Morgunblaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVISBLAÐJÐ Miðvikudagur 26. sept. 1962 Dirk Stikker rœðir gagnráðstafanir— ef Rússar hyggjast enn herða BerlínardelEnna Kaupmannahöfn, 25. sept. AP. DIRK A. Stikker, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, lýsti því yfir í Kaupmannahöfn í dag, að ef Rússar hyggist grípa til frek- ari aðgerða til að skerða frelsi V-Berlínar, þá muni þegar í stað verða gripið til marg- víslegra gagnráðstafana af hálfu Vesturveldanna. Stikker ávarpaði ráðstefnu NATO, sem nú stendur hér yfir. Hvatti hann til nánara samstarfs NATO-ríkjanna og einingar uim þau mál, sem mestu skipta. Einkum vék hann að Berlínarmálinu í því sambandi. Stikker vék nokkuð að sam heldni ríkjanna í bandalaginu á undanförnu áruim, og sagði m.a.: „Það (samstaðan) er aðal- ástæðan fyrir því, að Rússar hafa ekki enn stigið neitt það skref, að ekki verði aftur snú- ið. Hins vegar höfum við ekki heyrt þeirra síðasta orð um Berlínarmálið. Ég er Dirk U. Stikker hræddur um, að á komandi vetri eigum við eftir að verða fyrir mörgum áföllum, en ef við notum skynsemina — og það sem ekki er þýðingar- minna, stöndium sameinaðir, — þá munum við standa a£ okkur storminn“. Framikvæmidastjórinn vék nokkuð að þeim gagnráðstöf- unum, sem ‘NATO hefði í hyggju, ef til alvarlegri tíð- inda draegi í Berlín. Hann sagði, m.a.: „í þeim heimi, sem við nú búum í, er erfitt að segja til um, hvar stjórnmálaerjum lýkur, og hvar hernaðarátök hefjast. Engin leið er að segja til um, hvort við þurf- um að grípa til þeirra gagn- ráðstafana, sem við höfum undirbúið". Stikker sagðist ekki geta skýrgreint nánar, í hverju þær væru fólgnar. Hins vegar sagði hann Rússa stefna að því að ganga eins langt og hægt væri, í Berlínarmálinu, í því skyni að kanna styrk Vesturveldanna. í lok ræðu sinnar vék Stikk er að afvopnunarmálunum. Svartsýni gætti í orðum hans um það mál, og kvað hann Rússa, enn um sinn, a.m.k. stefna að því að halda áfram tilraunum með kjarnorku- vopn. I A!A IS hnútar [ ✓ SVSQhnútar tk Snjóhoma t OSi ** 7 Síúrír K Þrumur Kutíaskit ‘ZS' HiUtht H Hmt I Kl. 15 í gær var lægð yfir Suðurlandi, nánar tiltekið milli Hellu og Eyrarbakka. — Rigndi um allt Suður- og Aust urland, en búizt var við að iægðin færi norð-norðaustur. Veðurhorfur kl. 22 í gærkvöldi Suðvesturland, Faxaflói, og miðin: NV og síðar V kaldi, smáskúrir en bjart með köfl- um. Breiðafjörður Og miðin: NA-stinningskaldi og rigning í nótt, en NV-kaldi og skúrir á morgun. Vestfirðir og mið- in: Allhvass NA, rigning. Norðurland og miðin: NA- kaldi og siðar stinningskaldi, ri-gning, einkum í nótt. Norð- austurland og miðin: Allhvass N og rigning fyrst, NV og skúrir á morgun. Austfirðir og miðin: Léttir til með all- hvassri NV-átt í nótt, lægir í fyrramálið. Sauðausturland og miðin: NV- og V-kaldi, léttskýjað að mestu. William Heinesen voru veitt heiðursverðlaun Einkaskeyti il Morgunblaðsins, Kaupmannahöfn, 25, september. RITHÖr'JNDU-’NN William Heinesen voru í dag veittar 10. V öruskipta jöf nuð- ur hagstæður í ágúst VÖRUSKIPTAJ ÖFNUÐURINN í ágústmánuði var hagstæður um 6,1 millj. kr., en var á sama tíma í fyrri hagstæður um 36,3 millj. kr. Var fl.uti út fyrir 288,8 millj., en inn fyrir 282,6 millj. Vöruskiptajöfnuðurinn á ár- inu fram í árslok var óhagstæð- ur um 57,6 millj. kr., á móti ó- hagstæðum vöruskiptajöfnuði um 237,8 millj. á