Morgunblaðið - 16.11.1962, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Fðstudagur 16. nóv. 1962
í
Mynd þessi er tekin úr bók prófessors Harald Schjeftierup,
„Det skjulte menneske" af „líkamningi“ í fuliri líkamsstærð.
TTil hægri er midillinn, „Eva C“.
SVIKAMIOLAR OG
sAlarrahnsúkhir
Katie King.
Kunningi minn fyyrir sunn
ann, sem er landskunnur lækn
ir af gáfaSri tegundinni, sagði
mér nýlega frá því hróðugur,
að komin væri út bók, sem
gera mundi ekki minna upp-
nám í flokki öndunga en ræða
Krúsjeffs gerði á sinni tíð í
söfnuðum Stalíns. Yæri í bók
þessari færðar sönnur á, að
hin stórfurðulegu fyrirbrigði,
sem oft er vitnað til að gerzt
hafi hjá vísindamanninum Sir
William Crookes, hafi eigi ver
ið annað en skopleikur. f>essi
nafntogaði líkamningur Katie
King, sem kringum hann gekk
ijósum logum, hafi reyndar
ekki verið andi af öðrum
heimi, heldur kona svo jarð
nesku holdi gædd, að hún hafi
verið ástmær vísindamanns-
ins. Hafi andakukl þeirra eigi
verið annað en bragð til að
villa um fyrir veröldinni og
til að skemmta sér yfir
heimsku mannanna. Er þessi
gamansami klókskapur þeirra
fyrst nú að koma upp úr kaf-
inu og mátti ekki seinna vera.
Ekki hefi ég enn séð bók
þessa, en vel má vera að rétt
sé frá skýrt. Efalaust hafa oft
verið höfð brögð í frammi í
þessum efnum eins og mörg-
um öðrum, enda hefur margt,
sem menn hafa trúað á af
barnaskap reynzt hégómi. Þeg
ar milljónir manna um allan
heim gátu gert guð úr öðrum
eins fanti og Stalín og haft
sér til átrúnaðar áratugum
saman, var þá að undra þó
að Sir William gæti fengið
nokkra menn til að trúa því,
að kvenmaður, sem hann hafði
á sínum snærum væri andi,
enda hefur kvinnan efalaust
verið andi, holdi klæddur. Aft
ur á móti hefur Stalín aldrei
verið guð, og þykir mér því
síðari villan stórum furðu-
legri en hin fyrri.
Annars er það mála sannast,
að sá hópur hefur aldrei venð
stór, sem trúað hefur á lík-
amninga, enda er engum kunn
ugra um það en spíritistum,
hversu mikið af þeim fyrir-
brigðum hefur reynzt blekk-
ing. Segir svo í bók frá 1920
(The Foundations of Spiri-
tualism), þar sem rætt er um
likamninga, að þau fyrirbrigði
séu eitt hið veikasta krosstré
hreyfingarinnar. Yfirleitt
megi segja, að svik hafi sann
azt í svo mörgum tilfellum, en
þau tilfelli, þar sem svik hafí
ekki sannast séu svo áþekk
hinum, að varla þekkist dæmi
um líkamningar, sem séu veru
lega sannfærandi, jafnvel
ekki hinn frægi líkamningur
Katie King, sem Sir William
Crookes hafi samt þótt góður.
Tilraunir með Evu C.
