Morgunblaðið - 14.09.1962, Qupperneq 1
24 sfðurj
David Ben-Gurion og ólafur Thors í stjórnarráðinu í gærmorgun. (Ljósm. Mbl.: ól.K.M.)
í fremstu röð sem mikil-
menni og elskuiegur maður
„Rússneskt her-
skip ískyggilega
nærri landi“
— segir Eiríkur Kristófersson skiplierra
EINS og skýrt er frá á öðrum
stað í blaðinu, var brezki tog
arinn Margaret Wicks tekinn
í landhelgi í fyrrinótt. Skip-
stjórinn á togaranum, J. M.
Mecklenburgh, skýrði Óðins-
mönnum svo frá, að brezki
togarinn Lord Wavell frá Hull
hefði séð ókunnugt herskip
á hægri ferð í norðurátt um
40 míliu' austur af Langanesi.
Taka fyrirætlun
de Gaulle f álega
París, 13. sept. (NTB)
FRÖNSKXJ stjómarandstöðu-
flokkarnir og blöð í Frakklandi
tóku í dag fálega ]>eirri fyrir-
ætlun de Gaulle Frakklandsfor-
seta, að breyta stjómarskrá lands
ins þannig, að forseti þess verði
kjörinn með þjóðaratkvæða
greiðslu.
Samkrvæmt stjórnarskrá fimmta
lýð~. .-Idisins skal forseti kjörinn
af 80 þús. mönnuon, bar á meðal
bæjarstjórnum, þingmönnum,
héraðsstjórnum o.fl.
De Gaulle hefur tilkynnt, að
hann muni flytja ræðu um fyrir
ætlun sína í útvarp og sjónvarp
20. sept. n.k.
Tveir flýðu í dag
Berlín, 13. sept. (NTB).
TVEIMUR ungum mönnum tókst
í dag að flýja frá A.-Þýzkalandi
til V.-Berlínar. Syntu þeir yfir
ána Spree.
Togarinn talaði við brezka
eftirlitsskipið Duncan og
spurði hvort það eða nokkurt
annað brezkt herskip væri
statt á þessum slóðum. Dunc-
an svaraði því neitandL
Brezki togarinn hélt þá í átt
til ókunna skipsins og sá, að
þarna var á ferð stórt tveggja
reykháfa beitiskip og hafði
uppi rússneska fánann. t
Morgunblaðið átti í gær
stutt samtal við Eirík Kristó-
fersson skipherra á Óðni og
spurði hann, hvort frásögn
þessi væri rétt höfð eftir, og
kvað hann svo vera.
Eins og kunnugt er starf-
rækja Bandaríkjamenn eftir-
litsstöð á Heiðarfjalli á
Langanesi.
Samtal Mbl. við Eirík Kristó
fersson fer hér á eftir:
— Hvað sagði skipstjórinn
á Margaret? Var hann viss
um, að frásögnin væri rétt?
— Eg marginnti hann eftir
því, hvort hér hefði verið um
rússneskt skip að ræða, svar
aði Eiríkur, og fullyrti hann
að svo væri.
— Hvað segir þú um það,
Eiríkur, telur þú ekki rússn-
eska herskipið ískyggilega
nærri landi?
— Jú, það mundi ég segja,
svaraði Eiríkur Kristófersson.
Maður veit ekki eftir hverju
þeir eru að snara.
— segir Olafur Thors uan David Ben-Gurion
I GÆRMORGUN ræddust
þeir við í stjórnarráðinu
Norsh skip hafa
ekki flutt vopn
til Kúbu
ÓSLÓ 13. sept. (NTB) Sam-
töik skipaeiigenda í Noregi
lýstu því yfir í dag, að nú
hafi til fullnustu verið geng-
ið ur skugga um, að fregnir l
hafi flutt vopn og tæknifræð-
seon birzt hafa í bandarískum
blöðum um að norsk skip
iniga frá Sovétríkjunum til
Kúibu, sóu ekki á rökum reist
Hafa skipaeigendur lagt
fram skýrslur um ferðir
norskra skipa til Kúbu frá
1. júlí sl. máli sínu til sönn-
unar.
Segja samtök sfcipaeigenda
í Noregi, að norsk skip, sem
siglt hafi til Kúbu hafi á enig
an hátt brotið norsk lög eða
rofið alþjóðasamninga.
David Ben-Gurion, forsætis-
ráðherra ísraels, og Ólafur
Thors forsætisráðherra. Urðu
viðræður þeirra lengri en
ráð hafði verið fyrir gert og
spurðist fréttamaður Mbl.
fyrir um það hjá Ólafi Thors
í gær, hverju það hefði sætt.
Forsætisráðherra hló aS spurn-
ingunni og sagði, að þeir hefðu
haft um margt að tala. Við spjöll
uðum um alla heima og geima,“
sagði Ólafur Thors, ,,og Ben-
Gurion skýrði fyrir mér allt
ástandið í Mið-Austurlöndum.
Eins og þér vitið lætur mér bet-
ur að tala en þegja, en í þetta
skipti langaði mig ekki til að
segja orð.
Ben-Gurion er stóirfróður á
öllum sviðum og með eindæmum
geðfelldur maður. Ég hafði jafn-
gaman af að hlusta á hann og
horfa á hann. Auðvitað trúir því
enginn að ég hafi þagað allan
tímann, en það fór þannig fyrir
okkur, að við gleymdum okkur
alveg í samtalinu. Ef forsætis-
ráðherra ísraels hefur haft eitt-
hvað í áttina jafngaman af að
tala við mig og ég við hann, sem
ég þori auðvitað ekki að gera
mér vonir um, þá væri ég ánægð-
ur“.
„En hvað töluðuð þið sér-
staklega um, skaut fréttamaður
Mbl. inn í?“
„Allt milli himins og jarðar,
eins og ég sagði. Ég sagði t. d.
eitthvað á þá leið, að það hefði
gerzt kraftaverk í ísrael. En
Ben-Gurion svaraði:
„Þú mátt ekiki segja, að það
hafi gerzt neitt kraftaverk í
Israel. Við erum barg haldnir
Fraimih. á bls. 2
Sverdlov-beitiskip, en slík skip eru nú talin burðarás rússneska flotans _____
Þessi mynd var tekin úr varnarliðsflugvél fyrir austan Iand á sínum tíma.
ásamt kaíbátunum.