sama tíma í fyrra. Fyrstu 8 mánuði ársins var flutt út fyrir alls 2.253.2 millj. kr., en inn fyrir 2,310,7 millj., þar af 69.295 fyrir skip og flugvélar. Götur steyptar AKRANESI, 25. sept. — Talið er að enn muni unnið í hálfan mán- uð við að steypa götur bæjarins. í allt sumar hefur verið unnið af kappi, enda er nú nær búið að steypa Skagabraut alla, sem er 500 m á lengd, að undanskildum smáspotta, þar sem sprengja þarf klöpp. Steypan á Kirkjubraut hefur verið framlengd upp fyrir sjúkrahúsvellina. Langt er komið að steypa Skuldartorg og gatna- mót Suðurgötu og Akursbrautar. Lokið er við að breikka Hafnar- braut, sunnan Suðurgötu. Verk- stjóri er Leifur Ásgrímsson. Hugsanlegt mæðiveikis mit frá 1956-‘58 ætti nú að koma fram VIÐ réttun í svokölluðu Mýr- arhólfi, sem nær yfir 3 hreppa í Dölum, Mýrarsýslu og út á Snæfellsnes, hefur nú farið fram lausleg leit með tilliti til hugs- anlegrar mæðiveiki. Er tekið frá í réttum allt grunsamlegt fé. Ekki hefur fundizt þar nein kind, sýkt af mæðiveiki, og heldur ekki við skoðun sem fram fór á öllu fé í vor, áður en sleppt var á fjall. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Guðmundi Gíslasyni, lækni á Keldum. Þetta er aðeins fyrsta leit á þessu hausti, og munu tvær aðrar fara fram. Verður innan skammis valið úr og slátrað fé sem illa þrífst eða þykir að öðru leyti grunsamlegt aðallega í Döl- um. Og seinna í haust verður kannað vanþrifafé á öllu svæðinu Sagði Guðmundur það vera mjög mikið atriði hvort nokkur mæðiveiki íyndist þarna í haust, því nú er jíklegt að komi fram sú smitun sem varð á árunum Abbas forseti þings Alsírs Landið hyggst sœkja um upptöku í 5. Þ, Algeirsborg, 25. sept. — NTB —, ÞJÓÐÞING Alsír kom sam- an í fyrsta skipti í Algeirs- borg í dag. Ferrhat Abbas, sem Iöngu er kunnur fyrir IVIerkjasala Menningar- og minningasjdðs kvenna tiH ágóða tyrir námsstyrkjaveitingu l»ANN 27. september — afmælis dag Brietar Bjarnhéðinsdóttur — er merkjasöludagur Meflningar- og minningarsjóðs kvenna. Á und anförnum árum hefir fjöldi kvenna fengið styrki úr sjóðnum, einkanlega til háskólanáms og listnáms. Þótt styikirnir séu ekki háir, koma þeir ungum stúlkum, sem stunda nám erlendis, að góðu gagni, því að fæstar hafa þær úr miklu að spiia, allra sizt nú. — Hversu mikia styrki er hægt að yeita, er aiveg undir merkjasöl- unni komið. Þess er vænzt, að konur veili sjónum lið með því að selja merki. Börn fá góð sölu laun. Merkm verða afhent frá kl. 10 á morguti — fimmtudag — á þessum stöðum: Félagsheimili Neskirkju, Sól- vallagötu 25, Iðnskólanum — inn gangur íra Vitastíg, Tómstunda- heimilinu Lindargötu 50, Háteigs vegi 30, Laugalækjarskóla, Safn- aðarheimili Langholtssóknar og skrifstofu Kvenréttindafélags ís- lands, Laufásvegi 3. (Frá Mennmgar- og minningar- sjóði kvenna). afskipti sín af stjórnmálum landsins, var kjörinn forseti þingsins. Hann var einn í kjöri til embættisins. Á morgun verður gengið til kosninga forsætisráð- herra, og eru allar líkur tald- ar til þess, að Ben Bella muni verða kjörinn. Fyrr um daginn hélt Abbas ræðu, þar sem hann lýsti því yf- ir, að Alsír myndi framvegis fylgja hlutleysisstefnu í utan- ríkismálum, og leitast við að stuðla að friðsamlegri lausn allra alþjóðlegra deilumála. — „Þjóðin óskar ekki eftir meiri ófriði", sagði Abbas, „hún vill frið“. Abbas hélt því enn fremur fram, að Alsír myndi leita eftir aðstoð erlendra þjóða, en þó reyna fyrst og fremst að vera sjálfri sér nóg. Sérstaka áherzlu lagði hann á góða sambúð við Frakkland í framtíðinni. Þá var því lýst yfir síðar í dag, að í næstu viku myndi Alsír sækja um upptöku í Sameinuðu þjóðirnar. 