Morgunblaðið - 06.11.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.11.1962, Qupperneq 3
Þriðiudneur 6. nóvember 1962 MORGl NRT. 4 ÐIÐ 3 ^fíSS^WííWXWKí'XWÍ’íiífíXWWStW „ÞARNA er Krá<k á Sandi og þetta er Tröllakirkja,“ seg ir Guðmundur og bendir út um gluggann hægra megin. Við erum á leið upp á Skála felil með Skiðadeild KR, í ein um af fjallabílum Guðmund- ar Jónassonar, en hann situr sjálfur við stýrið. Veðrið er undursamlegt, blankalogn og næstum heiðskírt, en ský- hnoðri skyggir að mestu á sólu, svo að aðeins fölum bjarma slær á fjöll, sveitir, eyjar og sund. Svolítill blett- ur mil'li Engeyjar og Viðeyjar nýtur einkaréttar á sólinni, og er sem gullin súla rísi Guðmundur réttir skíðin niður af bílnum. Daví ð Guðmundsson lengst til vinstri. Þórir Jónsson fyrir miðju. Bezt er að fara á fjöll, þegar veðurspáin er verst ingu. þar til himins upp úr spegil- sléttum sjávarfletinum. Skyggnið er frábært og eftir því sem við þokumst ofar ber sífellt fyrir augu nýjar og nýjar sýnir. „Þarna er Olíustöðin í Hval firði,“ segir Guðmundur, og við lítum niður fyrir okkur á hægri hönd og virðutm fyrir okur Hvalfjarðarströnd, sem blasir við. Við erum að nálgast leiðar- enda, og skyndilega kemur í ljós lítil steinsteypt bygging umkringd furðulegustu mann virkjum, gerðum af vírum og stálstöngum. „Ef þið talið við Akureyri, þá talið þið hér í gegn. Þetta er fjarskiptistöð Landsímans“ segir Guðmundur, „Vegurinn, sem við fórum, var lagður hingað að Stöðinni af Landsím anum.“ Nú nemur bíllinn staðar og við stígum út. Skíðagarparn- ir hlaupa þegar til og taka að binda á sig skíðin, en við sem minni erum fyrir okkur, virðum fyrir okkur útsýnið. „Það er eins og fjöllin séu alveg uppi í manni“, segir einhver. „Við sáum fjöllin í Skaga- firði í morgun“, segir Guð- mundur. Þingvallavatn liggur, eins og við fætur okkar og fjöl'l, sem við töldum áður í órafjar- lægð virðast nú rétt í seil- Guðmundur tekur nú að sér uppfræðslu fólks: „Þarna sjáið þið ölver og Hafnarfjall. Það er Brekku- kambur, sem ber í Baulu. Hús in í Vindáshlíð sjást greini- lega þarna í skógarjaðrinum. Botnssúlur koma næst, síðan Skjaldbreið, Hlöðufell, Ár- mannsfell, Skriða, Tindaskagi Hrafnabjörg og Kálfstindar. Þar næst sjáum við Heklu, það rétt grillir í hana vegna misturs. Einhversstaðar í Ár- nessýslu er auð sveit, sem sker sig mjög úr alhvítu um- hverfinu. Sunnar sjást Mýr- dals- og Eyjafjallajökull og Seljalandsmúli. Hérna nær er svo Hellisheiði og Hengill, þar ber Skeggja hæst. Síðan eru Bláfjöll og Reykjanesfjall- garðurinn. Snæfellsjökul sjá- um við ekki, vegna þess að Esjan skyggir á hann. Skála- fell ér 771 meter á hæð, en Esjan 909. Nú lítum við okkur nær og sjáum stengur og víra fjar- skiptastöðvarinnar. „Hérna gerast oft veður hörð,“ segir Guðmundur, „hér hef ég séð grannan vír verða eins gildan og mannshönd á 10 mínútum, af ísingu. Menn hafa á orði, að hann ætli að skella á með sólskin. „Já, það væri bezt að fara á fjöll, þegar veðurspáin er verst“, sagir Guðnmndur spotzkur. Nú heyrast miklir skruðn- ingar í bíl Guðmundar, og þeg ar spurt er, hvað sé á seiði, er okkur tjáð, að þetta sé tal- stöðin. „Er þetta mikið nauðsynja- taeki?