Morgunblaðið - 16.11.1962, Síða 5
Föstudagur 16. nóv. 1962
MÖRGUNBLAÐIÐ
5
MENN 06
m MALEFNh-.
Dr. GUNNLAUGUR ÞÓRÐ-
AR.SON hefur nýlega hlotið
viðurkenningu sem hæstarétt-
arlögmaður, vegna flutnings
prófmáls fyrir Hæstarétti og
einnig vegna doktorsritgerðar
sinnar.
Gunnlaugur er fæddur 14.
apríl 1919 sonur Ellenar oig
próf. Þórðar heit. Sveinssonar
laeknis á Kleppi. Varð Gunn-
laugur stúdent árið 1939 og
1 lögfræðingur 1945. Hann var
um árabil ritari forseta ís-
lands. Árið 1950 fór hann til
framihaldsnámis til Parísar, í
þjóðarétti og varði tveim ár-
um síðar við Parísarháskóla
doktorsritgerð sína: „Land-
helgi fslands með tilliti til
fiskveiða.1 Um al’lmörg und-
an farin ár hefur dr. Gunn-
laugur gegnt fulltrúastörfum
í félagsmálaráðuneytinu.
Vmsum nefndar- og stjórn-
arstsörfum hefur dr. Gunn-
laugur gengt og nú situr hann
t.d. í stjórn safnráðs Lista-
safns íslands, en um 10 ára
skeið hefur hann átt sæti í
Rauða Krossi íslands. Kona
Gunnlaugs er Herdís Þorvalds
dóttir og eiga þau 4 börn.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag hóf
st á Mokika sýning ungrar
listakonu. Hún er aðeins tvi-
tug að aldri, og þetta er henn-
ar fyrsta sýning. Hún heitir
Borghildur Óskarsdóttir, Reyk-
víkingur að uppruna og gift
VilhjáLmi Hjálmarssyni, sem
er að læra arkitektur í Edin-
bourgh.
Borgfhildur stundaði fyrst
nám í Handíða- og myndlist-
arskólanum veturinn 1959—’60,
en fór þá til Edinbourgh, þar
1 sem hún stundaði teikninám
f á kvöldnámskeiði við Edin-
ur fyrst um sinn í Waigren 44,
Salzburg í Austurriki.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Garðari Þorst-
einssyni un'gfrú Kristín Engiljóns
dóttir og Bjarni Rafn Guðmunds-
son, stýrimaður. Heimili ungu
hjónanna er á Norðurbraut 25
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Svanhvít Magn-
úsdóttir, ljósmóðir, Felli í Garða
hreppi og Kristján Eðvarð Hall-
dórsson, sölumaður Ásbyrgi í
Garðahreppi.
80 ára er í dag Eiríkur Filipp-
usson, innheimtumaður, Sogaveg
132. í kvöld verður hann stadd-
ur i Félagsheimili KR við Kapla
skjólsveg.
Sunnudaginn 11. nóv. voru gef
in saman í hjónaband af séra
Garðari Svavarssyni ungfrú
Konný Arthursdóttir og Krist-
inn ^ Benediktsson, Skíðamaður
frá ísafirði. Heimili þeirra verð-
Laugardaginn 10. nóv. voru
gefin saman í hjónaband ung-
frú Gréta Jónsdóttir og Pétur
Bjarnason, kennaranemi. Heim-
ili þeirra er á Baugsvegi 25.
(Ljósmu Studio Gests, Laufás-
vegi 18.). •
bourgh College of Arts, næsta
vetur. Síðasta vetur stundaði
hún almennt listnám fullan
tíma við þann sama skóla.
Á sýningu hennar eru 16
myndir, vatnslitarmyndir og
krítar- og blýantsteikningar.
Myndirnar eru allar gerðar síð-
asta vetur.
— Býzt þú við að halda á-
fram að læra?
— Það getur vel verið að
6g fari og haldi áfram eftir
áramót í Edinbourgh. Ég vona
það, en það er ekki víst.
— Bóndinn er ekki búinn
með sitt nám ennþá?
— Hann er á fjórða ári, og
þau eru fimm alls. Það hefur
líka komið til tals að hann
haldi áfram þar við einbverja
sérgrein.
— Að lokum, Borghildur, eru
myndirnar falar?
— Þær eru allar til sölu, og
ég hef þegar selt tvær.
Svona hugsar Halidór Pétursson, teiknari, sér samkeppni SAS og Loftleiða. Sjá forsíðufrétt.
Skriftofustarf
óskast. — Ung kona óskar
eftir skrifstofuvinnu hálfan
daginn. Tilb merkt: „Skrif-
stofa — 3069“, sendist Mbl.
fyrir 21. þ. m.
Járnsmíðar
Smíðum skorsteinsfesting-
ar fyrir sjónvarpsloftnet
og ýmiss konar járnsmiðar.
Fjölvirkinn
Bogahlíð 17. Sími 20599.
Húsbyggjendur
Getum tekið að okkur
smíði á innréttingum. —
Uppl. í siraum 5u902 og
51400.
Sængur
Endurnýjum gömlu sæng-
urnar. Seljum æðardúns-
og gæsadúnssængur — og
kodda af ýmsum stærðum.
Dún>- og fiðurhreinsunin
Kirkjuteigi 29. Sími 33301.
Keflavík — Njarðvík
Óska eftir 2ja herb. íbúð
í Keflavík eða Njarðvík.
Fyrirframgreiðsla, ef óskað
er. Uppl. síma 12 B, Vog-
um.
Stúlka
með gagnfræðaprófi óskar
eftir vinnu. Barnavagn ósk-
ast á sama stað. UppL í
síma 24296.
Tilkynn'ng
um jólapakka
Að gefnu tilefni er vakin á því athygli, að
flugáhöfnum vorum hefir verið bannað að
taka til flutnings pakka eða aðrar send-
ingar. — Hinsvegar skal á það bent að
auðvelt er að senda jólapakka og annan
varning, sem flugfélögin taka til flutnings
gegn hóflegu gjaldi, ef pakkarnir berast af-
greiðslum vorum með góðum fyrirvara.
Flugfélag íslands h.f. Loftleiðir h.f.
Fjölbreytt úrval af
Karlmannafötum
Unglingafötum
Tweed jökkum og
Terrylene buxum, fyrir
unglinga og f ullorðna.
Laugavegi 27. — Sími 12303.
Ullariðnaður
Reglusamur maður og nokkrar stúlkur eða konur
óskast til starfa við ýmiss verksmiðjustörf í Ullar-
verksmiðjunni Framtíðin, Frakkastíg 8.
Nánari upplýsingar hjá verkstjóra, sími 13060.
SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS.
Skúlagötu 20.