Morgunblaðið - 06.11.1962, Side 16
16
MORGU NBLAÐIB
í»riðjudagur 6. nóvember 1963
Afgreiðslustúlku ú kafflstofu
getur fengið atvinnu strax.
Upplýsingar á staðnum.
Rauba Myllan
Laugavegi 22.
M.5. „HVASSAFELL"
Lestar í Antwerpen um 15. nóvember.
I Rotterdarn um 17. nóvember.
í Hamborg um 19. rtóvember.
Skipið fer til Reykjavíkur. — • Flutningur
óskast tilkynntur til umboðsmanna vorra í
þessum höfnum eða skrifstofuna hér.
Skipadeild S.Í.S.
íbúð
Fatlaða konu með tvö börn, 10 og 13 ára, vantar
2ja herb. íbúð strax. Árs fyrirframgreiðsla.
Uppl. á skrifstofu Sjálfsbjargar, sími 16538.
Snjóhfólbarðar
Hinir afar vinsælu snjóhjólbarðar
komnir aftur.
520x12 ........... Kr. 660,00
560x13 ......... — 727,00
590x13 ......... — 727,00
640x13 ......... — 853,00
520x14 ......... — 780,00
750x14 ......... — 1347,00
800x14 ......... — 1467,00
560x15 ......... — 836,50
640x15 ......... — 972,50
670x15 ......... — 1307,00
710x15 ......... — 1395,00
760x15 ......... — 1298,00
800x15 — 1907,00
650x16 ......... — 1319,00
Hjó&biir&inii hf.
Laugavegi 178, Reykjavík. — Sími 35260.
Ó D Ý R A R
STRETCI1
kvcnbuxur
Verzlunin
Sr. Eiríkur S. Brynjólfsson
7 sept. 1903 — 21. okt. 1962
Erindi flútt í fyrstu lútersku
kirkju í Winnipeg Canada sunnu
dagskvöldið 21. okt 1962
Fregnin um andlát séra Eiríks
S. Brynjólfssonm- kom engum á
óvart, sem f^gzt höfðu með
heilsufari hans hin síðari ár.
Hann hafði lengi þjáðst af ban-
vænum sjúkdómi, og var fyrir
löngu Ijóst að hverju myndi
draga. En það má með sanni um
hann segja, að hann barðist góðu
baráttunni í því langa stríði.
Vafalaust var honum . sjálfum
ljóst að hann mundi ekki komast
til heilsu á ný, en hann lét aldrei
á því bera. Hann var ávallt von-
góður, og svo bjartsýiin að menn
furðaði stórum hversu fjarri hug
ur hans virtist veruleikanum,
eins og á stóð. En víl og kvein-
stafir voru mjög fjarri skapgerð
hans. Trúin á forsjón og föður-
kærleika Guðs var honum undir
staða traustrar lífsskoðunar, sem
gerði hann styrkan í veikleika
og þrautum. •
Æviferill séra Eiriks var að
mörgu leyti merkilegur. Hann
var fæddur 7. septemiber 1903 í
Litla Dal í Svinadal, í Húnavatns
sýslu. Hann var af góðu fólki
kominn í báðar ættir. Foreldrar
•hans voru Brynjólfur bóndi, síð
ast í Skildinganesi, Gíslason,
prests á Reynivöllum, Jóhannes.
sonar, og kona hans, Guðný Jóns
dóttir prófasts á Auðkúlu. Mun
fjölskyldan hafa flutzt suður í
..ágrenni Reykjavíkur, er börn-
in voru enn ung að aldri, til
þess að hafa betra tækifæri til
að afla þeim menntunar. Bar
Eiríkur nafn föðurbróður síns,
Séra Einíks prófasts á Stað í
Hrútafirði ,og vafalaust var það
hugsjón foreldranna, að sveinn
inn fetað í fótspor frænda síns:
Það brást heldur ekki. Það kom
snemma í ljós að piltu. inn var
gæddur ágætum námshæfíleik
um, og að hann var viljasterkur
og iðjusamur að sama skapi. Sótt
ist honum því námið með ágæt
Um Hann.varð stúdent frá Reykja
víkur skóla, 1923, og kandidat
í guðfræði við Háskóla íslands,
vorið 1927. Bæði prófin tók hann
með hárri fyrstu einkunn. Næsta
vetur dvaldist hann við fram-
haldsnám í Svíþjóð og Þýzka-
landi. .Um vorið 1928 vár hann
kosinn prestur í Útskálapresta-
kalli, og hlaut veitingu og vígslu
til ævistarfsins í maí, þá um vor
ið.
