Morgunblaðið - 26.09.1962, Blaðsíða 20
20
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 26. sept. 1962
\
und pundum á yðar nafni. Hr.
Bannermann undirritaði svo bréf
ið, og ég er búinn að fara í bank-
ann, þar sem þeir þekkja mig
nógu vel til þess, að ég veit, að
allt er í lagi. Svo þurfið þér ekki
annað en fara í bankann og gefa
þeim sýnishorn af undirskriftinni
yðar. Það er allt og sumt. Hér
er kaffið yðar. Eg skal borga það.
Mike sýndi á sér fararsnið.
Kannske þér vilduð, áður en þér
farið, segja níér nafnið á bank-
anum? sagðj Rakel.
Mike sagði henni það. Og
kannske, bætti hún við, vilduð
þér koma þangað eftir hálftíma
Og votta, að ég sé sú, sem ég
segist vera, þegar ég fer að gefa
þeim undirskriftina. Eg býst ekki
við, að bsnkamenn séu þeir græn
ingjar að treysta manni upp á
andlitið eintómt.
Eg skal koma þangað, sagði
Mike.
Já, það skaltu sannarlega, sagði
Rakel við sjálfa sig og gnísti tönn
um. Þá ætti hún ekki oftar að
þurfa að komast í svona bölvaðar
klípur, eins og að heyra sagt við
sig: ,,Kannske vilduð þér bíða
andartak, frú .... “ og svo yrði
hringt í allar áttir til þess að fá
staðfestingu á því, hver maður
væri. Nei, það skyldi aldrei verða
nú þegar hún hafði tíu þúsund
pund, sem hún átti sjálf.
Og sama kvöldið sagði Oxtoby,
þegar hann hitti Mike Hartigan:
Það var rétt, sem þér sögðuð
um þennan bíl, hr. Hartigan.
Hvaða bil?
Þennan, sem þér' sögðuð, að
frúin mundi fá handa sjálfri sér.
Það snuggaði í Mike. Auðvitað'
hafði ég á réttu að standa. Hvað
var svö sem því til fyrirstöðu?
Já, hún talaði við mig um
hann núna fyrir stundarkorni. —
Hún vill fá sér lítinn sportbíl *g
láta mig kenna sér á hann.
Það er víst hér um bil það
eina, sem hún þarf að læra af
yður.
Oxtoby kinkaði kolli, ólundar-
lega, en skildi sýnilega hvað hinn
var að fara. Það kæmi mér ekki
á óvart, hr. Hartigan.
3.
Hér er fallegt. Hér er yndis-
legt, sagði Rakel og leit kring
um sig í íbúð Minu. Hún var
nú komin í bezta skap. -Hún hafði
fengið kurteislegar viðtökur í
bankanum. Nú hafði hún fyrst
skilið, hvað það þýddi að vera
kona Maurice Bannermanns. Nú
hafði hún reist tíu þúsund punda
víggirðingu milli sín og örbirgðar
innar. Fáein strik á blað og þá
var það komið í kring. Aldrei
á ævinni hafði hún fundið sig
jafnörugga. Þegar hún var beð-
in um undirskriftina hafði hún
fyrst verið svo utan við sig, að
hún skrfaði: Rakel Rosing. En
svo breytti hún því á Rakel
Bannermann. Það var betra,
sagði bankastjórinn. Jú, Rakel
var alveg á sama máli: Það var
betra.
Og svo var vingjarnleg við-
ræða þeirra Oxtobys um sport-
bílinn. Þau ætluðu út á morgun
og finna eitthvað, sem henni
litist á og hann gæti mælt með.
Mina fann því, að hún var í
miklu betra skapi og fljótari til
og skilningsbetri, og það var
alveg eftir hennar höfði. Rakel
horfði úr allri sinni hæð á Minu,
sem teygði úr sér í lágum hæg-
indastól. Ég lét bílinn minn bíða,
sagði hún með virðuleik. Við get-
um haft hann, hvert sem við
förum að borða.
Æ, góða sendu hann heim,
sagði Mina. í miðri Lundúna-
borg er maður miklu betur sett-
ur á eigin fótum, nema maður
sé skartbúinn. Og það er mér
meinilla við, eða hvað finnst þér?
Pabbi var næstum búinn að
sleppa sér þegar ég neitaði alveg
að láta punta mig upp eins og
jólatré. og láta kynna mig við
hirðina. Einhvers staðar veorður
maður að spyrna við fótum,
finnst þér ekki?
Nei, mér þykir nú heldur gam-
an að allri slíkri viðhöfn, sagði
Rakel.
