Morgunblaðið - 14.09.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐtÐ Fðstudaffur 14. sept. 1962 iiurt Juuranfo aðalræðismaður: Tímabil framfara í Finnlandi FRÁ lckum síðari heimsstyrjald arinnar hafa orðið miklar fram- farir og breytingar á efnahags- lífi Finnlands. Um þessar mund ir eru 10 ár liðin síðan Finnar luku við að greiða stríðsskaða- bætur, en þær greiðslur fóru fram í vörum. Frá árinu 1948 hefur heildarframleiðsla Finna aukizt um 80%, þannig, að með- alframleiðsluaukning ár hvert nemur um 4.8%. f>rjú síðustu ár in, fram að 1961, voru tímabil mikillar þenslu, en heldur hefur dregið úr framleiðsluaukningu síðan, svo að búizt er við að hún nemi um 4% í ár. Frá þessu skýrði hr. Kurt Juuranto, aðalræðismaður ís- lands í Helsinki, er hann dvald- ist hér í Reykjavík nýlega. Aðalræðismaðurinn skýrði einnig frá því, að þjóðartekjur Finna myndu, eftir því sem útreikningar sýndu, vaxa um 7% frá því á sl. ári, eða um 1370 millj. finnskra marka. Nýlega var lögð fram ný fjár- hagsáætlun, og frá henni skýrt í Helsinki. Hún gerir ráð fyrir, að tekjur á næsta fjárhagsári verði 476 milljarðar marka stað 499,5 milljarða á því fjár- hagsári, sem nú stendur yfir. Nýtt finnskt mark verður tek- ið upp um næstu áramót, þann- ig að í stað 100 marka nú, kem- ur 1 mark. Þetta mun gera markið einn traustasta gjald- miðil í Norður-Evrópu. Fjárhagsáætlunin nýja gerir ráð fyrir óbreyttum sköttum til ríkisins. Greiðsluhalli er áætl- aður um 32 milljarðar marka, en honum skal mætt með lán- um, erlendum og innlendum. Gert er ráð fyrir, að söluskatt- ar muni enn, sem fyrr, verða stærsti tekjuliður ríkissjóðs. Sá liður er talinn munu nema 1130 millj. marka, en tekju- og eigna skattar munu færa ríkissjóð um 1050 millj. Áætlun ríkisstjórnarinnar, er gerð var á sl. vori, gerir ráð fyrir, að sérstök áherzla verði lögð á tvö mál: Almannatrygg- ingar og kröfu launþegasam- taka um að vinnuvika v'erði 40 tímar; ekki hefur þó verið tek- ið tillit til þessa í fjárhagsáætl- uninni nýju. Ofþensla í efnahagskerfinu hefur verið meginvandamál í Finnlandi á undanförnum árum, en í kjölfar hennar hafa fylgt háir skattar. Útgjöld ríkissjóðs á yfirstandandi fjárhagsári eru í algjöru hámarki, en þar sem flestir útgjaldaliðanna eru á- kveðnir með lögum, þá er ekki hægt að draga úr útgjöldum. Rétt er þó að beina athygli að því, að nú hefur fjármálaráð- herrann stigið athyglisvert skref I þá átt að draga úr ríkisútgjöld um. Hins vegar virðist upphæð sú, sem gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpinu hvert sinn, hafa tilhneigingu til að hækka frekar en lækka, en orsök þess er einfaldlega sú, að þingmenn hafa rétt til þess að koma með sínar eigin breytingartillögur. Ríkisstjórn sú, sem nú situr að völdum hefur hins vegar ekki stuðning meirihluta á þingi. Juuranto, aðalræðismaður, sagði, að hann teldi líklegt, að af þeirri ástæðu yrðu umræður um fjárlagafrumvarpið ekki eins heitar og ella. Forsendur stjórnarinnar fyrir fjárhagsáætluninni nýju eru þær, að sennilegt sé, að halda Kurt Juuranto. muni áfram að draga úr of- þennslu, og því megi búast við nokkru atvinnuneýsi síðar á 1 þessu hausti. Atvinna hefur ver- ið næg fyrri hluta þessa árs. Fjöldi fólks á starfsaldri hefur aukizt um 61000 á árinu. Gert er ráð fyrir svipaðri aukningu á næsta ári, en afleiðing þess mun að öllum líkindum verða erfiðari aðstaða á vinnumark- aðnum, en verið hefur. Gert er ráð fyrir að iðnaðar- framleiðsla þessa árs verði 5% meiri en 1961. Aukningin á fyrsta ársfjórðungi 1962 var þó meiri, en svaraði til þess, að eitthvað mun hafa dregið úr henni á næstu þremur mánuð- um. Framleiðsla timburiðnaðar- fyrirtækja er álitin verða að- eins 1—2% meiri en í fyrra, en hins vegar verður um 8% aukn- ingu að ræða í stál- og járniðn- aði og um 5% í öðrum iðngrein- um. Þróun iðnaðar hefur verið mjög ör í Finnlandi frá styrjald- arlokum. Ef framleiðslan 1938 er lögð til grundvallar (100), er þá samsvarandi vísitala 1948 133 og 1960 275. 