Morgunblaðið - 14.09.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 14.09.1962, Síða 13
Föstudagur 14. sept. 1962 MORGUNBL4Ð1Ð 13 í hádegpisverðarboðinu í gí>er. Frá vinstri: Frú Ben-Gurion, Ölafur Thors, David Ben-Gurion og frú Ingibjörg Thors. „Fdlkið færir legar fdrnir“ sagði David Ben-Gurion í svarræðu sinni Ofurmannlegur krattur að baki ísrael nútímans, sagði Ölafur Thors, forsætisráðherra, í ræðu sinni 1 hádegisverðarboðinu að Hótel Borg í gær HERRA forsætisráðherra, frú Ben-Gurion, heiðraðir gestir. Heimsókn mikils Gyðingaleið- toga, er kemur frá Jerúsalem, hlýtur að vekja sterkar tilfinn- ingar í íslenzkum hjörtum. Við vitum öll hvað þjóð okkar, eins og aðrar vestrænar menningar- þjóðir, á að þakka andlegri leið- sögn mikilla trúarleiðtoga fsra- els. Þeir gáfu mannkyninu Biblíuna, trúna á einn guð, skap ara himins og jarðar. Þeir voru fyrstir tjl að vekja máls á vilja guðs og skyldum mannanna við guð sinn. Vizka þeirra og and- legur styrkur urðu mannkyni leiðarljós á leið sinni frá rugl- ingi og skekkjum fyrri tíma til siðferðislegrar meðvitundar og lagasiðgæðis. Um aldir var vart nokkur sá maður uppi á íslandi, hvorki fiskimaður né afdalabóndi, að líf hans einkenndist ekki af áhrif- um frá lestri Bibliunnar, eða predikara og ljóðskálda, er voru innblásnir anda ritningarinnar. fslenzka þjóðin hlaut að vera þakklát fyrir þær raddir, sem bárust frá landinu helga á tím- um erfiðleika og veittu henni styrk hjartans og andlega upp- lýsingu. Við fslendingar erum sögu- lega sinnuð þjóð, sem oft verð- ur hugsað til forfeðranna. Því skiljum við vel þá föðurlands- ást, sem er tengd fögrum minn- ingum Og sæmdarfullri fortíð. Okkur er ljóst, að aðeins slíkur kærleikur getur blásið Gyðing- um í brjóst nauðsynlegt hug- rekki og nær ofurmannlegan kraft, sem stendur að baki því kraftaverki, sem ísrael nútím- ans er — sköpun nýs lands á gömlum merg, á tiltölulega skömmum tíma. Sá kraftur — élan — sem nauðsynlegur er til slíks sögulegs átaks, hefur hlot- ið aðdáun þjóða um allan heim. Sú köllun að endurheimta land forfeðranna hlýtur frá upp hafi að hafa verið nokkurs kon- ar ljóðrænn draumur. Ætti ég að nefna eitthvað til vitnisburð- ar um hinn sílogandi eld hug- sjónaáhuga, þá vil ég geta þess, að þessi hópur nýlendubúa, sem komið hafa frá öllum heimshorn- um, hafa tekið upp og nýskapað hina gömlu tungu forfeðranna, hebreskuna. Þeir hafa gert hana að máli hins nýja ríkis, þannig, að hér er ekki aðeins um að ræða fólk af sama stofni, held- ur einnig eina þjóð, sem er sam- boðin arfi sínum, landi forfeðra sinna, Landinu helga. Þetta er sérstætt í mannkynssögunni. Þjóð yðar, herra forsætisráð- herra, hefur með fordæmi sínu vakið okkur til meðvitundar um mátt mannsins, þegar háleit takmörk og hetjulund vísa veg- inn. íslenzka þjóðin óskar þjóð yðar árangurs og velgengni, ríkulegrar uppskeru af hinu mikla starfi og sterku trú. Okkur er ljóst, að sá heiður, sem okkur er að heimsókn yð- ar, er ekki aðeins heiðurinn að heimsókn forsætisráðherra fsra- els. Þér eruð enn fremur og fyrst og fremst sá maður, sem öllum öðrum frekar var hinn ó- bugandi vilji og hin styrka og