Morgunblaðið - 16.11.1962, Side 14

Morgunblaðið - 16.11.1962, Side 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 16. nóv. 1962 1 Konan mín og móðir okkar EVL.ALIA KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Patreksfirði lézt á Landakotaspítala að morgni hins 13. þ.m. Kristján Jónsson og börnin. SIGMUNDUR SIGURÐSSON fyrrverandi héraðslæknir andaðist 14. þ.m að Sólvangi í Hafnarfirði. Vandamenn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma RAGNHEIÐUR S. JÓNSDÓTTIR andaðist 14. þ.m. og verður jarðsett frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20 þ.m. kl. 13,30. Blóm vinsamlegast afbeð- in, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Victor Gestsson, Hulda Gestsson, Sigurður Gestsson, Rannveig Jónsdóttir og sonadætur. Móðir okkar JÓNÍNA KRISTÍN JÓNASARDÓTTIR frá Borgarnesi, verður kvödd frá Fossvogskirkju föstud. 16. þ. m. kl. 3. Jarðsett verður að Hjarðarholti, Borgarfirði laugard. 17. þ. m. kl. 2. Böm Tiinnar látnu. Móðir okkar og systir GUÐRÚN BRANDSDÓTTIR Tómasarhaga 53, verður jarðsungin frá Neskirkju laugardaginn 17/11 kl. 10,30 f. h. Blóm afþökkuð, en þeim er vildu minnast hinnar látnu, bent á styrktarfélag vangefinna eða aðrar líknarstofn- anir. — Athöfninni i kirkjunni verður útvarpað. Tómas Brandsson, Hermann Búason, Brandur Búason. Útför móður okkar, PETRÚNELLU ÞÓRÐARDÓTTUR, Sjólyst, Stokkseyri, fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 17. þ.m. Athöfnin hefst með húskveðju að Sunnutúni- kl. 13,30. Ólafur Guðnason, Þóröur Guðnason. Ynnilegasta þakklæti, sendum við til allra sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför JÓNÍNU GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Ennfremur þökkum við hjúkrunarkonum og öðru starfsfólki að sjúkradeildinni á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund fyiir góða hjúkrun og umhyggju henni veitta í alla staði. Hjörtur Elíasson, Gyða Erlingsdóttir, ’ Svavar Gests. Ynnilegt þakklæti sendum við þeim, er auðsýndu okk- ur vináttu við ar.dlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa EINARS G. RUNÓLFSSONAR Langholtsvegi 138. Kristín Þorleifsdóttir, böm, tengdabörn og barnaböm. Við þökkum vinum og vandamönnum samúð og tryggð er þeir hafa sýnt okkur við fráfall og útför mannsins míns og föður okkar GUNNARS GUNNARSSONAR Stokkseyri. Ingibjörg Sigurðardóttir og böra. Ættingjum, vinum og vandamönnum, nær og fjær þökkum við af heilum hug sýnda vinsemd og virðingu við andlát og útfcr mannsins míns ÓLAFS STEFÁNSSONAR, vélstjóra, Vesturgötu 22, Reykjavík. Fyrir mína hönd og annarra ættingja. Ósk Jósefsdóttir. Þórður Stefánsson yfirverkstj. 70 ára HINN 30. september sl. varð Þórður Stefánsson, yfirverk- stjóri hjá Slippfélaginu, 70 ára. Ég var þá staddur erlendis en las í Morgunblaðinu viðtal við Þórð. Fannst mér þar farið nokk uð fljótt yfir sögu, hvað 30 ára starfi hans hjá Slippfélaginu viðviikur. Seint á árinu 1932, réðist Slippfélagið í að byggja drátt- arbraut fyrir 600 smál. skip. Var þá miðað við að geta tekið upp stærsta íslenzka togarann, sem þá var hér. Ekkert tæki var þá til á íslandi, sem hægt var að landsetja á stærra skip en um 200 smálesta. Þá voru þó í eigu landsmanna um 40 togarar, 4- 50C smá'lesta. Ef skip þessi þurftu viðgerðar við á