Morgunblaðið - 16.11.1962, Side 1

Morgunblaðið - 16.11.1962, Side 1
24 síður með Barnalesbök 49. árgangur 257. tbl. — Föstudagur 16. nóvember 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins í EINKASKEYTI, sem Mbl. barst í gær frá AP í Los Angeles segir að Tore H. Nilert forstjóri New York deildar SAS hafi lýst því yfir á miðvikudag að SAS væri að verða gjaldþrota vegna samkeppninnar frá Loftleiðum. Sagði forstjórinn að SAS tapaði um 300 milljónum króna árlega vegna „óheiðarlegrar sam- keppni Loftleiða“. Skoraði hann á Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, að aðstoða SAS í baráttunni gegn Loftleiðum. kvæði gegn hinum fyrirhug- uðu fargjöldum,“ sagði for- stjórinn. SAS tapar árlega um 7 millj. dollurum (kr. 300 millj.) vegna samkeppninnar frá Loftleiðum, sagði hann. Er það réttlátt að stórt flug- félag fái að reka starfsemi sína algjörlega eftirlitslaust á þessu sviði, sem annars er mjög skipulagt, spurði Nilert. Krúsjeff Tore H. Nilert, forstjóri SAS ■ New York: Við erum hægt og síg- andi að verða gjaldþrota! vjttlir kvæði gegn hinum fyrirhug- frá Loftleiðum, sagði hann. u M r • 99**■■t5Btfarlt;i| uðu fargjöldum,“ sagði for- Er það réttlátt að stórt flug- ^ IX | WA gy samkeppni Loftleiða“ 11 | |\|(]3 Skeyti AP er svohljóðandi: i Tore H. Nilert, forstjóri Norðurlandaflugfélagsins SAS í New York, sagði á mið vikudagskvöld að fjárhags- legt hrun vofði nú yfir félagi sínu vegna þess, sem hann nefndi „óheiðarlega sam- keppni frá íslenzka flugfélag- inu Loftleiðir.“ Ummæli þessi viðhafði Nil- ert í ræðu, sem hann flutti í hádegisverðarboði í tilefni þess að átta ár eru liðin frá því að SAS hóf flug milli vesturstrandar Bandaríkj- anna og Evrópu yfir Norður- pólinn. Sagði forstjórinn að SAS mundi greiða atkvæði gegn fargjöldum þeim, sem aðildarfélög Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) hafa ákveðið með þotum yfir At- lantshafið, nema því aðeins að samtökin aðstoði SAS í baráttunni gegn Loftleiðum. SAS er aðili að IATA, en Loftleiðir ekki. Nilert sagði að undanfarin ár hefðu Loftleiðir boðið 25 —30% lægri fargjöld en SAS, og „við erum hægt og síg- andi að verða gjaldþrota (We are slowly going bankrupt) vegna þessa ástands. Ef við ekki finnum einhverja leið til að keppa við þetta utan-IATA félag, munum við greiða at- aga múrsins Berlín, 1S. nóv. (AP). TALSMAÐUR borgarstjórnar- innar í Vestux Berlín skýrði frá því í dag að a.m.k. 41 austur- þýzkur flóttamaður hafi verið skotinm til bana á borgarmörk- unum frá því múrinn var reist- ur þar hinn 13. ágúst 1961. Heinrich Albertz, sem er inn- anríkisráðherra borgarstjórnar- inna, skýrði frá þessu á fundi í dag, og rakti nokkuð 15 mánaða sögu múrsins. Af þeim, sem vitað er að hafa látizt við flóttatilraunir, féllu 29 á flótta. en 12 létust seinna af sárum. Albertz sagði að tala fall- inna væri vissulega hærri en 41, því vestur þýzku lögreglunni tækist ekki alltaf að fylgjast með flóttatilraununum. Auk hinna föllnu hafa 20 flótta menn og fjórir menn, sem að- stoðuðu þá, verið saerðir, sumir hættulega. Austur þýzkir landa- mæraverðir hafa 457 sinnum skotið á flóttamenn á þessum tíma, og hefur vestur þýzka lög- reglan vitneskju um 1120 hand- tökur á bannsvæðinu kommún- istamegin múrsins. 10.000 manna varðlið gætir markanna austan múrsins, og í 401 tilfelli hafa landamæraverð- irnir varpað 1935 táragassprengj um inn í Vestur Berlín. Á borg- armörkunum hafa Austur-þjóð- verjar komið sér upp 199 skot- byrgjum, 124 útsýnisturnum og 218 hátölurum, til að útvarpa áróðri yfir borgarmörkin. Á þessu tímahili hafa 290 austur- þýzkir landamæraverðir flúið til Vestur Beirlínar. Eriendar fréttir Havana, 15. nóv. (NTB). ANASTAS Mikoyan aðstoðar forsætisráðherra Sovétríkj- “ anna, fer á morgun flugleiðis frá Havana til New I York, að því er áreiðanlegar heimildir á Kúbu herma. Er þá lokið viðræðum hans við Castro forsætisráðherra, sem hófust í byrjun þessa mánaðar. Mikoyan mun dvelja tvo daga í New York, en halda síðan til Moskvu, þar sem fundur miðstjórnar kommún- istaflokksins hefst á mánudag. Briissel, 15. nóv. (NTB). VIÐRÆÐUR hófust að nýju í Brússel í dag um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. Samkomulag náðist um nokk- ur atriði, m. a. um möguleika á aukaaðild Samveldisríkja í