Morgunblaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 26. sept. 1962 trtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. * Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar:. Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. KJARABÆTUR VID- REISNARINNAR egar viðreisn efnahagslífs- ins hófst fyrir tveim og hálfu ári, fóru stjórnarflokk- arnir ekki dult með það, að þeir teldu, að allir yrðu nokk uð á sig að leggja til þess að hægt væri að reisa við fjár- hag þjóðarinnar og treysta þær imdirstöður, sem stór- felldar framfarir yrðu síðan byggðar á. En þeir bentu líka á þá augljósu staðreynd, að þessar ráðstafanir væru gerð ar til þess að bæta hag manna í framtíðinni og tryggja, að hér yrðu ekki minni framfarir en í ná- grannalöndunum, þar sem svipuð stjórnarstefna ríkir. Nú er svo komið, að menn eru byrjaðir að njóta ávaxta viðreisnarinnar, þótt enn sé ekki nema í litlum mæli, miðað við það, sem verða mun á næstu árum. Því mið- ur kemur þó ekki nema nokk ur hluti þeirra miklu kaup- hækkana, sem átt hafa sér stað að undanfömu, laun- þegum til góða. Þ.e.a.s. að- eins sá hluti, sem svarar til raunverulegrar framleiðslu- aukningar, eins og margsinn- is hefur verið bent á. 1. júní sl. hækkuðu laun sjálfkrafa um 4%. Þar að auki bauðs.t Viðreisnarstjóm- in til þess að beita sér fyrir því, að lægstlaunaðir verka- menn fengju meiri hækkanir, sem þá yrðu raunhæfar kjarabætur. Stjórn Alþýðu- sambands íslands svaraði þessu fyrirheiti ríkisstjórn- arinnar með því að lýsa því yfir að kjör lægstlaunaðra verkamanna væru ekki í verkahring stjórnar ASÍ, og hún vildi ekki beita sér fyrir því að aðrar stéttir færa sér hægar í kaupgjaldsmálum, meðan væri verið að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu. Niðurstaðan varð sú, að flestar aðrar stéttir fengu meiri hækkun — og miklu meiri en nokkrar líkur voru til að næðust án veralegra verðhækkana. Sannleikurinn er raunar sá að þegar stór stökk eru tekin í kaupgjalds- málum, þá koma verðhækk- anirnar mjög fljótt á eftir, en hins vegar er von til þess að kauphækkanirnar nýtist til kjarabóta, ef þær eru hóf- legar. Hinar stórfelldu kauphækk anir gátu líka orðið til þess að grundvöllur efnahagsjafn- vægisins út á við raskaðist, en þó hafa menn nú trú á því að svo fari ekki. HVAÐ ÞOLIR VIÐREISNIN T þessu sambandi er eðlilegt að menn velti fyrir sér, hve miklar kauphækkanir viðreisnin þoli. Er þar átt við, hve miklar kauphækk- anir og verðhækkanir, sem af þeim leiða, megi verða innanlands, án þess að hag útflutningsframleiðslunnar sé stefnt í voða. Hér hafa aflabrögð auðvit- að mjög mikið að segja, og hinn góði fengur á síldarver- tíðinni hjálpar mikið til. — Þannig er það auðvitað rétt, að góðærið hefur styrkt við- reisnina, gagnstætt þeirri fáránlegu fullyrðingu Fram- sóknarmanna, að Viðreisnar- stjóminni sé meinilla við auknar tekjur. Hinu er heldur ekki að leyna, að vegna þeirra hluta- skipta, sem gert er upp eftir samkvæmt gerðardómnum í síldveiðideilunni, fær báta- útvegurinn nú ríflegri hlut en ella, og því er hann fær- ari um að standa óstuddur, þótt miklar kauphækkanir hafi orðið. Það sem raunveralega á sér hér stað, er, að fram- leiðsluaukningin er fyrst og fremst við sjávarsíðuna og allir landsmenn njóta góðs af henni, en ekki sjómenn tíg útgerðarmenn einir. Auðvitað era sjómenn einna bezt íslenzkra stétta að því komnir að bera ríf- lega úr býtum og mættu gjarnan hafa notið meiri tekna en þeir fá samkvæmt gerðardómnum. En það þýð- ir ekki, að menn eigi að ganga þess duldir, að auknar tekjur þeim til handa, hljóta að þýða minni tekjur ann- arra, og að lokum mundu þær ekki koma frá útgerðinni, heldur frá þjóðinni í heild, því að enginn mun halda því fram, að um slíkan ofsagróða sé að ræða hjá útgerðinni, að hún sé ekki vel að honum komin, og hafi raunar þurft á því að halda að treysta veralega fjárharg sinn. Þegar ver árar á hún þá líka að