Sama rit telur þó, að rann-
sóknir þær, sem Mme Bisson,
Schrenek-Notzing og dr. Gel-
ey gerðu með miðilinn Evu C.,
öðru nafni Marthe Béraud,
hafi nokkra sérstöðu. Hafi
þessar rannsóknir farið fram
undir svo sterku eftirliti, að
nær óhugsandi sé að gera sér
grein fyrir, að unnt hefði ver
ið að koma við svikum. Kom
skýrsla um rannsóknir þess-
ar í ritum sálarrannsóknarfé-
lagsins brezka. Einnig skrif-
uðu þau Mme Bisson og
Schrenck-Notzing um þær
bækur með myndum, sem
teknar voru meðan tilraunirn
ar fóru fram. Virðast þær
sanna ótvírætt, að alls konar
líkamningar sköpuðust úr
efni, sem flæddi frá vitum mið
ilsins. í skýrsu sem Dr. Geley
las fyrir Institut Général
Psychologique í París rétt eft
ir að rannsókn þessi fór fram
komst hann þannig að orði:
„Það er ekki aðeins að ég segi,
að engin svik hafi átt sér
stað. Ég fullyrði, að enginn
möguleiki hafi verið á því að
koma svikum við. Þá skýrir
hann frá því, að meðan á til
raununum hafi staðið, hafi
hundrað vísindamenn, mest
læknar, fylgzt með öllu. Síð
an lýsir hann útfryminu og
hvernig úr því mynduðust
alls konar líkamningar fast
við nefið á honum, stundum
líkamshlutar, stundum per-
sónur, stundum voru þær ör
litlar til að byrja með en uxu
í fulla líkamsstærð. Hrundi
þetta efni svo saman aftur og
hvarf.
Það sýndist vera óhugsandi
að ómenntaður stelpukrakki
úr alþýðustétt eins og Eva
C. var gæti hafa leikið svo
ferlega á marga vísindamenn,
sem þarna voru saman komn-
ir. En ef þessi undur hafa
gerzt einu sinni, gætu þau bá
ekki hafa gerzt oftar? Annað
mál er það, að ekkert þurfa
svona fyrirbrigði að sanna um
annað líf, sé mönnum mein-
illa við að trúa því. Hitt
hljóta þau að gera líklegt, að
með mönnum búi öfl og hæfi-
leikar, sem ekki verði skýrðir
með neinum þeim vísindum,
sem efnishyggjumenn þekkja.
Prófið alla hluti.
Það kostar ávallt mikla
vinnu og þolinmæði að afla
þekkingar, og er þá ekki lík-
legt, að ráðning þeirrar gátu,
sem löngum hefur verið taiin
torveldust, gátu lífs og dauða
geti verið auðveld. Efnis-
hyggjumenn hafa iðulega orð
ið að gera óteljandi gagnslaus
ar tilraunir áður en þeir hafa
komjzt að nýtilegri niðurstöðu
og er þá nokkuð að undra ,þó
að sumar tilraunir öndunga
hafi reynzt hégómi en aðrar
árangurslitlar?
Alkunnugt er að Sálarrann-
sóknarfélagið brezka hefur
starfað að rannsóknum á þess
um efnum áratugum saman og
safnað að sér merkilegum
gögnum. Einnig hefur Dr.
John B. Rhine við Duke há-
skólann í Norður Carolina
starfað að því um 30 ára bil
að rannsaka það, sem hann
kallar extrasensory perception
(skammstaðaf: E S P) og hef
ur hann leitt í ljós marga
furðulega hluti um hæfileika
mannssálarinnar. Má vera að
það komi á daginn, sem hug-
vitsmaðurinn Edison mælti
eitt sinn, að hann væri sann-
færður um, að á sviði sálar-
rannsóknanna mundu verða
uppgötvaðar staðreyndir, sem
hafa mundu meiri þýðingu fyr
ir hugsunarhátt og örlög mann
kynsins en allar þær uppgötv
anir, sem hann hefði gert.
Tortryggnin.
Sá hugsunarháttur að líta
með tortryggni á allar sálar-
rannsóknir er leifar frá efnis
hyggjuöld. Svikamiðlarnir
hafa auðvitað unnið máleín-
inu stórtjón og reyndar meira
en efni standa til. Þegar upp
kemst um eitthvað því um
líkt, er 1 ð blásið út í öllum
blöðum og sú ranga ályktun
dregin af, að allir miðlar séu
svikamið’ ..