botni, var aðferðin sú, að þau voru dregin upp í fjöru á háflóði og beðið með viðgerðina þar til fjar aði út. Það var að sjálfsögðu ekki nema nokkrar klukkustund- ir, sem hægt var að komast að botninum á hverri fjöru. Oft sködduðust skipin ef fjaran var grýtt. Ef um meiriiháttar skaða á botni var að ræða, var að sjálfsögðu vonlaust við þessar aðstæður að framkvæma fulln- aðarviðgerð. Var þá klastrað í botninn eftir föngum, til að gera skipið haffært, sem þó af eðlilegum ástæðum oft reyndist örðugt, og var þá stundum teflt á tæpasta vaðið. Fullnaðarvið- gerð var svo framkvæmd erlend is. Finnst manni nú furðulegt, að ekki hafi fyrr verið byggð dráttarbraut fyrir togaraflotann því togaraútgerð hafði þá verið rekin á fslandi í meira en tvo áratugi. Sennilega má leita or- sakanna í því, að fyrirtækið hafi þótt fjárfrekt og álitið, að það gæti ekki borið sig fjárhagslega. Það féll í hlut Þórðar Stefáns- sonar, sem var reyndasti kaf- ari, sem þá var völ á á íslandi, að hafa yfirverkstjórn með bygg ingu þessarar nýju dráttarbraut- ar. Ennfremur byggði hann sjálf ur með aðstoð annars kafara allar undirstöður, sem undir sjó voru. Þá voru ekki tiltækileg þau tæki og vélar, sem nú er völ á. Allt þurfti að vinna með handafli. Var. þetta vandasamt verk og erf itt, en Þórður leysti það af hendi eins og annað með mestu prýði. Svo stóð á, að Slippfélagið hafði fengið loforð fyrir láni hjá Hafnarsjóði Reykjavíkur til bygg ingar dráttarbrautarinnar, þó með því skilyrði, að skip, ekki minni en 600 smál. að stærð, yrði tekið upp á dráttarbraut- ina fyrir áramót 1932-33. Af ýmsum ástæðum var ekki hægt að byrja á byggingu dráttar- brautarinnar fyrr en seint í septemiber 1932. Tíminn var því allt of naumur og vetur fór í hönd. Það voru ekki margir svo bjartsýnir að álíta að takast mætti að fullnægja skilyrðum hafnarstjórnar. Þetta varð því kapphlaup var dag og sem viðraði. því að segja, son stjórnaði arans, sem á íslandi, 15. við tímann, unnið nótt, nærri hvernig Er skemmst frá að Þórður Stefáns- upptöku fynsta tog- tekinn var á land desember 1932. Var þess getið í blöðunum hér, og þótti hið mesta afrek, sem það og var, að ljúka byggingu braut- arinnar á svo skömmum tíma. Langmest var það dugnaði og útsjónarsemi Þórðar Stefánsson- ar að þakka, að svo vel tókst til, því að hann framikvæmdi sjálfur vandasamasta verkið, und irstöðurnar undir sjó. Það reið á miklu fyrir Slippfélagið að fá lánið hjá hafnarsjóði, og vafa- samt er, hvernig farið hefði, ef það hefði ekki fengizt. Slippfé- lagið stendur því, af þessu einu, í þakkarskuld við Þórð Stefáns- son. # Árið 1933 byggði Slippfélagið dráttarbraut fyrir 800 smál. skip. 1948 braut fyrir 1500 smál. skip með hliðarfærslu fyrir þrjú 1000 smiálesta skip (nýsköpunartogari er 6-700 smái.), 1954 braut fyrir 2500 smál. skip og 1956 braut fyrir 5<)0 smál. skip með hliðar- færslu fyrir báta. Við byggingu allra þessara dráttarbrauta hef- ir Þórður Stefánsson verið yfir- verkstjóri og leyst það starf af hendi með miklum dugnaði og útsjónarsemi. Þetta voru mikil mannvirki á sínum tíma, eftir íslénzkum mælikvarða, sérlega undirstöður undir sjó, sem ein- göngu verða byggðar með að- stoð kafara. Þetta var þó ekkd aðalstarf Þórðar hjá Slippfélaginu. Hann hefir verið yfirverkstjóri við þá deild félagsins, sem annast upptöku skipa, hreinsun þeirra, málun o.fl. Hann hefir ýmist tekið upp eða stjórnað upptöku flestra þeirra skipa, sem í slipp hafa komið hjá Slippfélaginu, síðan 1932, en þau munu nú alls vera um 6500 talsins, samtals yfir 4 midlj. smál. Uppsátur skipa á dráttarbrautir er vanda- DugZeg stúlka getur fengið atvinnu hálfan eða allan daginn. — Upplýsingar i sínia 10566. