Morgunblaðið - 14.09.1962, Page 2
*
MÖKCUNRLAÐIÐ
Föstudagur 14. sept. 1962
v
*
íMMMMMki
Lykill fundinn að leynd-
arddmi síldargangnanna?
Sumarið bar flest einkenni aflaleysissumars til 18. júlí
KLUKKAN hálf þrjú í gær
lagð'ist varðskipið Ægir að
bryggju í Reykjavík eftir
lengstu útilegu skipsins í einu.
Ægir fór héðan 26. mai í vor
og hefur verið við rannsóknir
og síldarleit fyrir Norðurlandi
síðan undir skipstjórn Har-
aldar Björnssonar og leiðang-
ursstjórn Jakobs Jakobssonar
fiskifræðings. Samtals hefur
skipið siglt 15 — 16 þúsund
sjómílur í sumar, og sagði
Haraldur skipstjóri frétta-
manni Mbl. í gær að allt hefði
gengið að óskum.
Fréttamaður Mbl. átti í gær
tal við Jakob Jakobsson, sem
tók á móti Ægi á bryggjunni,
en Jakob ei kominn til Reykja
víkur fyrir nokkrum dögum
eftir vel heppnað starf við
síldarleitina í sumar svo sem
kunnugt er.
— Fyrsta mánuð leiðangurs
ins, eða til 25. júní, vorum
við einir á miðunum þar sem
engin veiðiskip voru komin
þangað, sagði Jakob. — Þess-
um hluta tímans var varið til
sameiginlegra rannsókna ís-
lendinga, Norðmanna og
Rússa á hafinu fyrir vestan,
norðan og austan ísland, allt
til Jan Mayen og Svalbarða.
Helztu niðurstöðumar, sem
fengust af þessum rannsókn-
um á Norðurlandsmiðunum
má segja að hafi verið að
hitastigið var mjög nálægt
meðaltali fyrri ára, svo og þör-
ungagróður. Rauðátumagn var
hinsvegar meira en nokkru
sinni fyrr og fyrsta ganga
norsku síldarinnar á Norður-
landsmiðin var óvenjusnemma
á ferðinni. Við lok þessarra
sameiginlegu rannsókna, eða
2. júní, hafði sú ganga raunar
gengið hjá og var komin aust-
ur fyrir Melrakkasléttu þegar
fyrstu íslenzku skipin komu
á miðin.
Veik vestanganga
— í upphafi síldveiðanna
voru veiðisvæði íslenzku skip-
anna einkum tvö, við Stranda-
grunn, því að þangað hafði
síðari hluta júnímánaðar geng
ið no'kkur hluti íslenzka vor-
gotssíldarstofnsins, og fyrir
austan Langanes, þar sem
veiði hófst nokkru fyrir júní
lok, þar var um blandaða síld
að ræða, bæði af ísienzkum
og norskum uppruna.
— Þegar kom fram undir
mánaðaraótin júní—júlí kom í
ljós að vestanganga íslenzku
vorgotssíldarinnar var tiltölu-
lega veik og ekki unnt að
byggja neina verulega veiði á
henni eftir að fyrstu aflahrot-
unni lauk þar í júníbyrjun.
Hinsvegar reyndist síldargang
an á Austfjarðamiðum mjög
sterk, jafnvel sterkari en í
fyrra og er þá mikið sagt.
Þarna komu saman elztu ár-
gangar vorgotssíldarinnar,
sem kom suðaustur fyrir land
og syðri armur norsku göng-
unnar.
— Þá gerist það að 28. júní
finnum við á Ægi nýja göngu
norsku síldarinnar, sem var þá
að koma inn á Kolbeinseyjar-
svæðið. Síld þessi var stygg
og í mjög misstórum torfum
fram yfir 10. júlí, þannig að
veiði á þessu svæði var frem-
ur stopul, en síidin ákaflega
feit og verðmæt.
— Upp úr miðjum mánuð-
inum þéttist síldin á þessum
slóðum og var þar þá mikil
Flest einkenni
aflaleysissumars
— Fram að 18. júlí bar
þetta sumar flest einkenni
aflaleysissumra, þ.e.a.s. síldar-
göngurnar stóðu stutt við á
Norðurlandsmiðum og megin-
hluti veiðanna fór fram á
Austursvæðinu. Fyrri hluta
júlí fór sjávarhiti á vestur-
svæðinu ört vaxandi og rauð-
átan minnkandi, en í stað
hennar komu fiskilirfur eða
glæráta, sem jafnan hefur
verið óbrigðult merki þess að
veiðum sé lokið á viðkomandi
svæði.
Stranmbreytingar
höfðu úrslitaþýðingar
— 18. júlí urðum við á Ægi
þó vitni að miklum straum-
breytingum, sem ég tel að hafi
haft úrslitaáhrif á framhald
veiðanna fyrir norðan. Þessar
straumbreytingar voru eink-
um fólgnar í því að kaldur sjór
hafði streymt inn á vestur
svæðið og borið þangað með
sér rauðátu, en flæmt glærát-
una nær landi. Með þessum
kalda straumi kom einnig all
mikið síldarmagn, sem verið
hafði í smátorfum á mörkum
hins hlýja og kalda sjávar
norður og norðvestur af Kol-
beinsey.
Lykill að leyndarmáii
síldarinnar?
— Þessar sjávarbreytingar
voru athugaðar mjög nákvæm
lega og ég tel það mjög lík-
legt að niðurstöður þessara
rannsókna geti falið í sér lyk-
ilinn að leyndarmáli síldar-
gagnanna á gömlu og góðu
síldarárunum.