' Mina stóð upp og fleygði sér
í kápu. Gott og vel, sagði hún,
við skulum þá fara í þessum bíl
þínum í þetta sinn. Og svo skul-
um við finna okkur einhvern
góðan og rólegan stað að éta á.
Ég get ekki þolað þessi viðhafnar
veitingahús — allt gler og glans
og okurverð, Og menn frá
Manchester, sem glápa sig rang-
eygða í leit að einhverjum fræg-
um mönnum. Við skulum fara til
Rule. Það er dálítið úr leið, en
þá fyrirgefst okkur líka að vera
að fara í bíl.
Hún leiddi síðan Rakel niður
stigann og sagði bara „Rule“ við
Oxtoby, en hann virtist skilja
við hvað var átt, svo að Rakel
fannst það hljóta að vera allt í
lagi. En þær hugmyndir, sem
hún hafði gert sér um þetta
fyrirfram, áttu eftir að verða
henni fyrir vonbrigðum. Hún
hafði hugsað sér svona matar-
staði fulla af kjólklæddum herr-
um og buktandi þjónum, kampa-
vínsflöskum og fagurbúnum kon-
um — Og líttbúnum. Blóm á borð
íska tónlist. Hann fór með hana
á hljómleika í Hollywood Bowl.
Hann hringdi oft til hennar og
hann var kurteisin uppmáluð ef
þau fóru út i bílnum hans, eða
á dansleik — en hann var ágæt-
ur dansherra. En þrátt fyrir alla
þessa umhyggjusemi, brann hann
ekki af ást á sama hátt og hún.
Framkoma hans var tvíræð og
háðsleg. Það var alltaf eitthvert
sætbeizkt bros á andlitinu á hon-
um, þegar þau voru saman.
Karger var nýskilinn við kon-
una sína og hafði fengið umráða-
rétt yfir sex ára gömlum syni
þeirra. Þegar hann talaði um ást,
eins og stundum kom fyrir, þá
lét hann venjulega í ljós ein-
hverja lífsþreytulega efasemi um
dyggð kvenna og staðfestu í ást-
um. Hann hélt því fram, að kon-
ur ættu enga raunverulega ást
til í eigu sinni. Hann var þeirrar
skoðunar, að engin kona gæti
gefið sig alfarið og heiðarlega
manninum, sem hún elskaði. Kon
ur væru of kænar og hagsýnar
til þess. Karlmenn væru heimsk-
ingjar að trúa konum nokkurn
tíma. Þegar Marilyn hlustaði á
'þessar hrókaræður hans, ásetti
hún sér að sýna honum sanna
ást. En til þess gaf hann henni
aldrei tækifæri. Það var alltaf
einhver háðsmúr milli þeirra.
Hann hló að málvillunum hjá
henni og stríddi henni á fáfræði
hennar um sögu og menningu.
Einu sinni sagði hann við hana
með bros á vör: „Sálin í þér er
svo óþroskuð. Samanborið við
líkamann er hún varla byrjuð
að vaxa“.
Nei, nann gat ekki elskað hana
— ekki eins og hún elskaði hann.
En svo mátti líka spyrja: Ef
honum þætti ekki vænt um hana,
hversvegna sýndi hann henni
svona mikla góðsemi? Enginn
maður hafði nokkurntíma verið
henni svona góður. Stundum gat
hann brosað að henni „eins og
ég væri einhver brandari". En
hitt veifið gat brosið horfið, og
um og allt forgyllt.
Þau stigu út úr skrautbílnum
í ómerkilegri og dimmri götu,
og þegar Mina hafði beðið bíl-
stjórann að sækja þær eftir þrjá
stundarf j órðunga, gengu þær upp
þröngan og dimman stiga og opn
uðu dyr, sem þar voru uppi.
Beint fyrir framan sig sá Rakel
hrin og þjón, sem stóð frammi
fyrir honum og var að hita kjól-
löfin sín. Þarna var lítill bár,
sem nokkir menn stóðu við og
töluðu í hálfum hljóðum, en við
litlu borðin á gólfinu voru stól-
ar, fóðraðir með rauðu flosi, sem
litu út fyrir að vera frá fyrri
öld. Og öll húsakynnin virtust
vera það, mjög snyrtileg en yfir-
lætislaus, þögul og friðsæl. Á
dökku timburveggjunum var
þéttskipað gömlum leikhúsaug-
lýsingum og myndum af frægum
leikurum. Daufur ómurinn af
samtalinu við barinn og svo
snarkið í eldinum voru einu
hljóðin, sem þarna heyrðust.