“ spyrjum við Guð- mund. „Já, alveg ómissandi," svar ar hann. „Hún hefur bjarg- að að minnsta kosti einu mannslífi í sumar, og auk þess orðið að geysi.egu noi vio allskonar hluti. Maður nokkur fékk hjartaáfall í ferðalagi á mínum vegum í sumar, inni talstöðin. Svo fann ég lending arstað fyrir Björn Pálsson við Tungnaá, svo að hann gat sótt slasaðan mann, sem hafði skorist mjög við Landmanna- laugar. Ég lét Björn vita gegn um stöðina." Guðmundur grípur nú hljóð nemann og kallar: .Selfoss Selfoss 346“. „346 — Selfoss, skipti.“ „Heyrirðu ekki vel til mín, Selfoss?“ „Jú, alveg prýðilega." „Það er ekki að furða, því að ég er í 770 m. hæð, á toppnum á Skálafelli.“ Þórir Jónsson formaður skíðadeildar KR, sem gekkst fyrir ferð þessari, leggur nú til' að við stígum á skíðin og freistum þess að renna okk- ur niður fjallið, að skíðaskálan um. Skíðafæri er ágætt og gengur niðurferðin stórslysa- laust, enda hefur Þórir, sem er þaulvanur skíðakappi, for- ystuna. Skíðaskáli KR er mjög glæsilegur og er ágæt skiða- lyfta skammt frá honum. Er mikil gróska í skiðalifinu í Skálafelli og margir skíða- menn, einkum af yngri kyn- slóðinni, eru þar við æfingar. Við náum tali af einum þeirra Davíð Guðmundssyni, en hann er einn af efnilegustu ungum skíðamönnum hér á landi Hann sigraði í unglingaflokki á landsmótinu á ísafirði 1961. „Hvað ert þú gamall, Dav- íð?“ „19 ára.“ „Hvað er langt síðan þú fórst að leggja stund á skíöa- íþróttina?" „4 eða 5 ár, síðan ég byrjaði að nokkru ráði.“ „Ertu í skóla?“ „Ég er að læra vélvirkjun" „Hefur þú farið til útlanda á skiði?“ „Já, ég fór til Austur-þýzka lands 1960 og var í einn og hálfan mánuð.“ „Hvernig gekk þér á rntót- um í fyrra?“ „Sæmilega, ég vann Rvík- urmótið í svigi og bruni í B-flokki. Ég byrja svo í A- flokki í vetur.“ „Eru margir á þínum aldri og yngri, sem hafa svona mik inn áhuga á skíðamennsku?“ „Já, nokkrir, en það er verri aðstaða til skíðaiðkana í Rvik en víða úti á landi. Margir krakkar hafa t.d. ekki ráð á þvi að eyða 100 kr um hverja helgi, í ferðir. Mér finnst að skólarnir gætu gert meira til góðs í þessu efni Þetta er eiginlega eina íþróttin, sem allir geta tekið þátt í, nema þá kannske skautaíþróttin, en það eru nú svo fáir, sem leggja stund á hana.“ Lengur ræðum við ekki við Davíð, og hann flýtir sér út í brekku til félaga sinna, til þess að nota síðustu birtuna, en dagurinn er stuttur og mjög tekið að röfckva. Bingir, sonur Þóiis Jónsson ar er sá yngsti, sem við sáum. Hann fór 2 ferðir ofan af toppnum og má það teljast hreystiverk því að hann er aðeins 11 ára. Nú tekur skíðafólkið sam- an pjönkur sínar, gengur frá skálanum og síðan er haldið af stað í áttina að bílunum. Svarta myrkur er skollið á er við komum upp í bíl Guð- mundar, sem flytur okkur heilu og höldnu til Reykja- vikur. ö. Fastur í ís á Elliðavogi LÖGREGLU- og hiafnsögu- menn vorú kvaddir til óvenju legs verkefnis um níuleytið sl. laugardagskvöld, er tilkynn- ing barst um að bátur væri fastur í ís á Elliðavogi, og kæmist hvorki afturábak né áfram. Hafnsöigumenn fóru ásamt lögreglu á staðinn á bátnum Nóra, sém er minnsti hafn- sögubáturinn. Stóð heima að miðja vegu milli slippsins og EUiðaárbrúnna sat „íshafsfar- ið“, 3 tonna trilla, föst í ísn- um, sem var nokkuð þéttur. Á trillunni var einn maður, og sagðist hann