Hins vegar gengur lítil saga
af þeim mikla skara manna
á öllum'öldum, sem veður hef
ur haft af öðru lífi og er ein-
lægt og hrekklaust fólk. Stafar
þetta af því að þorri manna,
sem andlega reynslu hlýtur
geymir hana með sjálfum sér
og flíkar henni ekki, meðal
annars af því að þeir óttast
að verða fyrir ofsóknum, háði
og spotti þeirra, sem vantrúað
ir eru.
Þeir miðlar, sem gripið hafa
til vísvitandi svika eru helzt
atvinnumiðlar, sem óttast
um árangur af fundum sínum
og þar með atvinnu sína. Er
það mannlegt þótt miðillinn
leiti sér þess ráðs í örvæntingu
sinni, ef þeir halda að atvinn
an sé í veði. En minna kann
að vera af vísvitandi svikum
en haldið er. Stundum má
ætla að tiltekjur miðlanna séu
ósjálfráðar, eins og þegar þeir
leika sjálfir hina framliðnu,
sem er algengast. Finnst þeim
þá í trancinum, að þéir séu
orðnir að þeim framliðna
manni, sem talar af vörum
þeirra og herma aðdáunarlega
vel eftir honum í fasi og fram
komu. Slík framkoma kann að
vera miðlinum jafnóviðráðan-
leg og ómeðvituð og tal hans.
Ég hef horft á svo kallaðan
líkamningamiðil koma fram í
alls konar gervi, ýmist sem
karl eða kona eða barn, skipta
um rödd og fas og svip, en
aldrei var ég í minnsta vafa
um að þetta væri allt saman
miðillinn sjálfur. Hins vegar
þyrði ég ekkert að segja um
það, hvort hér voru höfð svik
í frammi af ásettu ráði. Eins
líklegt er hitt, að miðlinum.
hafi í raun og veru fundizt
á þessari stundu hann vera
sá framliðni maður, sem sagt
var að talaði af vörum hans.
í þessu sambandi má líka
benda á það, að ýmsir rann
sóknarmenn, sem í upphafi
voru andvígir spíritisma oig
gengu ötullega fram í því að
afhjúpa svi'k, sannfærðust
samt um það að lokum, að
raunverulegir líkaminingar
ættu sér stað og þess væru
dæmi að hjá sumum miðlum,
sem uppvísir hafa orðið að
svikum gerist stundum óföls
uð fyrirbrigði. Miðilshæfileik
inn er oftast meðfæddur og
þurfa menn að sjálfsögðu
ekki að vera neinir englar,
þótt þeir séu gæddir honum.
En líklegt má telja, að þeir
sem hvekktir eru á svikurn
tál að byrja með og hefja
þannig rannsókn á þessu
máli með mikilli tortryggni
séu ekki auðunnir til að trúa
á fyrirbrigðin og láti þeir
II. grein
sér naumast segjast fyrr en
þeir telji sig hafa ástæðu til
að segja eins og dr. Geley: að
enginn möguleiki hafi verið
til fyrir svikum.
Lára miðill.
Með vorri ástkæru þjóð hef
ur frá landnámsöld verið mik
ill aragrúi af miðlum, völum
og vitkum, ófreskum mönn-
um og forspáum, galdramönn
um og gandriðum. Hér hafa
líka mórar og skottur gengið
ljósum logum, al'lt frá mein-
leysislegustu vofum, sem
lyppuðust áfram eins og þoku
kúfar, upp í rammefldustu
drau'ga, sem þjóðfrægir garp-
ar eins og Grettir hru'kku
varla við. Hér hafa álfar og
dvergar búið í hverjum hól,
selkollur og sjávarskrímsli
verið á tjá og tundri, þegar
rökkva tók. Stundum flug-
ust þessir draugar á með
grjótkasti og eldglæringum,
stundum gengu þeir um
beina, eða rifu langan fisk
úr roði sér til matar eða seild
ust í langlegg úr hangikets
trogi. Þeir gátu verið illir við
urskiptis, en líka glettnir og
gamansamir, þegar vel lá á
þeirn.