Mina lét fallast á eitt rauða
flossætið úti í vistlegu horni
þarna og benti Rakel að setjast
hjá sér. Sætið var fyrir tvo.
Þetta er einn af fáum sið-
menningarlegum matstöðum í
Lundúnaborg, sagði Mina. Mér
finnst ekki máltíðir eigi að vera
andlitið varð alvarlegt og skugga
legt. Eitt kvöld voru þau tvö ein
heima hjá honum. Hann var að
leika á píanó fyrir hana — næt-
urljóð eftir Chopin. Allt í einu
setti hann upp gleraugu, til að
sjá á nóturnar. Hún hafði aldrei
áður séð hann með gleraugu.
,,Ég veit ekki, hversvegna",
hefur hún síðar sagt, „en ég
hafði alltaf verið hrifin af mönn-
u-m, sem notuðu gleraugu. En nú
sleppti ég mér alveg, þegar hann
setti þau upp.
Karger — hann sleppti sér
líka, hvort sem það nú hefur
verið af viðkvæmninni í tónlist-
inni eða þá af skaphitanum hjá
Marilyn. Hann stóð upp og gekk
hægt til hennar. Hann lokaði aug
unum um leið og hann tók utan
um hana. Þau kysstust. ~
„Þá byrjaði nýtt líf hjá mér",
segir Marilyn. „Ég flutti úr
kvennahótelinu og í hús, sem var
skammt frá bústað hans, svo að
hann gæti komið við hjá mér,
þegar hann færi til vinnu eða
frá. Ég sat þarna allan daginn
og beið hans. Og þegar ég nú leit
um öxl til allra áranna, sem ég
var búin að lifa, þá fann ég fyrst,
hve köld og tómleg þau höfðu
verið“.
Þegar þau vöru ekki saman,
var aðskilnaðurinn henni „kvöl“,
og þegar þau voru saman, voru
allar þær stundir. sem þau voru
ekki í faðmlögum, annars konar
kvöl — kvöl óvissunnar um það,
hvort ást þeirra hvors um sig
væri raunveruleg eða ímynduð.
Auðvitað yrðú þau að giftast.
Það var siður hjá manni og
konu, sem elskuðu hvort annað.
En hann virtist ekkert vera æst-
ur í að giftast, ,
Eitt kvöldið sagði hann: „Ég
hef verið að hugsa um, hvort við
ættum' að giftast. En við nánari
athugun kemur það ekki til
mála. Ég þarf að hugsa um dreng
inn minn. Og hugsum okkur, ef
við værum gift og eitthvað kæmi
fyrir mig...."
eins og einhver opinber gripa-
sýning.
Rakel leit kring um sig og
henni fannst, að vonbrigði lífs-
iiis ætluðu seint að taka enda.
Hún kunni ekki líkt því eins vel
við sig hér og í „Páfagauknum"
fyrir skömmu. en Minu fannst
þetta allt í lagi og hún var lá-
varðsdóttir, og hlaut því að hafa
vit á þessu. Einu gestirnir aúk
þeirra voru uagur maður með
stúlku með sér. Hún var í bláum
flauelskjól og með bláan hatt,
sem slútti niður á mitt andlitið.
Ungi maðurinn var með heljar-
mikið fax af hörgulu hári, rautt
andlit og flóttaleg blá augu. Föt-
in á honum voru einhvernveginn
„Eins Og hvað? Hvað áttu við,
Freddy?“
Hann gerði sér hroll. „Eins og
til dæmis, að ég dytti niður dauð
ur, eða eitthvað því um líkt. Það
væri nræðilegt fyrir drenginn".
„Hversvegna segirðu það?
„Skilurðu það ekki?“
„Nei, ég skil það ekki“.
„Skilurðu það ekki, að það
væri ekki heppilegt fyrir hann
að vera alinn upp hjá konu eins
og þér? Ég á ekki við það, að
þú sért ekki fær um að vera
móðir, heldur.... ja .. að þú
sért ja, það væri ekki sanngjarnt
gagnvart honum.“
„Þú hatar mig“„ sagði hún.
„Þú getur ekki elskað mig ef þú
hefur svona álit á mér“.
Hún kvaddi. Hún skyldi aldrei
sjá hann aftur.
Henni leið illa fyrsta daginn.
Beið eftir, að síminn hringdi.
Beið eftir; að hann berði að dyr-
um. Langaði til að iiringja í
hann. Hafði sig ekki í það. Held-
ur ekki annðn og þriðja daginn,
né þann fjórða ,,þó að hjartað í
mér væri að springa". Á fimmta
degi kom hann og barði að dyr-
um hjá henni, síðla kvölds. Hún
opnaði ekki fyrir honum.