hafa sett bát- inn upp í Elliðavogi en verið rekinn brott þaðan og því ætl- að niður á höfn. Hafnsögu- nienn renndu Nóra nokkrum sinnum á ísinn, gátu brotið hann og náð trillunni. Liggur hún nú uppi á Loftsbryggju en gat brotnaði á hana í ísn- um. SmSTHNAR Bölsýnn leiðari Sunnudagsleiðari „Tímans“ er eitt svartsýnasta innlegg í stjórn málabaráttuna, sem sézt hefur hér á landi á seinni tímum, og er fólk þó ýmsu vant úr þeirri átt, síðan Framsóknarmenn misstu valdaaðstöðu sína í ríkisstjórn. Mætti halda, að hér i landi ríkti alger stöðnun á öllum sviðum, atvinnuleysi, kúgun og þar fram eftir götunum. Er jafnvel svo langt gengið að íullyrða, að erf- iðara sé að reisa bú núna en um síðustu aldamót! í leiðaranum segir m. a.: „Efnahagskerfi þessarar ríkis- stjórnar og það „efnahagsjafn- vægi“, sem hún ætlaði að koma á, og hefur tekizt að koma á, er fyrst og fremst grundvallað á þvi að hefta sókn unga fólksins í landinu til nýrra átaka — leggja steina í götu nýbyggingar og framtaks hiiuna ungu, jafnt einkaframtaks sem félagsfram- taks, gera unga fólkinu erfiðara fyrir að taka að byggja og endur nýja. Þetta sér hver ungur maður og ung kona, sem eitthvað ætla Sér í þessum efnum, með þvi að líta í eigin barm og bera saman að- stöðu sina við að koma upp hús- nœði eða framleiðslutækjum við aðstöðu hinna, sem búnir voru að koma sér fyrir, áður en stefna núverandi stjómai: náði tökum á þjóðlífinu". Ennfreznur er staðhæft, að nú- verandi rikisstjórn „bindi hend- ur uRgs fólks“ og „leggi steina i götu þeirra, sem við taka“ (sennilsga af mannvonzku einnl saman). Hvað er rétt? „Vísir" svarar þessum furðu. skrifum að nokkru í gær og segir m. a.: „Hvað er rétt í þessu? Hvert iðnfyrirtækið, verzlunar og útgerðarfyrirtækið af öðru sprettur úr grasi hér í Reykja- vík og úti um allt land. Flest em þau stofnuð af ungum, stór- huga, bjartsýnum mönnum, sem skilja að það er vor í lofti a ís- landi. Aldrei hafa verið fleirl skip keypt inn til Iandsins en einmitt nú. Og það er fyrst og fremst unga fóikið, sem byggir yfir sig og sína. Skattar hafa verið afnumdir á lágtekjum svo margur maðurinn sem er að stofna heimili borgar engan skatt lengur en leggur pen ingana í að búa sér og sánum bjartari framtíð. Vofa atvinnuleysisins hefir ver ið rækilega gerð útlæg úr land- inu. Allir hafa næga og góða vinnu og margir vinrna á tvö- földum launum, einkum yngrl mennirnir sem eru að skapa sér fótfestu i þjóðfélaginu. Aldrei hafa fleiri siglt út fyrir pollinn með fjölskyldu sína og í þeirra hópi er stór hluti unigt fólk, sem hefur svo rúm fjárráð að það getur veitt sér slíka á- nægju. Aldrei hafa ungir og gamlir lagt jafn mikið fé á vöxtu sem einmitt þessi árin. Það bendir ekki til kjaraskerðingar. Það sýn- ir þvert á móti að aldrei hafa ungir sem gamlir haft jafn mik- ið fé handa á milli á þessu landi sem einimitt nú. Líttu í eigin barm, ungi maður og unga kona, og spurðu sjálfa þig hvort þú lifir í kúguðu kaup- ránsþjóðfélagi. Svarið verður að- eins á einn veg. Og það gremst framsókn. Þvi Eysteinsliðið veit að unga fólkið Ijær fylgi sitt þeim flokkum, sem fært hafa þeim hagsæld, en snýr bakimu við vofu fortíðar- innar í íslenzkum stjórnmálum**.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.