Morgunblaðið - 14.09.1962, Qupperneq 20
20
M O R c V J» n L 4 f> 1Ð
Fostudagur 14. sept. 1962
___HOV/ARD SFRING
RAKEL
rúmið. Hann reyndi að lyfta hend
inni til þess að sjá hvort hún
væri líka hvít, en hafði ekki
mátt í sér til þess.
Haegt og gætilega sneri hann
höfðinu til annarrar hliðar og sá
þá nokkuð, sem honum brá við,
aðeins vegna þess, að það var
ekki hvítt eins Og allt hitt. Það
var rjóða andlitið og svarta hár-
ið á Mike Hartigan.
í guðs bænum, Maurice, liggðu
kyrr og farðu ekki að tala —
annars fleygja þeir mér út héð-
an áður en ég veit af. Hvernig
líður þér þá, káll minn? Ekki
ertu dauður enn .... ekkert líkt
því.
Maurice horfði lengi á hann
Og andlitið var sviplaust og
dauðalegt. Síðan hvíslaði hann:
Rakel?
Og, vertu ekkert að gera þér
reilu út af Rakel, sagði Mi-ke.
Hún hefði viljað setjast að við
rúmstokkinn hjá þér, en lækn-
amir réðu frá því. Héldu, að það
mundi æsa þig. En,hún sendir
bér blóm.
í>að stóð stór vöndur af sýren-
um í krukku uppi á dragkistunni,
sem var eins og ísjaki, en Maur-
ice sá hann ekki fyrr en Mike
kom með hann og hélt honum
upp fyrir framan hann. í>á lyfti
hann hendi, sem féll máttlaus nið
ur aftur, rétt eins og hann vildi
láta í ijós þakklæti sitt.
Þegar Mike var farinn, starði
Iiann stöðugt á vegginn fyrir
ofan dragkistuna. En hann gat
ekki séð blóminn innan um allan
þennan óiþolandi hvíta lit. Hon-
um fannst hann eins og snævi
þakið landslag, og gat ekki sleppt
þessari samlíkingu úr huganum.
Hann þóttist vaða gegn um snjó-
inn, þangað til hann fór á kaf í
hann.
3.
Charlie Roebuck stóð fyrir
framan spegilinn í Andagarðin-
um, og batt fimlega á sig svart
hálsbindi, en hélt áfram að tala
við Julian Heath, sem sat í körfu
stól í stofunni þeirra.
Já, manni skilst þetta hafi ver
ið gaman. En, vel á minnzt, hef-
urðu hringt til að spyrja hvernig
Maurice Bannermann líður?
Julian fannkt þessi spurnig
ekki svaraverð. Jæja, hélt
Charlie áfram, úr því að þú hef-
ur verið í heimsókn í heimahög-
unum, hvað er að frétta þaðan?
Engin skilaboð til mín frá Minu?
Ekki vingjarnlegt orð eða
kveðja?
Ekki nokkur skapaður hlutur,
svaraði Julian og það var eins
og hann nyti þess. Hann vildi,
að hann gæti séð framan í
Charlie. Sá er víst sæmilega fúll
á svipinn, hugsaði hann.
Charlie kom nú fram og fór í
jakkann. Hann smellti út pípu-
hatti og setti hann á ská á höf-
uðið. Þú ætlar þá að hanga hérna
og láta þér leiðast? sagði hann.
Það urraði eitthvað í Julian.
Gott og vel. Dreymi þig fal-
lega. Hann gekk niður stigann
og blístraði nýjasta slagarann
sinn.
Julian hugsaði með sér, að
Charlie þyrfti ekki að vera svona
glaðklakkalegur, bara til þess að
dylja skapvonzku sína. Þegar
hann sjálfur fór út í morgun,
hafði hann alls ekki ætlað sér að
skrópa frá hádegisverðinum í
klúbbnum. Þetta hafði bara atvik
azt svona. Þarna var kona, sem
engan þekkti og var í vandræð-
um með sjálfa sig, og auðvitað
hafði hann hjálpað henni til að
eyða deginum, án þess að láta
sér leiðast. Já, gott og vel, hafði
Charlie samþykkt. Maður gerir
þetta náttúrlega fyrir hvaða
stúlku sem er, er ekki svo? Og
kannske verður þetta ekki eini
dagurinn. sem þarf að hafa af
fyrir henni? Eg fæ ekki betur
séð, að ef maðurinn hennar þarf
að liggja svona eins og skata,
kannske vikum og mánuðum
saman, þá verði þörf á þér meira
en þennan eina dag. Heldurðu
það ekki?