dugandi hönd að baki draumsins um endurheimt fyrirheitna landsins. f augum þjóðar yðar voruð þér hið lifandi fordæmi dugnaðar og einbeitni. Við verð- um að efast um, hvort draum- urinn hefði rætzt ef yðar hefði ekki notið við. Nafn yðar mun mannkynssagan geyma, ásamt nöfnum allra þeirra, sem fyrr og síðar hafa haft áhrif á örlög Gyðinga. Megi guð gefa yður og frú Ben-Gurion langa og hamingju- sama lífdága og ísraelsku þjóð- inni fagra framtíð. KLUKKAN hálf eitt í gær efndi forsætisráðherra Ólafur Thors og frú til hádegisverðar að Hótel Borg til heiðurs forsætisráðherra ísraels og frú. Viðstaddir voru ráðherrar og konur þeirra, og sendiherrar erlendra -ríkja auk annarra gesta. Var hádegisverðar boðið hið virðulegasta og fluttu báðir forsætisráðherrarnir stuttar ræður, sem birtar eru hér á síð- unni. f gærkvöldi sátu David Ben- Gurion og frú kvöldverðarboð forseta íslands að Bessastöðum. Hér á eftir fer listi yfir gesti að Hótel Borg í gær: Forsætisráðherra David Ben- HERRA forsætisráðherra, frú Thors, sendiherrar, herrar og frúr. Það er okkur mikill heiður að vera hér í boði ríkisstjórnar íslands. Það er sérstök ánægja, herra forsætisráðherra, að vera gestur yðar í þessu ágæta samkvæmi, vegna þess að þér voruð, að mig minnir, fulltrúi lands yðar á Allsherjarþingi SÞ 1947, og greidduð þá atkvæði með okk- ur á því sögulega augnabliki, er nýtt ríki Gyðinga varð til. Frá þeim tíma og fram til Gurion, Madame David Ben- Gurion, forsætisráðherra Ólafur Thors, forsætisráðherrafrú Ingi- björg Thors, ráðherra dr. Bjarni Benediktsson, Madame Ben Guri- on Lesheim, ráðherra Gunnar Thoroddsen, ráðherrafrú Guð- finna Sigurðardóttir, sendiherra H. R. Hirsehfeldt, ráðherra Emil Jónsson, ráðherrafrú Sigríður Björnsdóttir, ráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason, ráðherrafrú Vala Thoroddsen, ráðherra Ingólfur Jónsson, ráðherrafrú Eva Jóns- dóttir, ráðuneytisstjóri Yitzak Navon, Madame Paulson, sendi- herra Alexander M. Alexandrov, Madame vor. Hartmannsdorff, þessa hafa samskipti landa okk- ar verið náin og vinsamleg. ísland og fsrael eiga vissu- lega margt sameiginlegt. Þér hafið þegar vikið að, herra for- sætisráðherra, sameiginlegum andlegum arfi okkar, bók bók- anna, Biblíunni. Við eigum gamlar hefðir, menningu og lærdóm. Við trú- um á lýðræðislega stjórnar- hætti; og ef þing ykkar, Alþingi, hefur starfað, nær án hlés, frá 930, þá vil ég geta þess, að við höfum nýlega endurvakið þing okkar, Knesseth, eftir nær 2 sendiherra James K. Penfield, frú Vigdís Steingrímsdóttir, sendi- herra J. Strauss, frú Sigríður Thorlacius, sendiherra J. Z. Cappelen, frú Ólafía R. Sigurðs- son, Col. Chaim Ben-Gurion, frú Sigríður Magnúsdóttir, Pétur Benediktsson bankastjóri, Miss R. Elken, Birgir Thorlacius ráðu- neytisstjóri, frú Sigrún Ögmunds dóttir, Eysteinn Jónsson fv. ráð- herra, frú Áslaug Ágústsdótir, Sig. Óli Ólason alþingisforseti, frú Doris Briem, Níels P. Sigurðs- son, Col. Chaim Ben-David, frú herra, frú Áslaug Ágústsdóttir, son deildarstjóri, Madame Nasc- hitz, Sigurjón Sigurðsson, lög- reglustjóri,, frú Kristín Bern- höft, Fr. Naschitz aðalræðis- maður, frú