Morgunblaðið - 16.11.1962, Page 6
6
MORCVTSBLAÐlTt
Föstudagur 16. nóv. 1962
Gömul kirkja sem ný
Kommúnistaríkin greiða allt að helm-
ingi meira fyrir rússneska olíu — Rússar
selja sér sjdlfdæmi um afurðaverð
viðskipta-„vinanna“
i
Á SKEGGJASTÖÐUM í Bak'ka-
firði stendur kirkja, sem bar var
reist árið 1845. Kirkja þessi er
lítið hús. Hún er rúm 28 fet á
lengd og liðlega 16,5 fet á breidd.
Hæð hennar er 18 fet.
Kirkja þessi hefur aldrei ver-
ið járnvarin, hvorki þak né vegg
ir. Hinsvegar hefur notið um-
hygigju og viðlhalds, enda leit
hún vel út alla tíð. Á svo löng-
um tíma hefur hún þó orðið
fúanum nokkuð að bráð á þeirri
hlið, sem veit að rigningar átt.
Eins og að líkum lætur er
kirkja þessi ekki nýtízkuleg. Því
lögðu sumir til að hún yrði rifin
og önnur ný byggð úr steini.
Þarna stóð svo á að prestur
staðarins, síra Sigmar I. Torfa-
son vildi fara að þessu rnáli með
gát, því honum duldist ekki að
þeta hús var ekki eins ómerki-
legt og það var gamalt. Hann
bar málið undir biskup og þjóð-
minjavörð og kom þeim saman
um, áð maklegt væri að varð-
veita kirkjuna því að hún er
gerð af næmum byggingarsmekfc
Og varðveitir stílgerð, sem ber
höfundi sínum loflegan vinis-
burð. Þó kirkja þessi sé svo lítil
sem fyrr segir, verkar hún hið
innra sem stór væri og mikill
helgidómur vegna stílreisnar
sinnar og ágætrar innsmíði. Að
fengnum úrskurði þessara
tveggja manna, ákvað söfnuður
inn að halda gömlu kirkjunni
við, og hrófla í engu gerð kirkj-
unnar að öðru leyti en því, að
færa til upprunalegs horfs nokk-
ra smámuni, sem gengið höfðu
úr lagi á liðinni öld. Þrátt fyrir
þessa skynsamlegu niðurstöðu,
var ekki allur vandi leystur.
Á þeim tíma, sem þessi kirkja
var reist, þekktist ekki hitun
kirkna, sem mjög er mi'kilvæg-
ur á vorum dögum. Þá var og
venja að hafa eina hurð fyrir
útidyrum og ekkert afdrep við
inngöngu. í svo litlu húsi var
ógerlegt að koma fyrir hitunar-
tækjum nema stórlýti yrði að.
Ekiki var heldur umu að setja
forkirkju nema til óprýði hið
ytra eða þrengsla hið innra.
Þessi vandi var leystur með við-
byggingu norðan við vesturstafn.
Þar er komið fyrir forkirkju,
skrúðhúsi og hitunarrúmi í kjall
ara. Á þessa byggingu er settur
turn en hann hefur aldrei ver-
ið á hinu forna guðhúsi. Gerð
glugga er hin sama og á klrkj-
unni og frágangur allur hinn
sami og á henni, svo að ný-
‘byiggiingin fellur að kirkjunni
eins og hún hafi verið þar frá
upphafi. Þessi viðbygging er
2,30x5 metrar að flatarmáli.
Teikningu að þessari viðbygg-
ingu gerði Bjarni Ólafsson húsa-
smíðameistari og var teikning
sú samþykikt af húsameistara
ríkisins með smávægilegum
breytingum. Hann míðaði sjálf-
ur viðbygginguna með aðstoð-
arsmiðum og gerði við gömlu
kirkjuna með þeirri nærfærni
og tillitsemi, sem ómissandi er
við svona verk. Nýr grunnur
var steyptur undir alla kirkjuna.
Eftir að þessu verki var lokið,
var öll kirkjan máluð að utan
og innan. Það verk unnu hjónin
Greta og Jón Björnsson af sinni
alkunnu vandvirkni og smekk-
vísi.
Þessi framkvæmd kotaði auð-
vitað allmikið fé en þó senni-
lega litlu meira en þriðjung þess,
sem sambærileg ný kirkja hefði
kostað. Þarna er gefið athyglis-
vert fordæmi fyrir aðra söfn-
uði. Oft hafa verið rifnar timb-
ur kirkjur, sem vel hefði mátt
viðhalda og aðrar byggðar úr
steini í þeirra stað. Sumar þeirra
hafa sízt tekið hinum eldri fram.