1956—58, en þá fannst veikin á nokkrum bæjum og var verið að hreinsa hana burt til 1958. Ef vel er leitað, á að vera hægt að finna veikina að fjórum árum liðnum, eftir 6 ár er líklegast að hún komi íram, en úr því fer hættan að verða minni. í fyrra kom veikin einmitt fram á þrem- ur bæjum, og í haust er mikil- vægt að fá úr því skorið hve víð tæk smitumn hefur verið. Nýtt smit firmst ekki strax. Aftur á móti er ekki von til að smit, sem oiðið hefur í fyrra eða hítteðfyrra finnist fyrr en 1964 og 1965. En Guðmundur kvað nauð- synlegt að hsga sér á þessu svæði, eins og svo væri, til að koma í veg fyrir að smit dreifist eins mik ið, sé það fyrir hendi. Rússar sprengja — nú 30 megat. sprengju Stokkhólmi, 25. sept. — NTB — TT — Skömmu eftir hádegi í dag sprengdu Rússar 13. kjarnorku sprengju sína, frá því tilraun ir þeirra nófust aftur á þessu hausti. Spengingin átti sé stað nærri Novaya Zemlja, þó nokkru norðar en verið hefur að undanförnu. Sprengjan var um 30 mega tonn, eðn næst stærst þeirra, sem sprengdar hafa verið í þessum tilraunum. Mældust jarðhrærmgar af völdum henn ar á mæla jarðfræðideildar Tækniháskólans í Stokkhólmi, en hræringarnar komu einnig fram í Uppsölum. Sprengimagn í þessum til- raunum Rússa nú nemur um 200 megaionnum alls, eða um 23 megatonnum meira en í öllum þeim tilraunum, sem Rússar gerðu á sl. hausti. 000 danskar krónur úr dansk- færeyskum listasjóði. Er þetta í fyrsta skipti, sem rithötfundur fær slík heiðursverðlaun úr sjóðnum, en áður hafði málarinn S. Joensen fengið þessi verðlaun Sjóðurinn, Mikines-sjóðurinn, er til orðinn af fé, sem nokkrir Færeyingar hafa endurigreitt, en þeir þágu féð upprunalega í formi lána á stríðsárunum, er þeir námu í Kaupmannahöfn. Sjóðurinn er nú sagður vera um 3 milljónir danskra króna. — Rytgaard Berin eyðilögðust Húsavík 25. september Útlit fyrir berjasprettu var orðið gott, þó berin væru sein til. En í frostnóttinni sem kom um miðjan september spilltust ber algerlega, svo fólk aflaði óvenju lítilla berja á þessu ári. - Happdrættið sem bílana hreppa? Allir,1 sem verða sér úti um miða, koma þar til greina. Og hver viil ekki vera í þeim hópi? VERÐMÆTIR VINNINGAR Miðar í happdrættinu kosta I 100 krónur — en verðmætifl hvers bíls um sig er hins veg- ar 120 þúsund krónur. Heild-, arverðmæti allra vinning- anna er því 360 þús. krónurj MIÐAR UM AII.T LAND I Ef að Iíkum lætur, verður eftirspurn eftir happdrættis- miðum mikil — og er því] hyggilegt að draga ekki miða- kaupin úr hömlu. Stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins um land allt munu fá senda i miða — og er að sjálfsögðu stefnt að því, að miðarnir; seljist upp. A slíkt að geta orðið, þegar vinningarnir eru jafn stórir og glæsilegir og raun ber vitni. EINSTÆTT TÆKIFÆRI Það er ekki í hverjum mánuði, sem almenningi gefst kostur á að eignast nýjan bil f. x- aðeins 100 krónur. Það einstæða tækifæri er nú runn ið upp. I hverjum einasta happdrættismiða felast þrír möguleikar til að eignast i nýjan Volkswagen eftir að- eins einn mánuð, þegar dreg- ið verður. KAUPIÐ MIÐA STRAX!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.