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Ynnilega þakka ég öllum þeim, sem minntust min á áttræðisafmæli mínu 4. nóv., með blómum, skeytum og annarri vinsemd. Sérstaklega þakka ég skyldfólki mínu fyrir góðar gjafir og skólameistarahjónum, kennurum og nemendum M. A. fyrir rausnarlega gjöf, hlýhiig og trygglyndi bæði fyfr og síðar. — Guð blessi ykkur öll. Kristrún Júlíusdóttir, Barði. samt verk, sérlega við þær að- stæður, sem hér eru í höfnínni, þó þær hafi batnað mjög síð- ustu árin. Lítið má út af bera svo ekki verði slys, en mdkil verðmæti í veði ef ilía fer. Elkk- ert teljandi óhapp hefir þó hent í þessi 30 ár, vil ég mest þakka það Þórði Stefánssyni og hans góðu starfsmönnum, sem hann hefir ráðið sér til aðstoðar. Þeir eru orðnir all margir út- gerðarmenn og skipaeigendur, sem skipti hafa átt við Þórð Stefánsson þessi ár. Ég hygg, að þeir munu mér sammála um, að vandfundinn væri sá maður, sem betur hefði rækt starf sitt, bæði frá sjónarmiði viðskipta- vina og Slippfélagsins. Fyrir hönd Slippfélagsins þakka ég Þórði það mikla starf sem hann hefir innt af hendi þessi 30 ár, sem hann hefir starf- að hjá félaginu. Að lokum þakka ég Þórði ágætt samstarf, sem addrei hefir hlaupið snuðra á í öll þessi ár. Sigurður Jónsson. I Hjólmoi Þorgilsson, Kambi HINN 15. október sl. andaðist I Hérgðssjúkrahúsinu á Sauðár- króki bændaöldungurinn Hjálm- ar Þorgilsson frá Kambi í Deild- ardal, fæddur þar 17. janúar 1871. Hann byrjaði búskap með móður sinni 1901. Kvæntist 1904 Guðrúnu Magnúsdóttur hrepp- stjóra á Sleitustöðum í Kolbeins- dal, en missti hana eftir fárra ára sambúð. Hann var jarðsettur á Hofi á Höfðaströnd hinn 24. október sl. — Þessarar gömlu kempu og sérstæða persónuleika hefur tvívegis áður verið getið allrækilega í Morgunblaðinu, í síðara sinni í janúar 1961 í sam- bandi við 90 ára afmæli hans, og vísast til þess. — Hér fylgir kveðja frá gömlum sveitunga, flutt við útför hans: Þú ert Hjálmar frá oss farinn fluttur yfir dauðans haf. Oft ber þetta að í skyndi áður en neitt við vitum af. Eiginkonan frá þér flutti fyrir meir en hálfri öld. Beið þín ung með brosi hlýju bak við lífsins dyratjöld. Þóttir í æsku efnismaður almennt talað hér í sveit. Viljastyrkur, greind og geta gáfu beztu fyrirheit. Einkunn þín og aðalsmerki engum reynast torskilin. Málstað réttum fast að fylgja fram til sigurs hvert eitt sinn. í ljósi því sem lífið gaf þér leiftrar sólbjört minningin. Eignaðist konu yndislega er þú minntist hugfanginn. Eftir fimm ár flutti burtu frá þér upp í himininn. Ungbörn þrjú þið áttuð saman erfitt var þá Drottinn minn. Merki eftir manndómsárin munu geymast hér í sveit. Stundum örðugt fyrir fæti flestir menn í gæfuleit. Þér var annt um íslandsbyggðir einkum bernskudalinn þinn. Góða ferð til Ljósu-landa , ljúfsár vakir minningin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.