Segja má, sagði Jakob, —
að síðari hluta júlí og fyrri
hluta ágúst hafi meira og
minna verið stanzlaus veiði á
öllu svæðinu frá Skagagrunni
og allt suður undir Hvalbak.
Eftir að kom fram í ágúst
gekk mikíð magn af 2 — 3
ára gamalli síld á miðin og
háði það mjög veiðum þar
sem smásíldin og millisíldin
ánetjaðist hjá öllum þeim
skipum, sem ekki höfðu tök á
því að taka smáriðnar vetrar-
nætur í notkun. Svo rammt
kvað að þessu hjá t. d. norska
síldveiðiflotanum að flest skip
in hættu veiði um miðjan
ágúst. Um það leyti urðu sild-
arsvæðin afmarkaðri en áður
og tel ég líklegt að síldveið-
um hefði þá jafnvel lokið ef
starfsemi síldarleitarskipanna
hefði ekki borið þann árangur,
sem raun varð á.
Fundir leitarskipanna
— 18. ágúst fann Pétur Thor
steinsson t. d. mikið síldar-
magn um 90 mílur út af Glett-
inganesi og var þar stanzlaus
veiði fram að 19. ágúst. Þann
dag fundum við á Ægi mikið
síldarmagn um 50 mílur norð-
Haraldur Björnsson, sklpstjórj og Jakob Jakobsson, fiskifræð-
ingur í brú Ægis í gær. — Starfsemi Ægis i sumar bar mik-
inn ávöxt. (Ljósm. Mbl.)
!
ur af Langanesi. Veiðar hófust
þar daginn eftir og stóðu nær
óslitið á aðra viku.
— 28. ágúst fundum við
mikið síldarmagn 50 mílur
SA af Skrúð og var þar all-
mikil veiði af ágætri söltunar-
síld, fram yfir mánaðamót.
31. ágúst fann Fanney mikla
síld útaf Þistilfirði og tveim-
ur dögum síðar fann Pétur
Thorsteinsson enn síld nokkru
vestar, eða útaf Melrakka-
sléttu. Má segja að af þessum
svæðum hafi verið stanzlaus
veiði til vertíðarloka. Þess má
geta að þakklæti sjómanna
kom t. d. fram I því að síldar-
miðin voru ýmist nefnd eftir
skipstjórum leitarskipanna
eða skipunum sjálfum, enda
hefðu þessi mið sennilega ekki
fundizt nema fyrir atbeina
þeirra.
Mikilvægi síldarleitar á sjó
— Síldarleitin á sjó er nú
orðin fastur þáttur í síldveið-
unum og síldarskipin fara æ
meira eftir þeim leiðbeining-
um, sem þau fá frá leitarskip-
unum og eins því, sem við &
Ægi látum frá okkur fara um
veiðihorfur. Aðstæðurnar við
þessa starfsemi breyttust mjög
til batnaðar á þessu sumri því
að leitarskipin voru nú í fyrsta
sinn þrjú og við fengum einnig
að hafa Ægi óslitið fyrir norð-
an allan tímann.
— Samstarf við skipverj-
ana á öllum þremur leitar-
skipunum var mjög ánægju-
legt og ég tel að áhafnir skip-
anna hafi sýnt mikla árvekni
og þolinmæði í starfi, sem
seint verður fullþakkað. Eins
og sakir standa er þessi starf-
semi kostuð beint úr ríkissjóði
en þar sem hún er orðin svo
mikilvægur þáttur í veiðunum
sem raun ber vitni, tel ég mjög
aðkallandi að síldarútvegurinn
sjálfur greiði nokkurn hluta
kostnaðarins, enda yrði þá
unnt að greiða skipverjum á
leitarskipunum í samræmi við
aflamagn og bæta kjör þeirra,
sem eru vægast sagt léleg ef
borið er saman við meðalhlut
háseta á veiðiskipunum, sagði
Jakob Jakobsson að lokum.
Forsætisráðherraruir ræðast við.
— / fremstu röð
Framhald af bls. 1.
ómótstæðilegri hugsjón, og það
er hún sem er driffjöðrin í öllu
okkar starfi.“
Síðan sagði hann mér þá söigu
að ísraelsmaður nokkur hafi far
ið til raánar tiltekins lands í
Evrópu, en komið aftur heim til
ísraels. Ben-Gurion spurði hann
þegar hann kom heim, hvernig
honum hefði fallið útivistin. Jú,
KL. 12 í gær var hæg suðlæg
átt um allt ísland, skúrir um
vestanvert landið, til Skaga-
fjarðar norðanlands, en að
hann lét vel af landinu, setn
hann hafði farið til,- ecv '-bætti
við. „Þar er búið að gera allt.“
„Þá gat hann ekki hugsað sér
að vera lengur og fluttist heim“
sagði Ben-Gurion. ísraelsmenn
vilja sjálfir gróðursetja plöntuna
horfa á hana vaxa og verða al-
þroska tré“. Að lokum sagði ólaf
ur Thors, forsætisráðherra: „Af
þeim mönnum sem ég hef hitt á
lífsleiðinni, virðist mér Ben-Gur
ion í allra fremstu röð sem mikil-
menni og elskulegur maður.
öræfajökli sunnanlands. Aust
ast á landinu var léttskýjað.
Hitinn var alls staðar 8—10
stig.