Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. október 1962 ^HOWARD SPRING:, 54 RAKEL ROSING i!!Í!!;;! '!'!'!'!'! ' i i'l'li'i! 'í' >•::! ! 'I: Loks voru þau komin upp á hæðina. Julian stöðvaði bílinn, og horfði á andlit Rakelar, sem var eins og eitthvert gullið blóm í mánaskininu, Hann ók bílnum þétt upp að limgerðinu, og lagði arminn um mittið á henni. Hún tók í höndina á honum og þrýsti henni að brjósti sér. Þurfum við nokkuð að vera að sjá þessa flug elda? spurði Julian. Já, fórum við ekki einmitt til þess? Þau vissu aldrei, hvað tilefnið var til þessara hátíðahalda í Pagham. Þau mundu eftir heil- um vegg af fólki, sem flest sást ógreinilega, en varð svo allt í einu uppljómað af blossunum frá flugeldunum. Svo mundu þau eftir litlu tjaldi, þar sem ljós brann inni og gljáandi hljóðfær- unum og rauðu jökkunum á lúðrasveitinni sem þarna var í tjaldinu og viðkvæma tóna gömlu valsanna, sem þaðan bár- ust. En þau töfðu þarna ekki lengi, því að Julian setti bílinn aftur í gang og lét hann suða hægt áfram. Hann var yfirkom- inn af friðsæld og kyrrð kvölds- ins og fegurð konunnar, sem sat við hlið honum. Honum lá ekkert á heim í Markhams. Klukkan var orðin ellefu þegar þangað kom og enginn á fótum nema Curle, brytinn. Julian var alls ekki í skapi til að fara að sofa. Hann afklæddi sig hægt og hægt, fór síðan í náttföt og slopp og hall- aði sér út í opinn glugga og reykti vindling. Svo drap hann í honum á gluggakistunni, til þess að njóta enn betur ilmsins úr garðinum. En þá sá hann, að Rakel háll- aði sér líka út úr sínum glugga. Milli þeirra var eitt autt her- bergi. Andlit hennar sneri nú að honum, fölt innan í svartri um- gerð af hárinu, sem féll niður á axlir. Hún veifaði hendi og hvarf síðan. Julian sneri aftur inn í herberg ið. Hann fann blóðið ólga í æðum sínum og höndin skalf, er hann strauk henni jrfir andlitið. Ekkert hljóð heyrðist neinsstað- ar. Þau hefðu getað verið einu lífverurnar í húsinu, sem annars lá dautt í fölu mánaskininu. — Hann slökkti ljósið hjá sér og læddist fram í ganginn, sneri lyklinum 1 skránni og stakk hon- um síðan í vasann á sloppnum. Herbergi Rakelar var opið í hálfa gátt og engin birta þar nema frá tunglinu. Hann gekk inn, sneri lyklinum í skránni og horfði á skuggamynd hennar við gluggann. Hún var allsnakin og svarta hárið féll niður eftir bak- inu á henni. Kallaðirðu á mig? hvíslaði hann. Hún svaraði engu, en gekk eitt skref fram og vafði hann örmum. XXIV. 1. Það var fyrst daginn eftir, sem Maurioe sá, hversu fullkomið leikhús hafði verið útbúið í gömlu hlöðunni. Það var Julian, sem sýndi honum þar um allt. Julian var óstyrkur eftir atburði næturinnar. Áður en nokkur sála var komin á fætur, hafði hann risið eftir svefnlausa nótt, farið í bað og stikað út á akrana. — Hann var enniþá miður sín eftir ástríðu Rakelar, sem var svo grimmilega ágeng. Það var hún, sem hafði tekið hann, en hann ekki hana. Hann var að vísu ekki hreinn sveinn, en samt hreinasti viðvaningur í samanburði við hana. Máninn var að hverfa, föl- ur og þreytulegur, þegar hann horfði á Rakel, sem svaf í örmum hans með hárið flaksandi eins og í stormi. Hann gat þá horft á hana með fullu jafnvægi hugarins, og dáðst að þessum fullkomleika fegurðar hennar, sem hafði ekkert látið á sjá eftir ástaratlotin. Hún lá á bakið með varirnar ofurlítið opn- ar, eins og undrandi og í hrifn- ingu. Hann gat aðeins séð á litlu hvítu tennurnar. í fölu tungls- skininu voru augnlokin líkust gagnsæjum krónublöðum á