„Opnaðu fyrir mér!“, sagði
hann biðjandi.
En hún vildi það ekki. Hann
hamaðist á hurðinni. Hún segir,
að í sama bili og hann tók að
berja að dyrunum, vissi hún, að
þessu var öllu lokið. Sársaukinn
var enn til staðar, en hún vissi,
að hann mundi hverfa.
Loksins sagði hún við hann
gegn um lokaða hurðina: „Æ,
góði, farðu. Ég vil ekki sjá þig
framar“. Og hann fór.
En brátt linaðist hún á ásetn-
ingi sínum. Hún sá hann aftur
og aftur. Ævintýrinu var enn
ekki lokið. Hún elskaði hann
enn, en hann var enn ekki eins
brennandi í ástinni og hún.
Um þessar mundir var lokið
myndinni „Ladies of the Chorus"
hjá Columbia. Hún var ekkert
og hann bar þau einhvernveginn.
Stúlkan virtist vera með allan
hugann við matinn, en pilturinn
talaði með háriá heldri manna-
rödd og lét dæluna ganga. Ein-
stöku undarleg orð náðu eyrum
Rakelar meðan Mina var að
hjálpa henni að velja óbrotna
máltíð. „Þú veizt hvað Chekov
sagði við Gorki: „Kennarar ættu
að vita allt, kall, minn allt!“
Geysilegt höfuð, þessi Gorki.
Hann dreymdi einu sinni, að
hann sá himininn allan eitt gul-
grænt graftarkýli og stjörnurnar
á honum voru kringlóttar og
glanslausar, eins og bólur á
spilltu hörundi".
sérlega velheppnuð, Jafnvel af
B-mynd að vera. Slíkar myndir
hljóta helzt ekki umtal, nema í
kvikmyndablöðum. Og fyrsta um
talið, sem Marilyn hlaut var í
Motion Picture Herald, 23. októ-
ber 1946: „Eitt hið bezta í mynd-
inni er söngur ungfrú Monroe.
Hún er falleg og hefur viðkunn-
anlega rödd og framkomu —
gæti orðið efnileg".
Einmitt þá var komið að þvi
að endurnýja ráðningu hennar.
En Columbia sagði henni upp, 8.
september. Þann dag sagði sam-
býliskona hennar við hana: „Ef
helmingurinn af öllum fræðing-
unum í Hollywood segði, að þú
hefðir enga hæfileika og ættir
heldur að hætta við allt saman —
hvað mundirðu þá gera?“
Marilyn teygði fram neðri vör-
ina með þrjózkusvip: „Ef þeir
segðu þetta aJJir, þá væri það
bara af því, að þeir eru vitlausir.
Þessvegna er ég að leggja stund
á leiklist og söng. Ég trúi á það,
að ef ég geri mig sjálf að beztu
leikkonu, sem til er, þá hljóti ég
að ná upp á hátindinn“.
Hún tók nú að stunda stefnu-
mót með rosknum mönnum, sem
fóru með hana í dýr veitingahús
og heim í fínu húsin sín í Bev-
erley Hills. Þetta voru menn,
sem vildu gjarna láta sjá sig í
sgmfylgd fagurra kvenna. Það
var merki um velgengni og völd
þeirra. Þeir gáfu ungu stúlkunni
vel að borða og kynntu hana
fólki, sem gat komið henni á
framfæri. Marilyn var alltaf að
vona, að Freddy frétti um þetta
framferði hennar og yrði afbrýði
samur og færi að elska hana
aftur. En svo var það lí'ka fíni
maturinn, sem dró hana út i
þetta. Sá, sem hún hafði efni á
sjálf, var ofléttur í maga.
Einhverntíma á árinu 1946
komst hún í kynni við einn
mestá valdamann kvikmyndanýl-
endunnar, Joseph M. Schenck,
sem var stjórnarmaður í 20th
Century Fox. Schenck sagði
henni, að hún ætti glæsilega
framtíð í vændum — og það
jafnt þó að bæði hans eigið fé-
lag og svo Columbia hefðu varp-
að henni fyrir borð. Honum þótti
gaman að tala við hana og
skemmti sér vel í félagsskap
hennar. Og hann bauð henni
heim til sín, tvisvar og þrisvar
á viku, annaðhvort í fjölmenn-
ari samkvæmi eða til kvöldverð
ar „undir fjögur augu“.
Einu sinni, þegar við vörum
að tala um þetta æviskeið henn
Marilyn Monroe
eftir Maurice Zolotov