geta betur staðið sjálf undir áföllunum í stað þess að leita þurfi í vasa landsmanna í heild, hvort heldur það væri gert með styrkjum eða gengisbreyt- ingu. HINN 11. október n. k. hefst í Péturskirkjunni í Róm þing kaþólsku kirkjunnar. Þingiff sækja 3000 fulltrúar ka- m þólskra og auk þeirra munu sitja þaff áheyrnarfulltrúar mótmælenda, en þeim hefur sérstaklega veriff boðið til þingsins. Mörg mál verða til umræðu á þinginu og enn er of snemmt aff segja um hver muni verða efst á baugi. ★ ÍUnnið hefur verið að und- irbúningi þingsins sl. þrjú ár. 1959 sneri kaþólska kirkjan sér til kaþólskra biskupa, annarra háttsettra andlegra embættismanna, háskóla og alþjóðlegra kirkjulegra stofn ana, og óskaði eftir tíllögum um efni, sem ræða skyldi á þinginu. Efnissöfnun þessi varð að nokkurs konar skoð- anakönnun meðal kaþólskra manna, því að hver og einn gat látið skoðun sína í ljós með milligöngu biskupa eða eftir öðrum leiðum. — Mörg kaþólsk blöð komu á skoð- anakönnun meðal lesenda sinna og niðurstöðurnar voru sendar Vatikaninu. Nefndir voru settar á fót til að vinna úr þeim tillög- um, sem bárust og hafa þær gefið út álitsgerð í mörgum bindum, alls um 2 þús. bls., og hefur hún verið fengin þingfulltrúum til lestrar. til meðferðar endursamein- ingu allra kristinna manna. Formaður nefndarinnar, Bea kardínáli, hefur ferðazt um Evrópu og rætt við leiðtoga mótmælenda. — Fulltrúum kristinna manna, sem ekki tilheyra kaþólsku kirkjunni, verður gefinn kostur á að sitja kirkjuþingið sem áheyrn arfulltrúar. Einnig geta þeir komið óskum sínum og tillög um á framfæri með milli- göngu nefndar Bea kardínála. Hugmyndina að kirkjuþing inu átti Jóhannes XXIII páfi. Hann fékk hana fyrir þrem- ur árum, þegar hann ræddi ástandið í heiminum við Tardini kardínála. Þeir voru sammála um, að kírkjan gæti ekki setið aðgerðalaus á með an að öryggisleysi og styrjald arótti hindraði góða sambúð stórveldanna. Hvað var hægt að gera til þess að styrkja friðarviljann og efla sam- vinnu mannanna? Allt í einu sagði páfinn við Tardini kardínála: — Við skulum boða til kirkjuþings. Hann hafði varla sleppt orð- inu, þegar hann varð hikandi við tilhugsunina um hinn umfangsmikla undirbúning, sem slíkt þing krefðist. Páf- inn varð því mjög undrandi, þegar hinn aldni kardínáli tók uppástungu hans strax með hrifningu. Þeir komu sér saman um að leggja hana fyrir ráðgjafa páfans, kardí- nálana, og um leið gera hana heyrum kunna. ★ í allt sumar hafa iðnaðar- menn unnið að því, að smíða sæti handa hinum 3000 full- trúum, sem sitja kirkjuþing- ið, sem haldið verður í mið- skipi Péturskirkjunnar. Milli súlnanna hefur verið komið upp hátalarakerfi í kirkjunni. Talið er að kirkjuþingið geti staðið allt að því ár, með nokkrum hléum. Tilgangur- inn með því er í aðalatriðum sá, að endurnýja kaþólsku kirkjuna innanfrá og íhuga kröfur þær, sem gerðar eru til kirkjunnar á 20. öldinni. HAGUR SJÁVAR- ÞORPA T Tm þessar mundir birtist hér í blaðinu greinar- flokkurinn „Landið okkar“, en fréttamenn Morgunblaðs- ins hafa að undanförnu ferð- ast víða um land og kynnt sér aðstæður til sjávar og sveita. Athyglisvert er að yfirleitt er afkoma manna mjög góð, ekki sízt í sjávarþorpunum, og nær því alls staðar er vandamálið fyrst og fremst eitt, þ.e.a.s. að ekki er nægi- legt vinnuafl til að anna öll- um þeim verkefnum, sem menn vilja fá unnin. Framkvæmdir eru geysi- miklar, bæði á vegum ein- staklinga og opinberra aðila, og lífsafkoma manna er yfir- leitt alls staðar betri en nokk um tíma áður. Víðast fjölgar líka í sjáv- arþorpunum, þannig að loks virðist svo komið sem fólks- straumurinn til Suð-Vestur- lands sé að stöðvast og jafn- vægi myndist á Vesturlandi, norðanlands og austan. Þetta er ánægjuleg þróun, sem stingur illilega í stúf við óskhyggju Framsóknar- manna um eymd og volæði það á landsbyggðinni, sem þeir nefna samdrátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.