Julian fannst ráðlegast að taka
ekki þá spurningu til frekari með
ferðar. Hann stóð upp, gramur
út í sjálfan sig og Charlie og
allan heiminn, og bjó sér til kaffi
og settist síðan við vinnu sína.
Charlie ætti að vera svona skratti
siðavandur. Ekki var hann —
Julian — að liggja í leti og
ómennsku. Hann hafði að vísu
tekið sér frí þennan eina morg-
un, en nú s-kyldi hann vinna það
upp. En það var bara enginn
hægðarleikur. Hann gat ekki um
annað hugsað en Rakel. Aðalleik-
konan í leikritinu hans varð að
engu — varð þokukennd, en Rak
el kom í hennar stað. Hann sá
hana í anda þegar hún kom nið-
pool. Guð minn góður! Hvílík
opinberun! Ef hann gæti samið
leikrit kring um svona persónu
— sem var falleg eins og engill
og grimm eins og syndin! Já, já,
sagði hann við sjálfan sig: hann
lét hana svo sem ekki blekkja
sig — hann hafði mælt ög vegið
frú Bannermann og þekkti henn-
ar raunverulegu persónu. En það
var sama: leikkona var hún og
hvílík leikkona. Ef hann gæti
bara komið henni á framfæri.
Það gat orðið auður Og frægð
handa þeim báðum. Það var
hann viss um — handviss.
Og í stað þess að gretta sig
framan í skrifblokkina sína,
þaut hann í skúffu og tók upp
bréfapappír og skrifaði.
Mina mín góð. Mikill bölvað
ur blábjáni geturðu verið. Eg
var særður inn í kviku —
hvað sem nú þessi kvika kann
að vera — þegar ég sá, hvern
ig þú eyðir sjálfri þér til
einskis eins og í dag. Hvers
vegna ekki láta frú Marham
og hinar kellingarnar fara
fjandans til? Þú þarft að
hugsa eitthvað um sjálfa þig.
Þú veizt, að ég hef alltaf tal-
ið þig prýðilega leikkonu, en
nú er komið næstum ár síðan
ég hef séð þig á fjölunum. Eg
veit, að þú hatar London og
það geri ég lika. Það er and-
styggilegasta sveitahola, sem
til er í öllu Bretlandi hinu
mikla. En það er nú sama,
elsku eldibrandurinn minn,
það er nú samt sem áður gam-
an að kveikja í Temsá ein-
stöku sinnum. En það geturðu
ekki gert heima í Markhams.
Þú verður að vera á staðnum.
Og ég veit eina ástæðu til
þess, að þú ættir að vera það,
Og sú ástæða heitir frú Bann-
ermann. Hvernig finnst þér
hún? Mér finnst hún eins og
öll Hollywood samankomin.
Og hún hefur sjálf gert sig
það, sem hún er. Eg veit að
vísu ekki mikið um hana, en
með því að leggja saman tvo
og tvo, get ég komizt að því,
að hún sé nú farin að leika
nýtt hlutverk, og það svo að
eitthvað kveður að. Eg ætla
að semja leikrit fyrir hana
og svo skulum við í félagi
koma henni á framfæri. Eg
er sannfærður um, að hún er
fædd leikkona. Þær eru til,
eins og þú veizt, og hafa ekk-
ert að læra af skólunum. Það
litla, sem hún þarf að læra,
— Þetta er ekta svínsleður.
getur þú kennt henni. fbúðin
þin í Pantonstræti er að rotna
niður. Hvers vegna ekki að
flytja þangað og taka þátt í
því að koma nýrri stjörnu á
loft? Og um leið gætirðu svip-
azt um eftir tækifæri fyrir
sjálfa þig til að skína ofurlítið
líka.
Heldurðu, að ég sé snögg-
lega orðinn brjálaður? Því
skaltu ekki trúa. Charlie Roe-
buck, dægurlagakóngur, send-
ir þér kveðju guðs og sína.
Hann er fúll við mig eins og
stendur.
Julian.
Julian var farið að líða betur
Hann hafði langað til að semja
leikrit og nú, er hann hafði ját-
að það, var verkið þegar hálfnað.
