldórssonar.
Var ræðumönnum og listafólk-
inu mjög vel fagnað. Lauk síðan
þessari samkomu með því að
stiginn var dans fram eftir nóttu.
Þótti héraðsmót þetta takast með
ágætum og vera öllum aðilum til
sóma.
Sendiherra íslands
afhendi skilríki
HANS G. ANDERSEN, sendi-
herra afhenti föstudaginn 7. sept.
1962, forseta Finnlands trúnaðar
bréf sitt sem sendiherra íslands
í Finnlandi með búsetu í Stokk-
hólmi.
(Frétt frá Utanríkisráðuneytinu).
• Tónlist og trúarathafnir
Eggert Laxdal skrifar:
Vegna ummæla, er Vignir
Guðmundsson blaðamaður við-
hafði í útvarpserindi fyrir
nokkru, þar sem hann fór
niðrandi orðum um ákveðna
tónlist, er hann flokkaði undir
dægurlagastíl, og viðhöfð var
við messugjörð, eða álíka helga
athöfn, þá flaug mér í hug, að
rita um þetta efni nokkur orð.
Ég tek það fram, að ég hlust-
aði ekki á umrætt atrið,i og tón-
list þá, er þar var á boðstólum,
og tek því enga afstöðu til
hennar sérstaklega, hvort hér
hafi verið um smekkleysu að
ræða, eins og hann gat um. Ég
ræði þetta aðeins á almennum
grundvelli, hvort létta tónlist,
og það jafnvel í dægurlaga
stíl, megi viðhafa í kirkjum og
utan þeirra, þar sem boðskapur
Biblíunnar er hafður um hönd.
Það er alkunnugt, að form.
trúarathafna, bæði tónlist og
aðrir siðir, hafa frá öndverðu
verið deiluefni manna, og eru
enn þann dag í dag. Þetta er
skiljanlegt, þar sem um smekks
atriði er að ræða, og þar sem
stór hópur manna er saman-
kominn á ýmsu aldursskeiði,
með ólíkan smekk og skoðanir,
þá er ekki við því að búast,
að allir séu á sama máli hvað
þetta snertir. Afleiðingin verð
ur oft sú, að trúarsamfélög,
kirkjur og söfnuðir, klofna og
mynda með sér sérstakar deild
ir, þar sem deiluaðilar síðan
geta ræktað akurinn eftir eigin
geðþótta. Þetta hefur sína galla
og kosti eins og flest annað,
eftir því hvernig á það er litið.
Gallarnir eru auðsjáanlega
þeir, að sundrungin veikir, en
kostirnir eru hinsvegar, að per
sónufrelsi, hvað viðvíkur tón-
list og öðrum athöfnum, er
virt, og fær að njóta sín eftir
eðlilegum leiðum. Þó er það
mín skoðun, að sundrungin sé
í mörgum tilfellum ekki nauð-
synleg afleiðing skoðanamunar-
ins og orsakast oft af þröng-
sýni ráðandi manna á þessu
sviði, sem kalla allt smekk-
leysu, sem ekki er eftir þeirra
eigin höfði.
• Hið rétta hugarfar
Máli sínu til stuðnings, not-
aði Vignir Guðmundsson meðal
annars líkingu um mann, sem
færi til kirkju í fjósagallanum,
og áleit umrædda tónlist, jafn
óviðeigandi á helgum stað.
Að sjálfsögðu, ber að sýna
kirkju og söfnuði fulla virð-
ingu, með því að mæta þar
prúðbúinn, ef þess er nokkur
n -f:
kostur, en það er ekki aðal-
atriðið. Hitt er þýðingarmeira,
að menn komi þangað með
réttu hugarfari.
Það er ekki nokkur vafi á
því, að menn þeir, sem Kristur
sagði um, að væru hið innra
sem kalkaðar grafir, fullar af
dauðra manna beinum, voru
algjörlega í samræmi við helgi
siði þeirra tíma, og óaðfinnan-
legir í augum annarra manna,
hvað snerti orð og athafnir, það
er heldur ekki nokkur vafi á
því, að helgisiðirnir voru í full-
komnu lagi, að áliti þeirra
manna er felldu dóminn yfir
Kristi og negldu hann á tréð,
enda þóttust þeir vinna Guði
þóknanlegt verk. Þetta gera
menn enn þann dag í dag, með
því að hafna honum og boð-
skapnum er hann flutti, á kurt-
eisan og smekklegan hátt. Um
þetta segir í einu bréfi Biblí-
unnar, Hebreabréfinu, þar sem
talað er um þá menn, sem hafa
smakkað hina himnesku gjöf
og Guðs góða orð og síðan fallið
frá, það er að segja, hafa heyrt
boðskapinn hvað eftir annað,
en ekki meðtekið hann, heldur
hafnað honum með vantrúnni,
að þeir með sjálfum sér kross-
festi Guðs son að nýju og smáni
hann.
• Ytri siðir skipta
minna máli
Það er þetta, sem máli skipt-
ir fyrir okkur mennina, hverja
afstöðu við tökum til hans og
boðskaparins er hann flutti, en
ekki hitt, livernig tónlistinni er
háttað eða öðrum ytri siðum,
við trúarlegar athafnir. Þar
höfum við fullt frelsi til þess
að breyta eins og sannfæringin
býður oss.
Virðingarfyllst.