Akríku. Saigon, 15. nóv. (AP). STJÓRNIN í Suður Vietnam tilkynnti í dag að alls hafi 1137 skæruliðar kommúnista verið felldir í landinu í október og 111 handteknir. Úr liði stjórn arinnar féllu á sama tíma 154 menn og ókunnugt um örlög 73 Tore H. Nilert. Tokíó, 15. nóv. — (AP) — M Á L G A G N kínverskra kommúnista, „Dagblað þjóð- arinnar“ í Peking, birti í dag harðorða gagnrýni á stefnu Nikita Krúsjeffs forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Gagn- rýni þessi kemur fram í 3.500 orða yfirlýsingu stjórnarinn- ar, sem einnig var útvarpað um allt Kína. í yfirlýsingunni segja Kínverj- ar enn einu sinni að „heims- valdasinnar Bandaríkjanna eru aðal hvatamenn árása og styrj- alda, þar er miðstöð afturhalds í heiminum, brjóstvörn nýlendu- stefnunnar, mestir alþjóða arð- ræningjar og grimmustu fjand- menn allra þjóða heims.“ EKKl BEYGJA SIG Með óbeinni tilvísun til þess er Krúsjeff lét flytja rússneskar eldflaugar frá Kúbu, segir í yfir- lýsingunni að ekki minnki striðs hættan, heldur þvert á móti auk- ist hún „ef menn hörfa undan, beygja sig eða jafnvel biðja heimsvaldasinnana um frið á kostnað byltingarþjóðanna.“ Vaxandi skoðanamunur ríkir milli Moskvu og Peking, og bygg ist hann að mestu á þeirri kenn- ingu Krúsjeffs að unnt sé að semja við Vesturveldin og koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. í yfirlýsingu kínversku stjórnar- innar er Krúsjeff ekki nefndur á nafn, en þar segir: Það er grundvallar atriði hvort friður er byggður á baráttu fólksins eða hvort hann er byggður á „góð- mennsku" ákveðinna fulltrúa heimsvaldasinna. Framh. á bls. 23. SKIP BRENiNIDR f HAFI Ovíst um afdrif skipshafnar New York, 15. nóv. (AP-NTB). ELDUR kom upp í gTÍska ELDUR kom upp í gríska flutningaskipinu „Captain George“ síðastliðna nótt þegar skipið var statt 575 km. frá Bcrmuda á leið frá Bandarikj unum til Tripoli í Lybíu. 1 skipinu, sem er 7.187 tonn, er allmikið af sprengiefni, og óttast að það springi í loft upp þá og þegar. 25 manna áhöfn var á skipinu, og var í dag sagt að hún hafi yfirgefið skipið. En síðari fréttir benda til þess að einhverjir af áhöfn inni séu enn um borð að berj- ast við eldinn. Mikið óveður er á þessum slóðuim, og er vitað um annað skip í hafsnauð skammt fró gríska skipinu. Fyrst frétt- ist um brunann í Captadn George klukkan hálf þrjú í nótt (ísl. tími). Sendi skipið þá ú't neyðarmerki oig bað um aðstoð. Auk sprengiefnis- ins flutti skipið brennistein, hveiti og hrísgrjón. Eldurinn komst í brennisteininn og var ógerlegt að ráða niðurlögum hans. Breiddist eldurinn ört út og greip þá áhöfnin tii þess ráðs að reyna að varpa spremgi efndnu fyrir borð. Alls voru 400 tonn af sprengiefnd í skip- inu, þar af tvö tonn af hvell- hettum. Átti að nota sprengi- efnið við borun eftir olíu. Áhöfninni tókst að kasta einhverjum hluta farmsins fyrir borð, en vegna útbreiðslu eldsins varð að hætta við það. Tóilf tímum eftir að fyrsta neyðarkallið var sent út, til- kynnti skipstjórinn að áhöfn in væri að fara í björgunar- bátana. Þá var olíuflutninga- skipið Virginia fró Líberíu kiomið á vettvang og lá í ná- munda við gríska skipið. En erfitt var að athafna sig, því öldurnar voru tíu metra háar. • SJÓNARVOTTAR. Fyrst á slysstaðinn var far þegaflugvél frá brezka flug- félaginu BOAC. Flaug vélin í nánd við skipið í tvœr og hálfa klukkustund, þar til flug vél frá bandarísku strand- gæzlunni kom á vettvang. BOAC-vélin var á leið tdl London, en vegna eldsneytis eyðslu á slysstaðnum, sneri hún til New York. Flugstjór- inn, John W. Forder, sagði við komuna til New York að þegar hann fór frá skipinu hafi öll yfirbygging þes® virzt eitt eldhaf. Reyndi áhöfn vé'l- arinnar að ná sambandi við skipið í talstöð, en skipverjar svöruðu ekki. Sagði flugistjór- inn að það væri sér og farþeg um vélarinnar ógleymanleg sjón sem blasti fyrir augum þeirra þarna úti á regin/hafi. Ein af flugfreyjum brezku vélarinnar sagði: Við sáum eld og reyk, en ekki fólkið um borð. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég sé nokkuð þessu likt. Ég vona að ég sjái það aldrei aftur. Það var hræðilegt að vita að við gátum ekkert gert til að hjálpa þeim. Við vor- um öll óttaslegin og höfðum miklar áhyggjur vegna áhafn ar skipsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.