Séra Eir'kur þjónaði Útskála
prestakalli í tuttugu og fjögur
ár. Átti hann þar vinsældum að,
fagna. Var.Jtil þess tekið hversu
ötull og samvizkusamur hann var
í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. Hann var prestur af
gamla skólanum að því leyti að
hann vildi í öllu vera leiðtogi
sóknarmanna sinna, ekki síður í
búskap en í andlegum málum.
Rak hann stórt bú á Útskálum.
og var það metnaðarmál að vera
á undan öðrum um ýmsar fram
kvæmdir. Katrín systir hans stóð
fyrir búinu innanhúss um tuttugu
ára skeið; voru þau systkin
mjög samtaka um híbýlaprýði,
Og alla rausn. Sjálfur lagði séra
Eir kur ótrauður hönd að hverju
verki, og var hin mesta ham-
hleypa til vinnu. En ek>ki stund
aði hann þó búskapinn á kostn-
að embættisins. Munu messuföll
hafa verið fátíð á starfsárum
hans. Lét hann hvorki veður né
vegleysur hamla ferðum sínum,
en fór fótgangan " á annexíurn-
ar, ef ekki var annars kostur.
Safnaðarfólkið kunni vel að
meta prestinn sinn, elskaði hann
og virti. Kirkjunum var haldið
við með mestu prýði, eining og
góðvild ríkti meðal manna. Séra
Eiríkur lét uppeldis og fræðslu
mál sveitarinnar til sín taka
Rak hann um tíma skóla í sókn
um sínum, og mun unglinga-
skóli hans í Keflavík hafa verið
fyrsti vísirinn að gagnfræðaskól
anum sem seinna kömst þar á
stofn. Eitt sipn vildi svo hörmu
iega til að eldur kom upp í húsí
þar sem ungmennasamkoma fór
fram. Séra Eiríkur var þar stadd
ur. Gekk hann að björgunarstarfi
af svo mikilli ósérhlífni að hann
skaðbrendist á útlimum og and-
liti, og bar þess menjar æ síðan.
Hr. Sigurgeir biskup lét svo um
mælt eitt sinn, að' séra Eiríkur
,,bæri heiðursmerki á höndum
sér.“ Átti hann þar við bruna-
sárin sem hann hlaut í viðleitni
sinni til að bjarga öðrum úr voð
anum. Eftir þetta slys, lá hann
lengi í sárum. Mikill fjöldi sím
skeyta bárust honum um þetta
leyti, frá háurn og lágum, í ýms
um landshlutum, þar sem fólk
vottaði honum þakkir og virð-
ingu fyrir að hafa lagt Mf sitt
í hættu öðrum til hjálpar á sárri
reynslustund.
Árið 1947 hafði séra Eirfkur
að fengnu leyfi biskups og kirkju
stjórnar, brauðaskipti, árlangt,
við séra Valdimar J. Eylands í
Winnipeg og þjónaði hann á því
tímabili Fyrsta lúterska söfnuði.
Var þetta þáttur í viðleitni til
aukinnar kynningar og samstarfs
milli íslenzka kirkjufélagsins og
þjóðkirkjunnar. Var séra Ei-
ríkur ákjósanlegur fulltrúi kirkju
sinnar óg íslenzku þjóðarinnar.
Varð hann einnig mjög vinsæll
hér sakir Ijúfmennsku og- al-
mennra hæfileika. Þótti mönn-
um gott á hann að hlýða í kirkj
unni, en þó mun ensk tunga hafa
verið honum ótöm á beim ár-
um. Ræður hans voru við alþýðu
hæfi, liprar hjartahlýjar og
klæddar í fagran búning máls
og stíls Einkum var til þess tek
ið hve ljúfur og góður hann var
við börn og gamalmenni.
Á meðan hann dvaldist í Winn
ipeg, tók hann sér ferð á hend-
ur vestur til Vancouver, og kynnt
ist leiðtogum íslenzika safnaðar
ins þar í borg. Varð þetta til þess
að sá söfnuður sendi honum köll
un til prestsþjónustu nokkru síð
ar. Um þetta leyti var Útskála-
prestakalli skipt þannig að Kefla
vík varð sjálfstætt prestakalí.
Hefði séra Eiríkur þá getað set
ið í hvoru prestakallinu sem
hann hefði fremur kosið. Þrátt
fyrir áskorun safnaðarmannna
sinna, ákvað hann að taka köll
un Vancouver safnaðar og og
flytjast vestur um haf. Voru
honum og konu hans haldin
kveðjusamsæti, og þau leyst út
með gjöfum, Hallgrímur Th.
Björnsson, skólastjóri í Kefla-
vík, sendi séra Eiríki faguryrta
kveðju í mánaðarblaðinu Faxi.