Enn eru til margar timburkirkj-
ur í landinu, sem mjög eru þess
virði að varðveitast þó yngri séu
en Skeggjastaðakirkja. Þetta
er bæði fjárhagsatriði fyrir söfn-
uðina og menningaratriði fyrir
þjóðina, sem taka þarf til athug-
unar betur en verið hefur. Prest-
ur og söfnuður Skeggjastaðasókn
ar eiga heiður skilinn fyrir bessa
merku framkvæmd.
• Myndastytta Thorvaldsens
í hættu.
Hér er bréf frá Á. Sigur-
mundssyni:
„Kæri Velvakandi! Fyrir
nokikrum dögum var mynd
Karlsefnis tekin af stallinum í
syðstu tjörninnj og flutt burtu,
en þarna standa til nokikrar
HÁTT verð á olíu frá Rússlandi
hefur lengi verið mörgum við-
skiptavinum Rússa þymir í aug
um, sérstaklega þeim, sem búa
austan járntjalds, eða eru á ann-
an hátt nátengdir kommúnista-
ríkjunum.
Þannig hefur komið í Ijós, að
Kúbanir verða að greiða mun
hærra verð fyrir rússneska olíu,
en tíðkast á frjálsum heimsmark
aði. Áður fyrr greiddu Kúbanir
um 45.15 kr. fyrir fatið á olíu
frá Venezuela, (miðað við nú-
verandi gengi á ísl. krónunni),
en greiða nú um 67 krónur fyrir
sama magn. Þessi kjör ero þátt-
ur í „hagkvæmum" viðskipta-
samningum Kúbana og Rússa, þ.
e. sykur gegn olíu. Þar við bæt-
ist, að Rússar hafa selt sér sjálf-
dæmi um sykurverðið, og er það
nú um helmingi lægra en var, er
Kúbanir seldu sykur sinn tll
)sló, 14. nóv. (NTB).
RÁÐSTEFNU forsætisráðherra
Norðurlandanna og stjórnarnefnd
ar Norðurlandaráðsins lauk í
Oslo í dag. Á ráðstefnunni var
gengið frá undirbúningi næsta
þings ráðsins, sem verður haldið
í Oslo í febrúar n.k. Ákveðið var
að eftirtalin mál skuli tekin til
umræðu á þinginu;
1. Vandamál varðandi fjár-
hagslega samvinnu.
2. Samvinna um framhalds-
menntun og rannsóknir.
3. Samvinna um aðstoð við
vanþróuð lönd.
Ráðstefnan skorar á viðkom-
andi ríkisstjórnir að þær leggi
fram á næsta þingi hver sína
álitsgerð varðandi samvinnu-
vandamál Evrópu. Algjör eining
ríkti um nauðsyn samstöðu Norð
urlandanna, og að leggja beri
áherzlu á að framkvæma ákvarð
anir Helsingforssamningsins um
að auka og efla norræna sam-
vinnu.
fraimkvæmdir, m.a. stækkun
litlu tjarnarinnar. Mér þykir
líklegt, að um þessar mundir
hafi listaverkanefnd bæjarins
komið þarna saman. Því kom
mér til hugar að leiða afihygli
nefndarinnar að mynd Thor-
valdsens, sem er þarna spotta-
korn frá. Þessi góða mynd var
Bandaríkjanna.
Þó er það verð, sem Kúbanir
greiða nú fyrir olíu, jafnvel lágt
miðað við það, sem sum önnur
kommúnistarí'ki verða að greiða
fyrir olíuna. A-Þjóðverjar greiða
urn 112 krónur fyrir olíufatið og
Unigverjar um 131 krónu.
Hins vegar neyðast Rússar til
að selja ýmsum löndum í V-
Evrópu fyrir mun lægra verð.
Þannig greiða ftalir um 56 kr.
fyrir olíufatið. Finnar og Svíar
um 55 krónur og Japanir 54
krónur.
Þetta eru hinir frjálsu viðskipta
hættir kommúnistaríkjanna. Rúss
ar lækka verð þeirra vara, sem
þeir flytja inn, en hækka verð
sinna eigin afurða, þegar löndin
hafa tengzt þeim-
Þannig vinna Rússar gegn auð
hringum, okri og ófrelsi í við-
skiptum.
Ráðstefnuna sátu m.a. Jens
Otto Krag forsætisráðherra Dan-
merkur, Ahti Karjalainen forsæt
isráðherra Finnlands, Einar Ger-
hardsen forsætisráðherra Noregs
og Tage Erlender forsætisráð-
herra Svíþjóðar. Forsætisráð-
herra íslands gat ekki mætt á
ráðstefnunni, og sat Haraldur
Guðmundsson sendiherra fund-
ina í hans stað. Auk þess sat ráð-
stefnuna Gísli Jónsson alþingis-
maður sem fulltrúi íslands í
Norðurlandaráði.
Brússel, 14. nóv. (NTB).