síkóríublómi. Julian gekk hálf erfiðlega að koma skipulagi á hugsanir sínar. Hún hafði með tárum játað hon- um ást sína og 'hann hafði svarað með gæluorðum, vel vitandi, að hann elskaði hana ekki. Hann hefði eins vel getað elskað svart Pardusdýr. En hvað sem allri ást kynni að líða, þá hafði hún veitt honum eftirminnilega stund. Og hvað þá? Hann ætlaði að sjá, hverju fram vildi vinda. Ekki var hann að halda því fram, að þessi stolni ávöxtur hefði ekki verið sætur Hann losaði sig hægt og var- lega úr örmum hennar, steig fram úr rúminu og fór í sloppinn sinn. Rakel hreyfði sig í rúminu, tautaði einhver orð sem hann gat ekki greint Og brosti. Hann dró rúmfötin upp yfir axlir henn- ar og læddist síðan inn í sitt her- 'bergi. Máninn var horfinn og það var þegar farið að votta fyrir birtu í austrinu. Allt í einu heyrði hann einhverja hreyfingu fyrir utan gluggann sinn. Það var eins og einhver mergð vængja hefði rétt úr sér samtím- is. Og svo hófu allir fuglar him- ins söng sinn í einu — í einum miklum kór, deginum til dýrðar, svo varð snögglega þögn og síðan fóru þeir að syngja hver fyrir sig. 2. Þegar Julian kom utan af ökr- unum með skóna rennblauta af náttfallinu, sátu allir við morg- unverðarborðið. Jafnvel Maurice Bannermann var þar, og Upavon lávarður var stórhreykinn af því. Viltu bara sjá hann, Julian. Hon- um hríð fer fram. Við erum ,að gera hann að nýjum manni. Maurice sat nú næstum upp- réttur í stólnum sínum, en gerði matnum lítil skil. Mike Hartigan, sem sat við borðið, sá um, að hann fengi það lítið hann þurfti. Rakel var að skræla appelsínu. Hún var róleg og fögur. Hún reif appelsínuna í stykki og rétti Maurice nokkur þeirra. Þetta er indælt, sagði hún. Þú verður að reyna það. Þakka þér fy-rir, elskan, sagði Maurice. Hvernig gekk ykkur í gærkvöldi? Var það ekki gaman? Jú, svaraði Rakel. Það var ynd islegt kvöld Það var þá sem Julian greip fram í: Langar yður ekki til að líta á leikhúsið okkar á eftir, hr. Bannermann. Hr. Hartigan var að segja mér, að þér hefðuð mik- inn áhuga á öllu slíku. Eg hlakka til að heyra, hvað þér segið um sýninguna okkar. Við höfum ver- ið að vinna að henni heila eilífð. Hvað segir þú, Rakel? Lokaæfingin er í kvöld, er það ' i"liiii",r-,.<¥ i'.i !;!!::!;1!,'ii;|!!Fí , itiMll ' l'l' ll llll l.'t I’.ll'fl ll' i11' 11' ii ii i'i ii' !Í!!Íí:;ilíi:i:!Í!!;^!ÍIPSIÍ!ÍÍÍ:|^iiiii;!i!ii::i:ií: j,£iii!i.iWÍl.,{;iii;i!«M ,' — Það er gott fyrir garðinn, segir þú. Ég er viss nm að ég eyðilegg þennan garð áður en langt um líður. ■fu« • i.i"> i' i,,i' * ini ti iii' lútií i,i'i-i ' ekki? Eg verð að vera til'búin. Það er afskaplega áríðandi. Eg ætla að fara út að aka í klukku- tíma eða svo — fá mér frískt loft. Svo ætla ég að hvíla mig og hugsa. Eg verð ekki við hádegisverðinn. Nú, svo stjarnan er þegar kom in með tilfinningasemi og duttl- unga, sagði Mina, dálítið hvasst, og hún ein heyrði þegar Charlie Roebuck hvíslaði í eyra henni: í guðs bænum farðu ekki að 'halda aftur af henni. Lofðu henni að fara. Eftir morgunverðinn tvístrað- ist hópurinn. Rakel þaut burt í bílnum, formálalaust. Mina steig upp í beygluna sína og þaut áleiðis til þorpsins, til þess að færa frú Harrison búninginn hennar. Charlie Roebuck fékk að fara með henni og varð stein- hissa á þeirri velgengni sinni. — Upavon lávarður tók sér lurk I hönd og sagðist ætla út að labba, en Maurice fór út í hlöðuna í fylgd þeirra Julians og Mikes. Eg hef lesið leikritið yðar, hr. Heath, sagði Maurice. Það er gott og ég hlakka til að