Hann komst að þeirri niðurstöðu,
að kaffi gæti varla komið í kvöld
verðar stað, og hann skyldi fara
á Café Royal og fá sér eitthvað
að éta. Á leiðinni setti hann bréf
ið til Minu í póstkassann. Honum
datt meir en í hug að hringja til
Rakelar og bjóða henni í kvöld-
verð með sér. Nei — það var
eklci ráðlegt. Þau voru þegar bú-
in að vera saman átta klukku-
stundir þann daginn. Hvað skyldi
nú Mina segja við þessu? Frem-
ur hélt hann. að hún mundi
koma. Hún hafði kunnað vel við
Rakel og honum hafði tekizt að
láta hana líta á Rakel sem áhuga
mál, sem eins konar krossferð,
sem Mina mundi gleypa við. Hún
var ágætis krossferða riddari. Jú,
hún mundi koma, sagði hann við
sjálfan sig.
1.
XVI.
Það var farið að kólna með
kvöldinu, og Upavon lávarður,
sem hafði komið í rökkurbyrjun
af nefndarfundinum sínum, stóð
nú og sneri baki að arninum i
setustofunni. Það var skrítið, að
hann skyldi vera faðir þeirra
Julians og Minu, því að hann bar
með sér eitthvað af meðfæddum
fínleik. Hann var maður hávax
inn en svo þrekinn, að hann
sýndist ekki hár vexti. Niður-
andlitið var breiðara en ennið.
Það er svona þröngsýni, sem
skvettist eins og köld gusa á lífs-
gleði ungrar stúlku, skiljið þið.
Einkvæni getur verið ágætt á
réttum stað hugsaði frú Dough-
erty, en það þurfti bara ekki að
fara með það út í svona öfgar.
Hinn annan dag októbermán-
aðar 1946, meðan eiginmaður
hennar var enn erlendis, fékk
frú Dougherty skilnað frá manni
sínum í Reno, Nevada. Henni
voru dæmd umráð yfir gamalli
Fordbeyglu og einum grammó-
fóni. Þegar hér var komið, hafði
verið barið að dyrum hjá henni.
Það voru feimnisleg högg, en
hún svaraði þeim.
V.
Gerist fyrirsæta — og ljóshærð.
í lífi þeirra manna og kvenna,
sem komast hátt í heiminum eru
sennilega merkustu stundirnar
þær, þegar þær rísa upp úr um-
hverfinu, þar sem eru óþekktar
og koma fyrir almenningssjónir.
Erfiðleikar fortíðarinnar eru að
baki, en erfiðleikar framtíðarinn-
ar eru enn óþekktir. Framtíðin
blasir við, full af loforðum og
vonum. í lífi Marilynar Monroe
urðu þessi straumhvörf einn
bjartan, heitan júnímorgun 1945.
Hún átti að hitta forstöðumann
eins stærsta ráðningarfyrirtækis
fyrirsætna í Hollywood.
Loksins ætlaði að fara að ræt-
ast úr fyrir henni. Nú var enginn
Jim í veginum. Hann var á birgða
skipi í Suður-Kyrrahafinu, en
hún átti heima hj; fjölskyldu
hans í Van Nuys.
Hún gat ekki sofið nóttina áð-
ur og það var enn dimmt úti
þegar hún fór á fætur. Hún var
ofæst til þess að hafa lyst á
nokkrum morgunmat. Hún var
lengi í baðinu og neri allan lík-
ama sinn upp úr ilmvatni. Svo
málaði hún á sér andlitið. Hafði
hún nú gert varirnar ofbreiðar?
Notað ofmikinn augnabrúnalit?
Ætti hún að greiða meira úr hár-
inu? Hún neri andlitið úr kremi
og málninguna af. Athugaði það
svo í speglinum, rétt eins og mál-
ari skoðar ófullgert málverk á
grindinni hjá sér. Það leið heil
klukkustund áður en hún var orð
in ánægð með andlitið á sér. í
hverju ætti hún nú að vera? Föt
átti hún af mjög skornum
skammti. Einn vinnugalla, tvær
peysur, hvítan kjól með rauð-
gulu axlastykki, og eina bláa
dragt. Hún mátaði hana. Nei, hún
fór ekki allskostar vel. Hún
kunni betur við sig í kjólnum.
Hún burstaði hvítu rúskinns-
skóna sína — þá einu almenni-
legu, sem hún átti. Svo burstaði
hún á sér hárið. Það var ekki
hægt að gera neitt við það. Bezt
að láta það vera laust. Kannske
hún ætti að reyna dragtina aftur.
Síðan úr kjólnum og í dragtina.