(XII, 7. 1952) þar sem svo segir
m.a.: ,,Sóknarbörn séra Eiríks
áttu góðan liðsmann þar sem
hann starfaði. Alltaf var sami á
huginn og dugnaðurinn, þar sem
hann lagði hönd á plóginn. Hann
var alltaf heill og sannur, bæði
sem prestur og maður. Vér þökk
um séra Eiríki allt sem hann
lagði til góðra mála. Öll hans
mál voru góð mál.“
Þau hjón komu vestur í júni-
mánuði 1952, og fóru rakleiðis
vestur til safnaðar síns í Vancou
ver, og hafa átt þar heima síðan.
Á starfsárum hans í Vancouver
óx söfnuðurinn allmjög að með
limatölu og starfshæfni. Fyrstu
árin hafðist söfnuðurinn við í
leigðum húsakynnum, en um vor
ið 1956 hafði hann bygigt sér eink
ar fagra kirkju á hentugum stað
og var hún víigð á kirkjuiþingi er
þá var valdið í Vancouver. Var
það mikill sigur fyrir prest og
söfnuð. Er árin liðu fór að bera
á heilsubilun prestsins, unz þar
kom, um síðustu áramót, að hann
fann sig knúðan til að segja em
bættinu lausu. En maður kemur
í manns stað. pTestarnir deyja
sem aðrir menn, en kirkjan lifir.
Vancuver söfnuður kvaddi nú
séra Ingþór Indriðason til þjón
ustu og tók hann kölluninni. Inn
setning hans í embættið fór fram
8 april sl. Var séra Eiríkur þá
mjög farinn að líkamskröftum,
en andlega heill, sem ávallt. Var
innsetiiingarguðsþjónustan send
heim til hans símleiðis, svo að
hann gat heyrt hvert orð, þar
sem hann hvildi í rúmi sínu. Það
lá vel á séra Eiríki þann dag.
Hann var um fram allt þakklát-
ur söfnuðinum, sem i löngu sjúk
dómsstriði hans hafði sýnt hon
um, fjölskyldunni frábæra hugs
unarsemi og kærleika. Hann var
þakklátur Guði sem hafði sent
söfnuðinum ungan hæfileika-
mann frá ættjörðinni, til þeirrar
þjónustu sem hann gat ekki leng
ur leyst af hendi. Hið eina sem
kom til greina í huga hans var
það að málefni kirkjunnar væri
borið fram til sigurs. Er út var
gengið gat maður ekki var-
ist þeirri hugsun: Svona eiga
prestar, jé svona eiga kristnir
menn að vera.
Séra Eiríkur var gæfumaður
í einkalífi sínu. Árið 1945 gekk
hann að eiga Guðrúnu Guðmunds
dóttur. útvegsbónda í Gerðum í
Garði. Er hún valkvendi hið
mesta: stundaði hún mann sinn
í sj úkdómsstríði hans með ástúð
og fórnarlund, sem lengi mun
minnzt af þeim sem til þekkja.
Þau reistu heimili sitt um þjóð
braut þvera; var þar ávallt svo
mikill gestagangur að úr hófi
gekk, en öllum var veittur beini
af einstakri gestrisni. Þeim hjón
um varð þriggja barna auðið
Eru þau: Brynjólfur, Guðmund
ur og Guðný. Öll eru börnin
myndarleg í sjón, og gædd svö
óvenjulegum námshæfileikum að
eftirtekt og umtal hefir vakið 1
blöðum stórborgarinnar, og víð
ar.
Söknuður og samúð. Það eru
orðin sem túlka hugarfar fjölda
manna á íslandi og í Vesturbeimi
í tilefni af fráfalli séra Eiríks.
Hans verður sárt saknað I kirkju
félagi voru og einnig í Þjóðrækn
isfélagi íslendinga í Vesturheimi
sem hann studdi af ráðum og dáð
Vér söknum hins lifsglaða, góða
manns, hins trúaða prests, og
trausta vinar. Vér vottum ekkju
hans og börnum, og öðrum ást
vinutm innilega samúð í sorg
þeirra og missi. En vér vonum
að trúartraustið og bjiartsýnin
sem einkenndi eiginmanninn og
föðurinn, megi verða ekkju hans
og börnum stoð og styrkur á ó-
komnum árum V. J. E.
ENPuRNÝJIÐ RAFMW0I-
FARIP fttTHEÚA ME9
RAFTÆKI!
Ilúseigendafélag Reykjavíkur
Brauðská/inn
Langholtsvegi 126.
Heitur og kaldur veizlumatur.
Smurt brauð og snittur.
! Sími 37940 og 36066.