sjá það. Julian tautaði einhverjar kurt- eislegar afsakanir fyrir verk sitt, eins og siður er til. Hvað segið þér um West End leikhúsin? sagði Maurice. Þér megið ekki halda, að ég sé ekkert annað en hluta'bréf og arðmiðar. Ég þekki dálítið inn á fjármála- hliðina á leikhúsum. Já, sei sei. Þarna er nú fátt fól-k á sviði og útbúnaður ekki mikill, svo að það þyrfti hreint ekki að verða svo dýrt að koma því upp. Jæja hvað um fjármálahliðina á mál- inu. Gæti ég gert nokkurt gagn á því sviði? Marilyn Monroe eflir Maurice Zolotov G3 XV. Draugar vaktir upp. Marilyn kom aftur í kvik- myndaverið og var nú orðin stjarna, að minnsta kosti í orði kveðnu. Ekki hafði hún samt á- unnið sér þá nafnibót með leik sínum, heldur haíði því verið neytt upp á hana af almenningi og tveim leikstjórum, sem voru hvOr öðrum óháðir, en notuðu sér vinsældir hennar til þess að koma út myndum, þar sem hún hafði í rauninni ekki leikið nema aukahlutverk. En svona eru nú krókaleiðir kvikmyndanna, að þessi kona, sem hafði ekkert orð- ið ágengt í fjögur ár og auk þess sýnt, að hún kunni ekkert í svip- brigðalist, hafði fengið stjömu- hlutverk og var auglýst meira en sjálfar stjörnumar — efst á blaði — en eftir þeirri vegtyllu sækjast allar leikkonur. Nei, hún var tæpast orðin leikkona enn — en hún var byrjuð að læra. Aðeins í örstuttum atriðum í þess um tveim myndum, hafði bmgð- ið fyrir leik sem gat gefið henni frekari framavonir. 20th Century valdi myndina „Don’t Botiher to Knock“ til að gefa henni almennilega faeri, en myndin er byggð á skáldsögu eft ir Charlotte Armstrong. Marilyn var þarna geðbiluð barnfóstra, sem vann I hóteli í New York. Meðan hún passar börn fyrir hótelgestina, fer hún smám sam- an að bilast á geðsmunum. Rich- ard Widmark er flugmaður, sem á í misheppnuðu ástarævintýri með söngkonu úr næturklúbb, og Marilyn tekur hann fyrir mann- inn, sem hún hafði einu sinni elskað. Hún talar svo við hann yfir þveran húsagarðinn, því að hann hefur herbergi hinumegin við hann og svo hefst ævintýrið. Áður en myndinni er lokið, hefur Marilyn næstum orðið baminu að bana, sem hún er að gæta, auk þess frænda sínum og sendlinum í hótelinu, sem hún hefur í æði sínu þótzt kannast við sem föður sinn. Svo vildi til, að stúlkan, sem lék sörigkonuna var misheppnuð í þessari mynd og fleirum. Eftir mörg mistök og lággengi í Holly- wood kornst hún til Broadway og gerðist þsir mikil leikkona. Hún heitir Anne Bancroft. Englendingurinn Ray Baker, sem var þarna leikstjóri, gerði tvær eftirtektarverðar tilraunir í samibandi við „Uon’t Bother to Knock“. Hann tók myndina „á réttum tíma“, sem svo er kallað, þ. e. hún gerist á jafnlöngum tíma og tekur að sýna hana — hvorttveggja var nákvæmlega 90 mínútur. í öðru lagi fann hann upp á því í sparnaðar skyni, að æfa leikarana í tvær vikur og taka svo myndina í einni rennu — tók myndirnar í réttri röð. Og fyrsta takan af öllu saman var notuð. Þetta kann að þykja furðu legt þeim, sem þekkja ástríðuna hjá Marilyn að láta endurtaka atriði. í þessari mynd var ekki eitt einasta atriði endurtekið! Að morgni 10. marz, rétt þegar Marilyn var að ljúka við atriði í þessari mynd, bar aðstoðarleik- stjórinn henni skilaboð um að hringja i einn forstjórann, þegar hún væri laus. Meðan verið var að reyna Ijósin fyrir næsta atriði, fór hún inn í búningsherbergið sitt og hringdi. Forstjórinn var eins og hann ætlaði að sleppa sér. „Það hefur nokkuð hræðilegt komið fyrir“, sagði hann, „og það er úti um okkur öll ef það reynist satt“. „Hvað er það?