Draugar giátu bæði verið
draugar manna og dýra. Þjóð
frægur er Þorgeirsboli, sem
komst til Ameríku með út-
flytjendum, og lætur einstöku
sinnum til sín heyra enn þann
dag í dag, enda fylgdi þess
háttar slæðingur sumum ætt
um allt í niunda lið. Eru ó-
tölulegar sögur um þetta á
bækur settar, en hinar þó
fleiri, sem aldrei hafa verið
skráðar.
Vísindamenn hafa efað sög
ur þessar og talið þær upp-
spuna einn og hégilju, en svo
þrálát er þjóðtrúin að hún
verður ekiki barin niður með
sleggjum fremur en selshaus
inn á Fróðá, heldur gengur
hún upp við hvert högg, og
hefur aldrei lifað betra lífi
en nú í dag, enda eins víst
að flest af hinum ágætustu
reimleikasögum séu sannar.
f seinni tíð hafa ýmsir
merkir menn reynt að skrá
þessa atburði um leið og þeir
gerðust, svo að ekki færi milli
máía, hvort draugurinn væri
ekta eða upploginn. Eina
slíka bók hefur séra Sveinn
Víkingur nýlega skrifað um
Láru miðil og eru þar bæði
kaflar úr ævisögu hennar og
mjög skilmerkileg ritgerð um
ýmsar tegundir dulrænna fyr
irbrigða eftir séra Svein. En
meginkafld bókarinnar eru
frásagnir ýmissa sjónar- og
heyrnarvotta að fyrirbrigðun
um sjálfum, sem gerzt hafa
á fundurn hjá Láru og kennir
þar margra grasa.
Kunningi minn, sem étg gat
um í upphafi, sagði mér, að
hann hafi eitt sinn farið á
fund til Láru og hefði hún
þá bundið klút um kústskaft
og veifað framan í fundar-
menn. Þóttust þá sumir sjá
þar afa sinn eða ömmu, aðrir
bur sinn eða bróður eða ást
mey framliðna. Nú er þess að
geta, að maðurinn er ekki
mjög trúaður á dularfull fyr
irbrigði og kynni honum því
vegna vantrúar sinnar, að
hafa missýnst um kústinn, og
hafi þarna verið heiðarleg
vofa á ferð. Eftir því sem söig
ur herma eru sumar vofur
mjóar og ræfilslegar eins og
Dr. Geley vottar. Gat þetta
því allt verið eðlilegt, og læt
ég það liggja milli hluta. En
ómögulega hefði Lára með
þessu móti getað framleitt
hund, sem dáinn var fyrir
lönigu úr lungnabólgu norðui
í Svarfaðardal, og kom þarna
trítlandi til húsbónda síns og
sleikti hönd hans, og þvi síð
ur tjörn á gólfinu, þar sem
laxar og silungar syntu um
með sporðaköstum. Yfirleitt
lýsa sjónarvottar líkamninga
fundum hjá Láru mjög á-
þekikt því, sem dr. Geley lýs
ir líkamningum hjá Evu C.
Verurnar byggja sig upp úr
þokukúfum rétt við nefið á
þeim hjaðna þar aftur og
leysast sundur. Barnslík svíf
ur á milli manna á fjöl, fund
eftir -fund og kemur alveg
upp að augunum á þeim, sem
viðstaddir eru, lifnar svo við,
en leysist á ný upp í skýi.
Það þyrfti meira en litla
leikni til að gera þetta al’lt
með kústskafti, og meira en
litla glámskyggni af viðstödd
um að láta blekkjast á þann
hátt, enda votta það sjö
manns að rétt sé frá sagt, og
hika þeir ekki við að fullyrða
að engum brögðum af hálfu
miðilsins eða annarra, sem
þarna voru, hafi verið unnt
að beita.
En fyrir utan þetta eru svo
fjölmörg dæmi um undra-
verða skyggni í tíma og rúmi,
sem ekki er með neinu móti
hægt að rengja. Eina leiðin
til að efa þær sögur væri að
Framhald á bls. 17.
;