Gunnlaug Briem, Mr. A. Maron, frú Heidi Gröndal, Mr. Amos Gordon, Hersteinn Pálsson, ritstjóri, Bjarni Guðmundsson, blðafulltrúi, herra biskup dr. Sig urbjörn Einarsson, frú Martha Thors, dr. Sigurður Nordal próf- essor, frú Hlín Þorsteinsdóttir, dr. Sigurður Sigurðsson landlækn ir, frú Regína Sigurjónsson, Krist ján Albertsson rithöfundur, frú Halldóra Eldjárn, Gunnlaugur Pétursson borgarritari, Miss Gatt, Þór Vilhjálmsson borgardómari, Mr. Reuven Ben-Zwi, Benedikt Gröndal ritstjóri, sr. Emil Björns son, fréttastjóri, frú Auður Auð- uns borgarstjórnarforseti, Árni Tryggvason forseti Hæstaréttar, frú Ragnhildur Helgadóttir, al- þingisforseti, dr. Bjarni Jónsson Framh. á bls 23 þúsund ára hlé. Þjóðir okkar eru báðar litlar og þurfa báðar að glíma Við harða náttúru og reyna að nýta sem bezt allar auðlindir. Við óskum báðar einskis frek- ar, en að fá að sinna störfum okkar í friði. Slíkar eru hinar sameiginlegu aðstæður, og í ljósi þeirra er það mjög eðlilegt að samskipti okkar skuli hafa þróazt, ekki að- eins á sviði stjórnmála og milli- ríkjasamskipta, heldur einnig á sviði verzlunar og menningar. Sérstaklega lýsi ég ánægiu minni yfir því, að nú skuli hafa verið komið á stúdentaskiptum. Þess-i ágætu samskipti hafa nú fengið aukna opinbera viður- kenningu, í því, að staða full- trúa okkar, hvors hjá öðrum; er nú staða ambassadors. Herra forsætisráðherra. í hinni hjartnæmu kveðju til lands okkar, þá lýstuð þér ná- kvæmlega hinu þrefalda eðli endurkomu okkar til Zion — út- lausn fólks, sem var dreift um jörðina og endursköpun þess i eina þjóð. Endurheimt lands, sem var herjað, vanrækt og óræktað um aldir, með því að græða á ný forna frjósemi jarðvegsins. Endurvakninu tungunnar, he- bresku, tungu Biblíunnar, sem var að falla í gleymsku. Takmarki okkar er ekki náð; sameining þeirrar milljónar inn- flytjenda, sem til landsins hafa komið síðan 1948, er ekki enn fullkomin, hvorki frá félags- legu, efnahagslegu eða menn- ingarlegu sjónarmiði og við bíð- um komu enn fleiri. 60% lands okkar, frá Beers- heba, heimili ættföðurins Abra- hams, suður að Eliath, hafnar Salómons konungs, er enn nær algerlega óræktað og óbyggt. Samt sem áður lítum við á það sem skyldu okkar og sér- réttindi að deila reynslu þeirri, sem við höfum þegar fengið, með öðrum ungum löndum, sem eiga við svipaða erfiðleika að glíma og þá, sem okkur hafa mætt. Á þessari stundu eru r Israel um 1500 nemar, karlar og kon- ur, frá slíkum löndum, og þeir sitja í skólum eða afla sér hag-. nýtrar þekkingar í landbúnaði, samvinnu og tæknifræðum. Um 200 ísraelskir sérfræðingar eru að störfum í 32 löndum á fjór- um meginlöndum. Ég er djúpt snortinn, herra forsætisráðherra, yfir þeim fal- legu orðum, sem þér hafið látið falla í minn garð. Hins vegar er ekki hægt að þakka það einum manni, eða þröngum hóp manna, að fsraelsmenn hafa snúið til Framh. á bls 23 Að Hótel Borg í gærðag. Frá vinstri: H. R. Hirschfeld, frú Guðfinna Sigurðardóttir, Gunnar Thoroddsen, frú Ben-Gurion Lesheim og Bjarni Benediktsson. (Ljósm.: Pétur Thomsen) Virðulegt hádegisverð arboð að Hótel Borg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.