Aftur í kjólinn. Hún steypti hon-
um yfir höfuðið á sér. Svo seild-
ist hún til og hneppti hann að
aftan. Hann Tar þröngur í mittið
og faldurim. rétt ofan við hnéð.
En hún gat bara ekki verið viss
um, hvernig hann leit út, af því
að hún hafði engan háan spegil.
Einhverntíma kæmi sá dagur, að
og þernu og herbergi út af fyrir
sig. Hún fór nú niður, var altileg
við heimilisfólkið og drakk bolla
af kaffi með því. Enginn vissi,
hvert hún ætlað, því að fólkið
hélt, að hún ætlaði til vinnu
sinnar hjá varnariðinu, þar sem
hún hafði unnið undanfarið.
Hún setti upp sólgleraugun og
fór síðan í gömlu beygluna. Það
var löng leið frá Van Nys til
skrifstofunnar, sem var í Am-
bassador-hótelinu. Hún ók eins
og í draumi og sá naumast um-
ferðina, en gerði hverja hreyf-
ingu eins og ósjálfrátt og treysti
'því, að hinir vöruðu sig. (Slíkt
traust á náunganum virðist vera
einkenni á ökumönnum í Los
Angeles).
Þegar á leiðarenda kom, skildi
hún bílinn eftir á bílastæðinu og
fékk miða hjá varðmanninum.
Hann fussaði með sjálfum sér
að gamla bílnum, en gleypti stúlk
una með augunum. Þetta líkaði
henni vel. Fagrar konur þurfa
— helzt sem oftast — að verða
þess varar að þær þyki fallegar.
Þegar inn í forsalinn kom, sá
hún á klukkunni, að hún var
stundarfjórðungi ofsnemma á
ferð. Hún labbaði því um að
skoða búðirnar úti í bogagöng-
unum, og dró upp myndir af
sjálfri sér í glæsilegum sportföt-
um, eins og þeim, sem þarna voru
til sýnis. Henni varð hugsað til
þess, þegar þær mamma hennar
Og Grace frænka, ásamt henni
sjálfri, voru þarna á gægjum eft-
ir einhverjum frægum kvik-
hún hefði mannhæðarháan spegilmyndaleikurum, sem kynnu að
fara fram hjá, og þegar eldrl
konurnar tóku að þræta um það,
hvort maður, sem fram hjá fór,
væri líkur Ronald Colman eða
Spencer Tracy, eða kannske raun
verulega þeir sjálfir.
Hún fór að hugsa um núver-
andi atvinnu sína. Hún vann hjá
varnarliðinu í verksmiðju, sem
framleiddi varahluti í útvarps-
tæki. Hún hafði nýskeð verið
forfrömuð upp í „eiturkompuna“,
en það var verkstæði þar sem
varahlutirnir voru sprautaðir.
Þarna var hún í samfestingi.
Sumar fallegar stúlkur hefðu
getað fyllzt viðbjóði, ef þeim
hefði verið skipað að fara í sam-
festing. En Norma Jean var ekki
aldeilis á því. ,,Það er allt í iagi,
ef stúlkan kann að bera sam-
festing". Og það kunni hún. Eins
og venjulega, voru allir karl-
mennirnir þarna á eftir henni, og
einstöku sinnum fór hún út og
drakk einn bjór með einhverjum
þeirra. En hún var aldxei ótrú
Jim.
Einn daginn sendi herinn ijós-
myndara í verksmiðjuna, til að
taka þar kvikmynd. Meðal ann-
ars var honum skipað að ná
myndum af fallegum stúlkum,
sem væru þarna að þræla fyrir
föðurlandið og gætu orðið öðrum
til fyrirmyndar. Svo átti að
senda myndirnar út til hinna
ýmsu herstöðva víðsvegar um
heim.
Allt frá fyrstu byrjun varð
Marilyn, án nokkurrar fyrir-
hafnar, vinsælt efni fyrir ljós-
myndara. Þessi fyrsti varð ekki
sá síðasti sem tæki mynd al
henni, því að síðar varð hún
eftirsótt af öllum þekktustu
ljósmyndurum Bandaríkjanna.
Conover — en svo hét ijós-
myndarinn — var að leita þarna
í verksmiðjunni að góðu myndar-
efni og þá varð honum gengið
fram hjá borðinu, sem Norma
Jean vann við. Hann greip and-
ann á lofti, þegar hann sá hana
hreyfa sig. Hann sagði henni, að
hann hefði verið að taka þarna
myndir síðan í fyrradag.