1960 voru um 25% þjóðarinnar fastráðnir við iðn- aðarfyrirtæki. Það ár var þátttaka iðnaðar- vara í útflutningi Finna um 90%. Hr. Juuranto er Master of Arts í hagfræði og ríkisfjármál- um frá háskólanum 1 Helsinki. Hann veitir nú forstöðu einu stærsta útflutningsfyrirtæki þar, en það fyrirtæki hefur átt mikil viðskipti við fsland á undan- förnum árum. SS-menn hand- teknir FRANKFURT 13 sept. (NTB) Lögreglan í Frankfurt am Mein hefur handtekið fjóra fyrr verandi SS-menn, sem grunaðir eru um morð eða þátttöku í morðum á þúsundum gyðinga í löndum, sem hernumin voru af Þjóðverjum í heimsstyrjöldinni síðari. Hinir handteknu voru með- limir lögreglusveitar, sem tók þátt í aftökum 15-20 þús. gyð- inga í Sovétríkjunum í október og nóvember 1942. Þrír þeirra hafa gegnt mikilvægum opin- berum embættum til þessa. Málverkabækur eftir Asgrím og Blöndal meðal 30 bóka Helgafells í dr HJÁ Helgafelli munu koma út á árinu rétt um 30 baekur af ýmsu tagi, 8 eru þegar komnar út, og rúmar 20 eftir, að því er Ragnar Jónsson frkv.stj. tjáði fréttamönnum í gær. Meðal þeirra eru eftirfarandi, sem verða jólabækur forlagsins sérstaklega Málverkabækur Ásgríms og Blöndals, skáldsagan Benóní eft- ir Hamsun í þýðingu Jóns Sig- urðssonar frá Kaldaðarnesi. Þá kemur út Dagleið á fjöllum eftir Kiljan, Vísnasafn Jóhanns frá Flögu, Höldum gleði háfct á loft, Stund og staðir, ný ljóð eftir Hannes Pétursson og Ljóðabók, gamankvæði, eftir Guðmund Sigurðsson. Þá er vænt anleg Ijóðabók eftir Kristján Árnason, 27 ára gamlan pilt, og önnur eftir Þórunni Magneu Magnúsdóttur, 16 ára, sem einnig er með æfintýrabóik í undirbún- ingi. Hin nýja málverkabók Ás- gríms er á allan hátt miklu meiri og glæsilegri en hin fyrri, er var sú fyrsta sem forlagið gaf út segir í fréttatil'kynningu frá Helgafelli. f henni eru meira en helmingi fleiri litmyndir, og Rgæii héraSsmót á BEönduósi SUNNUDAGINN 2. sept. sl. efndu Sjálfstæðismenn í Austur- Húnavatnssýslu til héraðsmóts í hinu nýja félagsheimili á Blöndu ósi Var mótið vel sótt og fór mjög vel fram. Samkomuna setti og stjórnaði Stefán A. Jónsson frá Kagaðar- hóli. D..gskráin hófst með bví að Guðmundur Jónsson, óperusöngv ari, söng einsöng; undirleik ann- aðist Fritz Weisshappel. Þá flutti sr. Gunnar Gíslason, alþingisma^ur ræðu. Síðan söng Sigurveig Hjaltested, óperusöng kona, einsöng. Þessu n; st flutti prófessor Ól- afur Björnsson, ræðu.. Fluttur var gamanleikurinn „Heimilisfriður“ eftir Georges C >urteline og fóia með hlutverk leikararnir Rúrik Haraldsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Að leiksýningu lokinni sungu þau C ðmundur Jónsson og frú Sigurvaig Hjaltested tvísöng við undirleik Fritz Weisshappel. Var ræðumönnum og lista- fólkinu ágætlega tekið. Lauk síð an þessari samkomu með dans- leik. flestar mun stærri. f fyrri bófc- inni voru aðallega myndir frá síðustu árum málarans, en í þess ari eru myndir frá öllum tím- um. Þá birtist í bókinni ný gerð af endurminningum Ásgríms, er Tómas Guðmundsson skráði rétt áður en hann dó, bæði á ísl. og ensku. Bók Gunnlaugs Blöndals verður með, álíka mörgum lit- myndum, og ritgerð