Á MORGUN hefjast að nýju
viðræður í Brússel um aðild
Breta að Efnahagsbandalagi
Evrópu. Viðræðunum lýkur að
þessu sinni á laugardag, og er
ekki búizt við miklum árangri.
Mörg mál þarf að leysa áður
en aðild Breta verður ákveð-
in, og er talið að drög að sam-
komulagi liggi ekki fyrir fyrr
en í febrúar eða marz næsta
ár.
gefin fslandi af Kaupmanna-
höfn 1874, og var hún lengi eina
myndin á opinberum stað, sem
bæinn prýddi. Hún var flutt í
Hljómskálagarðinn 1930, en áð
ur hafði myndin staðið á Aust
urvelli, og ekki haggazt um
hársbreidd á stallinum í þau
56 ár, sem hún stóð þar. Eg veit
— S. P.
Ráðstefnunni í Osló lokið
Sýning
Magnúsar
Tómassonar
KORNUNGUR Menntaskóla-
nemi hefur efnt til sýningar á
málverkum í Bogasalnum þessa
dagana. Magnús Tómasson sýnir
tæpar þrjátíu myndir, sem hann
hefur unnið bæði í olíulitum og
pastel. Hann er að vísu alger
byrjandi í málaralisc, en samt er
skemmtilegt að sjá þessi verk,
og það mætti segja mér að þessi
ungi piltur hefði nokkra hæfi-
leika. Það er margt, sem bendir
til þess, og ekki hvað sízt lita-
meðferð hans, sem er ekki sér-
lega þroskuð, en gefur góð fyrir-
heit.
Magnús hefur næmt auga fyr-
ir fyrirmyndum sínum, en veld-
ur stundum ekki að koma þeim
fyrir á sannfærandi hátt í mynd-
byggingunni. En ekkert er skilj-
anlegra hjá manni, sem er að
byrja feril sinn sem málari. Það
er meira á þessari sýningu, sem
betur hefði mátt fara, en samt
tekst Magnúsi að gleðja augað,
og sýning hans í heild hefur
skemmtileg áhrif á þann, er
skoðar. Það ánægjulegasta við
þessa snotru sýningu er samt sú
staðreynd, að svo ungur maður
skuli hafa unnið þessi verk og
komið þessari sýningu saman.
Þessar fáu línur eru aðeins
ritaðar til að vekja eftirtekt á
sýningu Magnúsar í Bogasalnum.
Því mín skoðun er sú, að hann
eigi það sannarlega skilið, að
þessi tilraun veki nokkra at-
hygli. Það er svo önnur saga,
hvernig framhaldið verður. Þar
kemur margt til greina, og verð-
ur fróðlegt að sjá, hvernig
Magnús tekur skólun og hvernig
skólun hann fær. Það er stað-
reynd, að enginn verður góður
listamaður, nema hann vinni ár-
um saman undir harðri ögun og
leggi sig allan í lima. Sumir lifa
af hreinsunareldinn, aðrir ekki,
ég skal engu spá um framtíð
Magnúsar Tómassonar sem mál-
ara, en hann virðist hafa gott
veganesti, sem fróðlegt verður
að sjá, hvernig tekst að móta.
Sýningu Magnúsar lýkur á
sunnudag, og ég hvet fólk til að
sjá hana, áður en það verður um
seinan. Slíkt örvar ungan lista-
mann, og ekki veitir af að hlúa
að nýgræðingnum.
Valtýr Pétursson.
ekki, hvort listaverkanefndin
hefur litið á myndina, en mér
er nær að halda, að svo sé ekki
Fyrir sjö árum veitti ég því
athygli, að myndin hafði færzt
á stallinum og á einum stað
komin 1 cm út af stallbrúninni,
en myndin heldur áfram að
þokast áfram hægt og hægt.
Nú mun hún komin 2—3 cm út
af brúninni og er í bráðri hættu
þegar óveður skellur á“.
• Gluggar á Þjóðminja-
safnshúsinu.
Maður nokkur hringdi til
Velvakanda og minntist á hina
skrautlegu glugga, sem nýsett
ir hafa verið á norðurgafl Þjóð
minjasafnshússins, og væri mik
ill fegurðarauki að þeim. Hins
vegar kvað hann það stinga ó-
hugnanlega í stúf við þá, að
næstu gluggar væru óhirtir og
í mðurníðslu, svo að þeir verk
uðu eins og öfugmæli við nýju
rúðurnar. Bað hann Velvak-
anda að boma því á framfæri
hvort ekki væri hægt að ráða
bót á þessari smekkleysi eða
þessu hirðuleysi. Einnig kvað
hann einkennilegt að sjá venju
legan eldhúsglugga þarna á ein
um stað. Þar þyrfti að vena
rimlagluggatjöld fyrir.