“ spurði hún. „Þú ert kómin í vandræði“, sagði hann. „Ég vona bara, að það sé ekki satt. Guð einn má vita, hvað við getum gert ef það reynist vera satt. Þeir eru þegar farnir að tala um að senda þessa mynd alls ekki út, og slíta samn- ingnum við þig, samkvæmt sið- ferðisgreininni“. Nú var Marilyn farin að smit- ast af æsingnum. „Hvað hef ég gert ósiðlegt?“ spurði hún og nú fór hún aftujr að stama. „Jæja, við skulum nú ekki sleppa okkur“, sagði hann. „Hver veit nema þetta sé bara kjafta- saga. Það er bara þetta, að Harry Brand fékk hringingu frá Aline Mosby hjá United Press, og kannske er þetta bara alltsaman lygi. Þú skalt þessvegna vera róleg. Hefurðu nokkumtíma setið fyrir klámmyndum?“ „Hvað áttu við með klám- myndum?“ „Þú veizt vel, hvað ég á við. Nektarmyndum. Það er einhver slík á einhverju almanaki — fyrir 1952, sem kom út í janúar, og einhver benti Mosby á, að þú værir stúlkan á almanakinu og ef þetta kemst í hámæli, fáum við hvern einasta trúarflokk í landinu á hálsinn. Við reyndum að kveða söguna niður, en það var ekki hægt. Er þetta satt?“. Nokkrum vikum áður en „Clash by Night“ átti að fara á markað- inn, fór Wald að fá upphringing- ar frá einhverjum ónefndum manni, sem sagðist hafa sannanir fyrir því, að Marilyn Monroe 'hefði setið fyrir nektarmyndum á almanak, sem nú ætti að fara að dreifa um öll ríkin, Og ef hon- um væri ekki greiddir 10000 dal- ir skyldi hann bera þetta í blöð- in. Þetta mundi gjöreyðileggja „Clash by Night“. í fyrstunni tók Wald þessar hótanir ekki alvar- lega, en þegar þær endurtóku sig æ ofan í æ, fór hann að ókyrrast. Hann reyndi að fara undan í flæmingi, en 9. maí setti maður- inn honum úrslitakosti. Eins og allir kvikmyndastjórar var Wald dauðhræddur við að komast í ónáð hjá einhverjum trúarflokk- um, eða hjá blaðamönnunum, sem vakta velsæmi kvikmynda- fólks. Loksins lét hann kaupa eintak af almanakinu, sem um var að ræða. Andlitið á myndinni var borið saman við andlitið á Mari- lyn, og það var ekki vafi á því, að hér var komin „Monroe Desnuda“. í fyrstunni fannst Wald, að RKO ætti að láta hót- anirnar sem vind um eyrunþjóta, í þeirri von, að fjárkúgarinn þagnaði. En Krasna stakk upp á að nota þetta beinlínis í auglýs- inga skyni. Það mundi marg- falda aðsóknina að myndinni. Ef út í það var farið, var hvergi bannað með lögum að sitja fyrir nektarmyndum á almanök, og mörg fyrirtæki höfðu keypt alm- anakið til dreifingar. Krasna sagði, að þeir skyldu ekki láta sér detta í hug að vera að fara með þetta í felur, heldur skyldu þeir beinlínis auglýsa það sem allra mest! Perry Lieber, sem var aðal- auglýsingastjórinn hjá RKO var kallaður til hjálpar. Hann lagðist á sveif með Krasna og að lokum lét Wald segjast. Það var Lieber, sem hafði hringt til Aline Mosby Og gefið henni bendingu, Og hún hafði aftur snúið sér til Brands og hann hringt í Marilyn. Hún sagðist hafa skoðað almanakið, og fundizt andlitið á stúlkunni vera furðu líkt þessari sem var nú orðin svona verðmæt „eign“ 20th Century. Brand sagði, að það væri aldrei hægt að fullyrða neitt í svona tilvikum þar eða allar nektar- myndir af stelpum væru meira eða minna svipaðar, og ungfrú Mosby sagði, að það gaeti gilt um margar myndir, en ekki þar sem um Marilyn Monroe væri að ræða. Þetta voru þá tildrögin til þess, að Marilyn þurfti að standa fyrir máli sínu við yfirmanin hjá fé» laginu. Loksins viðurkenndi hún, a8 hún hefði setið fyrir þessaxi mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.