eftir Egg- ert Stefánsson, prentuð á fjór- um tungumálum, en inngang skrifar Ríkarður Jónsson, mynd- höggvari. Bók þessi hefir verið tvö ár í undirbúningi og valdi Gunnlaugur allar myndir sjélfur og kápumynd, langflestar á yf- irlitssýningu Menntamálaráðs. Jón heitinn Sigurðsson frá Kald- aðarnesi, þekktasti Hamsunþýð- andi hérlendur, átti rétt ólokið við þýðingu á skáldsögunni Ben- óní eftir Hamsun, en Andrés Björnsson lauk við. Það verður ein jólabók Helgafells í ár, enn fremur tvær nýjar ljóðabækur Ný kvæði eftir Hannes Péturs- son, Stund og staðir, stórbrotin og römm kvæði og ljóð Guð- mundar Sigurðssonar, sem eru einungis gamankvæði og drama tísk kvæði, meðal annars um frægar kviksögur. Leikrit Lax- ness, Prjónastofan Sólin mun koma út í október, en bók hans Dagleið á fjöllum, sem ekki hef- ir fengizt í 30 ár, verður ein jólabóka forlagsins. Þá kemur nú annað bindi vísnasafns Jóh- anns frá Flögu, er hann nefnir Höldum gleði hátt á loft og fást bæði bindin sem út eru komin bundin saman í eina bók. Jerúsalem, 12. september NTB Bandarískur Gyðingur, sem leitað hefur hælis í ísrael, fékk í dag 9 daga frest til þess að leita réttar síns gegn brottvísunarákvörðun. Maður- inn, Liebermann að nafni, heldur því fram, að hann hafi áður unnið fyrir bandarísku ríkislögregluna. • Fyrir heldri konur Eg heyrði í gær eftirfarandi sögu: Þegar stúlkurnar, sem vinna á jmerísku upplýsingaskrifstof unni í Reykjavik, komu úr mat einu daginn, komu þær auga á stóran miða, sem hafði verið festur kyrfijega á hurðina á hinu nýja snyrtiherbergi kvenna, sem smiðirnir voru rétt að ganga frá um morguninn. A miðanum stóð skrifað með stór um stöfum: Heldri konur. Skýringin á þessu var sú, að nokkrum dögum áður kom á skrifstofuna nýr amerískur einkaritari, sem er mjög áhuga söm um íslehzkt mál, allt.af með litla íslenzka orðabók í vasan um. Hún hafði sem sagt fengið þá hugmynd i kollinn að merkja hið nýja snyrtiherbergi kvenn anna, svo engir óboðnir gestir slæddust þar inn og leitaði að íslenzku þýðingunni á enska orðinu Lady, sem var „heldri kona“. • TjaldstæSi í hæjum Þó nokkuð seint sé að vísu að tala um ferðalög og tjald- vist, þegar komið er haust, þá ætla ég samt að hafa eftir hrós sem ég hefi verið beðinn fyrir af fólki sem ferðuðust með tjöld um landið í sumar. Þetta hrós beinist að tveimur stöðum Akureyri og ísafirði. . báðum þessum stöðum hef ur verið komið upp sérstökum tjaldstæðum með snyrtiklefum og aí -.ngi að vatni. Þangað fara þeir sem vilja tjalda í bæj unum og ekki annað. Þeir valda því ekki sóðaskap í kringum þessa bæi og fá góða aðstöðu til að þvo sér og snyrta, til að losna við rusl og hafa örugg- lega hreint og gott vatn. vim Eg kom sjálfur á tjaldstaðinn á ísafirði í sumar. Hann er að því leyti ennþá skemmtilegri en hinn, að hann er utan við bæinn og maður hefur það á tilfinningunni að vera út aif fyrir sig við tjald sitt. Þar er ákaflega snyrtilega gengið u-m, og í litlu steinsteyptu húsi eru snyrtiherbergi fyrir k-arla og konur. • Einnig í Keykjavík Slíkan stað hefur vantað I Reykjavík, því þar er talsvert um erlenda tjaldgesti. Bæði er óvarlegt að skilja eftir eigur sínar í svo stórum bæ og óhrein læti ef fólk tjaldar án þess að hafa aðstöðu til að hafa hreint vatn og salerni. Eitthvað var byrjað að setja upp til bráða birgða slíkt svæði í Laugadaln um en líklega hefur því ekki verið lokið, því alveg fram und ir þetta hafa tjöld verið í Ösikju hlíðinni. Þyrfti það að komast 1 lag fyrir næsta sumax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.